Morgunblaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 16
16
MORGVNBLAÐtÐ
Miðvikudagur 6. aprfl 19«0
Fulltruaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
F U M D t R
verður haldinn í fulltrúaráði Sjálfstseðisfélaganna í Reykjavík n.k. fimmtudagskvöld hinn 7. apríl kl. 20,30
í Sjálfstæðishúsinu.
Umræðuefni: Skattamál.
Framsögumaður: Gunnar Thoroddsen,
fjá«rmálaráðherra
Fulltrúaráv meðlimir sýni fulltrúaráðsskírteini sín við innganginn.
Sfjórnin
Fastalán
Get lánað kr. 70—100 þúsund til 10 ára gegn öruggu
veði í fasteign. Tilboð, merkt: „Fastalán—3107“,
sendist afgr Mbl. fyrir fimmtudagskvöld.
óskar eftir ungling til
blaðburðar I eftirtalið hverfi:
Fclagslíf
Páskar í Jósefsdal og Bláfjöllum.
Þeir sem tryggja vilja sér dvöl
í Armannsskálan ím um oáskana,
hringi í síma 12765 frá kl. 8—10
e.h.
Skíðadeild Ármanns.
Skíðadeild K.R. Páskadvöl
Þeir, sem ætla að dvelja í
Skálafelli um páskana, láti skrá
sig og taki dvalarkort í félags-
heimilinu, föstudaginn 8. apríl. —
Nánari upplýsingar í síma fé-
lagsheimilisins 18177. — Stjórnin
Herskálahverfi
Knattspyrnudeild Vals, 3. fl.:
Æfing í kvöld l-1. 7. Fundir
eftir æfingu. — Þjálfari.
Peningalán
Get lánað 50—200 þús. írónur til nokkurra mánaða
gegn öruggri tryggingu. Tilboð merkt: „Viðskipti—
3108“, sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld.
2ja til 3ja herbergja
íbúB óskast
til leigu í vor fyrir reglusaman einhleypan mann.
Tilboð merkt: „Fulltrúi — 4317“, sendist afgr. Mbl.
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
það?“, spurði Bangsi.
„Hárið á okkur vex nið-
ur fyrir augu, svo við
hættum að sjá. Og hver
á þá að stinga nefinu í
augnakrók á litlu krökk-
unum, og þurrka tárin,
þegar þau gráta? Hárið á
mér er orðið svo sítt, að
ég sé ekki hænufet fram
fyrir mig. Þess vegna
rakst ég á gömlu konuna
áðan“.
„Humm“, sagði rakar-
inn, og klóraði sér á bak
við eyrað.
„Af hverju segirðu
humm?“, spurði Bar.gsi.
„Ég er að hugsa“, sagði
rakarinn.
„Og hárið á mér er að
spretta", sagði Bangsi,
„þú verður að flýta þér“.
„Þarna kom það“, sagði
rakarinn og studdi fingr-
inum á nefbroddinn, „ég
klippi þig fyrst og svo
getur þú sjálfur klippt
alla hina bangsana á eft-
ir“.
Þetta þótti Bangsa þjóð
ráð og svo settist hann í
rakarastólinn og fékk
hvít handklæði um háls-
inn. Síðan klippti rakar-
inn hann með kurt og pí.
„Sjáum til“, sagði
Bangsi, þegar hann leit í
spegilinn á eftir, „verra
gat það verið“.
Á heimleiðinni mættu
þau gömlu konunni með
kartöflurnar og Bangsi
gekk til hennar, hneigði
sig og baðst kurteislega af
sökunnar.
„Nú er búið að klippa
af mér hárið ,sem hékk
niður í augu, svo að þetta
kemur aldrei fyrir aftur“,
sagði hann.
Gamla konan varð
Hænumömmu er orðið órótt út af Iitlu ungunum
sínum, sem eru komnir svo langt í burtu frá henni,
að hún er búin að missa sjónar á þeim. Getur
þú hjálpað henni að finna þá? Byrjaðu í horninu
neðst til hægri hjá hænunnt En þú verður að
flýta þér, áður en kötturinn kemur og ræðst á
ungana. —
alveg hissa. Aldrei hefði
hún trúað, að leikfanga-
bangsar gætu talað og
verið svona kurteisir.
Þó áttu allir í nágrenn-
inu eftir að verða ennþá
meira undrandi, þegar
Bangsi opnaði rakara-
stofu í brúðuhúsinu henn
ar Maju og litlu bangsarn
ir voru á hlaupum tjl
hans allan daginn til þess
að láta klippa sig.
! ! !
Kennarinn: „Ef þú
ættir 10 kr., og ég tæki 8
kr. af þeim, hvað þá?“
Lárus: „Ég gæti aldrei
fyrirgefið þér það“.
ÆSIR og ÁSATRÚ
11. Geithafursskinnin
láu á gólfinu, og Þór
sagði, að í þau skyldi
kasta öllum beinunum,
þegar búið væri að naga
af þeim.
Snemma næsta morg-
un, gekk Þór að skinnun-
um. Hann sveiflaði hamr
inum Mjölni yfir þeim,
12. Dauðhræddur viður
kenndi Þjálfi, að hann
hefði brotið eitt lærbein-
ið til þess að ná í merg-
inn. Þór var svo reiður,
að foreldrar Þjálfa þorðu
ekki annað en bjóða hon
og þá lifnuðu hafrarnir
aftur við. Þegar þeir risu
á fætur, var annar þeirra
haltur.
Þór reiddist þá og
kreisti hamarsskaftið svo
fast, að hnúarnir hvítn-
uðu: „Hver hefur brotið
bein til mergjar?“, hróp-
aði hann.
um allt sem þau áttu í
skaðabætur. Þau vonuðu
að við það mundi hann
mildast. Það fór líka svo.
Þegar Þór sá, hvað þau
voru hrædd, lét hann sér
nægja, að krefjast þess að
. fá Þjálfa og Röskvu sér til
fylgdar.
Þór, Loki og drengur-
inn og stúlkan fóru nú yf-
ir hafið. Að kvöldi komu
þau að skógi á ókunnri
strönd. í skóginum var
einkennilegt hús, með
dyr á öðrum endanum,
sem voru eins víðar og
allur gaflinn.
rss’i
Kæra Lesbók barnanna!
Mér finnst þú skemmti-
leg og ætla nú að senda
þér þessa skrítlu:
Læknirinn sagði við afa
í gær, að giktin í hægra
fætinum á honum stafaði
af elli.
— Hvað afi sagði þá?
Hann sagði að vinstri fót-
urinn væri jafn gamall og
ekki væri sér þó illt í hon
um.
Ég ætla að skrifa þér
seinna og kannski sendi
ég þér þá sögu og segi þér
frá einhverju sem ég hef
lent í sjálf.
Vertu sæl kæra Lesbók
mín,
Þín einlæg
Víví Ólafsdóttir
Reykjavík.
VIÐ þökkum henni Víví
kærlega fyrir bréfið og
skrítlurnar og hlökkum
til að mega eiga von. á
sögu frá henni.