Morgunblaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ kaugardagur 2. apríl 1960 var í lofti. Þau gengu gegnum skóginn, þar sem hún hafði geng- ið á brúðkaupsdaginn, dáleidd af manninum, sem orðið hafði lífs- förunautur hennar. í þessum skógi hafði hún verið kysst fyrsta kossinum ,og þar hafði hún orðið snortin í fyrsta skipti óljósri þrá, fyrirbóða þeirra heitu kennda, sem höfðu gagntekið hana við uppsprettulindina í Ota- dalnum. Laufin voru nú fallin af trjánum og vafningsviðurinn dauður. Þau reyndu að hringja á þjón- inn til þess að biðja um, að vagn inum yrði ekið að dyrunum, en bjallan var óvirk. Gestgjafi þeirra fór því sjálfur til þess að sjá um þetta, en þá kom í Ijós, að hestarnir höfðu verið hýstir. Þau urðu að bíða. Gestirnir reyndu af fremsta megni að finna eitthvert umræðuefni. Jeanne, sem átti fullt . fangi með að verj ast því að skjálfa úr kulda, spurði húsráðendur, hvað þau gerðu sér til dægrastyttingar all- an ársins hring. Briseville-hjónin voru steinhissa á þeirri spurn- ingu, því að þau voru alltaf önn- um hlaðin, annað hvort við að skrifa bréf til tiginborinna ætt- ingja um allt Frakkaveldi eða við eitthvert einskis vert dund heima Í3TÍr. Hjónin sýndu hvort öðru sömu hátíðlegu kurteisina og væru þau allsendis ókunnug, og þeim var lagið að teygja lopann í það óendanlega um örgustu smá znuni. Um síðir sáu þau út um glugg- ann, að vagninn var að koma að dyrunum, en Maríus sást hvergi. Hann hafði eflaust brugðið sér eitthvað frá, þar sem hann áleit sig eiga frí til kvölds. Julien var honum sárgramur, og hann bað húsráðendur að senda hann heim fótgangandi, er hann kæmj í leitirnar. Síðan var kvaðzt af miklum innileika á báða bóga og haldið af stað heim að Espilundi. Um leið og þau voru komin inn í vagninn, gátu þau Jeanne og faðir hennar ekki varizt hlátri að tilburðum og framkomu Brise ville-hjónanna, enda þótt endur- minningin um harkalega fram- komu Juliens fyrr um daginn, hvíldi á þeim eins og mara. Bar- óninn hermdi eftir eiginmannin- um og Jeanne eftir frúnni. En barónsfrúin, sem var dálítið hör- undsár í slíkum efnum setti ofan í við þau. „Það er rangt af ykkur að gera gys að þeim á þennan hátt“, sagði hún. „Þau eru bæði af mjög góð- um ættum“. Þau þögnuðu í svip af tillitsemi við móðurina, en þau gátu ekki á sér setið að grípa til sömu gam ansemi aftur. Barónsfrúin gat ekki varizt brosi, en sagði jafn- framt. „Það er ekki fallegt að hlæja að þeim, sem heyra til sömu stéttum og maður sjálfur". Skyndilega nam vagninn stað- ar, og Julien kallaði til eánhvers fyrir aftan hann. Þau Jeanne og baróninn hölluðu sér út um vagn gluggann og sáu þá kynlega mann veru sem virtist velta áfram á eft ir þeim. Það var Maríus, sem kom hlaupandi á eftir vagninum, eins hratt og fæturnir gátu borið hann. Dragsíð frakkalöfin þvæld ust fyrir fótum hans, og öðru hvoru blindaðist hann af hatt- inum, sem seig niður fyrir aug- un. Ermarnar blöktu og sveifl- uðust til eins og mylluvængir, er hann geystist áfram yfir steina og polla á harðaspretti. Um leið og hann náði vagnin- um, þreif Julien í hálsmál hans og dró hann upp í sætið við hlið sér. Síðan sleppti hann taumun- um og lét höggin dynja á höfði drengsins. Hatturinn skall sam- stundis niður á axlir hans og það buldi í honum eins og trumbu í hverju höggi. Drengurinn æpti og streittist í móti, reyndi að kom ast niður úr vagninum aftur, en húsbóndi hans hélt honum með annari hendinni og lét höggin dynja með hinni. Jeanne stundi upp, orðlaus af undrun og skelfingu. „Pabbi — ó, pabbi!“ Barónsfrúin þreif í handlegg manns síns sárreið og hneyksluð. „Láttu hann hætta, Jack!“ hrópaði hún. Baróninn opnaði fremri gluggann og þreif í handlegg tengdasonar síns. — Rödd hans titraði af bræði. „Ertu ekki bráðum búinn að ljúka þér af við að berja dreng- inn?“ hreytti hann út úr sér. Julien leit við steinhissa: „Sérðu ekki ,hvernig einkennis- búningurinn er útleikinn?“ Baróninn rak höfuðið út um gluggann. „Það skiptir mig engu máli?“ sagði hann. „Það er eng- in ástæða til þess að beita slíkri hörku!“ Julien reiddist aftur. „Láttu mig um þetta. Þér kemur þetta ekkert við!“ Hann var búinn að reiða til höggs aftur, þegar tengdafaðir hans þreif um hand- legg hans og rykkti honum nið- ur, svo að hann rakst í sætið. „Ef þú hættir ekki samstundis, skal ég fara út úr vagninum og neyða þig til þess“, sagði hann. Julien sá að sér, yppti öxlum þegjandi og hottaði á hestana, sem hertu ferðina. Konurnar tvær sátu náfölar og bærðu ekki á sér, Og það mátti glöggt heyra hjartslátt baróns- frúarinnar. Meðan setið var við kvöldverð- arborðið, gerði Julien sér far um að vera enn alúðlegri en venju- lega, rétt eins og ekkert hefðl í skorizt. Þau Jeanne og foreldrar hennar voru því fegin, að hann virtist í svo góðu skapi, og svör- uðu í sömu mynt. Þegar Jeanne minntist á Briseville-hjónin, tók hann einnig þátt í hlátri þeirra, en bætti jafnframt við: „En það verður ekki af þeim skafið, að þau eru tiginmannleg í fram- komu“. Þau fóru ekki í fleiri heimsókn ir, þar sem öll óttuðust, að at- burðurinn með Maríus endurtæki sig. Þau ákváðu að senda nýárs- kveðjur og bíða með frekari heimsóknir til vorsins, þegar hlýnaði í veðri. Á jóladag buðu þau sóknar- prestinum, bæjarstjóranum og konu hans til miðdegisverðar ög síðan aftur á nýársdag. Það var eina tilbreytingin í fásinninu. — Baróninn og kona hans ætluðu að fara frá Espilundi níunda janú ar. Jeanne langaði til að hafa þau lengur, en Julien lagði ekkert til málanna. Baróninn þóttist skynja kulda í framkomu tengdasonar síns og sendi því eftir póstvagni frá Rouen. Daginn áður en þau færu, ákváðu þau Jeanne og faðir hennar að fara til Yport, en þang að höfðu þau ekki komið, síðan hún kom frá Korsiku. Dagurinn var bjartur og heiðskír en frost Þau komu inn í þorpið. Sjávar- og fisklykt lagði um strætin. — Stór, brún fiskinet héngu til þerr is utan á húsunum eða niður úr þakskegginu. Freyðandi brim- öldur hins kuldalega, gráleita hafs skullu á ströndinni. Lágsjáv að var, svo að sá í klettadrang- ana fyrir neðan bjargið hjá Fécamp. Jeanne og faðir hennar stóðu hreyfingarlaus og horfðu á, þeg ar fiskimennirnir ýttu bátum sín um á flot í ljósaskiptunum, á sama hátt og þeir voru vanir að gera á hverju kvöldi. Þeir hættu lífi sínu til þess að komast hjá því að svelta, og voru þó svo fá- tækir, að þeir smökkuðu aldrei kjöt. Baróninn starði hugfanginn út á hafið: „Það er ógnþrungið, en jafnframt fagurt. Sjáðu Jeanne, hve dásamlegt hafið er núna í rökkrinu, þótt það jafnframt búi mörgum mannslífunum hættu“, sagði hann. Hún brosti dauflega. „Það jafn ast ekki á við Miðjarðarhafið“. „Miðjarðarhafið!" hrópaði fað- ir hennar hneykslaður. „Það er olía, sykurvatn, blátt vatn í þvottabala. Líttu á þetta haf, sjáðu hvítfyssandi brimlöðrið! Hugsaðu um alla mennina sem voru að fara út á sjóinn og eru nú horfnir sjónum okkar“. Jeanne andvarpaði um leið og hún svaraði játandi. „Já, þú hef ur eflaust rétt fyrir þér“. En til- hugsunin um Miðjarðarhafið hafði vakið á ný* hinar Ijúfsáru endurminningar hennar, og hug- ur hennar hvarflaði enn einu sinni til hinna fjarlægu staða, þar sem draumar hennar höfðu rætzt og dáið. 7. kafli. Uppgötvun Jeanne. Eftir þettá var það helzta dægrastytting ungu hjónanna að spila á spil. Á hverjum degi, að loknum morgunverði spilaði Juli en nokkur spil af „Bezique" við konu sína. Hann reykti jafnframt og dreypti á vínglasi, meðan þau spiluðu. Að því loknu var hún Skáldið o«f mamma litla 1) Eg þyrfti að hafa velbúið tóm- 2) Eg veit ekkl betur en þú eigir 3) .... legubekk og stafla af glæpa- stundaherbergi, eins og Svenni allt, sem þú þarft til þinna tómstunda- sögum! frændi! iðkana.... L ú á NO, BUT I HAVE AN IPEA / OUR OLD FRIENP SENATOR WATSON HAS AUTHOREP A BILL TO SELL THE RANGE TO PRIVATE INTERESTS... T'M POWN HERE ^ TRVIN6 TO . STOP HIM / MRS. BLITZ...THIS IS MARK TRAIL...1'M POWN AT THE 1 , CAPITAL / A OQBEQNV m rm n WHAT?... THOUGHT VOU WERE MAKING RECORDINGS FOR ME OUT ON , TALL TIMBER RESERVATION/ '/X WHY THE ■%, POUBLE-CROSSING 1 OLP WINPBAG...ARE 1 VOU GETTING ANYWHERE WITH HIM? Anna Blitz, þetta er Markús. Ég er staddux hér í höfuðborg- inni. Hvað þá? Ég hélt að þú værir að hljóðrita fyrir mig í Háu skóg- um. Vinur okkar Watson þingmað- ur hefur samið frumvarp um að selja einkafyrirtæki skógana. Ég er hér til að reyna að hindra hann í því. Ja, þessi svikuli vindbelgur... Gengur þér nokkuð að sannfæra hann? Nei, en mér datt svolítið 1 hug! vön að fara t °rgis síns og sitja við glug^ með sauma sína, meðan stormurinn gnauðaði fyrir utan og regnið lamdi rúð- urnar. öðru hvoru leit hún upp frá saumunum og starði út á hvít ar brimlöðursrákirnar á gráu hafinu. Þegar hún hafði starað um stund, grúfði hún sig yfir saumana á ný. Hún hafði ekkert annað að gera, þar sem Julien hafði einn- ig tekið í sínar hendur allan rekstur heimilisins, til þess að fullnægja drottnunargirni sinni og nærri sjúklegri hneigð til sparnaðar. Hann var fram úr hófi smámunasamur, gaf aldrei þjór- fé og miðaði matarkaup við allra brýnustu nauðsynjar. Je- anne hafði, síðan hún kom heim, látið eftir sér að fá hjá bakaran- um sérstaka normannska brauð- snúða til morgunverðar, en von bráðar vildi hann stemma stigu fyrir þá óþarfa eyðslu, og hún varð að láta sér nægja brauð- sneiðar í staðinn. Hún sagði aldrei neitt, til þess að komast hjá ásökunum, nöldri og þrætum, en hver nýr vottur nízku og smámunasemi eigin- manns hennar, kvaldi hana stór- lega. Hún áleit allt þess háttar fyrirlitlegt og niðurlægjandi, enda var hún alin upp á heimili, þar sem peningar virtust aldrei skipta neinu máli. Hve oft hafði hún ekki heyrt móður sína segja: „Peningar eru ekki til annars en að eyða þeim“. En það kvað við annan tón hjá Julien: „Er alls ekki hægt að venja þig af því að sóa peningum að óþörfu?" var hann vanur að segja. 1 hvert skipti, sem honum tókst að lækka laun einhvers um nokkra skild- inga, var hann vanur að segja brosandi, um leið og hann stakk peningunum í vasann: „Safnast, þegar saman kemur!“ Suma daga sökkti Jeanne sér niður í drauma. Hún lét saum- ana síga niður í keltuna, gleymdi stund og stað og lét hugann reika til ímyndaðra ævintýra æsku- drauma sinna. Venjulega hrökk hún upp úr draumórum sínum við rödd Juliens, sem var að skipa Símoni gamlá fyrir. Hún tók til við saumana aftur og sagði um leið við sjálfa sig: —■ „Þetta er allt liðið“. Oft hrundu tár niður á höndina, sem hélt á nálinni. Rosalie, sem áður hafði verið kát og sísyngjandi, hafði einnig breytzt. Ávalir vangar hennar höfðu misst sinn fyrri lit, hún var kinnfiskasogin og óeðlilega fölleit. Jeanne spurði hana oft: „Ertu lasin, góða mín?“ Við- brögð stúlkunnar voru jafnan á sama veg: „Nei, madame", svar- aði hún, en roðnaði við um leið og flýtti sér burt. í lok janúarmánaðar fór að snjóa. Á einni nóttu varð slétt- lendið hulið snjó og hvítar flyks- ur sátu á trjánum. Morgun einn sat Jeanne við arininn í herbergi sínu og vermdi fæturna við arininn, en Rosalie ajtltvarpiö Laugardagur 2. apríl. 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir) . 14.00 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Gestir á Hamri" eftir Sigurð Helgason; II. (Höfundur les). 18.55 Frægir söngvarar: Maggie Teyte og Richard Tauber syngja. 19.35 Tilkynningar. : 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Gluggar" eftir John Galsworthy í þýðingu Aslaugar Arnadóttur. — Leikstjóri: Helgl Skúlason. Leikendur: Helga Val- týsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Sigríður Hagalín, Þorsteinn O. Stephensen, Anna Guðmundsdótt ir, Indriði Waage, Helga Bach- mann, Rúrik Haraldsson og Jón Aðils. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.1á Passíusálmur (41). 22.20 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.