Morgunblaðið - 06.04.1960, Side 3

Morgunblaðið - 06.04.1960, Side 3
Miðvikudagur 6. apríl 1960 MORGUNBLAÐIÐ 3 M L %& s. Cl II BORGIN Genf í Svisslandi, sem Islendingar horfa nú til me3 eftrivæntingu og kannski blandið nokkrum geig er gamall staður sögu og sagna. Með þessum myndum teknum úr lofti af borginni vill Mbl. bjóða lesandanum í skyndiför þangað suður éftir. Um þessar mundir er vorið að koma til borgarinnar, blómin eru að springa út í öllum skemmti- göðrum en bæði í suðri og norðri sjást snækrýnd fjöll, —• í norðri eru það Júra-fjöllin í suðri Alparnir með hinum snækrýnda konungi sínum Mont Blanc (sést hann þó sjaldan gegnum meginlands- móðuna). Genf er borg 200 þúsund íbúa. Hún hefur vaxið stórlega á síðustu áratugum og eru að- ems 65 þúsund íbúanna inn- fæddir Genfarborgarar. Um 100 þúsund eru aðfluttir úr öðrum héruðum Sviss, en 35 þúsund útlendingar búa í Genf. Stuttorðasta lýsingin á Genf er: Hún er frönsk mótmæl- endatrúarborg. í>að er tvennt sem hefur skapað henni gull- öld. Frönsku mótmælenda- trúarmennirnir, húgenottarn- ir, hinir iðnu og ágætu borgarar, sem flúðu þang- að frá Frakklandi á 17. öld og komu með úrsmíða- iðnaðinn. Hitt var að á síð ustu öld fór að tíðkast að alþjóðaráðstefnur væru haldnar í Genf og alþjóðafé- lagsskapir tóku sér bækistöð þar. Samtímis hófst hinn mikli ferðamannastraumur. Engin borg í heimi á eins mikið af fullkomnum gistihúsum og hvers kyns veitingahúsum. Genf er mesta „heimsborg" veraldarinnar, þótt íbúatalan sé aðeins 200 þús. Lítum fyrst á efri myndina, hinar mörgu brýr yfir Bhón- fljót. Genf stendur við vest- urenda Genfar-vatns, þar sem Rhóne-fljót fellur úr því og sýna örvarnar straumáttina. I>ar sem merkt er X fund- ust fyrir nokkrum áratugum leifar af byggð steinaldar- manna, sem reistu kofa sína á staurum úti á vatninu. Þar sem breiða brúin er neðst á myndinni hefur verið brú yfir Bhóne frá fornu fari Þar stöðvaði Sesar á sínum tíma framrás germanska þjóð- flokksins Helveta og braut niður brúna. Helvetar urðu kyrrir norðan ár og eru Sjnss- lendingar niðjar þeirra. Rómverjar byggðu síðar af virkisveggjum, sums staðar 10 mannhæða háum. Franska byltingin breiddist út til Genf og varð borgin þá loksins sjálf krafa hluti af franska lýðveld- inu og fór Napoleon í gegnum hana á herferð sinni til Italíu. Eftir fall Napoleons gekk borgarinnar, mittámilli gömlu og nýju borgarinnar og þegar mannfjöldinn æðir yfir hana gangandi og á rennandi hjól- um blasir Rousseau styttan við. Nokkru fjær sést hinn frægi gosbrunnur Genfar, öllum nýja brú og stofnuðu verzl- unarborg sunnan árinnar, hægra megin á myndinni. Þar stendur hin gamla Genf. Á miðöldum var róstusamt í Genf og geisuðu sífelldar styrjaldir. Lítið á , ,Eyjuna“ neðst á myndinni. I henni var kastali hertoga sem oft herjaði á borgina handan 20 metra breiðrar árkvíslar. Genfar-búar stofnuðu sjálf- stætt borgríki á miðöldum og tóku upp mótmælendatrú. Tókst þeim að standast ásókn Frakkakonunga og Savoyen hertoga. Ekki var það átaka- laust, heldur geisuðu stöðugar styrjaldir og alls staðar í gömlu borginni að finna leifar Genfarborg og héruðin I kring loks í svissneska sambandið. Einn af frægustu sonum Genfar var byltingar-heim- spekingurinn Jean Jacques Rousseau. Á síðustu öld vildu aðdáendur hans reisa honum myndastyttu. En kirkjuvaldið var ekki hrifið af Rousseau og lét setja höggmyndina út í af- skekkta smáeyju sem sést á miðri mynd. En síðan hafa orðið miklar breytingar á Genf. Nýja, -al- þjóðlega borgin hefur risið upp á norðurbakkanum, vinstra megin á myndinni og hin mikla Mont Blanc brú hef- ur verið lögð þarna. Hún er nú hinn eiginlegi miðpunktur ☆ ógleymanlegur, sem hann sjá. Það er 150 metra há vatns- súla oft umvafin marglitum regnboga. Þá skulum vð aðeins líta á hina myndina. Þar sést Mont Blanc brúin líka og straumátt Rhone-fljótsins til samanburð ar við fyrri myndina. 1 nær- sýn er gamla borgin með dóm kirkjunni. Athugið Four-torg- ið. (Nafnið er afbökun á róm- verska Forum). 1 kringum þetta torg eru margar elztu og frægustu krár borgarinnar og næturklúbbar með strípl- sýn- ingum. Þar sem merktur er bókstafurirm E eru skammt frá hvort öðru húsið þar sem trúarleiðtoginn Kalvin bjó og þar sem trúleysinginn Rous- saau fæddist. Og svo skulum við horfa hinu megin við ána. Þar eru hinir íslenzku sögustaðir Genf ar-borgar. Bókstafurinn A: Hótel Beau Rivage, — þar búa hinir illu andstæðingar vorir John Hare ráðherra Breta og fylgdarlið. Bókstafurinn B: Hotel Riohmond þar býr Jón Jónsson fiskifræðingur, Hild- ur Kalman, ritari nefndarinn- ar og Jón Magnússon frétta- stjóri. Bókstafurinn C: Hotel Bergue (Mállýzkuafbökun á Barque sem þýðir Bátur.f Þar býr Hermann. Aðeins vantar á svolítinn spöl til þess að mynd in nái Hotel Rhone, bókstafur D:, en þar búa ráðherrarnir Bjarni og Guðmundur, Hans Andersen og Helgi Briem. Uppi í nýju borginni, þar sem merkt er F er járnbrautar- stöðin og beint, á móti henni, býr fréttamaður Mbl. á Hotel Bali. I baksýn sér svo að lokum á hina miklu hvítu höll þjóða- bandalagsins. Ég veit, að menn bíða heima á íslandi, eftir því sem þar gerist. Þ. Th. m' tm STAK81 EiHAH Þvættin^ur um undanhald í Reykjavíkurbréfi blaðsins sl. sunnudag var varað við orðháks- hætti og sleggjudómum í umræð- um íslenzkra blaða um alþjóða- mál. Jafnframt var á það bent, að við yrðum að gera okkur það ljóst, að við erum ekki einir í heiminum og öðrum þjóðum er farið eins og okkur sjálfum, að þær líta á málin frá sínum eigin sjónarhól. Þetta telur Tíminn í forystu- grein í gær vott um það að verið sé að undirbúa „undanhald“ af hálfu Islendinga í landhelgis- máiinu. Hefur annar eins þvætt- ingur nokkurn tíma heyrzt? í Reykjavíkurbréfinu er þvert á móti hvatt til órofa samheldni íslendinga um málið. Við, sem heima bíðum I Reykjavíkurbréfinu er vakin athygli á því að veður öll séu vá- lynd á Genfarráðstefnunni og erfitt að spá um endalokin. öll íslenzka þjóðin fylgist með störf um ráðstefnunnar og enginn dreg ur í efa að íslenzka sendinefndin muni halda eins vel á málstað okkar og frekast er kostur. Síðan er komizt að orði á þessa leið í Reykjavíkiurbréfinu: „Við sem heima bíðum getum lítið gagn gert annað en undir- strikað samhug okkar. En við getum hugsanlega gert það ó- gagn, sem riðið gæti baggamun- inn.Vonandi er að enginn íslend ingur vildi verða til þess vilj andi að valda þjóðinni slíkri ó- gæfu, þó að óneitanlega valdi það ugg að kommúnistar virðast enn leggja á það mikla áherzlu að blanda kröfum okkar um fisk veiðitakmörk inn í óskylda deilu stórveldanna um víðáttu sjálfrar landhelginnar, sem einkum er hernaðarlegs eðlis“. Á þetta ber enn að leggja meg ináherzlu. Við, sem heima erum verðum að sýna órofa samheldni. Samheldnin í þessu stóra máli hehur verið eitt okkar sterkasta vopn. Sá ,sem rýfur hana, vinn- ur vont verk. Það ætti sá, sem ritað hefur forystugrein Tímans í gær að gera sér ljóst, fyrr en síðar. Kommúnistablaðið ætti einnig I að minnast þess að flokkur þess hefur síður en svo hagnazt af til- | raunum hans til að gera landhelg ismálið hér heima fyrir að póli- ! tísku bitbeini. Áróðurinn frá seinustu kosningum Fyrir síðutu kosningar þeystu kommúnistar um landið og U reyndu að telja íslendingum trú (| um það, að allir væru reiðubún- ir til þess að „svíkja“ í landhelg ismálinu nema kommúnistaflokk urinn. Á þessum svikabrigzlum héldu kommúnistar að þeir mundu auka fylgi sitt og traust. En þeim skjátlaðist þar hrapal- lega. Almenningur í landinu hafði skömm og fyrirlitningu á slíkum málflutningi. Fólkið vissi að allir stjórnmálaflokkar höfðu ( einlægan áliuga fyrir sigri hins íslenzka málstaðar. Það vissi líka að eining þjóðarinnar í málinu var lífsnauðsynleg, ef hún vildi gera sér minnstu vonir um sigur. Það er þess vegna fáheyrð heimska og ábyrgðarleysi, sem lýsir sér í þvi, þegar Tíminn og Þjóðviljinn hefja nú svikabrigzl- in að nýju, einmitt þegar Gen- farráðstefnan er að ná hámarki sínu. Eina afsökun þessara blaða fyrir slíkiu framferði er sú, að þeir geri sér ekki ljóst, hversu , hættulega flónsku þeir eru að n fremja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.