Morgunblaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 16
16 MORCVNBL A»IB Laugardagur 2. apríl 1960 Utgerðarmenn Vélstjórar Útvegum spennustilla fyrir allar spennur, 32 volt, 110 volt og 220 volt frá PINTSH BAMAG, einnig rafala (Dynamóa). Þeir útgerðarmenn, sem ætla að fá sér rafala og spennustilla fyrir síldveiðitímann hafi samband við okkur sem fyrst. Einkaumboðsmenn á fslandi fyrir PINTCH iSAiviAG A/G Dinslaken. Nýlendugötu 26, Reykjavík símar 19477 — 13309. I&na&arhúsnœði Fjögur herb. til sölu eða leigu mætti notast sem íbúð. Útb. samkomulag. Upplýsingar í síma 11420 og 19263. Nr. 12/1960 Tilkynning Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á brauðum í smásölu: Franskbrauð, 500 gr............. kr. 4,30 Heilhveitibrauð, 500 gr........... — 4,30 Vínarbrauð, pr. stk ............. — 1,15 Kringlur, pr. kg........... — — 12,50 Tvíbökur, pr kg................... — 19,20 SéU nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 2,20, eí 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta samanlögðum flutnigskostnaði við hámarksverðið. Reykjavík, 31. marz 1960 VERÐLAGSSTJÓRINN. Auglýsing frá viðskipta- málaráðuneytinu um afnám skömmtunar Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skömmtun á smjöri og smjörlíki skuli hætt frá 1. apríl n.k. Vegna breytinga á niðurgreiðslu á smjöri og smjörlíki er lagt fyrir smásöiuverzlanir að framkvæma birgðakönn- un á þessum vörutegundum áður en sala hefst 1. apríl. skulu skýrslur um birgðir staðfestar af trúnaðarmanni verðlagsstjóra eða viðkomandi oddvita. Skýrslur um smjör birgðir skulu sendar Osta- og smjörsölunni s.f. eða því mjólkurbúi, sem viðkomandi verzlun skiptir við. Skýrslur um smjörlíkisbirgðir skulu sendar þeirri smjörlikisgerð, sem verzlunin skiptir við. Mun niðurgreiðsla ríkissjóðs verða sú saitia á ofannefndum birgðum eins og hún verð- ur á smjöri og smjörlíki, sem framleiðendur selja eftir 1. apríl. Þá hefur rikistjómin ákveðið að skömmtunarreitum skuli skila til Innflutningsskrifstoíunnar eigi síðar en 30. april n.k. Viðskiptamálaráðuneytið, 31. marz 1960. Sýning Valtýs i Listamannaskálanum ÞESSI sýning sem stendur yfir í Listamannaskálanum nú þessa daga er rivjög skemmtileg og þar er margt nýtt að sjá. Valtýr er lífrænn í sínu starfi, hann hefir heilbrigða þörf fyrir að breyta til, reyna nýjar aðferðir og tján- ingarform, virinugleðina yirðist hann hafa fengið í vöggugjþf. Ég hefi haft óblandna ánægju af að sjá þessa síðustu sýningu Vaitýs, og það hefir reyndar frá byrjun verið skemmtilegt að fyjgjast með þessum listamanni, og vinnu brögðum hans. Fyrri verk hans voru yfirleitt laus- við skraut, og mærð^þau voru óbrotin, litaval- ið smekklegt, Valtýr hefir alltaf haft næmt auga fyrir fegurð gráa litarins í alls konar tilbrigð um. Brúnt, grátt, svart og hvítt, lífgað hér og þar með sterkari iitum, það er endurminning mín af iitum Valtýs. Hér var látieysi, Sendiherra Belgíu afhendir trúnað- arbréf HINN nýi sendiherra Belgíu á fs- landi, le Chevalier Jean de Font- aine afhenti í gær forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum, að viðstödd- um Emil Jónssyni ráðherra, sem fer með utanríkismál í fjarveru utanrikisráðherra. Að athöfninni lokinni höfðu forsetahjónin boð inni fyrir sendiherrann. Rautt lauf í mosa LJÓÐABÓK hefur borizt blað- inu. Nefnist hún Rautt lauí í mosa og er eftir Elínu Eiríks- dóttur frá Ökrum, sem áður hef- ur gefið út eftir sig Söng í sefi. í þessari bók eru 88 ljóð og er bókin 88 síður. Hún er gefin út á kostnað höfundar. Ljóðin í bók- inni eru flest rimuð. Kennsla Látið dætur yðar læra að sauma 5 og 6 mánaða námskeið byrja 4. maí og 4. nóv. Sækið um ríkis- styrk. — Atvinnumenntun. — Kennaramenntun tvö ár. — Biðj- ið um skólaskrá. 4ra mánaða námskeið 4. jan., 3ja mánaða 4. ágúst. G. Hargböl Hansen. Simi Tlf. 851084. — Sy og Tilskærer- skolen, Nyköbing F, Danmark. en þróttur. En byrjandinn á allt- af við einhverja érfiðleika að stríða — litirnir voru stundum þungir, og harðir, verkin sneydd þeim þægindum og munaði, sem augað leitar alltaf eftir í mynd, En þrátt fyrir ýmiskonar ófull- komleik hins óreynda, hefur mér alltaf fundist þessi fyrri verk Valtýs aðlaðandi. -Hann var áður fyrr — og er’ enn --— inni á sömu braut og margir jafnaldrar hans í listinni hér heima. Þessir ungu menn vildu umfram allt fórðast skraut og sætleika, þéir voru jafnvel smeykir við að vera þægi legir í list sinni. Þetta var heil- brigt viðhorf — og það spáir góðu þegar ungir menn hafa svona nokkuð á tilfinningunni er þeir byrja, fyrst er að smíða hlut inn, það er alltaf gott að pússa hann til á eftir — ef þörf gerist. Hin síðustu verk Valtýs, þau sem nú eru sýnd í Listamanna- skálanum ,eru yfirleitt ríkari í lit, lífrænni og mildari en áður var. Mér fyrir mitt leyti finnst Mósaík-myndirnar skemmtileg- astar, enda virðist Valtýr hafa unnið mest í þessu efni nú upp á síðkastið. Ég vildi óska að- listamaðurinn fái í framtíðinni verk að vinna við að skreyta stóra veggi í nýj- um byggingum í okkar ungu borg. Mosaik er list handa ókkar arkitektúr og það er gömul reynsla utan úr löndum að sú list er stórfengleg og æfintýrafög ur, þegar rausn leikmanna og andi listamannsins vinna saman. Ég þakka svo Valtý Péturssyni fyrir góða sýningu, og margskon- ar innspírasjónir, klassiskar og háttbundnar, eða þá rómantisk- ar og úreltar, í þeim gamla stíl sem við höfum týnt. Syng nú mín sálarlúta sætlegan brúðkaups óð, hart meðan heimsins rúta hringveltist sína slóð. Svo kvað hið mikla skáld. Lista maðurinn vinnur sitt verk einn og óséður, en meðan hans sálar- lúta skapar hinn sætlega brúð- kaupsóð listarinnar, hringveltist veröldin og leikur sér að því að snúa' því niður í dag sem sneri upp í gær. Þetta er hreint ekk- ert slæmt fyrirkomulag, ég vona að það breytist ekki í framtíð- innL Gunnlaugur Seheving. Páll Magnússon járnsmibur — minning PÁLL Magnússon dó á heimili sínu Bergstaðastræti 4, Reykja- vík laugardaginn 26. marz 1960. Hann var fæddur 17. juh 1877 í Lambhaga í Mosfellssveit, sonu- Magnúsar bónda þar Pálssor.ar á Blikastöðum, Ólafssonar á Blika- stöðum, Guðmundssonar kiæða- litara í Leirvogstungu og Þor- móðsdal, Sæmundssonar á Kjall- aksstöðum, Þórðarsonar prófasts á Staðastað, d. 1720, Jónssonar (Bauka-Jóns) biskups á Hólum, Vigfússonar sýslumanns Rangár- þingi, Gíslasonar lögmanns Bræðratungu, d. 1631, Hákonar- sonar sýslumanns, Árnasonar ríka sýslumanns Hlíðarenda Fljótshlíð Gíslasonar. Páll ólst upp í Mosfellssveit. Ungur að árum og einbeittur í skapi braust hann í því að koma sér til náms i járnsmíði hjá Þor- steini járnsmið Tómassyni. Kom brátt í ljós að Páil var hagleiks- maður ágætur og gerðist hann mjög handgenginn Þorsteini læri föður sínum. Hefur Þorsteinn kunnað að meta mannkosti Páls og drengskap, hagleik og trú- mennsku. Að ioknu námi hjá Þor steini við góðan orðstír, fór hann á nokkurra mánaða námskeið í Kaupmannahöfn. Eftir heimkom una setti hann á stofn verkstæði á Bergstaðastræti 4 i Reykjavík og stundaði þar iðn sína til ævi- loka. Fór gott orð af Páli og leit- uðu því margir ungir menn til hans til læringar. Páll var hæg- látur og dagfarsprúður, hugul-. samur óg sanngjarn við nem- endur sína, vitandi, að „aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Hann var mannþekkjari mikill og virti hvern mann til verðleiks og gild is. Vinátta hans var ekki viðsjál heldur nærfærin og varanleg og tryggðin tröllaættar. í iðn sinni var Páll traustur og trúr, vand- virkur og vandaður að virðingu sinni. Virðist þeim er þetta rit- ar, að Páll hafi í éðli sínu og at- ferli öllu verið vammi firrður sæmdarmaður. Páll Magnússon var kvæntur friðleiks- og skírleikskonu Guð- finnu Einarsdóttur, systur Sig- urðar Hlíðar dýralæknis. Reynd- ist Guðfinna mér sú bezta hús- móðir, sem ég hef haft kynni af. Hún dó 1950. Þeim varð 8 barna auðið. Eru þau systkinin að mínu viti gott fólk og mannvænlegt. Ég, sem rita þessi minningar- orð nam járnsmíði hjá Páli Magn ússyni og var fyrsti nemandi hans, er tók sveinspórf undir hans handleiðslu. Sýndi Páll mér frá fyrstu kynnum vinarþel og virð- ingu og trúnaðartraust, er efldi sjálfstraust mitt og entist mér til nokkurs þroska. Fyrir þessar sak ir þakka ég nú við leiðarlok Páli Magnússyni, konu hans og börn- um góð kynni og vináttu. Votta ég syrgjendum samúð mína. Jón Guðnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.