Morgunblaðið - 13.04.1960, Síða 13

Morgunblaðið - 13.04.1960, Síða 13
Miðvik'udagur 13. apríl 1960 MORCUNBLAÐ1Ð 13 Töflur gegn kransæða- stíflu og æðabólgu HJARTA- og æðasjúkdómar hafa alls staðar margfaldast á síðustu áratugum, og er tíðni þeirra álíka Ihér og annars staðar. Enda er það algengasta dauðaorsök meðal þjóðarinnar sem sé 1,6 pro mille. en næst því kemur krabbamein alls konar 1,3 pro mille. Fyrir 10—15 árum var fyrst ihafin skipuleg læknismeðferð á stíflu í kransæðum hjartans og útlimaæðum og haustið 1956 voru teknar upp skipulegar segavarn- ir í lyflæknisdeild Landspítalans, en blóðsegi eða segi er það nefnt er stífla verður af völdum blóð- stroku eða blóðkakka, sem sezt í æðar. Próf. Sigurður Samúelsson, yfirlæknir lyflæknisdeildar Land spítalans ræddi í gær við frétta- menn um þetta efni, ásamt Theodor Skúlasyni lækni og frk. Sigríði Backman yfirhj úkrunar- konu, og skýrði frá því í hverju meðferð þessi er fólgin, hverjir njóta hennar og þeim góða ár- angri sem náðst hefur. Hefur ár- leg dánatala sjúklinga lækkað tii muna frá því sem áður var. Norðurlönd hafa staðið framar- lega um segavarnir, og ber þar sérstaklega að nefna lyflæknis- deild Ríkisspítalans í Osló, sem prófessor P. A. Owens veitir for- stöðu. Haustið 1955 var sendur þangað læknir héðan til að kynna sér rannsóknaraðgerðir og með- ferð á æðastíflu, Ölafur Geirsson, sem síðan hefur haft með tækni- legu hliðina á blóðsegavörnum hér að gera, en skipulegar sega- varnir í lyflæknisdeild Land- spítalans, voru teknar upp 1956. Komið í veg fyrir blóðsega- myndun Tilgangur meðferðarinnar er að koma í veg fyrir blóðsega- myndun og hefur henni einkum verið beitt við sjúklinga, sem þegar hafa fengið æðastíflu til að aftra því að stífla myndaðist. Vegna ýmissa aðstæðna á Land- spítalanum og þá helzt húsnæðis- skorti hefur nær eingöngu verið hægt að sinna þeim, sem þegar hafa fengið kransæðastíflu eða æðabólgu, en læknar hafa mikinn hug á að taka til meðferðar alla þá, sem einkenni hafa um krans- æðakölkun. Aðspurðir sögðu læknarnir að margir sjúklingar hefðu sjúkdómseinkennin mán- uðum og jafnvel árum saman áður en stífla í kransæðum kem- ur fram, og í þá sjúklinga þyrfti að ná til meðferðar, áður en slys- ið er orðið. Lyf þau sem notuð eru hafa þann eiginleika að minnka storkn unarhæfni blóðsins, en af því leiðir að minni hætta er á, að blóðsegar myndist eða blóðstorka hlaðist utan á þá, sem fyrir eru. Við æðakölkun verður innra borð æðanna hrjúft, en óslétt yfirborð stuðlar mjög að myndun blóð- sega. Þessari meðferð hefur því einnig verið beitt við sjúklinga með slíkar æðabreytingar með góðum árangri. Regluleg notkun nauðsynleg Lyfið er gefið í töflum einu sinni á sólarhring. Skammtur- urinn er allstór í fyrstu, en er brátt minnkaður, eftir því sem tloðmælingar segja til um, nið- ur í svokallaðan viðhaldsskammt. Meðferðin stendur mislengi, og fer það nokkuð eftir því, um hvers konar æðasjúkdóm er að ræða, t. &. nokkrar vikur eða mánuði við bólgu eða stiflu í bláæðum, en árum saman við stíflu í kransæðum hjartans og í slagæðum útlima. Er bráðnauð- synlegt er að fólk, sem þessa meðferð fær, taki lyfið reglu- lega og eins og fyrir er lagt, því sannazt hefur, að fólk sem notar lyfið óreglulega er hættara við að fá æðastíflu' heldur en þeim, sem ekki fá meðferð. Meðferð þessa fá allir sjúkling- ar með nýja kransæðastíflu, svo og þeir sem hafa einkenni yfir- vofandi stíflu, sjúklingar með Árleg dánar- tala hefur lækkað til muna bíóðsega í lungum og sjúklingar með æðabólgu og blóðsega í út- hmaæðum. 400 manns hafa fengið með- ferð þessa á Landspítalanum. En meðferðin er einnig veitt fólki úti á landi. Landakotsspitali og fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri veita nú orðið einnig þessa með- ferð. Fyrst og fremst varnarmeðferð Segavarnir eru, eins og nafn- ið bendir til, fyrst og fremst varn armeðferð, þótt ekki verði dreg- inn í efa lækningamáttur henn- ar, sagði próf. Sigurður í viðtal- inu í gær. Vafalaust á þó með- ferð á þessum sjúkdómum eftir að breytast mjög til batnaðar á næstu árum með þeim miklu framförum, sem sífellt verða í læknisfræði, og ekki sízt þar sem nér er um að ræða þann sjúkdóm sem mannskæðástur er meðal þjóða heims, enda eru margir af færustu vísindamönnum í lækna- stétt um heim allan önnum kafn- ir í leit að frumorsökum æða- kölkunar, svo að takast megi að beita hana enn áhrifaríkari með ferð. Verkefni okkar hér er fyrst og fremst sjúkdómar í kransæð- um hjartans, þrengsli og stífla í næringaræðum hjartavöðvans. Próf. Sigurður gat þess í upp- hafi að þetta væri líklega í fyrsta skipti, að blaðamönnum væri skýrt þannig frá því sem fram fer á Landspítalanum, en þar sem þetta mál varðaði allan almenning og drepið hefði ver- ið á það í blöðum í sambandi við íjárveitingu Alþingis, þætti rétt að gefa nánari skýringu á blóð- segavörnunum. Bræðrufélog Dómkirkjunnar Á SAFNAÐARFUNDI Dómkirkj- unnar, sem haldinn var sl haust, komu fram ákveðnar óskir, að stofnað yrði Bræðrafélag, innan safnaðarins með líku sniði og gert hefur verið í öðrum söfnuð- um bæjarins. Nú er ákveðið að efnt verði til stofnfundar fyrir Bræðrafélag Dómkirkjunnar á skírdag kl. 5 síðdegis. Verkefni þessa félags er að efla safnaðarlífið og gera félagsmenn virkari þátttakend- ur í safnaðarstarfinu. Það hefur oft verið að því fundið að ís- lenzkt safnaðarfólk væri fremur aðgerðarlítið í kirkjumálum og léti sig litlu skipta safnaðarmál og safnaðarlíf, ef það fengi unnið þau embættisverk, sem almennt tíðkast í kirkjunni. Þetta er þó ekki rétt, nema að nokkru leyti. Margt fólk sýnir kirkju og safnaðavlífi mikla rækt arsemi ,óg vill gjarnan taka þátt í kirkjulegu félagslífi, enda má segja, að á síðari árum hafi vakn að mikill áhugi fyrir nauðsyn félagslífs innan safnaðanna, sem sérstaklega væri byggt upp á kristilegum og kirkjulegum grundvelli Það er eindregin ósk forráða- manna Dómkirkjusafnaðarins, að þeir, 'sem áhuga hafa fyrir stofn- un slíks bræðrafélags mæti á stofnfundinum í Dómkirkjunni kl. 5 á skírdag og gerist stofn- endur félagsins og sýni þannig hug sinn til sinnar gömlu kirkju og þeirrar viðleitni til eflingar safnaðarlífsins, sem liggur á bak við hugmyndina um stofnun Bræðrafélagsins. Athugar fram- >an FLUGMÁLARAÐHERRA, Ingólf ur Jónsson, hefur ákveðið að sett skuli á laggirnar fimm manna nefnd, er hafi það vandasama hlutverk með höndum að fjalla um framtíðarskipan flugvallar- mála Reykjavíkur Þessi nefnd mun eiga að vera skipuð fimm mönnum, en hún mun ekki fullskipuð. falía úr lofti MEÐFYLGJANDI mynd er tekin úr bandaríska gervi- hnettinum Tiros I er hann var staddur yfir Miðjarðar hafinu nýlega. Aipafjöllin (1) eru þakin skýjum og sömuleiðis suðuroddi ítal- íu, en milli skýjasvæðanna sést ítalíuskaginn (2). t Miðjarðarhafinu vestan við ítalíu sjást eyjarnar Kors- ika (3) og Sardinia (4). Myndin er tekin úr 725 kílómetra hæð. Eins og kunnugt er, er hlutverk Tiros I að safna veðurfræðilegum upplýs- ingum á hringferðum sín- um umhverfis hnöttinn, og hefur hann þegar sent hundruð mynda til jarðar, sem teknar eru á sjónvarps tökuvélar hans. #00000*0000000000 0-:0-*-0 & 0-- 0 *>*-:#. * + 0 Trilluhöfn fyrir 200 báta í austurhöfninni FORRAÐAMENN Bátafélagsins Bjargar hér í Keykjavík, skýrðu frá því á fundi með blaðamönn- um í gær, að félagið hefði komið fram með nýja tillögu til lausn- ar vandamáli trillubátaflotans hér í Reykjavíkurhöfn. Leggja þeir til að gerður verði garður í krikanum útfrá Ingólfs- garði, sem er austasti hafnar- gaðurinn, nærri því upp að Faxa- garði, sem er næsti garður fyrir vestan Ingólfshöfða. í þessari bátahöfn telja forráðamenn fé- lagsins, en Haukur Jörundsson hafði orð fyrir þeim, að hægt verði að leggja 200—250 trillu- bátum innan hins nýja garðs. Garðinn megi svo jafnframt nota sem viðlegupláss fyrir allt að tvo togara. Útilokað í Vesturhöfninni Stjórn Bjargar sagði að þegar Ægis sandur SANDNÁMAN í Hrauns- vík við Grindavík hefur nú um rúmt ár verið starf- rækt af fyrirtæki, sem ber nafnið Ægissandur hf. Hef- ur byggingarefni það er unnið hefur verið úr sand- inum reynzt sérstaklega vel, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins. I sl. viku gafst blaðamönnum og byggingarmeisturum tæki- færi til þess að kynnast vinnslu námunnar og nýj- um tækjum, sem hafa ver- ið tekin í notkun við vinnsluna, sem vonir standa til að bæði auki af- köst námunnar og gæði byggingarefnisins. Efnið er unnið með sand vörpum og skiptist í þrjár stærðir, sand, loftamöl og veggjamöl. — Sandvarpan og sandgeymarnir eru al- gerlega íslenzk framleiðsla, smiðaðir af vélsmiðum Ægissands hf, með góðri aðstoð frá Vélsmiðjunni Bjarg hf í Reykjavík. Með hinum nýju tækjum vinnst efnið mun hraðar og betur. Myndin sýnir hina nýju sandgeyma og sandvörpu Ægissands hf í Hraunsvík við Grindavik. væri búið að skipuleggja svo allt svæðið í Vesturhöfninni að vonlaust sé að ætla sér að kom- ast að í krikanum við Örfirisey. Því hafi félagið bent á þessa leið. Lögð var áherzla á hve aðkall- andi það væri, að leystur yrði vandi trilluflotans innan hafnar- innar. Trilluútgerð 35 ára Bjarni Kjartansson, sem verið hefur í stjórn Bargar frá því það félag var endurreist aftur 1952, sagði að um þessar mundir væru 35 ár frá því að Albert vitavörð- ur Þorvaldsson í Gróttu hefði fyrstur manna hér um slóðir lát- ið setja vél í bát sem hann áttL Var það gömul ljósavél úr „fs- aga“, sagði Bjarni, er rakti síð- an nokkuð sögu trilluútgerðar frá Reykjavík. í fréttatilkynningu, sem stjórn Bjargar afhenti blaðamönsum á þessum fundi segir m. a. að ár- ið 1957 hafi afli trilluflotans frá Reykjavík verið rúmlega 220 tonn, en hafði á árinu 1959 orðið rúmlega 1880 tonn. Hér er þó ekki með talin hrognkelsaveiðin. Járniðnaðar- menn keppa LOKIÐ er skákkeppni sem nokkr ar stærstu smiðjur bæjarins háðu og fóru Landssmiðju-menn með sigur. Keppt var um fallegan bik- ar sem Sigurður Sveinbjarnason vélsmiðameistari gaf til keppn- innar en þetta er farandbikar. Vélsmiðja Sigurðar Svein- björnssonar, Vélsmiðjan Héðinn, Landssmiðjan og Stálsmiðjan sendu skáksveitir til keppninnar. Hiaut Landssmiðjan 9 vinninga af 12 mögulegum, næst komu Héðins-menn með 6 vinninga, skáksveit frá Vélsmiðju Sig. Sveir.bjarnarsonar 5Vz vinning og Stálsmiðjan hlaut 2 vinninga. I skáksveit Landssmiðjunnar voru þeir Arinbjörn Guðmundsson, Guðmundur Arason, Birgir Boga- son og Jón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.