Morgunblaðið - 30.03.1960, Side 23
Miðvikudagur 30. marz 1960
MORGUNBLAÐIÐ
23
Ennþá atvinnulausir
sjómenn í Fœreyjum
NESKAUPSSTAÐ, 29. marz. —
Faereyskur togari, Leivur Öss-
ursson frá Trangisvögi kom hing
að skömmu fyrir kl. eitt í dag til
að kaupa 30 lestir af ís. Hafði
verið fengið leyfi viðskiptamála-
ráðuneytisins til að selja skipinu
ísinn.
Skipstjórinn heitir N. P. Non-
stein og skýrði hann frá því, að
afli skipsins væri orðinn 2000 kit
(120—130 lestir) í þessari veiði-
ferð. Hefur hann fengið aflann
mest út af Austfjörðum, einkum
í 'Berufjarðarálnum. Er þetta
blandaður fiskur og heppilegur
Tal vann
sjöundu skákina
Mosvku, 29. marz.
SJÖUNDA einvígisskákin
um heimsmeistaratignina
var tefld hér í dag. Var
skákin lengi friðsamleg
framan af og barst leikur-
inn út í jafnt endatafl, en
þá gerðust óvæntir atburð-
ir. —
Tal gaf fyrst nokkurn
höggstað á sér, en kom síð-
an með Ieikfléttu, sem setti
heimsmeistarann í vanda.
Framhaldið tefldi Tal af
mikilli nákvæmni og tókst
að ná sigri að lokum.
Staðan er nú þannig, að
Tal hefur 5 vinninga en
Botvinnik 2. — Næst tefla
þeir á fimmtudaginn.
— Herskip
Ef bandaríska tillagan verður
samþykkt, munu Bretar reiðu-
búnir að gera samninga vegna
sérstöðu íslands og m. a. leggja
deiluna fyrir alþjóða dómstólinn
í Haag. En ítrekaðar tilraunir
af hálfu Breta hafa engan ár-
angur borið svo að ósennilegt
er, að hægt yrði að komast
að samkomulagi við fslendinga.
Þáttur sérfræðinganna
Hann var spurður að því, hvort
aflamagnstakmörkun bandarísku
tillögunnar væri framkvæman-
leg. Hare svaraði á þá lund, að
þá hlið málsins yrðu fiskifræð-
ingarnir að annast, fiskiskýrslur
töluðu sínu máli, og það væri
verk sérfræðinganna að draga
ályktanir af þeim. Bretar hefðu
allra þjóða mest áhuga á fiski-
friðun, en í þessu tilliti yrði að
fara eftir friðunarsamþykkt síð-
ustu ráðstefnu.
Vildi ekki svara að svo stöddu
Loks var John Hare spurður að
því, hvort Skotar ætluðu að
víkka fiskveiðilögsögu sína, hvort
þeir gætu það upp á eigin spýtur.
Svaraði hann því til, að þetta
væri að vísu vandamál sjómanna,
sem veiddu við Skotlands-strend-
ur og Cornwall, en það væri hag-
kvæmara fyrir útveg Breta í
heild að hafa fiskveiðilögsöguna
litla. Hvort Skotar gætu laga-
lega framkvæmt slíka útfærzlu
upp á eigin spýtur, því sagðist
John Hare skyldi svara síðar,
þegar að því kæmi — en ekki
nú. — Þ. Th.
YFIRLYSING
1 SAMBANDI við frétt í blaðinu
í gær um úrskurð, sem gefinn
var í Sakadómi Reykjavíkur um
vínleit í bifreið minni, R-2501,
sem gefinn var samkvæmt fram-
burði fulltrúa lögreglustjóra, sem
ég tel mjög svo vafasaman, vil
ég taka eftirfarandi fram:
Bifreiðina R-2501 hef ég á
leigu og er hún að öllu leyti óvið-
komandi eiganda, svo lengi sem
staðið er í skilum með leigu.
Arnljótur Ólafsson.
til sölu í Englandi. Leivur Öss-
ursson á að selja í Grimsby
fimmtudaginn 8. apríl og getur
hann því fiskað til sunnudags-
morguns.
Ekki voru annarra þjóða togar-
ar að veiðum þarna en færeysk-
ir, en Leivur er nú einn eftir.
Einn rússneskur togari kom
þarna að vísu, en fór aftur eftir
fáeina klukkutíma
Þriðji skipstjórinn
Leivur Össursson er nýtt skip,
byggt í Portúgal í maí í fyrra og
er 800 lestir að stærð.
Skipstjórinn sagði, að útgerð
togarans hefði gengið fremur
treglega og væri hann þriðji skip
stjórinn á honum, en þetta er
önnur veiðiferð Nonsteins skip-
stjóra með skipið.
Síðast landaði hann 2600 kitt-
um í Englandi, seldi fyrir 9000£.
Var það mesti afli færeýsks tog-
ara í þeirri veiðiferð, en einhver
seldi fyrir hærri upphæð.
Færeyingar eru að auka togara
flota sinn og eiga nú eina 10—12
nýtízku togara. Þeir eiga tvo tog-
ara í smíðum, sem eru ellefu
hundruð lestir að stærð eða 100
lestum stærri en þeir togarar,
sem íslendingar eiga nú í smíð-
um.
Tveir þriðju með tólf mílum
Nonstein skipstjóri sagði, þeg-
ar fiskveiðilögsöguna bar á góma,
að minnsta kosti tveir þriðju hlut
ar færeysku þjóðarinnar væru
eindregið fylgjandi tólf mílna
fisvkeiðilögsögu, en hinir hefðu
nokkuð skiptar skoðanir um
málið. Færu þær nokkuð eftir
pólitík.
Þá sagði Nonstein, að ennþá
vær'u atvinnulausir sjómenn í
Færeyjum, en úr því færi að
rakna, er Grænlandsveiðarnar
byrjuðu. — Fréttaritari.
Vel miðar í
Camp David
GETTYSBURG, 29. marz. —
Blaðafulltrúi Eisenhowers for-
seta sagði í kvöld, að vel hefði
miðað í viðræðum þeirra Mac-
millans og Eisenhowers. Er talið,
að þeir komist að samkomulagi
í meginatriðum, en viðræðunum
heldur áfram þar til fullt sam-
komulag hefur náðst, sagði Hag-
erty blaðafulltrúi. Sérfræðingar
þeirra Eisenhowers og Macmill-
ans komu til Washington í kvöld,
en sjálfir munu leiðtogarnir
dveljast í Camp David í nótt og
halda viðræðunum áfram í fyrra
málið.
Ýmsir aðilar eru nú farnir að
ræða um það, að sennilega verði
hægt að undirrita samkomulagið
um bann við kjarnorkutilraunum
á leiðtogafundi stórveldanna, sem
hefst í París 16. maí.
Hreppamaðurinn
kominn út
HREPPAMAÐURINN, fimmta
rit, er nýkomið út og hefur ein-
tak borizt Mbl. Hreppamaðurinn
er í bundnu máli, efni hans mest-
megnis auglýsingar um hin og
þessi fyrirtæki. Höfundur er
Bjarni Guðmundsson, frá Hörgs-
holti. Ritið er prentað í Prent-
smiðju Suðurlands á Selfossi en
höfundur gefur það út sjálfur.
Hér skal sýnt dæmi af einni
rímaðri auglýsingu í Hreppa-
manninum:
Heilagfiskur, húsmæður,
hanginn fiskur, stútungur,
sólþurrkaður saltfiskur,
sumarlax og nýr þorskur.
— Genf
Framh. af bls. 1
jafnvel utan landhelgi, svo að
fiskfriðunin gæti ekki verið
grundvöllurinn, sem kröfurnar
um frekari útfærzlu fiskveiðilög-
sögunnar væru byggðar á. Það,
sem liggur hér að baki, sagði
Hare, er vandinn á skiptingu
aflans. Strandríkin vilja öðlast
einkarétt til handa eigin fiski-
mönnum, en vildu reka sjómenn
annarra ríkja í brott til eigin
stranda.
Nauðsyn rekur sjómenn
á fjarlæg mið
Hann varpaði fram þeirri
spurningu, hvers vegna sjómenn
leituðu yfirleitt á fjarlæg mið.
Og hann svaraði henni sjálfur á
þá lund, að landfræðilegar
ástæður gætu valdið, sum ríki
væru fámenn, önnur fjölmenn og
þyrftu að leita víða eftir fæðu-
öflun. Sum ríki hefðu litla
strandlengju og önnur enga.
Hann sagði ennfremur, að við
strendur sumra ríkja væri fiski-
stofninn mikill og ekki í réttu
hlutfalli við stærð ríkisins. Það
væri ekki vegna þess, að gengið
hefði miklu meira á suma fisk-
stofna frekar en aðra, heldur af
því að fiskmagnið í sjónum væri
misjafnlega mikið á hinum
ýmsu hafsvæðum. Nefndi hann
sem dæmi Norðursjó, sem um
langan aldur hefði verið aðalfisk-
veiðisvæði Evrópu, og sagði að
þar væri meiri afli núna en
nokkru sinni fyrr. Norðursjór
fullnægði þó ekki þörf Evrópu,
þess vegna hefðu Evrópu-þjóðir
veitt á fjarlægari úthafsmiðum í
margar aldir.
Heildaraflinn minnkaði
Hare lagði áherzlu á það, að
stefna Breta í landhelgismálun-
um ætti ekkert skylt við heims-
valda- eða nýlendustefnu, því
fiskimenn nýju ríkjanna leituðu
líka á fjarlæg mið. I mörgum til-
fellum væri útvegur strandríkja
vanþróaður, þau gætu því ekki
veitt þann fisk, sem fjarlæg ríki
myndu gera. Þannig myndi heild-
araflinn minnka, ef fiskveiðilög-
sagan yrði færð of langt út.
Stórfellt áfall
Þetta er sérstaklega ranglátt,
ef sjómenn fjarlægra ríkja yrðu
reknir af miðum, sem síðar yrðu
ekki nýtt. Ráðstefnan verður að
skilja hve geysilegt áfall það yrði
fjarlægu ríkjunum. Þau væru
ekki öll auðug, stór eða voldug.
Fiskur væri aðalfæða margra
þeirra, og ekki yrði hægt að bæta
þann missi að fullu með öðru.
Við Bretar erum ekki fátæk
þjóð, en við erum fjölmennir og
búum á lítilli eyju 'og erum
stærstu matvælainnflytjendur í
heimi. Okkur hefir sjálfum tek-
izt að afla megnið af fiskinum,
sem við þurfum, og það er eink-
um að þakka veiðunum á fjar-
lægu miðunum, þar sem helm-
ingur aflamagnsins er fenginn.
F.f við misstum af þessum afla,
yrði það stórfellt áfall fyrir efna
hag okkar og mátvælaframleiðslu
— og að sjálfsögðu útveginn.
John Hare sagði, að sömu sögu
væri að segja um fleiri lönd, en
ekki mætti beita Breta ranglæti,
þótt þeir væru í minnihluta. Sjó-
menn, hafnarverkamenn og
fjölskyldur þeirra, eiga allt undir
sjávarútveginum, og auk þess
jmyndi aragrúi fólks bíða mikið
tjón af.
Ekki blindir á þarfir strandríkja
Bretar eru þó ekki blindir á
þarfir strandríkis og til þess að
gæta réttlætis gagnvart því, eru
Bretar reiðubúnir til að fallast
á ný fiskveiðimörk, sem veita
einkarétt á svæði, sem hingað
til hefir verið úthaf.
Þó að við föllumst á nýjar regl
ur, teljum við ekki rétt að reka
sjómenn af fjarlægum miðum,
sem þeir hafa sótt sér til lífs-
bjargar um aldir, eins og
rússneska, mexíkanska og kana-
1 díska tillagan gerir ráð fyrir. Að
með einu pennastriki, á einni
nóttu, verði fjöldi fólks víða um
heim sviftur atvinnu, heilir at-
vinnuvegir lamaðir og fæðuöfl-
unarleiðir fjölmenna þjóða stór-
skertar.
Þess vegna styðja Bretar banda
rísku tillöguna, enda þótt það sé
mikil fórn og útvegur Breta verði
fyrir alvarlegu áfalli með sam-
þykkt tillögunnar. Þetta mál er
efnahags- og félagslegs eðlis, það
er líka mannúðarmál.
Móðir okkar
LAUFEY VILHJALMSDÓTTIR
andaðist í Landakotsspítala 29. marz.
Guðrún Guðniundsdóttir, Vilhjálmur Guðmundsson,
Örn Guðmundsson, Finnbogi Guðmundssou
Eiginkona mín
SIGURVEIG KETILSDÓTTIR
Hafnargötu 43, Keflavík,
andaðist að heimili sínu þriðjud. 29. marz.
Friðrik Gunnlaugsson.
Móður mín
GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
Öldugötu 17, Hafnarfirði ,
andaðist að Hjúkrunarheimilinu Sólvangi, fimmtudag-
inn 24. þessa mánaðar. —• Verður jarðsungin frá Þjóð-
kirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn 1. apríl kl. 2 e.h.
Jónína Guðlaugsdóttir
Eiginkona mín,
GUÐRtíN JÖNSSON
fædd Geisler
verður jarðsungin frá Neskirkju, föstudag. 1. apríl kl. 3.
Ársæll Jónasson
Fósturmóðir mín,
SIGURLAUG SIGURÐARDÓTTIR
Árbakka, Skagaströnd
andaðist mánudaginn 28. marz sl.
Fyrir mina hönd og annarra vandamanna.
Þórhildur Jakobsdóttir frá Árbakka
Útför eiginmanns míns
KARLS Ö. BJARNASONAR
fyrrum varaslökkviliðsstjóra,
fer fram frá Dómkirkjunni n.k. föstudag 1. apríl kl. 1,30.
Kristín L. Sigurðardóttir og böm.
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SÓLVEIGAR BERGSVEINSDÓTTUR
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. marz
kl. 1,30 e.h.
Ásta Þórarinsdóttir, Bjarni Guðjónsson,
Dagbjörg Þórarinsdóttir, Ásgeir V. Björnsson,
Sæinundur Þórarinsson, Hulda Guðjónsdóttir,
Sigurbergur Þórarinsson, Inga Steinþórsdóttir,
Ölafur Sigurðsson og barnaböm.
♦ Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall
og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu
MARfU SÆMUNDSDÓTTUR
Hvítárvöllum.
Börn, tengdaböra og barnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför móður okkar og tengdamóður
SESSELJU EIRfKSDÓTTUR
Suðurgötu 9, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sólvangs
fyrir veitta hjúkrun.
Börn og tengdabörn.
Innilegustu þakkir fyrir sýnda hluttekningu og samúð
við andlát og jarðarför eiginmanns míns
ÞORGEIRS JÓNSSONAR
Blönduhlíð 11.
Guðrún Eiríksdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við fráfall og jarðarför eiginmanns míns
VIGFÚSAR GUNNLAUGSSONAR
Túngötu 20, Siglufirði.
Fyrir hönd aðstandenda.
- Sigfússína Stefánsdóttir.