Morgunblaðið - 02.04.1960, Síða 11

Morgunblaðið - 02.04.1960, Síða 11
MORGVISBLAÐIÐ 11 Laugardagur 2. apríl 1960 Frú Laufey Vilhjálms- dóttir — minning F. 18. sept. 1879. D. 29. marz 1960 LAUFEY Vilhjálmsdóttir var fædd í Kaupangi við Eyjafjörð. Foreldrar hennar voru Vilhjálm- ur Bjamarson síðar bóndi á Rauð ará og kona hans Sigríður Þor- láksdóttir. Eru þær ættir al- -kunnar. Ung lauk hún námi við Kvenna skólann í Reykjavík, og kenndi við þann skóla í tvö ár, en fór síðan á kennaraháskóla í Dan- mörku. Teikni- og handavinunám stundaði hún í Englandi og Sví- þjóð, og árið 1900 gerðist hún kennari við barnaskólann í Reykjavík og starfaði þar til 1914. Með lestrarkennslu Laufeyjar hófst nýtt tímabil íslenzkrar bamafræðslu, nýr andi, nýjar hugmyndir. Áður hafði engum komið til hugar að taka vísindi og sálfræði með í reikninginn þegar um byrjendakennslu var að ræða. Eg hefi átt tal við fólk, sem lærði að lesa hjá henni og það minnist þeirra kennslu- stunda sem þeirra skemmtileg- ustu, er því hafi hlotnazt um ævina. Árið 1918 var ég á náms- skeiði í Kennaraskóla íslands þar sem Laufey sýndi lestrar- kennslu og það er ekki ofmælt að nemendurnir, ekki síður þeir eldri en þeir yngri, biðu í of- væni þegar hún fór að teikna á töfluna. — Árið 1909 gaf hún út stafrófskver, þar sem börn- unum var kennt að skrifa um leið og þau lærðu að lesa. Kver þetta er nú fyrir löngu uppselt og ófáanlegt. í skólanefnd Barna- skóla Reykjavíkur átti hún sæti frá 1919—21. Laufey var ein af þeim kon- um, er gengust fyrir stofnun Landsspítalasjóðs, sem íslenzkar konur, eins og kunnugt er, stofn- uðu í þakklætisskyni fyrir það að þeim var veittur kosningar- réttur og kjorgengi til Alþingis. Atti hún sæti í stjórn þess sjóðs, og eftir að Landsspítalinn var reistur var hún í stjórn Minn- ingargjafasjóðs Landsspítalans. Árið 1907 stofnaði- hún Skóla- sparimerkjasjóð við Barnaskóla Reykjavíkur og sýnir það eitt með öðru hve langt hún var á undan sinni samtíð í hugsunar- hætti og framkvæmdum. Hún var ein af stofnendum Barna- vinafélagsins Sumargjafar og í stjóm þess fyrstu árin. Sömu- leiðis var hún ein af stofnend- um Kvenréttindafélags Islands 1907 og í stjórn þess til 1912. Var hún kosin þar heiðursfélagi á 50 ára afmæli félagsins 1957. Árið 1911 stonfaði hún Lestr- arfélag kvenna í Reykjavík, en vísir að þeirri starfsemi hafði þróazt innan Kvenréttindafélags- ins með kaupum bóka og tíma- rita, er félagskonur höfðu að- gang að, en var nú orðið félag- inu, sem samkvæmt stefnuskrá sinni hafði öðrum hnöppum að hneppa, ofviða, og afhenti því Kvenréttindafélagið hinu nýja félagi þessar eignir sínar. Með stofnun Lestrarfélags kvenna Reykjavíkur má telja að hefjist ævistarf Laufeyjar Vilhjálms- dóttur í félagsmólum. Hún hefur verið formaður þess og driffjöð- ur frá stofnun þess og til dauða- dags. Allt starf félagsins við bókavörzlu og niðurröðun hefur verið sjálfboðavinna, en lestrar- safnið telur nú á sjötta þúsund binda og er opið til útlána sex sinnum í viku, má því nærri geta að oft hefur mætt á for- manninum að hlaupa í skarðið þegar einhver hefur forfallazt. Enda taldi hún ekki eftir sér neina fórn eða fyrirhöfn þegar Lestrarfélagið átti í hlut. Fyrstu ár félagsins voru fundir haldnir mánaðarlega og þar lesið upp úr mánaðarriti félagsins. Þar birt- ist í fyrsta sinn skáldskapur og ritgerðir eftir konur, er síðan hafa orðið þjóðkunnir rithöfund- ar, eins og t. d. þær systurnar Herdís og Ólína og frænka þeirra Theodóra Thoroddsen. Hún sagði mér, að hún efaðist um að hún hefði nokkurntíma látið prenta neitt eftir sig, ef Laufey hefði ekki skikkað sig til að skrifa í mánaðarrit Lestrarfé- lagsins. María Jóhannsdóttir birti líka sínar fyrstu sögur í mánað- arritinu. Má af þessu ráða að Lestrarfélagið, fyrir utan það að víkka sjóndeildarhring íslenzkra kvenna með lestri góðra bóka, hefur verið mikill menningar- auki í íslenzkum bókmenntum. Enn er þó ótalið það, sem ég hygg að Laufeyju hafi þótt vænst um í sambandi við Lestrarfélag- ið, en það var barnalesstofan sem félagið starfrækti í nokkur ár. — Ég gleymi því aldrei hvernig augun í henni leiftruðu þegar hún spurði mig hvort ég hefði séð hvað einn af hinum fyrstu gestum barnalesstofunnar hafði skrifað í bók, sém þá var nýút- komin eftir hann. En hann sagði frá því að ásamt fleiri strákum hefði hann ákveðiS að stofna bófafélag. Hvaða óknytti þeir ætluðu að fremja var víst aldrei ákveðið, því að hann frétti að Lestrarfélagið væri búið að opna barnalesstofu og skildi að það væri betra að eyða tímanum þar heldur en í bófafélagi. „Það er ánægjulegt að finna að maður hefur þó ekki alltaf unnið fyrir gýg“, sagði Laufey. Heimilisiðnaðarfélag Islands var hún einnig með að stofna og sat lengi í stjórn þess. Enda var efling íslenzks heimilisiðnaðar, sérstaklega ullariðnaðarins, henni mikið áhugamál, sem hún barðist ótrauð fyrir í fjölda ára. Með Önnu Ásmundsdóttur stofn- aði hún fyrirtækið „íslenzk ull“. Tókst þeim á skömmum tíma að gerbreyta til batnaðar söluvarn- ingi úr íslenzkri ull, og hefja hann til vegs og virðingar. Naut hugkvæmni Laufeyjar sér vel þar, bæði við að finna upp nýjar gerðir og þá ekki síður að kynna fornar þjóðlegar gerðir. Gáfu þær t. d. út mynsturbók með gömlum uppdráttum, þ. á. m. höfðaletri. Það mál er var henni, utan heimilis, hjartfólgnast síðustu ár- in, var bygging kvennaheimilis- ins Hallveigarstaða. Hún hafði beitt sér fyrir því frá fyrstu i byrjun í ræðu og riti, stjórnað sýningum og kaffisölu og hverju því er fundið var upp á í fjár- öflunarskyni. Var formaður byggingarnefndar eftir að hluta- félagið var gert að sjálfseignar- stofnun. Fyrir nokkrum árum gaf hún út til ágóða fyrir Hallveig- arstaði litla, fallega barnabók þar sem hún með teikningum og hugnæmri frásögn lýsir land- námi þeirra Ingólfs og Hallveig- ar í Reykjavík. Hallveigarstaða- skeiðina teiknaði hún einnig, sömuleiðis merki Húsmæðra- skólans í Reykjavík. Hún skildi flestum betur hví- lík lyftistöng Hallveigarstaðir gætu orðið félagsmálum kvenna í Reykjavík og tók ákaflega nærri sér að sífellt skyldi takast, ár eftir ár, að bregða fæti fyrir og hindra byggingarframkvæmd- ir. Alveg fram í andlátið var hún að spyrja hvort ekki væri eitt- hvað að þokast í áttina. Af framanskráðu má sjá að Laufey hefur ekki legið á liði sínu í félagsmálum, og er þó ýmislegt ótalið, en það er þó ekki nema önnur hliðin á ævi- starfi hennar. Á heimilinu naut hún sín ekki síður. Hún giftist dr. Guðmundi Finnbogasyni þ. 8. maí 1914, fluggáfuðum fræði- og sæmdarmanni, sem studdi með ráðum og dáð allt, sem hún tók að sér utan heimilis og innan. Sumum konum fer þannig að áhugi þeirra á félagsmálum dofnar þegar heimilið fer að krefjast starfsorku þeirra, en hér fór á annan veg. Enda lét Guð- mundur smíða þeim tvöfalt skrif- borð, svo að hann gæti haft konu sína nálægt sér, þegar hún var að rita um hugðarmál sín. Hjónaband þeirra og heimili var sönn fyrirmynd. Þar ríkti andi þjóðlegra fræða og menningar. Laufey Vilhjálmsdóttir var óvenju glæsileg kona og hélt reisn sinni og sálarkröftum til hins síðasta, þrátt fyrir langvar- andi veikindi. Hún var svo fjöl- hæf að undrum sætti, allt lék í höndum hennar, hvort heldur var að teikna, mála, sauma út eftir eigin uppdráttum, vefa, prjóna eða lita úr íslenzkum jurtum. Eitt listaverkið, sem hún gaf manninum sínum var ritfell úr leðri, þar sem hún hafði greypt á myndir af börnunum þeirra, og þótt ótrúlegt megi virðast, mátti glöggt kenna svipmót þeirra allra. Garðurinn við Suð- urgötu 22 er órækt vitni um hag- sýni og smekkvísi Laufeyjar. Þau hjóriin eignuðust 6 börn, tvær dætur misstu þau ungar. Börnin sem lifa eru: Guðrún, gift Bimi Þorsteinssyni sagnfræðingi, Vilhjálmur, framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, kvænt ur Birnu Halldórsdóttur, Örn viðskiptafræðingur, kvæntur Þuríði Pálsdóttur söngkonu, og Finnbogi cand mag., kvæntur Kristjönu Helgadóttur lækni. Það er erfitt að hugsa um að Laufey sé nú horfin sjónum okkar. Það var alltaf svo hress- andi að hitta hana, hún kunni ráð við svo mörgu. Fyrir störf sín í uppeldismál- um var hún sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar, en hún sáði hinu góða sæðinu víðar en þar. Ég vona að það haldi áfram að bera ávöxt enn um hríð. Sigríður Jónsdóttir Magnússon. Keflavík og nágrenni Svein B. Johansen flytur er- indi í Tjarnarlundi sunnu- daginn 3. apríl, kl. 20:30, og talar um efnið: HIN HELGA SKÍRN Er hún skilyrði fyrir frelsun mann? Hefur hún þýðingu fyrir nútímamanninn? Kvartett — Einsöngur. Allir velkomnir. Loksins Er liægt að gera eitthvað á laugardagseftir- miðdögum Plútó KVINTETTINN leikur í Breiðfirðingabúð Milli 3—5 í dag. O. K. quartettinn leikur frá 3—4. Jam Session frá kl. 4—5. KLÚBBUR REYKJAVÍKUR KEFLAVÍK Dansað sunnudag frá kl. 3—6 o« frá kl. 9. Menningartengsl íslands og Ráðstjórnatríkjanna Kveðjutánleikar Sovétlistamanna í Þjóðleikhúsinu, mánudag inn 4. apríl 1960, kl. 20,30. Einleikur á píanó: Mikhail Voskresenskí Einsöngur: IVadezhda Kazantseva Sperusöngkona CJndirleikari: Taisia Merkulova. Aðgöngumiðar í Þjóðleik- húsinu, sunndag og mánu- lag frá, kl. 13,15. M.I.R. Báfavél Erlent fyrirtæki óskar eftir sambandi við eiganda notaðar en fyrsta flokks léttrar bájavélar af stærð- inni 300/400 hk. 6 eða fleiri cylindre(Caterpillar eða aðrar þekktar gerðir). Tilboð er greini hæð, breidd, lengd, þunga og útbúnað sendist á dönsku/norsku ásamt verði, miðað við afgreiðslu á austurströnd íslands, til afgr. Morgunbl. merkt: „Bátavél —- 4321“ fyrir 8. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.