Morgunblaðið - 30.03.1960, Side 2

Morgunblaðið - 30.03.1960, Side 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 30. marz 1960 — Töpum við Frh. af bls. 1. fcandi við vandræðin á sölu fiski mjölsins, að Perú framleiddi á sL ári 387 þús. tonn, en reiknað er með að framleiðsla þeirra fari upp í 500 þús tonn á þessu ári, og er það álíka mikið magn og var á hinum frjálsa heimsmark- aði fyrir fáum árum síðan. Hins- vegar er nú reiknað með, að nokkur söluaukning verði á fiski- mjölinu vegna verðlækkunarinn- ar. Fyrir Islendinga er hér um mjög alvarlegt fjárhagsmál að ræða, eins og sjá má af tapinu, aem verður af lækkuninni einni saman. En það eru ekki íslend- ingar einir, sem tjón bíða af hinni auknu fiskimjölsframleiðslu Peru heldur eru t.d. bæði Norð- menn og Danir undir sömu sök seldir. Hraðfryst fiskibein I tilefni þess spurðist blaðið fyrir um það hjá Sturlaugi Böðv- arssyni, hvernig gengi með fryst- ingu og sölu á fiskbeinum til út- landa. Sturlaugur kvað mjög mikla eftirspurn eftir hraðfryst- um fiskbeinum til refa og minka fóðurs, bæði frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Mundi vera hægt að selja þangað tugi þúsunda sinálesta ef aðstaða væri til þess að hraðfrysta allt það magn hér. Við munum framleiða um 100 þús. tonn af fiskbeinum árlega, e n enginn kostur mun vera að hraðfrysta nema 2—3 þús. tonn og þá aðeins í stærstu frystihús- unum, þar sem vélakostur er nokkuð rúmur. Hraðfrystivélarn- ar gera sem sé lítið meir en að af kasta frystingu fiskflakanna. í>egar fiskbein erft hraðfryst eru þau fyrst tætt í kássu í þar til gerðri kvörn eða tætara, síðan sett í síldarpönnu og fryst í 12 til 14 kg. stykkjum, og loks flutt út með kæliskipum. Verð á þessari vöru er nú sem stendur það hagstætt, að betur borgar sig að flytja beinin út heldur en að vinna fisjcimjöl úr þeim. Þess má að lokum geta, að beinin og annar úrgangur eru um % af fiskinum, þ. e. a. s. það fást ekki ngma 25—30 tonn af flökum úr 100 tonnum af fiski. Mikið magn af óseldri síld Þá gat Sturlaugur Böðvarsson þess, að mjög væri alvarlegt með sölu hraðfrystu síldarinnar, sem veiðst hefði hér við Faxaflóa eft- ir áramót í vetur, en þessi síld er aðallega seld til Austur- Evrópu. Fram til áramóta var j síldin seld jafnóðum og hún var veidd, en venja er, að síldin er seld út síðari hluta vetrar. Eftir áramótin kom svo allmikil veiði- hrota og liggur sú síld óseld enn- þá og mun nú vera í athugun h,vað um hana verður. Síldin þolir ekki nema í mesta lagi 5—6 mánuði í frosti en þá fer hún að gulna og þrána, og er þá ekki hægt að gera annað við hana, en að setja hana í gúanó. Hvað um vorsíldveiðar Astand þetta er enn alvariegra, vegna þess að venjulega byrja til dæmis Akranessbátar síldveið ar hér við Suðurland eftir að kom ið er fram í miðjan apríl og þorskanetjaveiði fer að minnka. Stendur sá síldveiðitími venju- lega út maimánuð eða allt þar til bátarnir fara á síldveiðar fyrir Norðurlandi. Ef ekki tekst að selja þá síld, sem nú liggur í frystihúsunum, en magn hennar nemur um 20 þús. tunnum, er allt óvíst um vorsíldveiðarnar hér, sagði Sturlaugur að lokum. Þeldökk sjósr ■ varpsstjarna væntanlegf HEYRZT hefir að hin þeldökka sjónvarpsstjarna Lucille Mapp, sé- væntanleg til landsins í byrj un apríl og muni eiga að skemmta í Lidó. Úfilegukind fundin Gjögri, 29. marz. KRISTINN bóndi Jónsson á Dröngum heimti nýlega tveggja vetra kind, sem mannshönd hefur ekki snert frá því hún var mörkuð. Fyrir um það bil viku var Guðjón hreppstjóri á Eyri ásamt sonum sínum á leið til Skjaldarvíkur að sækja rekavið. Sáu þeir þá kind, sem þeir áttu ekki von á þar. Eftir mikinn eltingar- leik gátu þeir feðgar náð kindinni milli kletta í svo- nefndum Bjarnarfirði, sem er örstutt frá Skjaldarvík. Kindin var mjög stygg og erfið viðureignar. Eign Kristins í Dröngum Kindin reyndist eign Kristins í Dröngum, en í fyrrahaust kom hún ekki fram við smölun. 1 haust- göngum náðist hún, en þeg- ar kindahópurinn nálgaðist mannabyggðir stökk þessi úr hópnum ásamt þrem öðrum kindum og fóru þær í ófærur, stukku- fram af klettum og fundust hræin af ánum þrem, sem með henni voru, löngu seinna. Hélt Kristinn að þessi ær hefði farið sömu leið og hinar. Þegar Kristinn fór yfir Drangajökul á dögunum, sá hann slóð eftir eina kind, og eru menn nú vissir um að það hafi verið þessi. Kindin er ullarsíð, vel feit og stór, þrátt fyrir að hún hefur sjálf orðið að sjá sér farborða. — Gengur Kristni ekki sem bezt að venja hana á að matast með öðrum sér líkum. — Regína. 100 Jbús til blóðsegavarna Varnarráðstafanir gegn alvarlegasta sjúkdómi þjóðarinnar ALÞINGI samþykkti í gær við afgreiðslu fjárlaga, að verja 100.000,00 kr. til blóðsegavarna á Landspítalanum á þessu ári. Blóðsegar eru æðatrombosis, en hjarta- og æðasjúk- dómar eru algengustu dánar- orsakir hér á landi eða 1.6%, en krabbamein svo dæmi sé tekið 1,3%. Frá haustinu 1956 hefur verið haldið uppi blóðsegavörnum á lyflæknisdeild Landspítalans við mjög ófullkomin skilyrði, að því er getur í bréfi prófessors Sigurðar Samúelssonar til land- læknis, er Magnús Jónsson vitn- aði til á Alþingi í fyrradag. í bréfinu er þess enn fremur getið, að árangur af þessari starfsemi ■hafi þó orðið mjög góður og dán- artala sjúklinga lækkað um %, sem jafngildi 110 til 120 manns Til tungls á nœsta ári WASHINGTON, 29. marz: Jíandaríkjamenn munu gera nýja tilraun til að skjóta eldflaug til tungls- ins á næsta ári og 1962 munu þeir reyna að skjóta aldflaugum til Marz og Yenusar, sagði forstöðumað ir bandarísku geimrann- ióknarstjórnarinnar í dag. Sagði hann ennfremur, að á tiæstu 10 árum þyrfti 12 til 15 milljarða dollara til geimranrisókna. Ennfremur ið árið 1965 mundu Banda- íkjamenn eiga eldflauga- ireyfla, sem hefðu 6—12 nilljóna punda þrýstiorku. Satum-eldflaugin, sem Bandaríkin ætla að fullgera 1964, mun verða knúin átta Jupiter-hreyflum og fram- leiða 11/2 millj. punda þrýstiorku. Sagði forstöðu- maðurinn, að eftir 1965 mundu Rússar vart smíða öflugri hreyfla í eldflaug- ar, en Bandaríkjamenn væru þá færir um að búa til. lífum á ári miðað við sex síðustu ár. í niðurlagi áðurgreinds /bréfs, að hér sé mu að ræða mikils- verðar vamarráðstafanir gegn alvarlegasta sjúkdómi þjóðar- innar og fyrirgreiðsla við þessa lækningastarfsemi þoli enga bið. 60 ara STEINVÖR Símonardóttir Aust- urkoti Vatnsleysuströnd ,er 60 ára í dag. Ég óska henni til ham- ingju með daginn og þakka henni fyrir liðin ár. (Vinur). — Málamiðlun Frh. af bls. 1. löguna um 12 mílna landhelgi. Og Perú krafðist 200 mílna land- helgi. Þessar þrjár tillögur eru nú aðalumræðuefni manna hér á ráðstefnunni, sem nú hefir stað- ið í nær tvær vikur. Að vísu hefir fjórða tillagan komið fram, til- laga Mexico, sem felur í sér allt að 18 mílna fiskveiðilögsögu. Fulltrúi ítala sagði í ræðu sinni í dag, að ítalir hefðu alltaf haft 6 mílur og viðurkenni ekki við- bótarbelti. Um 40% fiskiflota þeirra mundi missa atvinnu sína ef einkaréttur strandríkis á við- bótarbelti yrði viðurkenndur. Mundi slíkt valda atvinnuleysi 400 þúsund manna á Ítalíu og milljóna manna í öðrum löndum. Ef bandaríska tillagan verður ekki samþ. sagði fulltrúinn, mun ftalía ekki viðurkenna neitt við- bótarbelti. Fulltrúi Perú sagði í sinni ræðu að stjórn sín væri andvíg svo- nefndum sögulegum réttindum, eins og hann komst að orði. Fiskveiðar væri eini atvinnuveg- ur fólksins við sjávarsíðuna í Perú, það væri vannært, og von- ir allra væru bundnar við fisk- iðnaðinn. Tékkneski fulltrúinn benti á í sinni ræðu, að mörg ríki hefðu fært út landhelgi sína og sum fiskveiðilögsögu, þar á meðal fs- land. Straumurinn lægi í þessa átt, þróunin væri ljós. Tékkar styðja rússnesku tillöguna. í Reuters-frétt í kvöld segir að kanadiska tillagan njóti stuðn- ings Norðmanna, fslendinga og Dana ásamt fleiri. Og rússneska tillagan njóti stuðnings nokkurra Afríku og Asíuríkja, svo og Suð- ur-Ameríkuríkja. Þá segir Reuter, að engin til- laganna þriggja muni að svo komnu njóta nægilegs fylgis til þess að hljóta tilskylda % hluta atkvæða, hver um sig hafi nægilega öflugt fylgi til þess að hindra framgang hinna. Ennfrem ur að nú virðist sem einhvers konar málamiðlun feli í sér einu vonina um að samkomulag náist á ráðstefnunm. Reynt að brúa bilið milli „Ytri sjö" París, 29. marz. I DAG hófst hér fundur 20 ríkja um það hvernig koma megi í veg fyrir að bilið milli hinna tveggja verzlunarbandalaga Ev- rópu breikki meira en orðið er. Lítil bjartsýni ríkir á fundin- um, því sex landa markaðsbanda- lagið og sjö landa fríverzlunar- bandalagið greinir á um margt. Eru menn þeirrar skoðunar, að heppilegast yrði að miðla málum á breiðum grundvelli á einhverju tilteknu tímabili. Markaðíbandalagið er eldra og í því eru Frakkland, V-Þýzka- land, Ítalía, Holland, Belgía og og markaðsbandalagsins Luxemburg. í fríverzlunarbanda- laginu, sem stundum er nefnt „Ytri sjö“ eru Bretland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Austurríki, Sviss og Portúgal. Bandalag „Ytri sjö“ ríkjanna var myndað eftir að Bretum mis- tókst að koma á breiðari efna- hagssamvinnu við markaðs- bandalagsrikin. Tollamálin og séraðstaða samveldislandanna gagnvart Bretlandi, urðu til þess að ekki gekk saman. Helzta umræðuefni fundarins verða tollamálin og hvort ekki sé hægt að samræma aðgerðirnar á þeim sviðum og brúa bilið þannig smám saman. Faðirinn leyíði ekki blóðgjof Fundinn sekur um munndrúp Melbourne, 29. marz. DÓMSTÓLL úrskurðaði í dag, að maður nokkur, sem af trúarleg- um ástæðum neitaði að gefa heimild til þess að dauðvona barni hans yrði gefið blóð, væri sekur um að hafa banað barn- inu. Sams konar atburðir hafa gerzt áður, víðar en í Ástralíu, en þetta mál var höfðað gegn föðurnum sem prófmál. Kviðdómurinn úrskurðaði, að manninum skyldi í þessu tilfelli þyrmt, enda þótt sekt hans væri sönnuð.. í framtíðinni yrði hins vegar að heimila læknum með lögum að veita börnum þá læknishjálp, sem þeir teldu nauð- synlega. Maðurinn, sem hér um ræðir, er 29 ára, úr flokki Votta Je- hova. Bam hans var tvéggja daga gamalt, er læknar sögðu, að blóðgjof væri það eina, sem bjargað gæti lífi þess. Af trúar- legum ástæðum voru hjónin mót- fallin blóðgjöfinni, veittu ekki r A veitingamanna- mót í FYRRADAG fór utan Þorvald- ur Guðmundsson veitingamaður til þess að sitja alþjóðamót veit- inga- og gistihúsaeigenda, sem haldið er að þessu sinni í Dublin á írlandi. Mót þetta mun standa í 10 daga. Þorvaldur mun fyrst og fremst fara þessa ferð til þess að fræðast um nýjungar í hótel- málum. leyfi til þess að hún væri fram- kvæmd — og barnið dó. Við réttarhöldin sagði eigin- maðurinn: — Ég bjóst aldrei við að barnið mundi deyja. Eiginkonan sagði hins vegar: — Ég mundi banna blóðgjöf, enda þótt þetta sama endurtæki sig. — Dagskrá Alþingis DAGSKRÁ Alþingis miðvikudag inn 30. marz kl. 1,30 miðdegis. Sameinað þing: Fyrirspurnir: 1. Niðurgreiðsla fóðurbætis. 2. Málaleitan Nyasalandsmanna um að kæra Breta fyrir mann- réttindanefnd Evrópuráðsins. Efri deild: 1. Almannatryggingar, frv. — 2. umr. — Ef leyft verður. 2. Ferskfiskeftirlit, frv. — 1. umræða. 3. Alþj óðasamningur um fisk- veiðar á norðausturhluta Atlantshafs, frv. — 2. umr. — Ef leyft verður. Neðri deild: 1. Útsvör, frv. — 2. umræða. — 2. Sala lands í Vestmannaeyjum í eigu ríkisins og eignarnáms- heimild á lóðar- og erfðafestu- réttindum, frv. — 2. umr. 3. Vatnasvæði Þverár og Mark- árfljóts, frv. — 1- umr. — Ef deildin leyfir. 4. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins o. fl„ frv. — 1- umr. — Ef deildin leyfir. , S** /VA /5 hnúiar v' SV50hnútar X Snjókoma > ÚSi \7 Skúrír IC Þrumur Kutíasti! Hitaski! H Hcti L Lattji Staðviðri HÁÞRÝSTISVÆÐI innan 1020 mb. línunnar setur svip á kortið og ræður veðri að mestu leyti á svæðinu um- hverfis Island. Hæðarmiðjan er milli íslands og Færeyja. Suðvestur af Grænlandi er víð áttumikið en kraftlítið lægð- arsvæði og snjóar eða rignir víða á sunnanverðu Græn- landi. Kaldasti staðurinn á kortinu er Goose Bay með 25 st. frost. ^ 1 Gander á Nýfundnalandi er S 12 stiga frost, en í París, sem | er á h. u. b. sama breiddar- ^ stigi er 25 stigum hlýrra. s kl 22 í gær- Veðurhorfur kvöldi: SV-land til Vestfj. SV-mið) ti Vestfj.miða: Sunnan gola j skýjað. N-land, NA-land, N- s mið: Hægvirði, víðast létt-) skýjað. Austf., SA-land, ^ Austfjjnið, SA-mið: Hægvirðis skýjað, þoka til hafsins. )

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.