Morgunblaðið - 13.04.1960, Page 8

Morgunblaðið - 13.04.1960, Page 8
8 MORGTJNRJ 4fí IÐ Miðvik'udaerur 13. april 1960 Barizt um atkvæðin í Genf Óliklegt, oð miðlunartillagan nái nægum meirihluta — en mjög er mjótt á munum Genf, 12. apríl. ÞEGAR atkvæðagreiðsla fer fram í heildarnefndinni á landhelgisráðstefnunni á morgun, miðvikudag, er sennilegt að hin sameigin- lega tillaga Bandaríkjanna og Kanada muni ná þeim ein- falda meirihluta, sem þarf í nefndinni. Hér verður ekki um að ræða nein endanleg úrslit, en atkvæðatölur geta gefið nokkrar leiðbeiningar. Þær munu sýna atkvæða- hlutföllin eins og þau eru nú á ráðstefnunni, og væntan- lega kemur þar í ljós, ef ekk- ert algerlega óvænt skeður, að tillagan hefur enn sem komið er ekki þá % hluta atkvæða, sem hún þarf end- anlega til þess að öðlast gildi. Líkur benda til þess að hún hljóti á miðvikudaginn milli 40 og 50 atkvæði, en móti henni verði hins vegar rúm 30 atkvæði. * TALA KJARK í LIÐ SITT Að lokinni þessari atkvæða- greiðslu í nefnd, verður gefið páskafrí. 1 næstu viku hefjast svo allsherjarfundir á ráðstefn- unni, og er búizt við, að úr- slitaatkvæðagreiðslan verði í vikulokin, annaðhvort 22. eða 23. apríl. Páskafríið og tíminn fram að þeirri úrslitastund verður notaður á báða bóga til þess að berjast um þau fáu atkvæði, sem ráðið geta úrslitum. Verða þær viðræður vafalaust sóttar af kappi. Auk þess er búizt við, að fuiltrúar á ráðstefnunni leiti álits og fyrirmæla ríkisstjórna sinna og að ýmsar viðræður fari fram í páskafríinu á hærri stöð- um en milli fulltrúanna á ráð- stefnunni. — Enn er sem sagt allt í óvissu um úrslitin. Báðir aðilar, þeir sem erU með og móti, tala kjark í lið sitt, og stangast þá algerlega á staðhæfingar þeirra og spádómar um úrslitin. * SVO BREGÐAST KROSSTRÉ ------ Það er ekki ósennilegt, að tnörgum heima á Islandi hafi komið í hug orðtakið, að svo bregðast krosstré sem önnur tré, þegar fulltrúi Kanada samdi við bandaríska fulltrúann og bar fram sameiginlega tillögu um 10 ára uppsagnarfrest sögulegu rétt indanna. — En hér kom það fram, sem oft hefur verið bent á og auðvitað er augljóst hverj- um þeim, sem fylgzt hefur með þessari ráðstefnu, að hún snýst alls ekki fyrst og fremst um ís- land og landhelgismál þess, þvert á móti eru þau svo sér- stæð, að fremur hefur verið tal- að um nauðsyn sérreglna en meginreglu í þeim efnum, og fá- ar eða engar þjóðir eiga algera hagsmunasamstöðu með okkur. Og hér, eins og hvarvetna ann- ars staðar, hugsar hver þjóð fyrst um sig og síðan um aðrar. * KANADA HAFÐI SITT FRAM Þegar fulltrúi Bandaríkj- anna setti fram tillöguna um eilífan sögulegan fiskveiðirétt í landhelgi annarra, var það auð- vitað fyrst og fremst til að vemda hagsmuni og aðstöðu bandarískra fiskimanna á kanad- iskum og mexíkönskum miðum. Alveg sama er að segja um af- stöðu kanadiska fulltrúans. Hann lýsti því jafnan yfir, að það væri ekki ætlun Kanadamanna, þótt þeir væru á móti sögulegum rétti, að útilokd bandaríska fiski- menn þegar af miðunum. Þvert á móti kvað hann Kanadastjórn vilja semja við Bandaríkjamenn um áframhaldandi veiðar. Hann var aðeins á móti því, að fiski- menn frá öðrum löndum fengju eilíflega rétt til að veiða á 6—12 mílna svæðinu. Lengra náði ekki krafa Kanada né samstaða þeirra með íslendingum. — í málamiðlun þeirri, sem gerð var milli Bandaríkjanna og Kanada, höfðu Kanadamenn raunveru- lega sitt fram, því að Bandaríkin féllust á það sjónarmið þeirra, að hinn sögulegi réttur skyldi ekki vara endalaust heldur að- eins 10 ár. — í rauninni væri um eins konar uppsagnarfrest að ræða. * EKKI FYRST OG FREMST FISKVEIÐIRÉTTINDIN Þar að auki verður að gæta þess, að landhelgisráðstefnan Marokkó, Ghana, Súdan, Gínea, Eþíópía og Jemen. — Nú hafa tvö Suður-Ameríkuríki, Mexíkó og Venezúela, gerzt meðflytjend ur að tillögunni, og eru andstöðu ríki sameiginlegu tillögunnar þá orðin 18. — Þá koma ríkin tíu í „rússnesku blokkinni“ (Rúss- land, Hvíta-Rússland, Úkraína, Albanía, Búlgaría, Tékkósló- vakía, Ungverjaland, Pólland, Rúmenía og Júgóslavía). Þar höfum við 28 atkvæði. — Tillaga Asíu- og Afríkjuríkjanna er her- ferð gegn hinni sameiginlegu til- lögu Bandaríkjanna og Kanada — og nokkur ástæða er til að ætla, að sú herferð beri árangur, þannig að komið verði í veg fyr- ir samþykkt tillögunnar. Þvi, enda þótt nokkuð virðist vera farið að saxast á andstöðu Suð- ur-Ameríkuríkjanna, e. t. v. fyr- ir áhrif frá Kanada, má þó telja, að a. m. k. 5 til viðbótar séu enn hörð í andstöðunni: Gúatemala, Panama, Ekvador, Perú og Úrúguay. ★ MJÓTT A MUNUNIJM Þarna eru þá saman komin 33 atkvæði gegn bandarísk- kanadísku tiliögunni. — Fylgj- endur hennar virðast samt vera vongóðir og benda á, að vel geti það hent, að ríki breyti afstöðu sinni á síðustu stundu. — Þrátt fyrir það staðhæfa andstæðing- ar sameiginlegu tillögunnar, að hún muni aldrei fá % hluta at- kvæða á ráðstefnunni. En, eins og það ber með sér, sem ég hef rakið hér, getur vissulega mun- að mjög litlu, þegar til úrslita kemur. Þorsteinn Thorarensen. DREW hafði sitt fram. 35 kaiipsýslunienn til Hannover HIN kunna kaupstefna í Hann- over hefst sem kunnugt er 24. apríl. Munu margir íslenzkir þessa. Ferðaskrifstofa ríkisins útbýr hópferð til Hannover, og hafa 35 menn nú þegar fengið kaupsýslumenn sækjakaupstefnu fyrirgreiðslu hjá skrifstofunni varðandi ferðalög þangað, ýmist í hópferðinni eða sér. Eftirminnileg leikhúsför DEAN — varð að viðurkenna uppsagnarfrestinn. snýst ekki aðeins um fiskveiði- réttindin, en þau eru okkur Is- lendingum að sjálfsögðu ein- göngu í huga, og hafa einnig orðið áberandi vegna hinnar langvarandi deilu Bandaríkj- anna og Kanada um reglur varð- andi viðbótarfiskisvæði. — En þrátt fyrir allt eru meginátökin á ráðstefnunni um annað en fiskveiðilandhelgi. Þar er bak við tjöldin mest áherzla lögð á stærð sjálfrar lögsögulandhelg- innar og hernaðaraðstæður í sambandi við það, ef til styrjald- ar kæmi. Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að viðbúið sé að rúss- neskir kafbátar mundu á styrj-| aldartímum reyna að leynast í landhelgi hlutlausra ríkja — og sé því varhugavert að færa lög- sögulandhelgina almennt út. — Þá er vitað, að Arabaríkin sækj- ast eftir víðari landhelgi, m. a. til þess að fá aðstöðu til að taka fyrir siglingar Israelsmanna frá hafnarborginni Elath við Araba- flóann út á Rauðahafið. — Það eru þannig fyrst og fremst þau ríki, sem vilja stóra landhelgi, sem nú berjast gegn hinni sam- eiginlegu tillögu Bandaríkjanna og Kanada. * MEÐ OG MÓTI Menn greinir á um það á báða bóga, hvort nokkrir mögu- leikar séu á því, að tillagan nái fram að ganga með % hlutum atkvæða. — Dean, fulltrúi Bandaríkjanna, kveðst vera bjartsýnn á, að tillagan fái nægi- legt fylgi, en andstæðingar hans telja það enn sem fyrr útilokað. Með réttu hefur verið bent á, að 29 mótatkvæði nægja til að hindra samþykkt tillögu á ráð- stefnunni. — Sem stendur er vitað um Asíu- og Afríkuríkin 16, sem fram hafa borið sérstaka tillögu á móti bandarísk-kanad- ísku tillögunni. Eru það þessi ríki: Persía, Indónesía, Filipps- eyjar, írak, Saudi-Arabía, Jór- danía, Líbanon, Arabíska sam- bandslýðveldið, Líbýa, Túnis, Lisikynning Mbl. SÍÐAN Morgunblaðið tók upp listkynningu í sýningarglugga sínum, hefir það þótt skemmti- leg tilbreyting að sýna verkefni barnanna í skólum bæjarins um páskana. Að þessu sinni verða til sýnis málverk og teikningar 10 til 12 ára barna í Miðbæjarskól- anum. Börnunum er kennt að gera þessar myndir á þann hátt, að fyrst er myndflöturinn kvoðu- borinn eða vaxborinn og síðan málað með vatns- eða þurrlitum. Nota börnin ekki pensla eða önn- ur áhöld, heldur mála með fingr- unum. Teiknikennari skólans, Jón E. Guðmundsson, segir að hvert barn hafi gert um 20 til 30 myndir í vetur og um 50 mydnir frá þessum börnum eru nú til sýnis í skólum á Vest- fjörðum. SIÐASTLIÐINN sunnudag brá ég mér í Þjóðleikhúsið með lítilli vinkonu minni, til þess að horfa á Kardemommubæinn. Og eins og flestum mun kunnugt fjallar einn hluti þess „mikla listaverks" um þrjá ræningja. En svo virðist sem fleiri ræn- ingjar hafi verið staddir í leik- húsinu þenna umrædda sunnu- dag en hinir þrír sem komu fram á sviðinu. Ég hafði sem sé með- ferðis mjög dýrmætan leikhús- kíki og lagði hann frá mér á borðið hjá fatageymslunni svo sem eina sekúndu meðan ég tók á móti yfirhöfnum okkar. Og sjá: hann var horfinn eins og undirdjúpin hefðu gleypt hann, og fannst hvergi, hvernig sem hans var leitað. Ég bar mig upp við umsjónarmann hússins, hann var sannast sagt ekkert hissa, hann sagði að þetta væri engin nýung hér, jafnvel kventöskur hefðu horfið ef eigendunum hefði orðið það á, að leggja þær við hliðina á sér í sætunum. Það sýnist vera að menningar- ástandið í þessari höfuðborg okk ar sé komið svo langt niður, að fóik geti helzt ekki farið í leik- hús eða á aðra skemmtistaði, án Tveir meiddust við vinun sina SÍÐDEGIS í gær féll þungt járn stykki ofan L vinstri fót Hösk- uldar Eyfjörðs Guðmannss., er hann var að /inna hjá Almenna byggingarfélaginu í Borgartúni 7. Ekki gat blaðið fengið upp- lýsingar um hvort meiðsli hans hefðu orðið siæm. ^Og á sunnudag mun annar maður hafa meiðst við vinnu sína. Varð það Helgi Gíslason, sem féll ofan af pokastæðu við höfnina og kvartaði um verk í baki. þess að hafa vátryggt það sem það hefur með sér lauslegt. Ég vil nú að lokum, skora á þann sem kíkinn greip, að koma honum til skila ef honum finnst það meira virði að vera heiðarlegur maður en þjófur. Reykjavík, 11. apríl 1960 Margrét Jónsdóttir Hringbraut 45. íraftaverk og ivani Frá fréttaritara Mbl. í Genf, Þ. Th. FULLTRÚI Liberíu, svert- inginn Nathan Barnes vék að því sem fleiri í ræðu sinni, hve hrapaleg mis- tök það yrðu, ef þessi ráð- stefna yrði árangurslaus. Það yrði þriðja ráðstefnan sem gæfist upp á því, að ákvarða hver stærð land- helgi skyldi vera. Fyrsta ráðstefnan hefði verið í Haag 1930, önnur í Genf 1958 og svo þessi. Hann sagði í þessu sambandi svo- litla dæmisögu. Ungur maður kom til föð- ur síns og spurði: — Ef ég færi upp í þennan háa turn og kastaði mér niður úr honum og slyppi ómeidd ur, hvað væri það? — Það væri kraftaverk, sem stafaði af elsku Guðs. — En ef ég gerði það í annað sinn og slyppi einn- ig ómeiddur. — Þá væri það tilviljun. — En ef ég gerði það í þriðja sinn og slyppi enn ómeiddur? —Þá þyrfti ekkert krafta- verk, sagði gamli maðurinn, "— Þá væri þetta orðinn ávani. Þessi inynd, sem heitir „Uppsátur", er gerð af J óni Hálfdanarsyni í 12 ára bekk E. Er hún meða mynda, sem börn í Miðbæjarskólanum sýna um þessar mundir á vegum Listkynningar Mbl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.