Morgunblaðið - 06.04.1960, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.04.1960, Qupperneq 12
12 MORCVNRLAÐ1Ð Miðvik'udagur B. apríl 1960 0r0l$MlrfW>it3* TTtg.: H.f Arvabur Reykjavíb Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. UTAN UR HEiMI AUÐHRINGURINN KVARTAR ¥ FRUMVARPI ríkisstjórn- arinnar um útsvörin er það nýmæli að ætlazt er til að numin verði úr gildi þau úr- eltu og ranglátu ákvæði, sem t. d. hafa haft það í för með sér að Samband íslenzkra samvinnufélaga er algerlega útsvarsfrjálst í Reykjavík. Með frumvarpinu er lagt til, að þetta lar.gsamlega auðug- asta fyrirtæki landsins, og raunar eini auðhringurinn hér á landi, skuli sitja við sama borð og aðrir, að því er snertir álagningu veltuút- svars. Öllum almenningi mun finnast þetta eðlileg, sann- gjörn og sjálfsögð ráðstöfun. — Útsvarsfrelsi auðhringsins hefur haft þær afleiðingar að almenningur í tveimur stærstu bæjum landsins, þar sem SÍS hefur aðallega rekst- ur sinn, Reykjavík og Akur- eyri, hefur orðið að greiða allverulegá hærra útsvar. Reka upp óp En ekki hefur frumvarpið nm afnám þessa ranglætis fyrr litið dagsins ljós á Alþingi en að verjendur auðhringsins, Framsóknarmennirnir, reka upp heróp og ráðast með of- forsi gegn umbótatillögunum. Enn sem fyrr halda Fram- sóknarmenn því fram að það sé ranglátt að láta SÍS sitja við sama borð og aðra lands- menn. Það á ekki að borga útsvar, segja Framsóknar- mennirnir, vegna þess að samvinnuhugsjónin er fögur og göfug hugsjón. En getur það verið að hugsjón, sem er göfug og fögur, krefjist for- réttinda handa einstökum hópi manna í þjóðfélaginu og ranglætis gagnvart öllum almenningi? Nei, samvinnustefnan á vissulega fullan rétt á sér. Félagsverzlun á að vera jafnrétthá og einkaverzlun, en hún á heldur ekki að vera rétthærri. Varalið Framsóknar Það hefur vakið nokkra athygli að kommúnistar hafa gerzt nokkurskonar varalið Framsóknarmanna í barátt- unni fyrir forréttindum auð- hringsins. Leiðtogar komm- únista hafa haldið rokna ræð- ur á Alþingi, þar sem þeir berjast fyrir því að SÍS haldi útsvarsfrelsi sínu. Þetta gera kommúnistar þrátt fyrir það, að þeir vita ofurvel að út- svarsfrelsi SÍS hefur haft í för með sér hækkun útsvara á almenningi í Reykjavík, á Akureyri og víðar um land. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að óbreytt ir liðsmenn kommúnista- flokksins kunna leiðtogum sínum litlar þakkir fyrir þetta framferði. Yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar gerir sér það ljóst, að Fram- sóknarmenn eru að berjast fyrir málstað ranglætisins, þegar þeir snúast gegn því að auðugasta fyrirtæki landsins verði látið sitja við sama borð og aðrir. \ „Kastali Hamletsu ÁBURÐARSALAN — Krónborcjar- kastali við Eyr- arsund er að falli kominn KRÓNBORGARKASTALI í Danmörku — sem víða gengur undir nafninu „kast- ali Hamlets“ (sbr. hið fræga leikrit Shakespeares) — ger- ist nú allhrörlegur, og telja menn jafnvel hættu á því, að eyðileggingin vofi yfir hon- um, ef ekki er gripið til „bjargráða“ í tíma. Danska að hægt væri að hefjast handa um hinar allra nauðsynlegustu viðgerðir, sem ekki eru taldar þola bið. Veggir kastalans hafa veðrazt mjög í vindum aldanna — og byggingafræðingar segja, að víða liggi steinarnir svo að segja laus ir í veggjunum. — Turnarnir, þökin og skreytingar ýmsar þurfa líka mjög viðgerðar við. — Inni í kastalagarðinum má sjá hálfs metra langa hleðslusteina, sem í'allið hafa úr veggjunum, liggja á víð og dreif — og má því segja, að ferðamenn, sem mjög sækja kastalann heim, hafi ver- ið þar í talsveðri hættu, en eng- in slys munu þó hafa orðið þar. — Eigi alls fyrir löngu var bann- DÍKISSTJÓRNIN hefur fyr- ir skömmu lagt fram á Alþingi frumvarp um að leggja niður Áburðarsölu rík- isins. Er hér um að ræða af- nám ríkiseinkasölu, sem var gersamlega gagnslaus og þýð- ingarlaus. Áburðarverksmiðj- unni verður nú falinn inn- flutningur á þeim erlenda áburði, sem nauðsynlegt er að flytja inn til landsins, enda selji hún hann á kostnaðar- verði, sem háð er samþykki landbúnaðarráðherra. Hagkvæmari skipan Þessi nýja skipan stefnir fyrst og fremst að því að koma hagkvæmara og ódýr- ara fyrirkomulagi en verið hefur á verzlun með til- búinn áburð. í greinargerð frumvarpsins segir frá því að á sl. ári hafi bændur varið um 80 millj. kr. til kaupa á þessari vöru. Þykir ástæðu- laust að láta sérstakt ríkis- fyrirtæki vera millilið um sölu framleiðsluvara Áburð- arverksmiðjunnar hf. og því síður ástæða til að halda slíku fyrirtæki við til þess eins að flytja inn áburð. Framvegis verður þann- ig verzlun með tilbúinn áburð öll hjá Áburðarverk- smiðjunni. Er þetta nýja fyrirkomulag áreiðanlega til bóta frá því sem áður var. — stjórnin hefur nú líka gert ráðstafanir til þess að bjarga þessum fræga og minjaríka kastala frá hruni og lagt fram allmikið fé í því skyni. — ★ — Krónborgarkastali, sem um aldir hefir risið sem traustur vörður á Helsingjaeyri við Eyrarsund ,um 580 km fyrir norðan Kaupm,- höfn, má teljast meðal dýrmæt- ustu þjóðarminja Dana — og hann er frægur víða um lönd, ekki sízt vegna þess, að Shake- speare notaði hann sem „svið“ fyrir leikrit sitt, „Hamlet“. — Kastalinn er eitt það fyrsta, sem margur ferðamaðurinn sér af Danmörku, þegar siglt er úr Kattegat inn í Eyrarsund. • Ferðamenn í hættu En nú er tímans tönn farin að setja mjög mörk sín á þessa virðu legu, gömlu höll með turnunum fjórum og grænu koparþökunum. — Þegar danska stjórnin hafði kynnt sér skýrslu um ástand kastalans, ákvað hún að leggja fram 220 þús. króna fjárveitingu (um 1,2 millj. ísl. kr.f til þer ÞAÐ er eins og að hverfa aftur i fortíðina að ganga um Krón- borgarkastala — minningar sög- unnar vaka þar við hvert fótmál. — Hér sjást tvær fornfálegar „kanónur“ hins gamla virkis. aður aðgangur að hinum „hættu- legustu" hlutum kastalans. — ★ — Einnig hefir nú varðturninum verið lokað, en þangað sóttu gestir mjög, enda er þaðan hið ágætasta útsýni yfir sundið og til strandar Svíþjóðar. Verður KRONBORGARKASTALI. — Þessi mynd af „kastala Hamlets“ er tekin úr lofti, og sér að nokkru inn í garð inn, þar sem Hamletsýning- arnar fóru fram á árunum. — Krónborg hefir borið þennan svip meira en þrjár aldir, en fyrsti kastalinn á þessum stað var reistur á 12. öld — og var lengi vel nefndur „Krogen“. turninn ekki opnaður á ný fyrr en viðgerð er lokið. — Fyrir neð- an seytlar sjórinn gegnum „elli- hruma“ virkisveggi kastalans. • Bezta „beitan“ Danska stjórnin gerir sér það vel ljóst, að það er fyllilega ó- maksins vert að leggja í nokkurn kostnað til þess að halda Krón- borgarkastala við. Hann er senni- lega, ásamt Tívolí-garðinum, bezta „beitan" fyrir ferðamenn, sem Danmörk hefir upp á að bjóða. En auk þess er kastalinn nátengdur sögu Danmerkur á ýmsum tímum. — Fyrst var reist- ur kastali á þessum stað á 15. öld. Var það Eiríkur af Pomm- ern, sem fyrir því stóð. Frið- rik konungur I. lét síðan reisa nýjan kastala frá grunni á sama stað á árunum 1574—1585. Hann skemmdist mjög af eldi nær hálfri öld síðar, eða 1629, en var fljótlega endurbyggður. — Kastalinn er í mjög góðri „víg- stöðu“ þarna við Eyrarsund, þar sem það er þrengst — og lengi var það eitt helzta „hlutverk“ hans að innheimta siglingagjöld af skipum, sem um sundið fóru. — ★ — Síðar var Krónborgarkastali um skeið notaður í þágu danska hersins — sem „hermannaskáli“ — og komst hann þá í mikla nið- urníðslu. Þegar „hersetunni“ var lokið, voru framkvæmdar ail- miklar endurbætur á kastalan- um, og var hann síðan opnaður fyrir almenning. Það gerðist fyrir Framh. á bls. 19 teikning af Krónborgarkastala fra þvi a dogum Friðriks II.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.