Morgunblaðið - 02.04.1960, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.04.1960, Qupperneq 17
Laugardagur 2. apríl 1960 MORGUNBLAÐIB 17 Þessi mynd var tekin í Frakklandsferð Krúsjeffs. Heldur hann þar á hvítu lambi, sem honum var gef- ið og virðist hinn ánægð- asti. að endurvekja hatur stríðsár- anna, jafnvel þó að það hefði verið tilgangur Krúsjeffs, hann veit vel, að honum mun ekki tak ast að veikja það traust, sem Frakkar hafa nú fengið aftur á Þjóðverjum, með því að tala um sprengjur, sem ekki hafi sprung ið. Ef honum hefir ekki blátt áfram fatazt, hefir hann verið að tala í líkingum; raunverulega var þetta ákall: „Ég er að reyna að eyða úr mínu eigin landi hinum myrku ummerkjum liðna tímans; ég þarf á hjálp ykkar að halda, og þið verðið að gera hið sama“. Rússar eru reyndari í því en við að lesa milli línanna. Það orðbragð, sem venjulega er á yfirlýsingum Sovétstjórnarinnar getur verið ærið þreytandi, þegar að því kemur að túlka þær ljóst. Þegar við verðum auk þessa að kunna merkjamál Krúsjeffs og taka Freud með í reikninginn, verður það mjög freistandi að gefast alveg upp. Sannarlega getur enginn vestrænn stjórn- — Alþingi Framh. af bls. 1 skapa óánægju með þetta fyrir- komulag. Ranglætið á enda Þegar Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra hafði gert grein fyrir einstökum atriðum frumvarpsins, mælti hann nokk- ur orð um skattlagninguna al- mennt. Háir beinir skattar drægju jafnan úr framtaki og vinnusemi manna. Um það þekktu landsmenn mörg dæmi. Þegar svo væri komið að t. d. 70% tekna, 7 krónur af hverjum 10, færu í tekjuskatt og útsvar, minnkaði áhugi mjög margra ef ekki flestra á að halda áfram störfum. Fiskimenn gengju í land af skipum sínum og fólk í landi fengist ekki til að vinna ýmis þjóðnýt og nauðsynleg störf. Þá sagði ráðherrann, að skatt- ar væru varasamir, þegar þorri fólks teldi þá rangláta. Miklar fjárhæðir væru ekki taldar fram og sú skoðun útbreidd, að sjálf- sagt og eðlilegt væri að draga undan eftir fremsta megni. Þeir sem ekki ættu þess kost, að skjóta tekjum sínum undan yrðu síðan að horfa upp á það, að ná- granni þeirra, sem þeir vissu að hefði mun meiri tekjur, slyppi með jafnvel lægri skatta. Það skattkerfi, sem leiðir af sér og þolir slíkt ranglæti, fær ekki staðist sagði Gunnar Thorodd- sen. Loks gat hann þess, að at- huganir hefðu leitt í ljós, að beinir skattar væru dýrari í á- lagningu, eftirliti og innheimtu- — en óbeinir. Eðlileg ráðstöfun Karl Kristjánsson ræddi nokk- uð um þá stefnubreytingu ískatta málum, sem átt hefði sér stað hjá Alþýðuflokknum. Hann taldi frumvarpið ekki fela í sér nægi- legar kjarabætur fyrir láglauna- fólk og óskaði eftir að það yrði athugað betur. Björn Jónsson komst m. a. svo að orði, að vofa neyðarinnar hefði verið leidd að dyrum al- mennings og taldi ákvæði þessa frumvarps ekki nægja til úrbóta í því efni. Að því leyti sem tekju skatturinn væri afnuminn með frv., yrði að telja að um eðlilega ráðstöfun væri að ræða. Hann andmælti afnámi fríðinda vegna starfa við útflutningsframleiðsl- una og sagði að sér þætti ólík- legt að ekki hefði mátt semja viðunandi reglugerð um fram- kvæmd þeirra. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var málinu vísað til 2. um- ræðu og fjárhagsnefndar með 15 samhljóða atkvæðum. Sprengjur Hitlerssinna enn í jðrðu ýmislegt um Kína, og ef til vill hefir hann gefið Vesturveldunum hvað greinilegasta vísbendingu, er Rússar fóru skyndilega — og allt að því óttaslegnir — fram á fund æðstu manna, þegar ástand- ið var sem hættulegast fyrir botni Miðjarðarhafsins sumarið 1958 og her Rokossovskys mar- skálks þokaðist suður á bóginn að landamærum Persiu. Nú liggja sprengjurnar, ryðg- aðar en lífshættulegar, grafnar £ jörðu undir korninu, sem bylgj- ast á ökrunum. Þær eru leifar andstyggilegrar fortíðar, það er hættulegt að taka þær burtu, og enn hættulegra að láta þær liggja kyrrar. Að hve miklu leyti var þetta líkingamál Krilsjeffs lifandi mynd af andstöðu hans sjálfs við stalínismann (einnig af ýmsu í ástandinu á Vestur- löndum, sem ekki á allt við um Þýzkaland), dæmisaga, sögð af ásettu ráði? Að hve miklu leyti var þetta -ósjálfráð tjáning á djúpstæðum áhyggjum hans sjálfs? Án þess að ég ætli mér þá dul að skilja einstök atriði þeirrar stefnu, sem mörkuð er í Kreml, er það deginum ljósara, að So- vétstjórnin er engu síður sundur þykk um innanríkis- og utan- ríkismál en Bandaríkjastjórn — og að Krúsjeff fær aðeins að framfylgja stefnu sinni, meðan árangurinn verður einhver. Þar sem grundvallarstefna hans í utanríkismálum virðist beinast í þá átt að tryggja bætta sambúð ríkja í heimi eldflauga og vetnissprengja, er það okkar hutverk að styðja hann, að svo — eftir Edward Crankshaw ÞEGAR Krúsjeff steig út úr flug vél sinni á Orlyflugvellinum sl. miðvikudag, var fyrsta verk hans að lesa upp alllanga, skrifaða ræðu. Þetta var svar við nokkr- um orðum, sem de Gaulle hers- höfðingi flutti blaðalaust til að bjóða Krúsjeff velkominn. Þegar Krúsjeff hafði lokið ræðu sinni, sneri hann sér að gestgjafa sín- um og sagði: „Ég get líka talað blaðalaust. Ég geymi mér það þangað til síðar“. Allir vita, að við ákveðin tæki- færi yerða æðstu menn lýðræðis þjóðanna og segja að meira eða minna leyti það, sem stuðnings- menn þeirra ætlast til, að þeir segi. Það er ekki auðvelt íyrir okkur að skilja, að Krúsjeff á einnig áheyrendur í Moskvu, sem sífellt þarf að friða; en með fyrr- greindri athugasemd sinni lét Krúsjeff þetta eins skýrt í ljós og hægt er að óska sér. Aheyrendur Krúsjeffs eru í vissum skilningi kröfuharðir. En þó að ræðan, sem Krúsjeff flutti, væri að mínu áliti framar öllu til þess ætluð að gera afbrýði sama félaga, sem heima sátu, ánægða, virtist mér hún fela í sér meira en bókstaflega merkingu orðanna. Að vissu leyti var ræð- an sannarlega mjög undarleg. Eitt af því, sem er heillandi í fari Krúsjeffs (þess ber að gæta, að í mörg ár varð ég að flytja fréttir af þögn Stalíns), er það, að auk þess sem hann talar mjög mikið, er honum gjarnt að haga þannig orðum sínum að skilja megi á tvo eða þrjá vegu. Að svo miklu leyti sem hægt er að greina þetta skipulag í sundur, verðum við í öllum ræðum hans að gefa gaum ekki aðeins að dulinni eða hálfdulinni aukamerkingu (sem ef til vill er mikilvægari en bók- staflega merkingin) og ógætileg- um yfirlýsingum, sem hann læt- ur falla af ásettu ráði, heldur og að einkennilegum, óvæntum og ósjálfráðum hugsunum, sem hon- um koma skyndilega í hug. Þetta orkar stundum skringilega. Hvað gæti t.d. verið súrrealískara en athugasemd, sem hann lét út úr sér fyrir nokkrum mánuðum, og hljóðaði á þá leið, að hugsunina væri bezt að láta hestunum eft- ir, af því að þeir hefðu svo stór- an haus? Það úði og grúði af dæmum á borð við þetta í „leynilegu" ræð- unni um Stalín; en jafnvel þegar hann er að flytja ósköp venju- legar ræður yfir forstöðumönn- um á samyrkjubúum í Voronezh eða Ryazan, bregst það varla nokkurn tíma, að hann geri nokkrar athugasemdir, sem eru alls óskyldar efninu, að ómögu- legt er að segja, hvort hann er af ásettu ráði að gefa leynilegtmerki eða iivort hann er ósjálfrátt að eyða áhyggjum, sem sækja að honum þá stundina. 1 ræðunni á Orlyflugvellinum, sem í orði kveðnu var um nætí- una, sem stafaði af Þjóðverjum (Krúsjeff nefndi ekki, hvaða Þjóðverja hann ætti við), var at hyglisverður kafli um sprengjur, sem ekki hefðu sprungið: „Ég skal taka dæmi, sem ég held, að verði Frökkum og Rúss- um jafn auðskilið“, sagði Krú- sjeff. „1 Sovétríkjunum, eins og í Frakklandi, finnum við enn í jörðu heilar sprengjur og sprengi kúlur, stundum jafnvel hauga af vopnum og skotfærum, sem Hitl- erssinnar skildu eftir í síðari heimsstyrjöldinni. Þær hafa ryðgað, en þær eru enn í jörðu, og okkur stafar mjög mikil hætta af þeim. Hermenn okkar ganga hugrakk ir til verks og gera þessar hættu- legu menjar styrjaldaráranna skaðlausar. Þannig verðum við að vinna saman að því að eyða verksummerkjum þrautatíma úr hinum fornfrægu fögru löndum okkar. Þessi litla prédikun væri kjána leg og málinu óviðkomandi, ef engin dýpri merking væri lögð í hana. Krúsjeff á það til að láta þannig, þegar það hentar, en ekki þegar hann er að lesa skrifaða ræðu frammi fyrir de Gaulle hershöfðingja. Það, sem hann sagði, var fljótt á litið tilganga- laust. Það gat engu áorkað um málamaður, sem er með öllum mjalla, byggt stefnu sína á þess um undarlegu, samhengislausu merkjum, en það er ekki of mik- ið að fara fram á það við þá, sem hér eiga hlut að máli, að þeim sé kunnugt um þau og þeir hafi hliðsjón af þeim í vangaveltum sínum yfir því, hvert sé hið rétta eðli Kriisjeffs og hver sé afstaða hans auglitis til auglitis við starfs bræður sína. Hann hefir þegar sagt okkur miklu leyti sem við getum — án þess að láta okkur nokkurn tíma sjást yfir þá staðreynd, að auk þessarar stefnu hefir Krúsjeff í huga, eins og allir aðrir sovézkir leiðtogar, önnur markmið, sem eru fjandsamleg okkur. Hann er að vísu í bili önnum kafinn við að hreinsa sprengjur, sem ekki hafa sprungið úr sínu víðlenda ríki. Þetta er gott svo langt sem það nær; og við getum hjálpað honum með því að gera nokkrar af okkar sprengjum skaðlausar. (Observer — einkaréttur Mbl.) H estamannafélagiS Hörður 10 ára f DAG heldur Hestamannafélag- ið Hörður í Kjósársýslu upp á 10 ára afmæli sitt, en það var stofn að laust eftir áramót 1950. Þetta hestamannafélag hefir frá stofnun sinni verið mjög virkur þátttakandi í öllum hesta þingum. Nægir þar að nefna sem dæmi hina mörgu þekktu kapp- reiðahesta Þorgeirs í Gufunesi og Jóns bróður hans í Varmadal, er hefir náð mjög góðum árangri með skeiðhesta sina ,en í sl. 20— 30 ár hefir hann verið meðal fremstu manna í iðkun þeirra í- þróttar. Félagið hefir komið sér upp ágætum skeiðvelli við Arnar- hamar á Kjalarnesi og hafa þar verið háðar árlegar kappreiðar í sl. 10 ár. Bezti árangur, sem náðst hefir á þeim velli er þegar Garp- ur Jóhanns í Dalsgarði jafnaði íslandsmetið í 300 m. stökki í ágúst 1958, en það á sem kunn- ugt er Kolbakur úr Reykjavík og hefir staðið um fjölda ára og þótti á sínum tíma ótrúlegt af- rek. Þá hefir félagið rekið tamn- ingastöð nokkur undanfarin sum ur og hafa félagsmenn þar getað fengið hross frumtamin gegn vægu gjaldi. Gunnar Tryggva- son í Skrauthólum hefir haft á hendi forstöðu þessarar tamn- ingastöðvar í samstarfi við stjórn ina. Félagslíf hefir staðið með miklum blóma öll þessi ár og mikil og almenn þátttaka hefir verið í skemmtiferðum félagsins, sem hafa verið farnar um félags- svæðið og nágrenni þess. Sennl- lega hefir áhuginn fyrir hesta- mennskunni aldrei verið almenn ari en nú og má nefna sem dæmi að í Mosfellssveit einni eru nú um 50 hestar á járnum í vetur. Fyrsti formaður félagsins var Gísli Jónsson í Arnarholti og nú- verandi formaður er Kristján Þorgeirsson í Bergvík. Með hon um í stjórn eru Guðmundur Þor- láksson Seljabrekku, Gísli Ell- ertsson Meðalfelli, Hjörtur Þor- steinsson Eyri, Jón Tryggvason Skrauthólum, Pétur Hjálmsson, ráðunautur og Jón Guðmunds- son, Reykjum. Hátíðahöld Harðar hefjast í Hlé garði í kvöld kl. 9 og er ekki að efa að fjöldi hestavina mun sam- gleðjast Harðarfélögum í tilefni afmælisins. — Ameriskur prófessor Frh. af bls. 3. Annars gæti hann bent á tvær ágætar yfirlitsbækur um þetta efni, sem vafalaust væru til á safninu, eins og „Cavalcade of American Novel“ eftir Wagoa Knacht. Á þeim fá mínútum, sem pró- fessor Cowie hafði til umráða, var að sjálfsögðu ekki hægt að gera spurningunni nein skil, önnur en þessa lauslegu upp- talningu, en hann var á leið suð- ur á Keflavíkurflugvöll og það- an af landi burt, er blaðamaður- inn náði tali af honum, eins og áður er sagt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.