Morgunblaðið - 13.04.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 13.04.1960, Síða 1
24 síður 09 Barnalesbók Fðgur orð án athafna leysa ekki vandann, sagði Guðmundur í Guðmunds< Genf Verwoerd er á batavegi son 1 UTANRÍKISRÁÐHERRA ís- lands, Guðmundur í. Guð- mundsson, flutti ræðu á sjó- réttarráðstefnunni í Genf í gær. Fer ræða hans hér á eft- ir, eins og hún barst frá réttaritara utanríkisráðuneyt isins: í RÆÐU minni á þessari ráð- stefnu fyrir fáum dögum, skýrði ég afstöðu stjórnar minnar varð andi víðáttu landhelgi og fisk- veiðimarka. Ég útskýrði þá að þetta mál væri ákaflega mikil- vægt fyrir land mitt, og ég sagði þá, og endurtek nú, að nefnd mín er innilega þakklát fyrir þann skilning er margar nefndir hér hafa sýnt — bæði í ræðum og einkasamtölum — á þeirri stað- reynd að fiskveiðimarkamálið er sannarlega mál sem gildir líf eða daúða fyrir þjóð mína. Eins og háttvirtur starfsbróð- ir niinn frá Bretlandi, hef ég talið nauðsynlegt að biðja aftur um orðið ,af því að nýir hlutir hafa komið fram, og þó ekki væri ann- ars vegna en að ég vildi gjarna svara nokkrum þeim atriðum, sem hann drap á. Ég er sammála einu sem háttvirtur fulltrúi Bret lands sagði og það er, að ég get ekki heldur látið sem mér falli í geð tillagan er Bandaríkin og Kanada hafa lagt fram, en auð- vitað eru aðstæður þess aðrar. ísland greiðir atkvæði gegn þeirri tillögu. Við hefðum getað fallizt á þrönga landhelgi að því tilskildu að ákveðin væri nægil. fiskveiðilögsaga. Á meðan svo er ekki, að okkar skoðun, mun nefnd mín telja nauðsyn á að styðja hverja þá tillögu sem tryggði í raun nægjanlega fiskveiðilögsögu í hvaða formi sem hún væri. Ástandið ekki breytt Háttvirtur fulltrúi Bretlands gagnrýndi íslenzku tillöguna sem fram hefur verið lögð um forrétt- indi utan marka fiskveiðilögsögu með einkarétti til veiða og ég myndi bregðast skyldu minni, ef ég ræddi ekki þau atriði sem hann tók fram í þessu sambandi. Fyrst og fremst er stjórn mín ósammála þeirri fullyrðingu, að ástandið sé nú gerbreytt frá því tillaga okkar kom fram fyrst, ár- ið 1958. Háttvirtur fulltrúi Bret- lands sagði að þá hefði tillagan verið til athugunar með hliðsjón af 6 mílna fiskveiðilögsögu. Um þessa fullyrðingu hef ég ekki annað að segja en það, að auk ýmissa annarra tillagna á ráð- stefnunni 1958, lagði kanadíska nefndin þar fram tillögu um 6 + 6-r ekkert, og hvað sem hver einstakur fulltrúi kann að hafa hugsað, þá gat enginn vitað það fyrirfram, hverja afgreiðslu sú tillaga myndi fá. Hagsmunamál þjóðar, ekki einstakLinga Annað atriði var það, að tillag- an sé of óljós. Samkvæmt túlkun okkar sjálfra er tillagan takmörk uð að þrennu leyti og er þá fyrst 1 gær að telja að hún tekur aðeins til þeirra tilvika er íbúar lands eru yfirgnæfandi háðir fiskveiðum við ströndina vegna afkomu sinn ar og efnahagsþróunar. Við telj- um því óhugsandi að hægt væri að túlka tillöguna eins og vikið er að í brezku ræðunni, að þar sé átt við „sérhvert samfélag á strönd, sem hefur viðurværi sitt af hafinu og í því tilfelli gæti hún átt víða við“. Auðvitað er ekki átt við neitt þess háttar. Þetta er einkum ljóst þegar litið er á tillöguna sem vera ber eins og hagsmunamál þjóðar, en ekki á grundvelli hagsmuna til- tekinna einstaklinga. Framhald á bls. 23. Jóhannesarborg, Suður Afríku, 12. apríl (Reuter). HENDRIK Verwoerd, forsætis- ráðherra Suður Afriku, er nú á batavegi eftir banatilræðið, sem honum var sýnt sl. laugardag. Fjórir læknar eru sífellt á verði 4>við sjúkrarúm hans, og segir í tilkynningu þeirra, að þjánlngar hans fari minnkandi. Þá er einnig hafður vörður viS inngöngudyr sjúkrahússins og engum leyft að heimsækja sjúkl inginn, nema konu hans, er fékk leyfi til að heimsækja hann skamma stund. Ákveðið hefur verið, að Ver- woerd verði áfram í forsæti stjórnarinnar þótt hann sé rúm- Framh. á bls. 2. Krúsjeff þreyftur MOSKVU, 12. apríl. (Reuter) — Nikita Krúsjeff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, er auðsýni- lega þreyttur eftir ferðalög sín víða um heim og hefur tekið sér frí frá störfum og er farinn til Suður-Rússlands. Krúsjeff kom úr 11 daga ferð sinni til Frakklands hinn 3. apríl sl., og fór flugleiðis frá Moskvu með fjölskyldu sinni á föstudag áleiðis til Suður-Rússlands. Talið er líklegt að hann muni dveljast á sveitasetri við strönd Svartahafs. • I Frakklandsferð sinni óskaði Krúsjeff eftir því að áætlun hans yrði breytt þannig að hann fengi betri tíma til að hvíla sig. En við komuna til Frakklands hafði hann verið þreytulegur, sennilega vegna þess að hann hafði legið rúmfastur með inflú- enzu eftir ferð sina um Asíu. Hvíti stórbóndinn David Pratt handtekinn eftir banatilræðið við Verwoerd, forsætisráðherra. — Óeirðir i S-Kóreu SEOUL, Suður-Kóreu, 12. apríl. (NTB) — Lögreglan í Suður- Kóreu handtók í dag ellefu manns vegna óeirða sem hófust í gær í borginni Masan, þar sem 10 ^00 stúdentar og borgarar fóru kröfugöngu gegn ríkis- stjórninni. Tveir menn létu lífið í óeirðunum. I Taego, sem er 80 kílómetr- um fyrir norðan Masan, réðist lögreglan á 90 meðlimi demó- Pólitísk ofsókn kommúnista gegn lögreg'ustjóranum Reynt að grafa undan trú bjóðarinnar á lög og réttaröryggi Það er engin nýlunda, að kommúnistar og málgögn þeirra ráðist á Sigurjón Sig- urðsson, lögreglustjóra í Reykjavík. — Þessi reglu- sami og duglegi embættismað- ur hefur undanfarin ár verið lagður í einelti af ritsóðum kommúnistar reynt að sverta kommúnista. Jafnframt hafa lögregluna í heild, gera hana tortryggilega gagnvart borg- urunnim og torvelda þannig hið mikilvæga þjónustuhlut- verk hennar í þágu þjóðfélags ins. Niðurrifsstarf. Með þessu niðurrifsstarfi eru kommúnistar ekki aðeins að ná sér niðri á duglegum og heiðarlegum löggæzlumönn- um. Takmark þeirra er fyrst og fremst hitt að veikja sjálft þjóðfélagið, og grafa undan trú þjóðarinnar á lög og rétt- aröryggi í Iandinu. Síðasta tilefni kommúnista- blaðsins til árása á Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóra er hótunarbréfamál Magnúsar Guðmundssonar lögregluþjóns sem eins og kunnugt er, er talinn hafa ritað lögreglustjór anum bréf, þar sem honum er hótað lífláti. Er á öðrum stað hér í blaðinu birt stutt samtal við lögreglustjóra, þar sem lýst er gangi þess máls. Venjuleg málsmeðferð Af upplýsingum lögreglu- stjórans í þessu samtali er auð sætt, að með það hefur að öllu leyti verið farið með venjuleg um hætti og hvorki lögreglu- stjórinn né aðrir yfirmenn lög reglunnar verða með rökum sakaðir um vanrækslu í þess- um efnum. Samtalið við lög- reglustjórann birtist á 24. síðu blaðsins í dag. krataflokksins, sem er í and- stöðu við stjórn Syngmans Rhee og telja forsetakosningarnar í síðasta mánuði hafi verið lólög- legar. Ekki kom til blóðsúthell- inga þar, en lögreglan hefur all* staðar verið aðvöruð um að vera viðbúin. Lögreglan í Seoul heldur þv£ fram að komizt hafi upp um fé- lagsskap sem hafði í hyggju aS steypa ríkisstjórninni með valdi. Búizt er við auknum aðgerðum lögreglunnar á næstu dögum. Flugslys á Sjálandi VORDINGBORG, Danmörku, 12. apríl (NTB): — Svissnesk einka- flugvél af gerðinni Cessna 180 hrapaði logandi til jarðar nálægt Vordingborg á suðurodda Sjá- lands í dag og fórust þrír Sviss- iendingar, sem í henni voru. Þremenningarnir voru allir frá Basel og höfðu komið til Kaup- mannahafnar sl. sunnudag í verzl unarerindum. Vegna veðurs frest uðu þeir heimferðinni fram eft- ii degi, en ákváðu síðan að fara frá Kastrup til Mannheim í Vest- ur-Þýzkalandi, og hálftíma eftir flugtak varð slysið. Ekki er vitaO um orsökina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.