Morgunblaðið - 06.04.1960, Side 4

Morgunblaðið - 06.04.1960, Side 4
4 Vinna Ungur reglusamur maður óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina. Hef bíl- próf. Tilb. sendist Mbl., merkt. „Vinna — 3009“. íbúð til sölu er ný 4ra herb. íbúð milliliðalaust. Góð lán á- hvílandi. Tilb. sendist Mbl., merkt: „Nýtízku íbúð — 3008“. — Hitavatnsdunkur til sölu á Laugateig 18. — Sími 32706. — Keflavík Barnavagn til sölu. — Upp lýsingar í síma 2372. Bílleyfi fyrir Vestur-Þýzkaland til sölu. Tilb. sendist afgr. Mbl fyrir 8. þ.m., merkt „Leyfi — 3010“. Stúlka óskast strax að Barnaheimilinu Skála- tún, Mosfellssveit. — Upp- lýsingar gefur forstöðukon an í síma um Brúarland. Timbur til sölu Mjög gott, notað mótatimb ur til sölu. Upplýsingar í síma 33595. „Hoover-matic“ Ný Hoover þvottavél er þvær, sýður og hálf-þurrk- ar, til sölu. — Upplýsing- ar í síma 35110. Vatnabátur Til sölu er Glass Fiber vatnabátur, ásamt utan- borðsmótor. Uppl. í sima 13095, milli kl. 7 og 8 í kvöld. — Húshjálp óskast um mánaðartíma, á lítið heimili í Vesturbænum. — Gott kaup. Upplýsingar í sima 16970. Kvengullúr tapaðist í Miðbænum s.l. laugar- dagskvölddagskvöld. Finn- andi hringi í síma 1-88-24. Fundarlaun. Pípulagningamaður eða maður, vanur pípulögn um óskast. Upplýsingar x síma 34055. Barnavagn Nýlegur barnavagn til sölu Káagerði 53. Tvær stúlkur óska að komast sem kokk- ar á góðan síldarbát, í sum . ar. — Upplýsingar í síma 34292. — Góð smurbrauðsdama óskast. — Upplýsingar í síma 19155, til kl. 1 á dag inn. — MORGVJSBL 4ÐIO Miðvíkudagur 6. aprít 1960 's' f dag er miðvikudagurinn 6. apríl, 97. dagur ársins. Árdegisflæði er kl. 01.06. Síðdegisflæði kl. 13.53. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringmn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 15030. Vikuna 2.—8. apríl verður nætur- vörður í Reykjavíkurapóteki. Sömu- viku er næturlæknir í Hafnarfirði Kristján Jóhannesson,. — Sími 50056. Ljósastofa Hvítabandsins Fornhaga 8 er opin fyrir börn og fullorðna alla virka daga kl. 2—5 e.h. □ Gimli 5960477. — 1 Fr. 5960467 — VII. — Frl. I.O.O.F. 7 =s 140368 Vz = Spilakv. - M E S S U R - Dómkirkjan: föstumessa kl. 8,30. Sr. Oskar J. Þorláksson. Hallgrímskirkja: Föstumessa kl. 8,30. Sr. Sigurjón Þ. Arnason. Laugarneskirkja: Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Sr. Garðar Svafarsson. Fríkirkjan: Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Sr. Þorsteinn Björnsson. Langholtsbúar: Hinn árlegi bazar kvenfélagsins verður 1 maí. Styðjið gott málefni. — Nefndin. Marzhefti Kirkjuritsins er komið út. Efni þess er m.a. Viðtal við Pétur Ottesen, fyrrv. alþingismann. grein um Samvinnu presta og lækna, Pistl- ar og Deilan um kvenprestana í Sví- þjóð. Ritstjóri Kirkjuritsins er séra Gunnar Arnason. Kvenfélag Lágafellssóknar: Fundur verður haldinn að Hlégarði fimmtu- daginn 7. þ.m. kl. 3 e.h. Kvenfélag Hailgrímskirkju heldur aðalfund sinn kl. 3 í dag í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, áríðandi félagsmál. Kaffidrykkja. Félagskonur fjölmennið. Bezt er að brenna gamlan við, ríða gömlum hestum, lesa gamlar bækur, drekka gömul vín og treysta gömlum vinum. — Wright. Að gera auðveldlega það sem mönn- um finnst erfitt, er hæfileiki, en að gera það ,sem hæfileikamenn ekki geta, er snilli. — Amiel. Borgfirðingafélagið heldur spila- kvöld fimmtudaginn 7. þ.m. kl. 21 stundvíslega í Skátaheimilinu. Húsið opnað kl. 20.15. Kvenfélag Njarðvíkur: Fundur á fimmtudagskvöld, kl. 8,30. Bazar verður haldinn á vegum Ljós mæörafélagsins í Skátaheimilinu við Snorrabraut 14. maí n.k. Ljósmæður og aðrir velunnarar félagsins snúi sér vinsamlegast með muni fyrir 6. maí til Jóhönnu Friðriksdóttur, ljósmóð- ur, að Barónsstíg 63 og Guðrúnar Magnúsdóttur, yfirljósmóður á fæðing ardeildinni, Dýrfinnu Sigurjónsdótt- ir, Sogavegi 194 og Jóhönnu Hrafn- fjörð, Hlíðarveg 4, Kópavogi. 1 2, ?— ■ G ■ ? t 9 10 ■ n _ B m " m • /fc i? ■ H J SKÝRINGAR: — Lárétt: — 1 skyldmenni — 6 1 áttina að — 7 barnið — 10 vökvi — 11 skartgripur — 12 tveir eins — 14 fangamark — 15 heilan — 18 sker. Lóðrétt: — 1 kuldi — 2 alltaf — 3 óþverri — 4 óþverri — 5 gróð- ur — 8 blautan — 9 skíri — 13 maður — 16 ósamstæðir — 17 til. Lausn síðustu krossgátu: Lárétt: — 1 staflar — 6 til — 7 óvitann — 10 soð — 11 men — 12 tt — 14 fi — 15 allan — 18 sneiðir. Lóðrétt: — 1 frost — 2 ætíð — 3 nit — 4 klám — 5 runni — 8 votan — 9 nefni — 13 Öli — 16 le — 17 að. Guðmundur Jónasson, hinn landskunni f jallabílstjóri, — hyggst gangast fyrir hópferð í Ör æfin um páskana. Fréttamaður Mbl. bað Guð- mund að segja eitthvað frá ferða áætluninni. — Við leggjum upp frá BSR kl. 9 á skírdagsmorgunn, svar- aði Guðmundur, og verður ekið sem leið liggur austur að Kirkju bæjarklaustri. Er sú leið 285 km löng. Á Klaustri verður gist í félagsheimilinu, nýju, vistlegu húsi. Föstudaginn langa verður ' haldið um Síðu, Fljótshverfi og Skeiðarársand, og er hugmynd- in að fara þann dag inn í Bæj- arstaðaskóg, ef veður leyfir. — Þangað fór ég í fyrsta sinn með farþega fyrir þrem árum. Um Skciðarársand er einungis unnt að fara á þessum tíma árs, þeg- ar lítið er í vötnunum, en aðal- farartálminn nú er Gígjukvísl. Þó er leiðin mun greiðfærari 1 nú en áður, enda hefur jafnvel Við ellina er illt að kljást, og eins við heiminn og til hvers var að vera glíminn hann vinnur svona á öllum, Tíminn. Stirður nú við staf ég geng, og styðst á hestinn, kreppt er vinstri Valaburstin, vantar minni Brönuguslinn. Vikum saman varla sjást á vörum brosin .vonarljóra vefur ísinn, vikin er frá mér kvæðadísin. Elli stígur yfir mig og allur fjandinn, þyngjast tekur létta lundin, leið er mér hver æfistundin. (Páll Olafsson: Ellin.) verið farið með veghefil í Ör- æfin. Um kvöldið verður haldið að Ilofi og gist þar í samkomu- húsi Öræfinga. Er þessi leið frá Kirkjubæjarklaustri um 95 km. Á laugardaginn verður engin langkeyrsla, heldur yrði senni- lega ekið austur að Jökulsá á Breiðamerkursandi og þá jafn- vel farið út í Ingólfshöfða. Nú, ef einhverjir fjallagarpar verða með í förinni er Öræfa- jökullinn fyrir hendi. Allt er þetta þó komið undir veðri og öðrum aðstæðum. — Landslagið þarna er nvjög hrika legt og stórbrotið og undir jökl- inum er sízt kaldara én hér fyrir sunnan. t — Hvað verða margir bílar í förinni? — Það er ekki ennþá ráðið, fer eftir aðsókninni. Væri mjög æskilegt að fólk tæki ákvörð- un um þátttöku, sem allra fyrst vegna bílanna og ýmiss konar fyrirgreiðslu. Við verðum með trausta bíla, sem ætlaðir eru fyrir óvegi og bílstjórarnir þaul- vanir. — Hvað um matinn, hefur fólk hann með sér? — Já, svo verður að vera í þetta sinn, en við höfum með okkur þjóðfrægan ferðakokk, sem annast eldamennsku fyrir ferðalangana. — Hvenær verður næsta lang- ferð hjá ykkur? — Um Hvítasunnuna verður farið að Hagavatni og á Snæ- fellsnes, en við munum fara skemmri ferðif næstu helgar. — Er langt síðan þú hófst fjalla ferðir? — Þegar fyrir 30 árum fór ég á venjulegum Fordbílum um f jallavegi. — Voru ekki vegirnir hræði- legir í þá daga? — Jú, víst voru þeir það, þá þótti sæmilegasti gangur að komast yfir Holtavörðuheiðina á þremur tímum. 1931—32 byrj- aði ég með snjóbíl fyrir Vega- gerðina, en það varð skamm- vinnt, því að bílarnir vildu bila, og þá var erfitt að fá varahluti. En eftir 1949 fékk ég Bombard- er snjóbíl frá Kanada. Gömlu snjóbílarnir sem komu hér 1930 voru franskir og fyrst og fremst ætlaðir sem eyðimerkurbílar. — Hefurðu ekki farið geysi- legar vegalengdir á þessum ár- um? — Jú, það hef ég reyndar. Hef t.d. farið hér á annað þúsund km í einni ferð um þveran og endilangan Vatnajökul, og lengst verið á jöklinum í 39 daga í einu. JÚMBÖ Saga barnanna ur þú kannski numin á brott af sjó- ræningjum — en þá kem ég og frelsa þig! sagði Júmbó. — Þakka þér fyrir, sagði Mikkí, — og bú skalt fá verð- laun fyrir það. Og svo festi hún blóm á brjóstið á Júmbó. Júmbó fylgdi Mikkí alveg heim til hennar. — Vertu bless, Mikkí — og þakka þér fyrir blómið. — Bless, Júmbó, svaraði Mikkí, — og þakka þér fyrir samveruna í dag. — Síðan hélt Júmbó litli heim á leið, og hann var mjög hreykinn af blóminu frá Mikkí. Daginn eftir átti að vera náttúru- fræði í skólanum. Krakkarnir áttu að læra um manninn En herra Leó sagði ,að það gæti vel beðið þangað til seinna — nú skvldu þau fara sam- an í smá-ferðalag, t. d. út í skóg. Það gæti líka orðið lærdómsríkt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.