Morgunblaðið - 02.04.1960, Page 6

Morgunblaðið - 02.04.1960, Page 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 2. apríl 1960 SAMFELLT rúmgott vinnu pláss á þilfari og miklu skjólbetra fyrir mannskap- inn, er einn af mörgurn kostum þessa frambyggða fiskiskips. Gott útsýni allt í kring úr brú og yfir spil er lika stórmikill kostur. Skipið verður með tveim aðalvélum og tveim skrúf- um og það verður hægt að snúa þvi á punktinum. Það verður 30 m langt. Vistar- verur eru fyrir 15 menn. Ný gerð fiskiskipa fuflteiknuð >A HEFUR verið gerð fullnaðar- teikning af alveg nýrri gerð fiski skipa, sem miðuð eru við ís- lenzka staðhætti, — skip, sem sameina eiga tvo góða kosti: Frambyggt fiskiskip og skuttog- skip. Er það Hjálmar R. Bárðar- son skipaskoðunarstjóri, sem teiknað hefur skipið. Sturlaug- ur Böðvarsson, útgerðarmaður á Akranesi, mun sækja um leyfi til fjárfestingaryfirvaldanna, til þess að byggja skip samkvæmt teikningum Hjálmars. Hjálmar R. Bárðarson sýndi blaðamönnum og útskýrði fyrir þeim þessa nýju gerð fiskiskipa í gær. Hér er um að ræða 220 til 240 brúttólesta stálskip, sagði Hjálmar, sem ætlað er að geti stundað línuveiðar, síldveiðar með kraftblökk, venjulegar neta- veiðar, reknetaveiðar og loks togveiðar. Margar nýjungar Svo margar nýjungar eru í skipinu sagði Hjálmar að of langt mál yrði að telja það allt upp. Veigamesta atriði mun þó talið að í skipinu verður dæla, sem dælt getur síld úr nót. — Stýris- húsið og allt fyrirkomulag þar er með a'llt öðrum hætti en tíðkast hefur. Kvaðst Hjálmar hafa stuðst við ábendingar manna, sem hefðu mikla og góða reynzlu að baki, en þeir erU Ingvar Pálma son og Sæmundur Auðunsson. Skipaskoðunarstjóri kvaðst vera fylgjandi því að til að byrja með verði leyft að byggja tvö slík skip, því hér er um svo mikla byltingu að ræða á sviði fiskiskipasmíði, að fara verður með gát. Framtíðarsk ip Sturlaugur Böðvarsson útgerð- armaður, sem var á þessum blaða mannafundi sagði, að það væri skoðun sín að hér væri um að ræða framtíðarskip í flota Is- lendinga. Síldveiðar með kraft- blökk eru staðreynd. Aðstaða til slíkra veiða á venjulegri gerð skipa er mjög slæm, en verður leikur einn á þessum skipum. Síldardælan í skipinu getur vald ið straumhvörfum við síldveiðar hér við suðurströndina á haust- in, því þá eru skipin ekki leng- ur nærri eins háð veðri og sjó. Fnunleiðsla d EINS og kunnugt er var vand- ræðasumar í Noregi austan fjalla í fyrrasumar vegna óvenjulegra og háskasamlegra þurrka. Urðu bændur að farga gripum í haust eð var langt umfram venju og grípa til heykaupa í stórum stíl. Alls er nú búið að flytja til sveitanna austan fjalla um 30 þús. smálestir af heyi sem allt hefir komið norðan að. Heysala frá Þrændalögum suður á bóginn er ekkert nýmæli, hvergi í Noregi eru tún yfirleitt jafngóð eins og þar og töðuframleiðsla mikil. Hitt er nýrra, að í Norður-Noregi jafnvel norður í Tromsfylki er túnrækt og töðuframleiðsla orð- in svo mikil að þaðan voru nú fluttir heilir skipsfarmar af heyi. Er það athyglisvert og nokkur lærdómur fyrir ísl.. bændur hversu vel er sótt fram á norð- urslóðum í Noregi með allskon- ar ræktun, og það í sveitum, sem liggja miklu norðar en norður- sveitir lands vors. Hið stórmerk- asta í sambandi við garðyrkju skólann, sem stofnaður var í Norður-Noregi 1954 og sem þeg- ar er orðinn miðstöð og hin mesta Það var fyrir tilviljun eina að við Hjálmar fórum að hugsa um þetta vandamál i sameiningu. Hittumst í flugvél og þá sagði ég honum að ég hefði mikinn áhuga á að láta smíða svona skip, en líkaði ekki teikningar, sem mér 'hefðu borizt frá Ameríku. Sagði Hjálmar mér þá að hann væri langt kominn með að gera teikn- ingar að samskonar skipi. — Nú mun ég sækja um leyfi til þess að láta byggja svona skip, sagði Sturlaugur Böðvarsson. norðursldðum lyftistöng garðyrkju norður þar. — En það er önnur saga, sem þörf væri að segja betur og meir. A.G.E. Soffía Þorkelsdóttir F. 13. maí 1891 — D. 20 .jan. 1960 Söngvarinn góði, sólskríkjan í runni, seiddi þinn hug á mjúkra tóna bárum, í draumum þínum, sælum eða sárum, sveifstu og fannst hið bezta í tilverunni. Brestur nú orð — að blessa þína minning Þau bila þá er mikið liggur við. En ég er rík að eiga þennan vinning. Orð, handtak, bros þitt — og fimmtíu ára kynning! Y1 stafar þaðan, yndi og hugarfrið, á ævileið þó syrta muni og fenna glatt þessi log við götu mína brenna. Útsýn þú þráðir, undur ljóðs og tóna átti þinn hug, því fagra vildir þjóna, bar þess vitni blómareitur þinn. Blómvang þér opni nýji dagurinn. Anna Vigfúsdóttir, frá Brúnum. Gott skap „MER líður vel, en ekki af því að mér hlýnar. Mér hlýnar, af því að mér líður vel,“ sagði Spinoza. Mjög viturlega sagt. Það er óumdeilanlegt, að gott skap hefir mikil áhrif á heilsufar manna, og hugarfarið ræður miklu um líkamlega líðan. Bernard Shaw var vanur að segja. að sýklar væru ekki orsök sjúkdóma, þeir væru s’úkdómseinkenni. Það er mjög mikið satt í þessari mótsögn. Þegar farsóttir geisa,, eru sýklar alls staðar Samt eru þeir margir, sem ekki sýkjast. Hvers vegna? Af því að sumir höfðu mótstöðuafl til að standast sjúkdóminn, en aðrir höfðu það ekki. Að sjálfsögðu er mótstöðuaflið háð heilsufari mannsins í heild. Lifnaðarhættir skipta miklu máli. Maður, sem hefir gott fæði og góð klæði, stendur betur að vígi. En andlegur styrkur manna skiptir einnig mjög miklu máli. í borgum nútímans hafa margir karlar og konur mikla ástæðu til að óttast um eðlilega starf- semi líffæra sinna. Þau verða fyrir ótal áföllum, sem reyna mjög á þol þeirra. Við komumst svo að orði: „Hann þrælar sér út; hann gengur of nærri sér.“ Orðalagið eitt er við- vörun. Það er ekki umhverfið, sem þrælar manni út. Maðurinn gerir það sjálfur. Sýklafræðingar hafa sannað, að frumurnar í líkama okkar eru hæfari til að verjast sýkingu, ef eitlarnir starfa eðlilega. Starfsemi þeirra er mjög háð því, hvernig okkur líður andlega. Gott skap er oft bezta meðalið. Þegar farsótt geis- ar, er maður, sem er í andlegu jafnvægi, að sjálfsögðu ekki ónæmur fyrir veikinni, en verður síður mót- tækilegur fyrir hana. Sumir segja, að neyzla áfengis geti verið nokkur vöm. Það getur verið rétt, af því að hæfilega lítið magn af áfengum drykk eykur á vellíðan manna. Við erilm ekki aðeins skyldugir t'l að vera í góðu skapi vegna annarra, okkur ber einn’g skylda til þess vegna okkar sjálfra. Sífellt þunglyndi er eins konar sjálfsmorð. Það vinnur ekki eins fliótt á manni og skammbyssa eða eitur; en það getur exígu síður ver- ið banvænt. Oft hefi ég horft á kaupsýslumenn eða stjórnmálamenn, sem ekki lifðu það af að sjá fram- tíðaráform sín hrynja til grunna ,og konur sem ekki gátu horfzt í augu við vonbrigði í ástum. Úr hverju dó þetta fólk? Það dó, af því að hvaða sjúkdómur sem var gat fellt það að velli, þar sem þunglyndið veikti mótstöðuaflið. Læknar vita, að upphaflegar orsakir krabbameins geta verið áhyggjur og kvíði. Banamein þeirra sjúklinga var, að andinn brást holdinu. Það væru ýkjur að segja að menn deyi aðeins, ef þeir sætta sig við dauðann, en það er rétt, að lífslöngun lengir lífið. Þess vegna ætla ég á þess- um napra morgni að gera mitt bezta til að láta mér líða vel, svo að mér hlýni. I skrifar úr dqgiegq Ufinu ] ar póstþjónustu, en af ein- • Pósthús í Klepps- holti 3. H. hefur sent Velvakanda eftirfarandi pistil: Það hefur oft verið rætt og ritað um þörf á póstafgreiðsl- um í úthverfum borgarinnar, þar sem tekið væri við öllum tegundum póstsendinga og önnur afgreiðsla ætti sér stað, eins og t. d. afhending ábyrgð arbréfa og annarra sendinga. Nú hefur póststjórnin reynt að bæta úr þessu, og á sl. ári var opnað pósthús að Lang- holtsveg 62 og valinkunnur póstmaður veitir þessu nýja útibúi forstöðu. Þessi þjónusta við borgar- ana var vel þegin af mörgum, sem hverfi þessi byggja, og ber að þakka póststjórninni fyrir þessa viðleitni til bættr- hverjum undarlegum á- stæðum virðast " íbúar hverfa þessara enn þá ekki hafa áttað sig á þess- ari nýbreytni, því vitað er að margir þeirra leggja enn þá leið sina til aðalpósthússins í miðbænum, þótt þeir aðeins þurfi að póstleggja almennt bréf. Að vísu finnst mörgum stað setning pósthússins á Lang- holtsvegi ekki sem hentugust og sennilegt er, að ef því hefði verið valinn staður t. d. nyrzt í Álfheimum upp undir Lang holtsvegi, hefði orðið meira gagn að því fyrir hverfin þar inn frá, því mörg stórhýsi eru nú þegar risin í heimunum“. • Póststimpillinn villandi Ekki er úr vegi að minnast á það, í sambandi við póst- stimpil þann, sem þetta nýja hverfispósthús notar á bréf, að hann ber nafnið „Lang- holt“. Ókunnugir gætu haldið að það væri bæjarnafn ein- hvers staðar úti á landsbyggð- inni, en ekki staðarnafn póst- húss 1 útjaðri Reykjavíkur, því þó hverfi þetta hafi ein- hvern tíma verið nefnt Lang- holtshverfi, þá finnst mér það ekki viðeigandi að hafa það á póststimpli sem notaður er í Reykjavík „Langholt". Þetta getur skipt máli fyrir marga. Ps. Velvakandi fletti upp á bæjartali í símaskránni og fann þrjú Langholt, tvo bæi með þessu nafni í Hraungerð- ishreppi í Árnessýslu og einn í Leiðvallahreppi í Vestur- Skaftafellssýslu. í Hruna- mannahreppi eru auk þess Langholtskot og Langholts- partur. >ó ekki hafi fleiri bæir með þessu nafni síma á landinu, er auðvitað ekki loku fyrir það skotið að þeir geti verið fleiri. • Skólausar í kirkjuna Háu, mjóu hælarnir, sem nú eru í tízku og Velvakandi hefur áður minnzt á í þess- umdálkum, skapa víðar vanda mál en hér. í Reutersfregn segir að klerk einn í Nottingham í Englandi hafi nýlega sent út tilkynn- ingu, þar sem hann biður kon- ur í sókninni um að koma ekki á háu, mjóu hælunum í kirkjuna. Þær konur, sem komi á slíkum skóm, biður anddyri og ganga inn í sokka- leistunum. Ástæðan fyrir því að klerk- ur er búinn að segja mjóu hælunum stríð á hendur er sú, að bráðlega á að leggja tepppi inn á milli bekkjanna á kirkju gólfinu „og það væri hræði- legt ef nýja teppið yrði eyði- lagt áður en þessir stórhættu- legu öklabrjótar fara úr tízku“, skrifar sr. A. C. Shrimpton í kirkjublaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.