Morgunblaðið - 30.03.1960, Síða 15

Morgunblaðið - 30.03.1960, Síða 15
Miðvikudagur 30. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ 15 1 j Síöasta Mikill stormur hefur staðið I kringum nýjustu kvikmynd Sam Spiegel, Síðasta sumarið, gert eftir samnefndu leikriti Tennessee Williams. Kvik- myndin er nýkomin á mark- aðinn í Evrópu. Menn greinir mjög á um, hvort myndin sé vond eða góð. Þó ber flestum saman um að hún sé þung og aðeins fyrir eldra fólk. Þetta sé ekki sú tegund kvikmynda, sem for- eldrar hvetja börn sín til að sjá. Hvað hafa þau að gera með að sjá móður, sem elskar son sinn í hel? Ljótleikinn í lífinu sé þarna afhjúpaður á mjög gróðgerðan hátt, veik- leiki, ófrelsi, ofurást, kynvilla og sálsýki á mjög háu stigi. DularfuIIur dauði og geðveiki. Aðalþráðurinn í leikriti Tennessee Williams sem byrj- að var að sýna fyrir tsepu einu ári á Broadway, og nú hefur verið kvikmyndað, er þessi: Hin eiginlega kvenpersóna í leikritinu, kvenlegur ungur maður, er látinn þegar mynd- in hefst. Hann hefur alizt upp undir handarkrika móður sinn ar. Dauða hans ber að með dularfullum hætti, og frænka hans, er sá hann deyja, verð- ur skyndilega geðveik. Móð- irin, rík ekkja, lifir í sælli minningu um soninn. Hann var óvenjulegur maður í henn ar augum, skáld. Aðeins skrif- aði hann þó eitt kvæði á ári, sumarkvæði, er hann orkti í ferðalögum með móður sinni í Evrópu. Og þau tvö voru eitt, ekki móður og son- ur, en þó tvær sálir. Síðasta sumarið var frænk- an, Elizabeth Taylor, með í ferðinni, en ekki móðirin, Katharine Hepburn. Gróður- plantan vildi eitt sinn reyna að lifa upp á eigin spýtur og fær aðra konu til að fylla skarð móðurinnar. Hann velur frænku sína, en hún er honum ekki nægileg. Hún elskar hann ekki eins og móðirin elskar hann, aðra ást þarf hann ekki frá konu. Sjúkrahúsdagbók. Þau koma heim úr ferðalag- inu, hann í blýkistu, hún í gæzluvarðhaldi. Þess utan ákærir hún hinn dauða. Og hér byrjar kjarni myndarinn- ar. Hin syrgjandi móðir vill láta. gera á henni heilaupp- skurð, hún er hættulegt vitni, og heilauppskurður mundi koma henni í ró fyrir fullt og allt. En læknirinn, Montgomery Clift, er ekki sannfærður um sálsýki ungu stúlkunnar, ef til vill hefur hún aðeins orðið fyrir taugaáfalli og uppskurð- ur ekki nauðsynlegur. Svo hefjast rannsóknirnar. Það sem eftir er myndarinnar er nokkurs konar sjúkrahússdag- bók. Varpar glæsileikanum fyrir borð. Allir eru sammála um, að leikur Katherine Hepburn sé afbragðsgóður. Einnig eru allir sammála um að margar senurnar séu gullfallegar og myndin skilji eftir viss áhrif. L.iz Taylor Ieitar ráða hjá taugalækni sínum, Monty Clift. Tvennum tungum leikur aftur á móti um túlkun Eliza- beth Taylor á ungu stúlkunni. Sumum finnst hún of há- stemd, bókstaflega sprengi hlutverkið. Aðrir eru ekki á sama máli. Hin sálsjúka stúlka varpar glæsileikanum fyrir borð, þó að sjálfsögðu henni bregði fyrir eins og hún á að sér að vera. Ungi maðurinn kemur alrei fram í myndinni, frænkan talar aðeins um hann við taugalækninn, sem leik- inn er af Montgomery Clift. Kvikmyndahúsgestir eiga erfitt með að átta sig á, að þetta sé sá sami Monty Clift, sem svo oft hefur sézt á tjald- ínu. Skýringin er sú, að fyrir nokkrum árum lenti hann í bílsylsi og skaddaðist mikið í andliti. Hefur hann nú byrjað að leika í kvikmyndum á ný, eftir að hafa gengið í gegnum margar skurðaðgerðir í and- liti. 4 LESBÓK BARNANNA GRETTISSAGA 4 9) Grettir gerðist nú mikill vexti. Eigi vissu menn gerla afl hans, því að hann var óglíminn. Grettir reið nú til þings, en týndi í ferðinni mal sín- um. Með þeim var sá maður, er Skeggi hét. Hann hafði og týnt mal sínum. Ganga þeir nú um hríð, en er minnst varði, tekur Skeggi á rás upp eftir móunum og grípur þar upp malinn. Grettir spyr, hvað hann tók upp. „Mal minn“, segir Skeggi. „Lát mig sjá, því að margt er öðru líkt“, sagði Grettir. Skeggi kvað engan mann taka af sér það er hann ætti, og greip öxi og hjó til Grettis. 10) En er Grettir sá þetta þreif hann vinstri hendi öxar- skaftið og setti þá sömu öxl í höfuð honum. Féll hús- karl þá dauður til jarðar. Grettir tók malinn og kast- ar um söðul sinn. Hann reið síðan eftir förunautum sínum og sagði þeim allan áskilnað þeirra Skeggja. Vígið var bætt fébótum, en Grettir skyldi vera sekur og vera utan þrjá vetur. 11) Bjóst hann nú til utan- ferðar. Engin vildi Ásmundur fararefni fá honum utan haf- nesti og lítið af vaðmálum. Grettir bað hann fá sér vopn nokkurt. Ásmundur svarar: „Eigi hefur þú mér hlýðinn verið. Veit eg og eigi, hvað þú mun- Ir það með vopnum vinna, er þarft er. Mun eg og þau cigi til láta“. Grettir svarar: „i»á þarf eigi það að launa, sem eigi er gert“. Síðan skildu þeir feðgar með litlum kærleikum. Marg- ir báðu hann vel fara, en fáir aftur koma. 12) Móðir hans fylgdi hon- um á leið, og áður þau skildu, mælti hún svo: „Eigl ertu svo af garði gerður, frændi, sem eg vildi, svo vel borinn mað- ur, sem þú ert. Þykir mér það mest á skorta, að þú hefur ekki vopn, það er neytt Ilún tók þá undan skikkju sinni sverð búið. Það var all- góður gripur. Hún mælti þá: „Sverð þetta átti Jökull, föð- urfaðir minn. Vil eg nú gefa þér sverðið og njót vel“. Grettir þakkaði henni vel gjöfina. Siðan reið hann tfl ftkips. 13 4 árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 30. marz 1960. Guðmundur Guðmundsson: Mömmu drengur Ég er orðinn sterkur, stór, státinn mömmu-drengur, sit hjá pabba og syng í kór. senn í skiprúm gengur! Nú er ég „báðum buxum" á, broshýr, frjáls og glaður, bráðum verð ég babba hjá bezti vinnumaður. Kýr og ær eg rek, óg ríð rennivökrum fola. Áðan lieyrði ég undir hlið öskrið í honum bola. Moldarbarði byrstur sá boli var að róta. Við hann sagði ég þetta f»á: „Það er ljótt að blóta“! Boli gegndi og heim í hús hljóp í einum spretti — hann varð alveg eins og mús undir fjalaketti. Eins og boli eða svín aldrei skal ég breyta, — þessu lét hún mamma mitt mig í gær sér heita. Aldrei skulu orðin mín 111 í reiði f júka, aldrei tóbak eða vín ætla ég að brúka. Drengskap mér og dáð eg tem, dug og þróttinn treysti, aldrei við mig sjálfan sem, syndin þótt mín freisti. Sumar lífsins sólarljóð syngur í gullinstrengnum, vonin brosir glöð og góð góða mömmu-drengnum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.