Morgunblaðið - 29.03.1960, Side 20

Morgunblaðið - 29.03.1960, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. marz 1960 Dagurinn rann upp. Julien vaknaði, geispaði og teygði úr sér óg leit síðan á konu sxna. „Svafstu vel, elskan mín?“ sagði bann og brosti. Hún var dálitla stund að átta sig. „Já, ágætlega“, svaraði hún. „En þú, hvernig svafst þú?“ „Mjög vel“, svaraði hann. Síð- an kyssti hann hana og hóf að tala við hana um ýmislegt varð- andi framtíðina. Hann lagði fyr- ir hana framtíðarfyrirætlanir sínar og ræddi um sparnað í sam- bandi við lifnaðarhætti þeirra. Það vakti undrun Jeanne, að hann tók sér orðið sparnaður oft í munn. Hún hlustaði á hann, án þess að henni væri fyllilega ljóst, hvað hann væri að fara. Klukkan sló átta. „Við verðum að fara á fætur“, sagði hann. „Það þætti skoplegt, ef við kæm um mjög seint niður“. Þegar hann var klæddur, hjálp aði hann konu sinni við síðustu atriðin á búnaði hennar, til þess að hún þyrfti ekki að kalla á Rosalie. Hún fór ekki niður, fyrr en há- degisverðurinn var tilbúinn. Dag urinn leið á sama hátt og aðrir dagar, eins og ekkert nýtt hefði skeð. Það var einum karlmanni fleira í húsinu — bað var allt og sumt. ( 5. kafli. Korsika og nýtt líf. Fjórum dögum síðar kom íerðavagninn, sem þau ætluðu með til Marseille. Eftir fyrstu nóttina hafði Je- anne vanizt kossum og blíðuat- lotum Juliens, en þó gat hún enn ekki hugsað sér nánari samskipti þeirra í milli. Henni fannst hann fallegur, hún elskaði hann. Hún var aftur orðin glöð og ánægð. Kveðjustundin var stutt og að mestu laus við viðkvæmni. Bar- ónsfrúin ein virtist með grát- stafinn í kverkunum. Þegar vagn inn var að renna af stað, lagði hún þunga pyngju í lófa dóttur sinnar, um leið og hún sagði: — ■ 1) Flýtið ykkur nú. Gest- toiir koma eftir þrjá tíma! Jæja, ég verð að segja það að J>ú ert óvenjulega vingjarnleg við Markús. Mér Hkar vel við hann I'innur. Ég held það sé rétt hjá „Hérna eru vasapeningar handa þér á brúðkaupsferðinni", sagði hún. Jeanne stakk pyngjunni í vas- ann, og vagninn ók af stað. Þegar degi var tekið að halla, spurði Julien: „Hvað mikið var í pyngjunni, sem móðir þín gaf þér?“ Það hafði ekki hvarflað að henni fyrr að gá að því. Hún hvolfdi úr henni í kjöltu sína. — Hrúga af gullpeningum streymdi úr henni: tvö þúsund frankar. Hún klappaði saman lófunum. Nú skal ég svei mér, láta eftir mér að eyða peningum“, sagði hún, um leið og hún tíndi pen- ingana upp í pyngjuna’ aftur. Eftir átta daga ferð í hræðileg um hita, komu þau til Marseille. Daginn eftir fóru þau með litlu póstskipi, Roi-Louis, til Korsíku. Korsíka! Stigamenn og fjöll! Fæðingarstaður Napoleons! Je- anne fannst hún vera að yfirgefa veruleikann og koma inn í ævin- týraheim, og þó var hún glað- vakandi. Þau stóðu hlið við hlið á stjórnpalli skipsins og virtu fyrir sér kletta Provence, er þau sigldu fram hjá. „Manstu eftir ferðinni okkar í bátnum hans Lastique garnla?" sagði Jeanne. í stað þess að svara, kyssti hann hana á vangann. Jeanne andaði djúpt að sér fersku sjávarloftinu. I fjarska mótaði fyrir einhverju gráu, sem sást ekki skýrt í birtu dögunar- innar. Það líktist einna helzt sér kennilegum skýja myndunum, strýtulöguðum og hrufóttum, er flutu ofan á sjávarfletinum. Brátt skýrðist sýnin með auk- inni birtu. það mátti greina röð tindóttra, sérkennilegra fjalla. Sólin var að koma upp að baki þeirra, og gerði það svarta, skörð ótta tindana enn sérkennilegri en ella. Mikill hluti eyjarinnar var þó enn hulinn móðu. Skipstjórinn, lágvaxinn, sól- brenndur náungi, veðurbarinn af söltum vindum, birtist á stjórn- 2) Flýttu þér að bera leik- föngin upp á loft! Gestirnir koma eftir þrjú korter! honu mað reyna að bjarga Háu skógum. Næsta dag. Ragnar, þér eruð mjög áhrifa- palli og sagði við Jeanne með rödd, sem var orðin hás af að skipa fyrir í tuttugu ár í stormi og hafróti: „Finnið þér ilminn?“ Hún fann höfgan og sérkenni- legan ilm eins og af jurtum. „Það er angan Korsíka, sem leggur langar leiðir, frú mín“, sagði skipstjórinn. „Þessi ilmur er einkennandi fyrir hana. Þótt ég hefði verið að heiman 1 tutt- ugu ár, myndi ég þekkja þenn- an ilm úr fimm mílna fjarlægð. Ég er sjálfur ættaður þaðan. — Hann þarna á st. Helenu, talar að sögn, alltaf um ilm fæðingar- staðar síns. Við erum skyldir". Skipstjórinn tók ofan og hneigði sig í áttina til Korsíku og síðan út á hafið í áttina til dvalarstaðar hins fangna keisara lega skyldmennisins. Jeanne var svo hrærð, að henni lá við gráti. Skipstjórinn benti á sjóndeild arhringinn:, „Les Sanguinares" sagði hann. Julien stóð við hlið konu sinn- ar og hélt um mitti hennar. Þau hórfðu bæði í áttina þangað, hann benti. Þau sáu um síðir strýtumyndaða kletta, og nokkru síðar sveigði skipið fram hjá þeim inn á lygnan flóa, um- kringdan háu mfjöllum, þöktum gróðri, sem líktist mosa, upp með hlíðunum. Skipstjórinn benti á lágvaxinn kjarrgróðurinn: „Þetta er „le maquis" kjarrvöxturinn, sem er einkennandi fyrir Korsíku". Þegar þau höfðu haldið lengra áfram, virtist fjallahringurinn lokast að baki þeirra, og skipið leið eftir lygnu, dimmbláu vatni, svo gagnsæju, að það lá stundum við að það sæist til botns. Skyndilega kom hvít borgin í ljós við enda flóans, á sjávar- bakkanum við rætur fjallanna. Nokkrir litlir, ítalskir bátar lágu fyrir akkerum í höfninni. Fjórir eða fimm árabátar reru upp að hlið Roi-Louis til að sækja far- þega. 3) Flýttu þér nú einhvern tíma. Þú átt líka eftir að bursta skóna þína. Fólkið get- ur komið á hverri stundu! mikill þingmaður og mig vantar aðstoð við að forða Háu skógum frá eyðileggingu. Mér þykir það leitt ungi mað- Julien, sem var að taka sam- an farangurinn, sagði við konu sína lágri röddu: „Það er nóg að gefa burðarmanninum tuttugu „sous“, er það ekki?“ í viku hafði hann stöðugt spurt hana þessar- ar sömu spurningar, henni til sárrar gremju. Hann var stöðugt að lenda í þrasi við gistihússtjóra, þjónustu lið, ökumenn og kaupmenn, og í hvert skipti sem honum tókst að þjarka niður verði á einhverju, neri hann saman lófunum og sagði við Jeanne: „Ég kæri mig ekki um að láta féflétta mig“. Hún varð óstyrk í hvert skipti, sem þeim var sýndur reikningur, þar sem hún vissi fyrirfram hverjar athugasemdir hann myndi gera við hvern einstakan lið. Hún fyrirvarð sig fyrir þref hans og rekistefnu og roðnaði upp í hársrætur, er hún sá fyrir- litninguna í augnatilliti þjónustu fólksins, þegar það tók við smá- sálarlegu þjórfénu úr höndum hans. Hann lenti einnig í stælum við bátsmermina, sem fluttu þau í land. Fyrsta tréð, sem Jeanne sá, var pálmatré. Þau fóru ti stórs gisti- húss, sem stóð við víðáttumikið torg, og báðu um morgunverð. Eftir klukkustundar hvíld, gerðu þau áætlun um, hvernig tíma þeirra þarna skyldi varið. Þegar þau höfðu dvalið þrjá daga í þessum molluheita smábæ við fjarðarbotninn í skjóli hárra fjalla, ákváðu þau að leigja sér hesta til þess að komast upp í fjallaskörðin. Þau völdu sér svo korsíkanska hesta, snareygða, grannvaxna og þrautseiga, og lögðu af stað morgun einn um dögun. Þau höfðu með sér leið- sögumann, sem hafði múldýr til reiðar og reiddi nestið, enda eng in veitingahús að finna í hinu villta landslagi. Stígurinn lá meðfram flóanum og sveigði brátt inn í dalverpi í áttina til hárra fjallanna. Loft- ið var þrungið höfgum ilmi hins sérkennilega gróðurs eyjarinnar. í fjarska sáust rauð og bláleitir tindar granítfjalla, sem vörpuðu ævintýraljóma á umhverfið og þéttir skógar hárra kastaníu- trjáa lægra í hlíðunum voru sem lágvaxið kjarr í samanburði við hæð fjallanna. öðru hvoru benti leiðsögumað urinn upp í .hæðirnar og nefndi nafn einhvers staðar. Þau Jeanne og Julien litu jafnan í áttina þangað, en sáu ekkert í fyrstu. Um síðir komu þau auga á grá- ar þústir, líkastar steinum, sem 4) Eg held, að þetta fólk hefði ekki átt að gera boð á undan sér. Eg hefði þá ekki þurft að raka mig! ur, en ég styð frumvarp Watsons þingmanns. Hann ætlar að styðja frumvarp mitt um....... hrunið^ hefðu úr tindunum. Það voru þörp grárra steinhúsa, sem minntu á risastór fuglshreiður, næstum ósýnileg í hinum hrika- legu fjöllum. Jeanne var farið að leiðast að fara fót fyrir fót. „Yið skulum fara hraðar“, sagði hún og hott- aði á hestinn. Hún leit við, er hún varð þess vör, að eiginmaður hennar hafði ekki við henni. Hún gat ekki varizt hlátri, þegar hún sá, að hann var fölur yfirlitum og hélt sér dauðahaldi í fax hests ins, sem brokkaði óþyrmilega. — Hetjulegt útlit hans og búnaður gerði klaufaskap hans og kjark- leysi enn spaugilegra en ella. Þau héldu rólega áfram för- inni. Stígurinn lá nú milli tveggja kjarrbreiðna, sem klæddu hlíðar fjallsins. Þetta var hinn svokallaði „maquis“ gróður, í senn dvergeik, einiberja runnar, vafningsviður, lárviður, myrta og ýmsir sígrænar runna- tegundir, sömuleiðis risavaxnir burknar og ýmsar ilmríkar blóma tegundir. Allt fléttaðist þetta sam an í þéttan gróður, sem þakti hlíð arnar eins og ull. Þau voru svöng. Leiðsögumað- urinn fylgdi þeim að einni þeirra uppsprettulinda, sem oft er að finna í fjalllendi. Iskalt vatn streymdi úr klettasprungu og einhver, sem farið hafði um þarna á undan þeim, hafði beint rennslinu með kastaníublaði, svo að hægt var að drekka beint íir lindinni. ajtltvarpiö Þriðjudagur 29. marz. 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisutvarp. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Amma segir börnunum sögu. 18.50 Framburðarkennsla í þýzku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. — 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas", eftir Nikos Kazantzakis; IX. (Erl« ingur Gíslason leikari). 21.00 Islenzkt tónlistarkvöld: Dr. Páft Isólfsson tónskáld. — Eftir hann verða flutt þessi verk: a) „Ur myndabók Jónasar Hall* grímssonar** (Hljómsv. Ríkis- útvarpsins leikur; Hans Antolitsch stj.). b) „Glettur'* (Haraldur Sigurðs- son leikur á píanó. c) Chaconne (Höfundurinn leik- ur á orgel.) d) Lög úr sjónleiknum „Veizlan á Sólhaugum“ (Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur; Hans Antolitsch stj.). e) „Rís, Islands fáni“ (Tónlistar félagskórinn syngur; dr. Vict- or Urbancic stjórnar). Dr. Páll Isólfsson og Vilhjálm- ur Þ. Gíslason útvarpsstjóri flytja ávörp. 22.00 Fréttir og veðurfregni . 22.10 Passíusálmur (37). 22.20 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.40 Lög unga fólksins (Guðrún Svaf arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir). 23.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 30. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. gð,18.30 Utvarpssaga barnanna: „Gest- ir á Hamri“ eftir Sigurð Helga- son; I. (Höfundur les.) 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand mag). 20.35 Erindi: Þeir, sem deyja ungir (Grétar Fells rithöfundur). 21.00 Fiðlutónleikar: David Oistrakh leikur verk eftir Tartini, Bartók, Szymanowski og Suk. 21.30 „Ekið fyrir stapann'*, leiksaga eft ir Agnar Þórðarson, flutt undir stjórn höfundar V. kafli. — Sögumaður Helgi Skúlason. Leik- endur: Ævar R. Kvaran, Herdís Þorvaldsdóttir, Guðmundur Páls- son, Karl Guðmundsson, Bryndís Pétursdóttir og Nína Sveinsdóttir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur (38). 22.20 Ur heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 22.40 „Gamlir kunningjar": Lárus Ing- ólfsson, Soffía Karlsdóttir o. 11. syngja með hljómsveit Ðjarna Böðvarssonar. 23.10 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla a r k u ó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.