Morgunblaðið - 02.04.1960, Síða 14

Morgunblaðið - 02.04.1960, Síða 14
14 MOKCrnvnr 4fílÐ Laugardagur 2. apríl 1960 Bílaskipti Vil skipta á vel uppgerðum FORD TAXA 1958 og óuppgerðum CHEVROLET TAXA 1959. Möguleikar á láni til að losa bílinn úr tolli ef með þarf. Uppl. í síma 35786 milli kl. 6—8 e.h. Til sölu einbýlishús (100 ferm.) 4 bezta stað við Miðtún til sölu. Á hæðinni eru 3 skemmtilegar stofur og eld- hús og 4 herbergi, þvottahús og bað í kjallara. Hita- veita. Nýr vandaður bílskúr. Nánari uppl. gefur SKIPA OG FASTEIGNASALAN (Jóhannes Lárusson,hdl) Kirkjuhvoli Símar 13842 og 24893. FrœSslunamskeið Oryggiseftirlit ríkisins hefur í samráði við Verka- mannafélagið Dagsbrún ákveðið að gangast fyrir 3ja daga fræðslunámskeiði fyrir þá menn sem hafa með höndum stjórn lyftikrana, vélskóflna og skurð- grafna. Námskeiðið verður haldið í félagsheimili múrara og rafvirkja Freyjugötu 27 og hefst þriðju- daginn 5. apríl kl. 20,30 stundvíslega. Athygli manna skal vakin á því að í undirbúningi er reglugerð um réttindi til að stjórna tækjum þeim sem sér um ræðir og er námskeiðinu ætlað að veita þeim mönn- um sem nú vinna slík störf nauðsynlega fræðslu til að geta öðlast viðurkenningu til starfsins. Reykjavík, 31. marz 1960 ÖRYGGISMÁLASTJÖRI. Hækkun sjúkradagpeninga og iðgjalda Samlagsstjórn hefir ákveðið og ráðherra staðfest, að frá 1. apríl skuli sjúkradagpeningar hækka þannig, að einstaklingsdagpeningar, utan sjúkrahúss, verði kr. 50.00 4 dag í stað kr. 30.00 áður. Viðbót vegna maka og bama verður svipuð og verið hefir þannig að meðaltalshækkun verður um 54%. Frá sama tíma hækka iðgjöld til samlagsins í kr. 42.00 á mánuði, vegna hækkarfa á flestum liðum sjúkrakostnaðar. Sjúkrcisamlag Reykjavíkur Nr. 9/1960 Tilkynning Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið hámarksverð á eftirtöldum vörum sem hér segir: Kaffi, brent og malað frá innlendum kaffibrennslum: í heildsölu ................. kr. 38,85 pr. kg. í smásölu með söluskatti .... — 46,00 — — Kaffibætir: í heildsölu ................. kr. 18,85 pr. kg. í smásölu með söluskatti ____ — 23,00 — — Reykjavík, 31. marz 1960 VERÐLAGSSTJÓRINN. — Mikill vilji Framh. af bls. 13 Arthur Dean sló hnefanum l borðið. En hvað gerið þið Bandaríkja- menn, ef ekkert samkomulag næst á ráðstefnunni? Þá hverfum við aftur til okkar þriggja mílna landhelgi og mun- um krefjast þess, að þrjár milur verði viðurkenndar hvar sem það skiptir máli fyrir siglingar. Rætt við Drew Daginn eftir gengum við aftur inn í þennan sama sal og nú settist í forsetasætið George Drew, aðalfulltrúi Kanada. Hann virtist yngri maður en Dean og rösklegur í útliti og tilsvörum. Drew var um langt skeið helzti stjórnmálamaður Kanada, foringi Ihaldsflokksins áður en Diefen- baker tók við stjórnmálaforyst- unni. Eu svo virðist, sem Drew hafi ekki haft nægilega lýðhylli eins og Diefenbaker til að vinna flokki sínum meirihlutafylgi. Nú situr Drew hér hjá okkur, virðist vera maður um sextugt, en þráðbeinn í baki og höfðing- legur í framkomu og skjótur og skarpur og sjálfstæður í svörum. Aðeins 1,1 milljón dollara. Hann hóf fundinn með því, að brýna fyrir okkur blaðamönnun- um að gæta þess vel, að tölur og upplýsingar, sem við byggðum fréttir okkar á, væru réttar. Kom hann með sem dæmi forystugrein úr Washington Post, þar sem sagt var að aflaverðmæti banda ríska fiskimanna á lúðu og laxi við Kanadastrendur væri nokkur hundruð milljón dollara. I>etta kvað hann vera rangt, hið rétta væri, að lúðu og laxafli Banda- ríkjamanna á svæðinu 3—12 míl- ur frá kanadísku ströndinni væri 1,1 milljón dollara. Sagði hann að hér væri mikill munur á og slík fréttamennska væri til þess fallin að stofna til æsinga. Drew sagði, að Kanadamenn vildu að landhelgin sjálf yrði sem þrengst. Þeir kærðu sig ekk- ert um að takast á hendur skyldu að gæta breiðrar landhelgi. Hún ógnaði líka siglingafrelsinu.Taldi hann það mjög miður farið, að Bretar skyldu stinga upp á því á síðustu ráðstefnu, að landhelgin yrði 6 mílur og Bandaríkin síð- an fylgt þeim á eftir. Kanada hefði viljað 3 mílna landhelgi, en úr því að hin ríkin hefðu farið út í sex hefði heldur ekki verið um annað að gera fyrir Kanada en að fylgja þeim eftir. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. MANAFOSS vefnaðarvöruverzlun Dalbraut 1 — síml 34151. Greint á milli Iandhelgi og fiski- svæðis. En það var annað, sem var merkilegt við kanadisku tillög- una á ráðstefnunni 1958. Þar var í fyrsta skipti gerður grein- armunur á landhelgi og fiski- svæði. Okkur finnst því ánægju legt, að þetta sjónarmið hefur núna sigrað. í öllum þeim fjór- um tillögum sem fram hafa kom- ið, er greint á milli landhelgi og fiskisvæðis. Drew var fyrst spurður, hvort Kanada yrði ekki fáanlegt til að viðurkenna söguleg réttindi. Ég held, sagði hann, að okkar tillaga um 6 plús 6 sé réttlát- asta tillagan og sú sem er í mestu jafnvægi milli hinna tillagnannp. Tillaga Bandaríkjamanna um 6 plús 6 mínus 6, er ekkert rétt- lát, vegna þess að hún gerir upp á milli ríkja. Ef við ætlum hér á ráðstefnunni, að setja þau al- þjóðalög, að strandríki megi hafa 6 mílna landhelgi og 6 mílna fiski svæði, þá er það algerlega óað- gengilegt að nokkur strandríki verði að sætta sig við það um aldur og ævi, að fiskiskip frá fjarlægum ríkjum fiski í ytra sex mílna svæðið. Slíkf er algert brot á jafnréttislögmáli Samein- uðu þjóðanna. Auðvelt að finna ný fiskimið. Einhver spurði: En finnst yður þá ekki líka óréttlátt. að þjóðir sem stundað hafa veiðar á um- ræddu svæði frá aldaöðli, verði nú skyndilega að hafa sig á braut. Við Kanadamenn erum fylgj- endur hægfara breytinga á þessu sviði. Hér myndu koma til samn ingar við strandríkið um áfram- haldandi réttindi til veiða eða stigminnkandi veiði fjarlægs rík- is. Við Kanadamenn höfum gert slíka samninga við Frakka, Bandaríkjamenn og Japani. T. d. dæmis féllu Jpanir á það í gagn kvæmum samningum við okkur að veiða ekki lax í minni fjar- lægð en 200 mílur frá strönd okkar. Auk þess vil ég benda á, sagði Drew, að það er ekkert óbætan- legt tjón fyrir fjarlæg ríki, þó það hætti veiðum á umræddum svæðum. Það er auðvelt að finna ný mið á fjarlægum slóðum og fjarri ströndum. Það sýnir reynsla Japana, sem voru í lok heimsstyrjaldarinnar sviptir beztu fiskimiðum sínum við Kúrileyjar norður af Japan. En Japanir leituðu nýrra fiskimiða úti á Kyrrahafi og með slíkum árangri að þeir eru núna lang- samlega mesta fiskiþjóð í heimi. Mynduð þið Kanadamenn fall- ast á það í sáttaskyni, að hin sögulegu réttindi yrðu bundin við ákveðinn tíma, þau skyldu t. d. falla niður eftir 10 ár. Um þetta vil ég ekkert úttala mig. Ef til þess kæmi, er það verkefni néfnda og lokaðra funda, að ræða þennan mögu- leika. Lúðvík Jósefsson og Dav- íð Ólafsson ræða við full- trúa brezkra togaraeigenda, Boyd (t.v.) og Cobley (t.h.) Myndin er tekin í kokkteil boði hjá bandarísku sendi- nefndinni. Eftirlit óframkvæmanlegt. Ég spurði Drw enú, hvort hann teldi hægt að framkvæma við- bótartillögu Bandaríkjanna um takmörkun á veiðimagni fjarlægs ríkis við meðlafla áranna 1953 •—58. Ég tel mjög erfitt ef ekki ó- mögulegt að framkvæma það. — Vegna þess að fiskirannsóknir hafa staðið yfir í áratugi við strendur Kanada, vitum við nokk urnveginn, hve mikinn afla Bandaríkjamenn hafa tekið á svæðinu milli 3 og 12 sjómílna. En nú breytist svæðið, þannig að um er að ræða afla milli 6 og 12 sjómílna. Við höfum ekki hugmynd um og engar tölur um, hvað hann hefur verið mikill á þessu svæði. Ennþá erfiðara yrði að fylgjast með framkvæmd takmörkunar- innar, því að fiskiskipin fara um stórt svæði og eru ýmist nálægt eða fjarri ströndinni, stundum draga þau botnvörpuna út frá ströndinni, þvert yfir allar tak- markalínur og ómögulegt er að vita, hvar hvaða fiskur kemur í netið. Ég held því, að þessar viðbótartillögur Bandaríkjanna séu alveg fráleitar. Ný tækni ógnar fiskistofninum Teljið þér, að fiskistofninum stafi hætta af nýtízkuelgri tækni í fiskveiðum? Það er staðreynd, að fiski- skipum, einkum stórum togur- um og verksmiðjuskipum fer mjög fjölgandi. Til dæmis hafa Rúr.sar látið smíða sér fjölda 10 þúsund tonna verksmiðju- skipa, sem haft hafa um sig stór- an flota veiðiskipa. Þessar veiðiaðferðir, þegar fisknum er mokað upp í svona verksmiðjuskip geta auðveldlega ógnað veiðum strandríkis, sem oftast er stunduð á minni bátum. Og við verðum að gera okkur grein fyrir því, hve strandveið- arnar eru oft þýðingarmikill þáttur í lífi fólksins. Ég skal að eins nefna sem dæmi, að alls staðar á strönd Nýfundnalands, Labrador og Nýja Skotlands eru hundruð fiskiþorpa, þar sem menn lifa nær eingöngu á fisk- veiðum. Bak við þorpin er ekk- ert verulegt ræktarland. Allir peningarnir, sem þetta fólk fær til að lifa af kemur fyrir fiskinn úr sjónum. Sama gildir um fjölda þorpa á Kyrrahafsströnd Kan- ada. Það er ekki hægt fyrir okk- ur að horfa upp á það, að lífs- afkomumöguleikar þessa fólks séu eyðilagðir af fiskiskipum frá fjarlægum löndum, sem eru búin nýtízku tækni til veiða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.