Morgunblaðið - 02.04.1960, Page 13

Morgunblaðið - 02.04.1960, Page 13
Laugardagur 2. apríl 1960 MORCV1SBT.AÐ1Ð 13 Á blaðamannafundinum með Arthur Dean. Roskni maðurinn, sem lítur fram yfir borðið vinstra megin, er Dean. Bak við bann er Richards, lögfræðilegur ráðunautur hans. íslenzku fréttaritararnir, Jón Magnússon og Þorsteinn Thorarensen, sitja hlið við hlið á miðri myndinni. Þorsteinn Thorarensen ritar írá ráðstefnunni í Genf: Mikill vilji til samkomulags Genf 26. marz. ÞAÐ má segja, að búið sé „að gefa“ í því spili um landhelgina, sem hér er spilað í gömlu Þjóða- bandalagshöllinni. Fjórar tillöur eru fram komnar og úr þessu ættu línurnar að fara að skýrast og menn fara að sjá, hvaða mögu leika og fylgi, hver tillaga hefir. Vonlausu tillögurnar. Tvær þessara tillagna virðast vera „tromplausar“ og mjög litl- ar líkur fyrir að þær nái nokk- urn tímann í gegn. Virðist því þýðigarlítið að veðja á þær. Þetta eru rússneska og mexikanska til- lagan. Það er aðalatriði rússnesuk tillögunnar, að heimila öllum ríkjum að taka sér 12 mlna land- helgi. Það breytir ekki þessu meginefni hennar, þó sú breyting sé gerð á tillögu Rússa frá síð- ustu ráðstefnu, að nú megi ríki taka sér minni landhelgi og svo viðbótar-fiskisvæði. Á síðustu ráðstefnu hlaut tillaga Rússa 21 atkv. 47 voru gegn henni og 17 sátu hjá. Það er lítil von um að hún hafi nokkuð meira fylgi núna. Flestir eða næstum allir telja mexikönsku tillöguna enn von- lausari, þó ekki væri út af öðru en því, hvað hún er flókin. Hún fjallar um það, að ríki fái þeim mun stærra fiskisvæði eftir því sem landhelgi þess er minni, og getur fiskisvæðið orðið allt að 18 mílur, ef landhelgin er niðri í þremur mílum. Gárungarnir hérna segja, að þessi tillaga muni aðeins fá eitt atkvæði, — atkvæði Mekíkó, — ef hún fær það. Sterku tillögumar. Þá eru eftir tvær tillögur og það em þær, sem menn telja að hafi hin sterku tromp á hendinni. Önnur hvor þeirra eða einhver málamiðlun milli þeirra kunni að hafa möguleika á að ná nægi- legum meirihluta. Þetta eru kana díska og bandaríska tillagan. Kanadiska tillagan er óbreytt frá ráðstefnunni 1958. Hún er mjög skýr og augljós og gerir öll- um jafnt undir höfði. Hún kveð- ur svo á, að landhelgi skuli vera 6 sjómílur, en strandríki megi ti! viðbótar tka sér 6 sjómílna fiski- svæði. Tillagan er einfaldlega kölluðu 6 plús 6. Bandaríska tillagan er að grundvelli hin sama, en á henni er þó sá reginmunur, að þar er gert ráð fyrir að söguleg réttindi fiskimanna á fjarlægum miðum skuli viðurkennd á svæðinu milli 6 og 12 milna. Að því leyti er til- lagan sú sama og tillaga Banda- ríkjmanna 1958 og má kalla hana 6 plús 6 mínus 6. Þó ber þess að geta, að Banda- ríkjamenn lýsa því nú yfir, að þeir slái af í tvennu. Þeir bæta við í tillögu sína, að hinn sögu- legi réttur fjarlægs ríkis skuli takmarkast við það aflamagn, sem ríkið hafði á fiski á um- ræddu svæði á tímabilinu 1953 —1958. í öðru lagi lýsir Arthur Dean fulltrúi Bandarikjanna því yfir í ræðu sinni á ráðstefnunni, að Bandaríkin viðurkenna, að sér- reglur ættu að gilda um það ástand, þegar strandriki hefði af- komu sína og lífsviðurværi að langmestu leyti af fiskiveiðum. Um þessar undantekningar er það þó að segja, að sú fyrri virð- ist lítilsvirði, jaifnvel yfirvarp eitt, því að ómögulegt er að hafa eftirlit með því hvar veiðiskipin veiða hvern fisk. Um seinni und- antekninguna er það að segja, að Bandaríkin flytja enga tillögu um hana og er því eftir að sjá góðan ásetning í verki. Mér virðist af þvi, sem ég hef hlerað, að kanadíska tillagan hafi öllu meira fylgi, en hins vegar gæti verið að bandaríska tillagan næði samþykki, ef sú kanadíska væri áður fallin. Auk þess hefur frá fyrstu dög- um ráðstefnunnar gengið sterk- ur orðrómur um að Bandaríkja- menn kunni að setja fram breyt- ingartillögu um að takmarka hin sögulegu réttindi við fimm eða tíu ár, og kynni það að gera strik i reikninginn. Enginn vafi er á því, að all- ar þær lokuðu umræður milli sendinefnda, sem hafa farið fram og standa yfir snúast um þessar tvær tillögur. Og mér virðist það næstum ljóst, að önnur hvor þeirra, eða afbrigði af þeim muni ná samþykki hér á ráðstefnunni, einfaldlega vegna þess, að það er greinilegur sterkur vilji á henni um að ná samkomulagi og láta ekki þá hneisu henda sig, að ráðstefnan verði árangurslaus. Það var því mjög fróðlegt, að okkur blaðamönnunum, sem fylgjumst með ráðstefnunni gafst tækifæri til að ræða við fulltrúa Bandaríkjanna og Kanada, á blaðamannafundum sem þeir efndu til á fimmtudag og föstu- dag. í sal Þjóðabandalagsráðsins. Fundirnir voru haldnir í sal hins gamla Þjóðabandalagsráðs, sem var einskonar öryggisráð millistríðsáranna. í miðjum saln- um er hálfhringlaga borð, sem við setjumst við. Á þessum stað stóð Haile Selassie Abyssiníu- keisari frammi fyrir Þjóðabanda lagsráðinu og höfðaði til sam- vizku heimsins að bjarga þjóð sinni frá hinni itlösku árás. Hér á þessum stað sannaðist máttleysi Þjóðabandalagsins gamla og varð öllum lýðum Ijóst. Einu sinni tók þetta ráð þó af skarið, þegar það rak Rússland úr Þjóðabandalag- inu eftir árásina á Finnland 1939. Salur þessi stendur óhreyfður með vönduðum húsgögnum, öll- um koparlögðum og stólarnir úr svo þungum kopar, að maður þarf að taka fast á til að draga þá að borðinu. Loft og veggir eru skreyttir stórkarlalegum mál verkum úr gullbronsi af ógur- legum risum og heilum skörum af nöktu fólki, sem er að bogra við ýmislegt í hinum undarleg- ustu stellingum innan um fall- byssur og rústir. Málverk þessi gerði spænskur málari, en mér finnst þau verka mjög illa á mig og hef sterkan grun um að mál- arinn hafi verið eitthvað veill á geðsmunum. Góðlátlegur, en ekki skarpur. Svo sezt hann í forsetasætið meðal okkar blaðamanna, banda ríski fulltrúinn, Arthur Dean. Hann hefur litinn formála á, en segir okkur bara að fara að spyrja sig. Dean kemur mér talsvert öðru vísi fyrir sjónir, en ég hafði í- myndað mér áður en ég kom á Genfar-ráðstefnuna. Ég hafði heyrt að hann væri einhver fremsti lögfræðingur Bandaríkj- anna og bjóst við að hann væri skarpur og snjall maður. En hann kemur mér fyrir sjónir, sem mjög góðlátlegur maður far- inn að nálgast sjötugsaldurinn, kinnamikill og virðist fremur stirt um mál og ekki reglulega skarpur eða fljótur að hugsa. Þegar hann talar við okkur grúf- ir hann sig fram yfir borðið, bog- inn í baki. Fyrst var hann spurður, hvað hann hefði meint með síðustu orðum sínum, um að Bandaríkin væru reiðubúin að ræða vanda- mál strandríkja sem væru mjög háð fiskveiðum. Dean svaraði því beint út, að með þessari setningu væri átt við vandamál íslendinga, sem væru algerlega einstæð i heiminum, þar sem 97% útflutnings þeirra væru sjávarafurðir. Kvað hann Bandaríkjamenn hafa átt fjölda margar viðræður við íslendinga út af þessu vandamáli. Það væri og staðreynd, að fiskurinn á ís- landsmiðum væri ekki nógur bæði fyrir heimamenn og útlend fiskiskip og því væri eðlilegt í þessu sérstaka dæmi að finna ein hverja lausn sem tryggði lífsaf- komu fslendinga. Við ætlum ekki að fara að verða neinir sáttasemjarar í deilu íslendinga og Breta, sagði Dean, og við höfum enga ákveðna til- lögu fram að leggja í málinu. En við munum sýna samúð hverri þeirri tillögu sem fram kemur til lausnar þessu sérstaka vanda- máli. Og við viljum sýna hjálp- semi við að leysa það. Þá var Dean spurður, hvort hann teldi þá, að fslendingar ættu vegna algerrar sérstöðu sinnar að fá yfirráð yfir fiskin- um jafnvel fyrir utan tólf mílur. Hann kvað það ekki hafa komið til tals. Óbreytt aðstaða! Ég spurði hann þá, hvort skilja mætti af ummælum hans nú, atf afstaða Bandaríkjamanna væri breytt síðan 1958, :n þá höfðu þau setið hjá þegar greitt var atkvæði um tillögu íslendinga varðandi sérstaka aðstöðu ríkja, sem eru mjög háð fiskveiðum. Hann kvað aðstöðu Bandaríkj- anna ekkert hafa breyzt, þau hefðu á síðustu ráðstefnu greitt atkvæði með tillögu Suður Af- ríku, og finnst mér, að ef þeir ætla ekki að sýna meiri samúð en fólst í tillögu Suður Afríku 1958, þá sé lítið gagn í þessum orðum. Sögulegu réttindin. Dean var þeirrar skoðunar, að vel mætti framkvæma tillögu hans um takmörkun á aflamagni fjarlægs veiðiríkis. Að vísu gæti verið erfitt að ákveða hve veiði- magnið hefði verið mikið á árun- um 1953—58 og einnig fram- kvæmd eftirlits, en það væri strandríkis og fjarlægs veiðiríkis, að koma sér saman um hvernig þessu skyldi hagað og taldi hann að þau hlytu að komast að slíku samkomulagi. Þá var Dean spurður, hvera vegna hann legði svo mikla áherzlu á varðveizlu hinna sögu- legu réttinda. Hann svaraði m. a.: Við tökum tillit til þess, að hin- ar fjarlægu veiðiþjóðir líta svo á að svæðið milli 6 og 12 mílna hafi verið opið haf og þær hafa stund- að veiðar þar frá ómunatíð. T. d. hafa Frakkar veitt við Ný- fundnaland næstum frá því á dögum Kolumbusar og sænskir og danskir fiskibátar hafa veitt í Norðursjónum við Englands- strendur næstum síðan á Víkinga tímum. Við Bandarikjamenn höf um líka hagsmuna að gæta, banda rískir fiskimenn hafa um langan aldur veitt við strendur Kanada og í Mexikóflóa. Og þessir al- mennu, óbreyttu fiskimenn, sem hafa lífsviðurværi sitt af fisk- veiði geta ekki skilið, að það sé neitt réttlæti í því, að þeir séu reknir formálalaust út. Hundruð milljóna dollara. Hvað eru hagsmunir Banda- ríkjamanna miklir af fiskveið- um við strendur Kanada og Mexikó? Ég get ekki sagt nákvæmlega um það. Það er erfitt að vita hvar hvaða fiskur er tekinn, en gæti trúað að aflaverðmæti bandariskra skipa við Kanada- strendur á lúðu, ýsu og laxi nemi nokkrum hundruðum milljóna dollara. Og rækjuveiðarnar f Mexikóflóa nema um 200 millj. dollara. Þar af munu um 70 milljón dollarar teknir milli 9 og 12 mílur frá ströndinni, en þar veiðist líka túnfiskur, bonita og „Guli Jack“. Mynduð þér til samkomulags vilja timabinda sögulegu rétt- indin til 10 ára. Ég hef ekkert sérstakt um þetta að segja. Hætta fyrir frjálsar siglingar. Hvers vegna eruð þið Banda** ríkjamenn á móti því, að land- helgi verði færð úf í 12 milur. Þarf það nokkuð að hindra frjála ar siglingar á höfunum, þar sem nú er vitað að kaupskip hafa rétt til meinlausrar siglingar um land helgi annarra ríkja? Það er að vísu rétt, svaraði Dean, að kaupskip eiga rétt til meinlausrar siglingar um land- helgi, en ef strandríkið er fjand- samlegt, þá hefur það rétt til aS setja lögreglutilskipanir um sigl- ingar í landhelginni og getur mis notað sér það til að setja á dul- búnar takmarkanir og hömlur, t. d. að ekki megi sigla í myrkri, ekki ef vindhraði er yfir ákveðið mark o. s. frv. Við Bandaríkja- menn munum aldrei sætta okkur við meira en 6 mílna landhelgi og ég er alveg viss um, að við höf- um atkvæði hér á ráðstefnunni til að stöðva frekari víkkun. Og Framh. á bs. 14, DEAN: Fiskimennirnir skilja ekki að það sé réttlæti, að þeir séu formálalaust reknör burt. DREW: Kærum okkur ekki um breiða land- helgi, heldur fiskveiðisvæði. Til- laga okkar um 6 plús 6 er sú réttlát- asta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.