Morgunblaðið - 06.04.1960, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.04.1960, Qupperneq 24
VEÐRIÐ Sjá veðurkort á bls. 2. 81. tbl. — Miðvikudagur 6. apríl 1960 LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík. — Sjá bls. 6. Lögregluþjdnn í varðhaldi Talinn standa að líflátshótunar- bréfi til lógreglustjóra EINN af lögregluþjónum Reykjavíkurlögreglunnar hefur verið úrskurðaður í varðhald af öryggisástæðum. Er hér um að ræða þátt í rannsókn á kærumáli, sem hófst með því að Magnús Guðmundsson lögregluþjónn kærði varðstjóra sinn í liðinu, Magnús Sigurðsson. Var þessari kæru hans svarað með kæru frá Iögreglustjóranum, Sigurjóni Sigurðs- syni. Er Magnús kærður fyrir að hafa sent lögreglustjór- anum hótunarbréf þess efnis að lögreglustjórinn yrði tek- Inn af lífi von hráðar. Tvö hótunarbréf í janúar Rannsókn máls þessa hófst á xnánudaginn. Þá hafði dómsmála- ráðuneytinu borizt kæra frá Magnúsi Guðmundssyni lögreglu þjóni á hendur varðstjóra sín- um, sem fyrr greinir. Bar hann á hann ýmsar vammir og skamm ir: persónulegar ofsóknir, aug- ljósa mismunun í starfi og ann- að þess háttar. — Hafði ráðu- neytið sent þessa kæru til um- sagnar lögreglustjórans. Svar hans var að leggja fram mót- kæru á hendur lögregluþjónin- um þess efnis, að hann hefði skrifað sér tvö hótunarbréf í janúar sL þess efnis að hann (lögreglustjórinn) yrði tekinn af lífi. Við rannsókn málsins, sem er í höndum Guðmundar Ingva Sigurðssonar hefur þegar verið leitt vitni, sem unnið hefur eið að því að hafa séð hjá Magnúsi vélritað hótunarbréf til lög- reglustjórans, sams konar að efni til og um ræðir í þessu saka- xnálL / Neitaði — kærði vitni f A mánudagsmorguninn, er Magnús Guðmundsson kom fyr- ir réttinn, neitaði hann eindreg- ið að hafa sent þetta hótunar- bréf. Við það tækifæri sagði hann að vitni, sem leitt hefði verið fyrir dóminn (lögreglu- þjónninn), hefði undir höndum birgðir af smygluðu áfengi. Sam- stundis lét rannsóknardómarinn senda á heimili þessa manns og gera þar húsleit að hinu smygl- aða áfengi, en leitin varð árang- urslaus og lögregluþjónninn neitaði þessari ákæru. Skammbyssa fannst Vegna rannsóknar málsins var Magnús um hádegið á mánudag- inn úrskurðaður í varðhald. — Þegar hann var færður í gæzlu- varðhald, var gerð á honum leit, svo sem venja er. Fannst þá í vasa hans lítil skammbyssa óhlaðin. Skot fundust ekki í föt- unum, en við frekari ieit fund- ust kúluskot í þessa byssu. — Byssan virtist mjög slitin og vafasamt er að hún sé virk. — Trúnaðarlæknir sakadómara- embættisins var kallaður til og ræddi hann við Magnús. Að þessu samtali loknu og í sam- ráði við lækninn, var Magnús úrskurðaður í varðhald af ör- yggisástæðum. Þá er Magnús Guðmundsson, sem er þritugur maður vestan frá Patreksfirði og méð alllangan starfsferil í Reykjavíkurlögregl- unni að baki, grunaður úm að standa að baki ærumeiðandi blaðaskrifum í Þjóðviljanum og Tímanum um yfirstjórn lögregl- unnar, en þær greinar hafa birzt undir dulnefni. Rannsókn málsins verður hald- ið áfram. Friðrik vann SKÁKMÓTIÐ í Mar Del Plata í Argentínu, sem Friðrik Ölafsson tekur þátt í, var sett 28. marz og 1. umferðin tefld dagnn eftir. Þátttakendur eru 16 talsins og meðal þeirra sovézku stórmeistar arnir Spasski og Bronstein, banda riski meistarinn Bobby Fischer og argentíski skákmeistarinn Eliskaskis. í 1. umferð tefldi Friðrik við Carlos (Argentínu) og vann þá skák. Hann hafði svart. Spasski, Bronstein og Fischer unnu allir sinar skákir, en Eliskaskis gerði jafntefli. Veiði í Mývatni og fugladauðinn þar áhyggjuefni í SÍÐASTA Dýraverndara er grein um silungsveiðina og fugia- lífið við Mývatn. Segir þar að náttúruverndarráð og veiðimála stjóri hafi þungar áhyggjur af málum þessum. Fuglalifinu við vatnið er hætta búin vegna hinna miklu netalagna Mývetn? inga. Segir Dýraverndarinn, að tekj ur Mývetninga af silungsveiðinni sé um ein milljón á ári. Bændurn ir geti ekki lifað mannsæmandi lífi nema þeir hafi tekjur af sil- ungsveiðinni í Mývatni, svo fjöl- býlt er orðið þar í sveitinni. Segir blaðð hér vera mikið vandamál. Eigi að síður vilja náttúru- og dýraverndunarmenn fá netaveiði bannaða í Mývatn með öllu yfir ungatímann, — einkum þó í júlí- mánuði. Slíku banni verður þó ekki við komið nema að til komi samþykki tveggja þriðju allra bænda, sem veiðirétt eiga í vatn- inu, sagði Dýraverndarinn. Blað- ið getur þess að lokum, að raun- verulega gildi engar reglur um Gunnar Helgason Stjórnmálanám- skeið Óðins og verkalýðsráðs SÍÐASTI fundurinn á stjórn- málanámskeiði Óðins og verkalýðsráðs verður haldinn í Valhöll við Suðurgötu í kvöld kl. 8,30. Gunnar Helgason talar um verkalýðsmál. BHndhríð vestra í GÆR var komin hrið á Vest- f jörðum, einkanlega norðantil, en undanfarið hefur verið þar sem annars staðar á landinu fádæma gott veður. Hér sunn- anlands hefur einnig kóinað nokkuð og snjóað í fjöll. 1 gær átti blaðið tal við fréttaritara sinn í Bolungar- vík. Sagði hann að undanfarið hefði verið þar sumarveðrátta og sólskin á daginn, en allt í einu í gærmorgun hefði verið komin blindhríð, sem hafði staðið allan daginnv Var kom- inn talsverður snjór á göturn- ar í gærkvöldi, en áður sást ekki snjór í fjöllum. Bátarnir voru ailir í landi. Á Vestfjörðum mun hafa verið um 3 stiga frost, snjó- koma norðantil og hvasst en minni úrkoma sunnantil. veiði í vatninu, en að veiðimála- stjóri vilji beita sér fyrir að bann við allri veiði í því skuli vera frá 27. sept. til 31. jan. ár hvert, — auk þess 24 klst. í viku hverri frá miðvikudagskvöldi til fimmtu dagskvöld á tímabilinu 1. apríl til 26. október. Ennfremur upplýsir blaðið að í ráði sé að nota net úr garni, en slík net eru talin hafa álíka yfirburði og nælonnetin yfir hin gömlu baðmullarnet. Veiðimálastjóri leggur til í til- lögum sínum, að samanlögð lengd lagneta í vatninu megi ekki fara fram úr 7000 metrum. Þá leggur hann til að dráttarveiði verði bönnuð frá 1. febr.— 30. apríl. Varðandi þetta mál segir Dýra- verndarinn að lokum, að mikil bót yrði að því ef þessar veiði- reglur næðu fram að ganga. Varðandi fuglalífið upplýsti blaðið, að að því sé nú unnið að fá fé úr vísindasjóði eða ríkissjóði til að kosta náttúrufræðing til rannsókna á fuglalífi á Mývatni og fugladauða af völdum silunga- neta. í gærmorgun kom danska skipið Klipperen, sem fyrir rúmri viku tók niðri hjá Ól- afsvik, til Reykjavíkur og fór í Slipp. Höfðu komið þrjú göt á skipið, eitt á stefni og tvö minni á stjórnborðshlið, og fylltust botntankar skipsins af sjó. Var því hleypt á land í Ólafsvík. Skipið þurfti því viðgerðar hér til þess að komast utan. Var steypt svolítið í það að innan þar sem það var á ÓI- afsvík, og komst það þá af sjálfsdáðum til Reykjavíkur. Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd af danska skipinu í Slippnum í gær. Viðgerð á því mun taka um viku. Nýr þingmaður INGVAR Gíslason lögfræðingur á Akureyri tók í gær sæti á þingi í veikindaforföllum Garðars bónda Halldórssonar á Rifkels- stöðum í Eyjafirði, 4. þm. Norð- uxlandskjördæmis eystra. Kjör- bréf hins nýja þingmanns lá ekki fyrir fundinum en kjörbréfa- nefnd mælti með að tekin yrði gilö símsend staðfesting for- manns yfirkjörstjórnar kjördæm- isins á kosningunni og féllst þing hemur á það. Þingmaðurinn und irritaði síðan eiðstaf þingmanna. Hrapoði 300 m. í íjalli f GÆR flaug Gunnfaxi, Douglas flugvél Flugfélagsins, til Græn- lands og sótti þangað slasaðan mann. Sagt var að um innvortis blæðingu myndi vera að ræða og fór dr. Friðrik Einarsson læknir með flugvélinni, en þetta er þriðja Grænlandsflug hans á skömmum tíma í sömu erindum. Gekk ferðin vel, og lenti flug- vélin á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir kl. 10 í gærkvöldi. Flugstjóri í förinni var Ingi- mundur Þorsteinsson. í gærkvöldi átti blaðið tal við Ingimund. — Sagði hann að maðurinn, sem sem er ung- ur Dani, mundi hafa hrapað í fjalli, en jörð var gaddfreðin og var sagt að hann hefði hrapað 300 m vegalengd. Væri guðs- mildi að hann skyldi ekki slas- ast meira. Taldi dr. Friðrik, að hann væri rifbrotinn og mjaðm- arbrotinn ,en gat ekki gengið úr skugga um það fyrr en við myndatöku, sem áformuð var strax og komið yrði með mann- inn í sjúkrahúsið. Ungur íslend- ingur, Sverrir Georgsson, lækna nemi, annaðist manninn á Græn- landi, en hann er nú læknu í Meistaravík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.