Morgunblaðið - 02.04.1960, Page 22

Morgunblaðið - 02.04.1960, Page 22
22 MORCJlTSJtJ. AfílÐ LauesrflasTjr 2 apríl 1960 Mœðurnar koma með börnin sín á landsliðs- œfingar Safna sjálfar peningum til oð kosta förina á Norðurlandamótið i sumar I>AÐ hefir verið hljótt um frétt- ir af æfingum kvennalandsliðs- ins í handknattleik. Lítið sem ekkert hefir heyrzt um undir- búning hinnar fyrirhuguðu þátt- töku íslands í Norðurlandamót- inu í úti-handknattleik kvenna, sem haldið verður í Vesterás í Svíþjóð og hefst 24. júní í sumar síðan tilkynnt var að landsliðs- nefnd handknattleikssambands- ins hafði valið 22 stúlkur til æf- inga fyrir væntanlegt landslið. íþróttasíða Mbl. greip því tækifærið, er henni bauðst að vera við æfingu hjá landsliðinu og kynnast frekar undirbúningi fararinnar. Vel æft Fljótlega mátti sjá að hvorki stúlkurnar né framkvæmdanefnd flokksins hafa setið auðum hönd- um. Stúlkumar hafa æft tvisvar í viku síðan um miðjan janúar og auk þess hafa þær ásamt fram kvæmdanefndinni unnið ötullega að öflun fjármagns til að greiða kostnaðinn af förinni. Tvískiptar æfingar A þriðjudögum kl. 19.00 æfa stúlkurnar í íþróttahúsi Háskól- ans og eru þær þá í þrek- og þol- æfingum hjá Benedikt Jakobs- syni. Við spurðum Benedikt hvernig stúlkurnar tækju hinum erfiðu æfingum og sagði hann að þær tækju þeim yfirleitt vel og sýndu dugnað og óskertan vilja og hlýðni við æfingarnar. Jafnframt sagði Benedikt að í öll þau ár, sem hann hefði verið við íþrótta- kennslu, hefði hann ekki fyrir- hitt jafn skyldurækinn flokk ung menna við íþróttaæfingar, sem þessar handknattleiksstúlkur. Mæta 100% Benedikt Jakobsson skýrði jafnframt frá því, að ástundun stúlknanna við æfingarnar væri mjög eftirtektarverð, því oftast mættu þær allar. — Ef einhver stúlknanna af einhverjum óvið- ráðanlegum ástæðum gæti ekki Rússneska konan RÚSSNESKU íþróttakonurnar hafa á undanförnum árum vakið á sér alheimsathygli fyrir frábær afrek í íþróttum. Það er þess vegna nokkuð fróðlegt að fá nokkrar upplýsingar um æfing- ar þeirra og fleira heima fyrir. 701^(1 konur í Sovétríkjun- ■ AUU um fást við íþróttir. Fjöldi þeirra hefur fimmfaldast á sl. 10 árum. Sumsstaðar er fjölg unin tvítugföld á þessum 10 ár- um. nfQ konur 1 Sovétríkjunum I bera heiðursmerkið „Verðugur íþróttameistari" (Það merki er mjög eftirsótt og er veitt þeim íþróttamanni, sem unn ið hefur frábært afrek, sem vert Arnwnningar í sýningarför FIMLEIKAFLOKKUR karla og kvenna úr Glímufélaginu Ár- mann fer í dag upp í Borgarnes til að halda þar tvær sýningar á morgun. Sýningarnar munu verða haldnar í fimleikasal barnaskólans í Borgarnesi og hefst hin fyrri kl. 2 e.h., en hin síðari kl. 5 e.h. — Þessi för fim- leikaflokkanna er ekki eingöngu sýningarför, heldur jafnframt kynningarför. íþróttakennarinn í Borgarnesi er Guðmundur Sig- urðsson, gamall Ármenningur og fimleikamaður. Fimleikaflokkar Ármanns hafa æft vel í vetur. f sýningarflokki karla eru um 25 manns og í kvennaflokknum 15 stúlkur. Und anfarin ár hefir Glimufélagið Ár- mann staðið fyrir kynningarnám skeiðum í fimleikum. Hafa þau að jafnaði verið tvö á ári og afar fjölsótt. Kennari karlaflokkanna er Vigfús Guðbrandsson, en kennslu kvennaflokkanna hefir Guðrún Níelsen lengst af annazt, en að undanförnu hefir Jónína Tryggvadóttir séð um æfingar kvenfólksins. þykir heiður. (Titlinum halda menn ævilangt). Af þessum 219 hafa 41 hlotið merkið fyrir frjáls- íþróttaafrek en næstflestar eru úr körfuknattleik, 22 stúlkur. AIls bera um 3000 menn og kon- ur þetta merki, en úthlutun þess hófst um 1930. CZ O heimsmet í íþróttum v" kvenna eru nú í höndum rússneskra stúlkna. Þar af eru að vísu 33 met fyrir fallhlífar- stökk. En næstar í röðinni eru frjáisíþróttastúlkur með 9 heims met. Hörður hleypur með Garðar á bakinu. Landsliðið æfir ■ dag í DAG kl. 5 e.h. verður landsliðið á æfingu á Mela- og Háskólavell inum. Þrír nýir menn hafa verið teknir með í æfingarnar, en það eru Ragnar Jóhannsson, Fram, og Akurnesingarnir Helgi Hann- esson og Helgi Björgvinsson. KR-ingarnir Helgi Jónsson og Gunnar Guðmannsson hafa til- kynnt forföll frá æfingum, yegna anna. tekið þátt í æfingum, þá brygð- ist ekki, að hún boðaði forföll. — í flestum tilfellum kæmu stúlk- urnar sjálfar, til að tilkynna, að þær gætu ekki verið með, og ef um meiðsli eða lítilsháttar veik- indi væri að ræða mættu þær á æfinguna sem áhorfendur. Koma með krakkana Tvær stúlknanna eru giftar og eiga smá börn. Þær eiga því oft erfitt með að fara að heiman frá börnunum og því taka þær krakk anna bara með sér á æfinguna og Benedikt lofar þeim að sitia inni i salnum og horfa á mæður sánar í þrek- og þolraunum. Miklar framfarir Á miðvikudögum kl. 21.30 æfa stúlkurnar í íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda. — Um þær æfing- ar sér landsliðsþjálarinn, Pétur Bjarnason. Æfingarnar miðast við létta leikfimi og knattæfing- ar. Er ég innti Pétur um áhuga og ástundun stúlknanna á æf- ingarnar hjá honum, voru svör hans á sömu leið og hjá Benedikt, að ástundun væri sérlega góð og mikil og eindreginn áhugi fyr- ir æfingunum. Pétur kvað mikla framför sjáanlega hjá stúlkunum. Kæmi hún bezt fram í ákveðnari og líflegri leik. Stúlkurnar kvað Pétur hafa styrkzt mjög við æf- ingarnar hjá Benedikt Jakobs- syni og kæmi sá styrkur glögg- lega fram í leik þeirra. Þolið væri meira og leikurinn mun hraðari og kraftmeiri. Úti-æfingar að byrja Pétur Bjarnason sagði að strax eftir íslandsmótið mundi flokk- urinn byrja að æfa úti og jafn- framt verður æfingum fjölgað og æft bæði úti og inni. Nokkrar hafa fallið úr og nýjar komið í staðinn Nokkrar stúlkur hafa fallið úr þeim hóp, sem fyrst var valinn og nýjar teknar í staðinn. Þær sem nú þjálfa hjá landsliðsþjálf- aranum eru: Brynhildur Páls- dóttir, Víking, Katrín Gústafs- dóttir, Þrótti, Sigríður Lúters- dóttir, Armann, Sigríður Sigurð- Ein erfiðasta æfing stúlknanna er í rimlunum. Æfingin styrkir handleggs-, fóta- og magavöðva. Knettirnir eru allt að 10 kíló að þyngd. — ardóttir Val, Erla Isaksen KR, Katrín Hermannsdóttir Val, Sig- riður Kjartansdóttir, Armann, Rut Guðmundsdóttir Armann, María Guðmundsdóttir KR, Ranveig Laxdal Víking, Perla Guðmundsdóttir KR, Gerða Jóns dóttir KR, Kristín Jóhannsdóttir Armann, Ólína Jónsdóttir Fram, Ragna Brynjarsdóttir FH, Ingi- björg Hauksdóttir Fram, Jóna Bárðardóttir Ármann, Stefanía Pétursdóttir Þrótti, Sigurlína Björgvinsdóttir FH, Jóhanna Sigursteinsdþttir Fram, Erla Magnúsdóttir Val og Bergljót Hermundsdóttir Val. Meðalaldur 19 ár Meðal aldur stúlknanna er 19 ár. Ekki er hægt að segja að það sé hár aldur, ef borið er safan við keppendur hinna Norðurland anna, þar sem flestir keppendur eru á aldrinum 20—35 ára. Liðið valið 15. maí Ákveðið hefir verið að lands- liðið verði endanlega valið 15. maí n.k. í förinni verða 15 kepp- endur, þjálfarinn, dómari og tveir fararstjórar. Fararstjórar verða Axel Einarsson og Rúnar Bjarnason. Hver fer sem dómari er ekki ákveðið enn, en hann vel- ur Handknattleikssambandið. Hverju landi ber skylda til að senda einn dómara til að dæma leiki í mótinu. Kosta sig sjálfar Til þess að mæta kostnaði far- arinnar, sem er áætlaður rúm- lega 100 þúsund krónur, þá hefur Handknattleikssambandið efnt til happdrættis, sem stúlkurnar sjá um að öllu leyti. Einnig hafa þær safnað peningum með aug- lýsingasöfnun í leikskrá yfir- standandi íslandsmóts. ■— Einn- ig hefur verið sótt um styrki til ÍSÍ og iBR og verður vonandi tekið með velvilja við þeim um- sóknum, þegar þess er gætt hve stúlkurnar hafa verið duglegar að afla peninga til fararinnar, en siíkt er einsdæmi, því handknatt- leiks-karlar og konur eru þau einu, sem hafa gert slíkt, þegar um landsleiki er að ræða. —A A. skrifar um: KVIKMYNDIR TRIPOLIBÍÓ: Glæpamaðurinn með barns- andlitið Þetta er amerísk mynd byggð á æviferli eins af harðsvíruðustu bófunum, sem ameríska lögregl- an hefur átt í höggi við. Leikur Mickey Rooney þennan glæpa- mann, sem kallaður var Baby Face Nelson. Rooney á langan leikferil að baki sér, var korn- ungur þegar hann kom fyrst fram á léreftinu. Lék hann þá oft unga drengi ,sem voru að vakna til lífsins. Naut hann um langt skeið mikilla vinsælda, en hvarf svo í skuggann um skeið fyrir nýjum „stjörnum“. Nú eft- ir að hann tók að leika í glæpa myndum ,hefur hann unnið sér á ný öruggann sess í kvikmynda- heiminum, að því er virðist. í mynd þeirri, sem hér er um að ræða leiðist Baby Face Nelson út í hvern stórglæpinn af öðrum, bankarán og fjöldamorð og að lokum er honum svo tamt orðið að grípa tíl byssunnar, að ekkert má út af bera svo að hann skjóti ekki niður hvern þann, sem hann telur standa sér í vegi. Mynd þessi hefur ekkert annað sér til ágætis en að hún er vel leiki, og ber þar af ágætur leikur Mickey Rooney’s. Humor bregð- ur hvergi fyrir í myndinni en að- aláherzlan lögð þar á morðin. Slíkar myndir eiga vissulega lít- inn rétt á sér og veita takmark- aða skemmtun þó að þær hafi til að bera nokkra spennu. — Þá er mun skemmtilegra að horfa á kvikmyndina í GAMLA BÍÓ: Áfram liðþjálfi. Þetta er ensk gamanmynd og full af góðum enskum humor. — Grimshawe liðþjálfa hefur verið falið það vonlausa starf að þjálfa nokkra nýliða, sem allir eru sam valdir skussar, er engu tauti verð ur við komið hvernig sem reynt er. En liðþjálfinn er þolinmæðin sjálf og telur hyggilegast til ár- angurs að beita nýliðana ekki hörku, svo sem jafnan er gert við slíka náunga, í von um að það beri ef til vill einhvern árangur. En það er fyrir það brennt og. skilur maður það vel þegar mað- ur lítur yfir nýliðahópinn. Þar er sem sé hver öðrum meiri ,,figura“. En svo gerist undrið: Nýliðunum er öllum hlýtt til lið- þjálfans og þeir koma sér saman um að leggja sig alla fram við hersýninguna, sem stendur fyr- ir dyrum. Og svo rennur upp hinn mikli dagur og Potts kap- teinn og aðrir yfirmenn horfa á nýliðana leysa þrautir lokaprófs- ins. — Fer svo að flokkur Grims hawe's liðþjálfa ber af öllum til undrunar og þó mest Grimshawe sjálfum. Svo sem áður er sagt er mynd þessi einkar skemmtileg og þar fellur margt fyndið orðið. Leik- endur eru margir og týpurnar hver annarri broslegri og leikur- inn prýðilegur. Er óþarfi að nefna nöfn einstakra leikara, enda erfitt að taka einn fram yfir annan um skemmtilegan leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.