Morgunblaðið - 06.04.1960, Page 11
Miðvikudagur 6. apríl 1960
MORGVNBLAÐIÐ
11
0 0 * # + + m m + + + ** + + *#» + » » 0 m i * tt 0 » * # # *■+■.* » 0 0 & 0 *
Séð yfir Vestmannaeyjakaupstað.
>g sjálfsagt margra annarra
syggðarlaga á landinu, er raf-
nagnsmálið. í dag eru hér ein
angis dieselvélar til rafmagns
framleiðslu og þá aðeins til
aeimilisnota. Hver fiskverk-
jnarstöð verður auk þess að
íiafa sína eigin rafstöð. Fyrir-
lugað er að kaupa eina véla-
samstæðu í viðbót. Auk þess
íefur okkur svo verið lofað
rafstreng úr landi.
Rætt við yfirvélstjóra
í þessu sambandi bregðum
við okkur til ísleifs Magnús-
sonar, yfirvélstjóra rafstöðv-
arinnar í Vestmannaeyjum, og
leggjum fyrir hann örfáar
spurningar. Hann kveður raf-
aiagnsframleiðsluna í Eyjum
nafa riumið 5 millj. kw. á sl.
ári. Vélasamstæður stöðvar-
innar eru þrjár, ca. 1200 hö.
nver. Segja má að þetta nægi
íil ljósa og eldunar, þegar
;kkert kemur fyrir. Það hefur
Jm langan tíma verið ósk Vest
nanniyinga, að rafstrengur
ræri lagður yfir sundið frá
landi. Árið 1946 gerði enskt
fyrirtæki tilboð um gerð á
slíkum streng og kostaði hann
þá 900 þús. kr. Að sjálfsögðu
verður verð hans margfalt við
það nú. 1936 var rafmagns-
notkunin í Vestmannaeyjum
28ö þús. kw. en eins og fyrr
segir er hún nú orðin 5 millj.
og er þó ekkert samanborið
við það, sem gæti verið, ef
nægilegt rafmagn væri fyrir
hendi. Fullvíst má telja, segir
ísleifur, að bærinn mundi nota
a. m. k. 20 millj. kw. á ári og
jafnvel enn meira, ef menn
ættu kost á nægu rafmagni til
allra framkvæmda.
ísleifur bendir á það, að
marga mundi fýsa að koma
upp hitunarkerfi fyrir hejl
íbúðarhverfi. Mundi þá vatni
safnað í stóra geyma og það
hitað upp með næ'túrrafmagni
og í hverri hitunarstöð mætti
svo hafa olíukyntan ketil til
vara.
Að síðustu benti ísleifur á
það, að í opinberum skýrslum
Rafmagnsveitna ríkisins væri
rafmagn langdýrast hér í Vest
mannaeyjum eða 21 eyri dýr-
ara kwt. en frá ríkisveitum.
Dugandi fólk
Við Ársæll Sveinsson ræð-
um að síðustu um ýmsar fram-
kvæmdir einstaklinga í Vest-
mannaeyjum. Ársæll kveður
Vestmannaeyinga yfir höfuð
mjög duglegt og athafnasamt
fólk, sem mikið vill leggja á
sig til að komast til sjálfs-
bjargar eða bjargálna. Strax
og unga fólkið hefur fest ráð
sitt, fer það að hugsa til þess
að byggja yfir sig. Sjómenn-
irnir nota hausttímann til
þessarar byggingarvinnu. Fjöl
skyldur og vinir hjálpast að
því að koma húsinu upp.
Fáir hafa fallið á því að
vera bjartsýnir á framtíðina
hér í Eyjum. Þótt unga fólkið
hafi byrjað að búa við lítil
efni og erfiðlega hafi gengið
að klífa bröttustu hjallana í
fyrstu, hafa aðrir oft og ein-
att verið reiðubúnir til þess
að hlaupa undir bagga og
hjálpa, þegar sá, er í vand-
ræðunum hefur staðið, hefur
sýnt að hann hefur búið yfir
manndómi og einlægri sjálfs-
bjargarviðleitni.
Ailir höfum við rekið okkur á
— Ungi maðurinn verður að
reka sig á. Það höfum við all-
ir gert. En stundum getur á-
reksturinn orðið svo harður,
að hann standist hann ekki.
Og þá er það sem samborgárar
og meðbræður verða að
hlaupa undir bagga, segir Ár-
sæll.
Það er reyndar mjög lítið
um að unga fólkið flytjist héð-
an á brott. Hitt hefur aftur
á móti skeð á undanförnum
árum, að hingað hafa flutzt
árlega 1—200 manns.
— Við Vestmannaeyingar
erum leiguliðar ríkisins og
verðum árlega að greiða því
háar fjárhæðir í leigugjöld.
Nú er hins vegar ætlunin að
reyna að fá Eyjamar keyptar
fyrir kaupstaðinn. Okkur
finnst það í rauninni nokkuð
hart að bæjarfélagið leggur í
allan kostnað og framkvæmd-
ir hér og því finnst okkur
eðlilegt að við eigum land það
sjálfir er við byggjum.
Við kveðjum nú Ársæl
Sveinsson, þennan aldur-
hnigna sómamann, sem með
eigin höndum hefur unnið sig
í tölu mikilla áhrifa- og at-
hafnamanna þar í Vestmanna-
eyjum og sem er virðulegur
fulltrúi þeirra manna, sem
hvað hörðustum höndum hafa
orðið að sækja lífsbjörgina í
greipar Ægis, sem jafnan hef-
ur verið þeim gjöfull, en að-
eins atorkumönnum hefur
tjáð að etja kappi við. Látum
við svo lokið Vestmannaeyja-
þáttum að sinni.
vig.
Félají íslenzkra
búfræðikandidata
AÐALFUNDUR í Félagi ís-
lenzkra búfræðikandidata var
haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna
í Reykjavík laugardaginn og
sunnudaginn 12. til 13. marz sl.
Á fundinum fóru fram venjuleg
aðalfundarstörf, en auk þeirra
voru flutt þar tvö erindi. Hið
fyrra flutti Pétur Gunnarsson til-
raunastjóri og fjallaði það um
nýjustu tækni við verkun fóðurs.
Hið síðara flutti Stefán Aðal-
steinsson búfjárfræðingur og
fjallaði það um aðferðir við að
meta kynbótagildi búfjár.
Á síðasta starfsári voru haldn-
ir þrír fundir í félaginu, en á
fundum hafa alls .verið flútt 5
erindi um ýmiskonar efni, varð-
andi iandbúnað.
Á vegum félagsins hafa farið
fram athuganir á því hvort að
hægt væri að færa leiðbeininga
þjónustu landbúnaðarins í meira
fasimótað form en nú er. Um
þetta mál hafa orðið miklar um-
ræður innan félagsins.
Tilgangur félagsins er að auka
faglega þekkingu félagsmanna og
annarra sem að landbúnaði
vinna. Einnig er er markmið
félagsins að standa vörð um hags
munamál félagsmanna.
í félaginu eru nú 72 félagsmenn
en flestir þeirra starfa að leið-
beiningarstörfum innan landbún-
aðarins.
Stjórn félagsins er kosin til
Til vinstri er hinn viðurkenndi hafnsögumaður Vcstmanna- eins árs í senn. Hana skipa nú:
eyja, Jón I. Sigurösson, að leiðbeina skipi til hafnar. Ölafur E. Stefánsson formaður,
Magnús Öskarsson féhirðir og
Kristjón Jónsson ritari.
Grmdvíkmgar
Morgunblaðið óskar eftir útsölumanni til að ann-
ast dreifingu á blaðinu í Grindavík frá 1. maí n.k.
Upplýsingar gefur hr. Óskar Guðmundssor, Hraun-
hamri, Grindavik.
Sparsfjáreigendur
Get ávaxtað peninga yðar til lengri og skemmri tíma
með ríflegum vöxtum og öruggum tryggingum. Þeir,
sem hafa áhuga á þessu, leggi nöfn og heimilisfang
ásamt nánari upplýsingum inn á afgr. Mbl. merkt:
„Vextir — 3106“, fyrir n.k. föstudagskvöld.
50 tonna bátur til sölu
Báturinn er smíðaður 1946 með 260 hestafla Buda-
dieselvél. Bátur og vél í toppstandi. Þetta er einn af
toppbátum fiskiflotans.
F ASTEIGN AS ALA
Áka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar
Sölum. Ólafur Ásgeirsson
Laugaveg 27 sími 14226 og frá 19—20,30
34087
Keflavík — Suðurnes
Til sölu er 160 ferm. hæð, sem nú er notuð sem
verzlunar- og iðnaðarhúsnæði. — Mögulegt er að
hæðin seljist veðbandslaus og í tvennu lagi.. Staður-
inn er hornlóð á einum bezta stað í bænum.
FASTEIGNASALA SUÐURNESJA
Símar 1881 og 1703
Skrifstofustúlku
vantar oss nú þegar eða eigi síðar en 1. maí. Góð
dönsku og ensku kunnátta svo og vélritunarkunnátta
er nauðsynleg. Gott kaup. Tilboð sendist oss hið
fyrsta ásamt upplýsingum um fyrri störf og með-
mælum ef til eru.
Innkaupasamband bóksala h.f.
Brautarholti 16 — Reykjavík.
Keflavík
Til sölu:
Lítil íbúð við Aðalgötu. Fokheld 116 ferm., einnar
hæðar íbúðarhús við Vesturgötu.
6 herb. íbúð við Miðtún
4 herb. íbúð við Sólvallagötu, Faxabraut, Hólabraut
og víðar.
EIGNASAL AN
Símar 2094 og 2049.
Lögtaksursknrðnr
Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans í Hafnarfirði,
úrskurðast hér með lögtak fyrir útsvörum til Hafn-
arfjarðarkaupstaðar, sem greiða ber fyrirfram árið
1960 hjá þeiin gjaldendum, sem eigi hafa greitt að
fullu útsvarshluta þá er í gjalddaga féllu 1. marz og
1. apríl sl. — Lögtökin verða framkvæmd að 8 dög-
um liðnum frá dagsetningu úrskurðar þessa, ef ekki
verða gerð skil fyrir þann tíma.
Bæjarfógetinn # Hafnarfirði
4. apríl 1960.
Jón Finnsson
■if 0 0'0^0"0, W 0' * «>.: