Morgunblaðið - 30.03.1960, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.03.1960, Qupperneq 9
Miðvikudagur 30. marz 1960 MORCVNBLAÐIÐ 9 Uppruni íslendinga Ný bók eftir Baxða Guðmundsson KOMIÐ er út á vegum Bókaút- gáfu Menningarsjóðs ritgerða- safn eftir Barða Guðmundssoni, fyrrverandi þjóðskjalavörð. Hafa þeir Skúli Þórðarson og Stefán I'élursson búið bókina til prent- unar. Bók þessi hefst á inngangsrit- gerð eftir Skúla Þórðarson, þar sem liann gerir grein fyrir helztu kenningum, sem uppi hafa verið um forfeður fslendinga og rekur mjög glögglega hinar ný- stárlegu kenningar Barða Guð- mundssonar um þetta efni. Bókin „Uppruni íslendinga" hefur að geyma nær allar ritgerð ir Barða Guðmundssonar sagn- fræðilegs eðlis, prentaðar jafnt sem óprentaðar, aðrar en þær, eu hann reit um Njálu og höfund hennar. Þær ritgerðir voru áður komnar út á vegum Menningar- sjó^. Er því með þessu verki lok ið útgáfu þeirra ritgerða, sem Barði Guðmundsson lét eftir sig. 11 ritgerðir í hinu nýja ritgerðasafni Barða eru samtals 11 ritgerðir, og er hinr. mikli greinaflokkur hans, „Uppruni íslenzkrar skáldmennt- ar“, þá talin ein ritgerð. Áttai þessara ritgerða fjalla um for- sögu íslendinga og mynda megins kafla bókarinnar. Hinar þrjár fást við rannsóknarefni úr for- sögu nágrannaþjóða vorra á Norð urlondum og Bretlandseyjum. Fyrsta ritgerð bókarinnar, „Tímatal Ara Fróða“, hefur ekki birzt áður á prenti. Er hún brot af prófritgerð Barða við meistarapróf í Kaupmannahöfn •haustið 1929. Fjallar hún um forníslenzkt tímatal og er athygl isverð rannsókn á því. Ritgerðin er skrifuð á dönsku, en birtist hér í þýðingu Hannesar Péturs- sonar. Þær sjö ritgerðir aðrar, sem myr.da meginuppistöðu bókarinn ar, eru þessar: „Tímatal annála um viðburði sögualdar", „Goð- orðaskipun og löggoðaættir“„ „Goðorð forn og ný“, „Uppruni Landnámabókar", „íslenzkt þjóð- erni“, Uppruni íslenzkrar skáld- menntar" og „Merkasta árið í sögu lslendinga“. Af þeim þrem ritgerðum Barða Guðmundssonar um rannsóknar- efni úr fornsögu nágrannaþjóða vorra, sem prentaðar eru aftast í bókinni, hefur aðeiris ein birzt áðpr hér á landi og þá í mun styttri" gerð en þeirri, sem hér er prentuð. Það er ritgerðin ,.Stiklastaðarorusta“. Ér hún tek- in úr „Historisk tidskrift" í Barði Guðmundsson Stokkhólmi og birt í íslenzkri þýðngu Karls Ísfelds. Ritgerðin „Staða Gautlands 950—1050“ er úr „Hstorisk tidskrift" í Oslo í þýðingu Arnheiðar Sigurðardótt- ur. Loks ritgerðin „Ætt og kon- ungdómur Haralds Guðinasonar“ prentuð hér í fyrsta sinn eftir handriti, skrifuðu á norsku, sem varðveitzt hefur í skjölum Barða. Er hún birt í þýðingu Hannes Péturssonar. Bókinni fylgir rækileg nafna- skrá, sem Stefán Pétursson nefur samið. „Uppruni íslendinga“ er 334 bls. að stærð, prentuð í Prent- smiðjunni Odda h.f. Söfnun til björgunar- skútu við Breiðafjörð BREIÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ hélt aðalfund sinn hinn 26. febrúar sl. Það hefur enn starfað með áhuga að ýmsum félagsmálum. En markmið þess er að efla kynni og samstarf Breiðfirðinga, sem flutzt hafa hingað til borgarinn- ar, og vinna að framfaramálum í heimabyggð þeirra eftir föng- um. Fjölþætt starfsemi. Félagið hafði sjö kynningar- Og kaffikvöld árið 1959 og auk þess vetrarfagnað, þorrablót og sumarfagnað með þjóðlegu smði. Það gekkst einnig fyrir jólagleði handa börnum og bauð eldri Breiðfirðingum til hátíðar í Breið firðingabúð á uppstigningardag. Björgunarskútusjóður. Aðalmálefni félagsins nú er söfnun til Björgunarskútusjóðs Breiðafjarðar, og var sumarfagn- aður félagsmanna algjörlega helg aður því markmiði, og söfnuðust þar á þriðja tug þúsunda. Félagið gekkst fyrir því að samstarf hófst milli allra breiðfirzku átthagafélaganna um myndarleg hátíðahöld um næstu mánaðamót, til eflingar Björg- unarskútusjóðnum. Verða þau bátíðahöld í Lido n.k. föstudag. (Merkjasala og kaffisala hefur þegar verið haldin til ágóða þessu málefni).. Er þess vænzt, að allir Breið- firðingar, hvort sem þeir eru fé- lagsbundir eða ekki, leggi þama fram sinn skerf, þessu þjóðnytja- máli til framgangs, en það py í senn framfaramál og líknarstarf- til aukinnar menningar og gleði við Breiðafjörð. Ritun menningarsögu. Nú er einnig að hefjast á veg- um Breiðfirðingafélagsins ritun á Menningarsögu Breiðfirðinga, en það verður rit hliðstætt ritpm Skagfirðingafélagsins um Skaga- fjörð og sögu hans. Bergsveinn Skúlason, íræði- maður frá Skáleyjum er nú að skrifa um atvinnuhætti við Breiðafjörð á liðnum öldum og árum. En héraðið hefur að ýmsu leyti sérstöðu á því sviði, eink- um vegna eyjanna og vinnu- bragða þar. Enn er í ráði að fá skráðar sögur höfðingjasetranna við Breiðafjörð, sögur breið- firzkra sæfara og skálda, eftir því, sem við verður komið. Tímarit félagsins, Breiðfirðing- ur, kemur út árlega og flytur margs konar fróðleik og fréttir, auk skemmtiefnis og minningar- greina um merka, látna Breið- firðinga. Stjórn Breiðfirðingafélagsins skipa nú þessir menn: Sr. Árel- íus Níelsson, formaður, Jóhannes Ólafsson, varaform., Alfons Odds son, féhirðir og Ástvaldur Magn- ússon, ritari. Mál flutningsskrif stof a JÓN N. SIGURBSSON hæstar éttarlögma ður Laugavegi 10. — Sími: 14934. Jón Þorláksson lögfræðingur. Hafnarhvoli. — Sími 13501. Camla bílasalan Kalkofnsvegi. — Simi 15812. Bílar til sölu og sýnis Mercury ’55. — Útborgun kr. 20—30 þúsund. Dodge ’47, engin útb. Nash ’48. Útb- kr. 8 þús. Chevrolet ’51, útb. 25 þús. Standard 8 ’46, engin útb. Wolsley ’49, útb. 8 þús. Bílar til sýnis daglega. — Gamla bílasalan Kalkofnsvegi sími 15812 Vatnsgeymir óskast til kaups. Þyrfti að vera ca. tvö þúsund lítra að stærð. Uppl. í sima 50764. Svart kvenveski Svart kvenveski með slitnum hanka öðrum megin, tapaðist mánudaginn 21. marz. Finn- andi vinsamlegast hringi í síma 1-44-55. Mercury '47 óvenju góður til sýnis og sölu í dag. — Bifreiðasalan Barónsstíg 3. — Simi 13038. Vestur-Þýzkur Sendiferckibill smíðaár ’52, % tonn, lítur út [ eins og nýr, mjög lítið keyrð- ur, til sýnis og sölu í dag. — Höfum íjöldan allan af bif- reiðum til sýnis og sölu. Verð og skilmálar við allra hæfi. Bifreiðasalan Baronssug 3. Simi 13038. ZOLEX blöndungar fyrir Mercedes-Benz Standard Ford Junior Fiat 1400 Tatra Volga Pobeta Moskwitch P. STEFÁNSSON h.f. Hverfisgötu 103. — 1345. Drengja-gallabuxur Drengjaskyrtur Köflóttar vinnuskyrtur Vinnubuxur Vinnusloppar Sarnfestingar — Gamla verðið. — VERÐANDI h.f. „ Ársháfíð F. í. H. verður haldinn mánudaginn 4. apríl í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 18,30. Aðgöngumiðar í Þjóðlekihús- kjallaranum mánud. 4 apríl. Umboð fyrir ísland Viðurkennd verksmiðja, sem framleiðir gúmmívörur óskar eftir sambandi við umboðsmann sem getur tekið að sér sölu og dreyfingu á Islandi. WORLD’S BEST GUMMIVAREFABRIK nr. Alle 32 — Aarhus, Danmark. Sendisveinsstörf Röskan og áreiðanlegan sendisvein vantar okkur nú þegar. Uppl. í skrifstofunni. FÁLKINN H.F. Sími 18670. Mercedes Benz diesel smíðaár 1956 til sölu. BIFREIÐ AS Al AN Ingólfsstræti 9 — Sími 18966 og 19092. Skuldabréf Til sölu nokkur skuldabréf með sérstaklega hag- kvæmum kjörum. Þeir sem hafa áhuga á þessu sendi tilboð til afgreiðsiu blaðsins merkt: „Kjarakaup — 9981“. Kaupmenn MERKIBLÝANTAR, sem skrifa má með á gler, sellofan, leður, plast, emalje, tré, málma og margt fleira. Þurrkast út með þurrum klút. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Morgunblaðshúsinu — Aðalstræti Nouðungaruppboð annað og síðasta, á 14 hluta húseignarinnar nr. 12 við Ingólfsstræti, hér í bænum, þingl. eign Málfríðar Jónsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri, laugardag- inn 2. apríl 1960, kl. 2M> síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 13. og 15. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1960, á m/s íslending R.E. 73, talin eign Baldurs Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Guð- mundar Péturssonar hrl. við skipið, þar sem það liggur í fjörunni við Elliðaárvog, austan við Klepp, fimmtudaginn 31. marz 1960, kl. 2% síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.