Morgunblaðið - 13.04.1960, Side 16
16
MORCrmtlAÐIÐ
Miðvikudagur 13. april 1960
Rósa Andrésdóttir
Hinn 19. marz 1960 átti frú Rösa
Andrésdóttir í Hólmum í Austur-
Landeyjum í Rangárvallasýslu,
sjötugsafmæli, því fædd er hún
hinn 19. þess mánaðar árið 1890
að Hemlu í Vestri-Landeyjum.
l>ar bjuggu þá foreldrar hennar
mætu hjónin: Hólmfríður Magn-
ásdóttir og Andrés Andrésso.o.
Hemla í Landeyjum var svo í
sveit sett við þjóðveg milli
tveggja höfuðvatna, að margur
íerðamaðurinn fann öryggi í því
að koma við og spyrja hvernig
hin síbreytilegu vötn lægju
hverju sinni, og oft til þess að
fá ferju eða fylgd. Engum var
kotvísað að koma á Hemluheim-
ilið á þeim árum, því umfram
nauðsynlega fyrirgreiðslu yfir
vötnin voru allir vegfarendur
sem margir hverjir komu blautir
og kaldir úr vötnunum, velkomn-
ir i húsaskjól þessa göfuglynda
fólks. Og þá stóð aldrei á heitum
„kaffisopa“ hjá Hólmfríði né
Sjötugsafmæli Hólmahjóna
heytuggu handa reiðskjótum
ferðamanna að vetrarlagi hjá
Andrési fyrir utan þau miklu
alúðarheit og hjartahlýju, sem
allir fundu að streymdi frá þess-
um veglyndu gestgjöfum á bakk-
anum við „ólgandi Þverá“
í þessu umhverfi og andrúms-
lofti óx Rósa frá Hemlu upp og
þarf ekki að efa, enda komið
fram gagnvart hennar eigin
heimili, að uppeldisáhrifin frá
foreldrahúsunum hafa reynzt
henni og systkinum hennar
giftudrjúg í veraldlegum framá
og lífsgangi.
Á uppvaxtarárum Rósu Andrés
dóttur var ekki alla hluti hægt
að kaupa hjá verzlunum eins og
nú tíðkast.
Þess vegna þurftu ungar stúlk-
ur að afla sér kunnáttu í matar-
gerð, vefnaði og saumaskap. Þótti
Rósa öðrum fremri í allri fata-
gerð og miðlaði hún einatt af
kunnáttu sinni i þeim efnum ut-
an síns eigin heimilis, meðan hún
var í foreldrahúsum.
Eftir að hún stofnaði sitt eigið-
heimili reyndist hún hin ágætasta
húsmóðir, svo sem vænta mátti,
og vonir stóðu til.
II. GUÐNI MAGNÚSSON
Fæddur er hann 12. nóv. 1889
að Hrauk í Landeyjum vestri og
átti því sjötugsafmæli 12. nóv.
næstliðinn.
Voru foreldrar hans bæði ætt-
uð úr Vestur-Landeyjum. Faðir-
inn Magnús Guðmundsson frá
Strönd en móðirin Bjarghildur
Guðnadóttir frá Arnarhóli.
Föður sinn missti Guðni er
hann var 3% áirs gamall, en
Bjarghildur bjó tvö ár eftir lát
Magnúsar, en flosnaði svo upp af
fátækt og fór í vinnumennsku
á ýmsum bæjum í Vestur-Land-
eyjum, en lengst á Strandar-
höfði.
Þegar Guðni var 16 ára gamall
gerðist hann lausamaður og
plægingamaður með hestum, þar
til hann giftist Rósu Andrésdótt-
ur frá Hemlu, hinn 27. maí 1917.
Ekki var Guðni settur til
msnnta í æsku, en ævibraut hans
hefur sýnt að mikill og góður
efniviður hafi verið í honum, og
svo lánssamur að hvert hans á-
form virðist hafa fætt af sér eitt
öðru meira, enda mótaðist fram-
koma hans öll af háttprýði og
lipurð.
Sín fyrstu hjúskaparár voru
Hólmahjón eftir stutta dvöl í
Miðkoti, búsett sex ár að Uxa-
hrygg á Bakkabæjum, þar til þau
fluttu að Hólmum í Austur-
Landeyjum árið 1924, og hafa Því
átt þar samastað í 36 ár, og bætt
mikið þá jörð með túnrækt og
á annan hátt.
Guðni Magnússon var mikill
hestamaður. Gjörði hann marg
an góðhestinn úr göldum fo!a.
Svo mikið yndi hafði hann af
hestum og kunni svo vel með þa
að fara, að ég þykist vita að hann
geti tekið undir með skáldinu.
„Maður og hestur þeir eru eitt
fyrir utan hinn skammsýna
markaða baug.“
Guðni í Hólmum hefur gegnt
ýmsum trúnaðarstörfum í sveit
sinni t. d. í hreppsnefnd og skatta
nefnd Austur-Landeyjahrepps á
þriðja tug ára.
Er mér kunnugt um samvizku-
semi hans í skattanefndinni. Hjá
yfirboðurum hrúguðust ekki upp
athugasemdimar hver af ann-
arri.
Þá má þess geta að hann gaf
sig að málefnum æskunnar, og
var einn af fyrstu þremur stjórn-
endum ungmennafélagsins Njáll
í Vestur-Landeyjum.
Hólmahjón hafa átt miklu
barnaláni að fagna. Eru börn
þsirra þessi:
Jón bóndi í Götu í Hvolhreppi,
kvæntur Ragnhildi Ástu Guð-
mundsdóttur ljósmóður.
Andrés skrifstofumaður í
Reykjavík, kvæntur Guðfinnu
Guðmundsdóttur.
Kristrún gift Herði Guðmunds
syni bókara á vegamálaskrif-
stofunni og Magnea Guðbjörg
ljósmóðir og hjúkrunarkona í
Reykjavík.
Auk sinna eigin barna ólu þau
hjón upp Gerði Elímarsdóttur og
Kristínu Jóhannesdóttur nú í
Reykjavík.
Barnábörn þeirra Hólmahjóna
eru nú orðin 12 að tölu.
Hólmahjón hafa reynzt hlý í
viðmóti eins og þau eiga kyn til.
og gestrisni og greiðasemi virðist
þeim í blóð borin.
Guðni Magnússon
Undirritaður sem þessar línur
ritar þakkar þeim ágætu hjónum
Rósu og Guðna ný og gömul
kynni með hjartanlegustu heilla-
óskum í tilefni af sjötugsafmæl-
um þeirra beggja.
Páll Björgvinsson.
Nýr bátur til Eyja
VESTMANNAEYJUM, 7. apríl:
— í gær kom hingað til Vest-
mannaeyja nýr bátur, sem ber
nafnið Kristbjörg VE 70, smíð-
aður í Strusham í Noregi.
Báturinn er með 550 hestafla
Völund-dieselvél og er 112 tonn
að stærð, smíðaður úr stáli.
Hann er búinn öllum nýjustu
siglingar- og fiskileitartækjum,
m. a. sjálfvirku Simrad-síldar-
leitartæki. Svefnpláss er fyrir 13
menn. Báturinn virðist vel smíð-
aður og vel frá öllu gengið. —
Eigandi hans er einn þróttmesti
skipstjóri í Eyjum, Sveinn Hjör
leifsson frá Skálholti.
Lét Sveinn mjög vel af bátn-
um á heimleiðinni, en þeir
hrepptu leiðinda veður við Fær-
eyjar, og kom sjóhæfni bátsins
þá vel í ljós. Nýi báturinn fer á
veiðar á morgun. —Bj. G.
EGGERT CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmenn.
Þórshamri við Te.nplarasund.
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
PÁSKAR
Siöir og helgihald
Páskahátíð Gyðinga
Páskarnir voru mesta
trúarhátíð Gyðinga. Þeir
voru haldnir til minning-
ar um frelsun Gyðinga-
þjóðarinnar undan ánauð-
aroki Egypta. (2 bók
Móse, 12).
Álitið er að flótti ísra-
elsmanna úr Egyptalandi,
sem Móses hafði forystu
um, hafi átt sér stað á
tímabilinu 1400—1200 f.
Kr. Páskarnir hafa því
verið haldnir heilagir sem
trúarhátíð hjá Gyðingum
í yfir 3000 ár. Hátíð þessa
nefndu Gyðingar ,Passah‘
og af því orði er heiti
páskanna komið í mörg-
um tungumálum.
Páskahátíðin hófst með
því að páskalambinu var
slátrað í musterinu í
Jerúsalem og streymdi þá
fjöldi pílagríma til borg-
arinnar víðs vegar að.
Páskavikuna mátti aðeins
baka ósýrð brauð. Rjóða
skyldi blóði fórnardýr-
anna á dyrastafi hvers
húss til minningar um
það, þegar engill dauðans
gekk fram hjá dyrum
ísraelsmanna, er þeir
voru í útlegðinni í Egypta
landi.
Kristnir páskar
Kristnir menn halda [
páska hátíðina til minn-
ingar um dauða og upp-
risu Jesú Krists, sem átti
sér stað, þegar páskar
Gyðinga stóðu yfir. Þess
vegna ber páska Gyðinga
og kristinna manna næst-
um upp á sama tíma.
Gyðingar höfðu ákveð-
ið, að fyrsti páskadagUr
skyldi vera daginn fyrir
fyrstu tunglfyllingu eftir
jafndægri á vori (2il.
marz). Á fvrstu öldunum
e. Kr. breyttist reglan, að
því er snerti kristna söfn-
uði, þannig, að páskadag-
ur var færður á fyrsta
sunnudag sem, eða eftir,
að páskatungl var í fyll-
ingu. Þessi regla var stað-
fest á kirkjuþinginu í
Nikeu árið 326 e. Kr.
Ýmsir páskasiðir
Páskabrenna: - í nokkr
um héruðum Þýzkalands
og Svíþjóðar er siður að
hafa brennu á páskakvöld
með svipuðum hætti og
Jónsmessubrenna er höfð
annarsstaðar^í Danmörku
þekkist sá siður á nokkr-
um stöðum, að börnin
kveikja blys og sjóða egg
niður við ströndina. Það
eru sennilega - leyfar af
þeim sið að kveikja páska
bál.
Páskaegg: — Það er
mjög gamall siður í mörg
um löndum að borða egg
vissa daga um páskana. í
kaþólskum löndum bless-
uðu prestarnir egg og önn
ur matvæli um páskana.
Nokkuð af þeim fengu
prestur og djákni sem
eins konar tíund, en af-
ganginn borðaði fólkið
heima og var talið að
þessi helgaði matur fæli
í sér sérstaka blessun.
Upprunalega mun sú
siðvenja að borða páska-
egg samt komin úr heiðni
og vera tengd frjósemi-
dýrkun, þar sem litið var
á eggið sem uppsprettu
lífs og frjósemi (sbr. þjóð-
sögurnar um fjöreggið).
í Suður-Evrópu eru
páskaeggin (sem eru raun
veruleg egg) máluð og
skreytt fagurlega.
Á síðari árum er í mörg
um löndum farið að búa
til eftirlíkingar af eggjum
úr súkkulaði, sykurkremi
og þess háttar sælgæti,
sem eru höfð til gjafa um
páskana og kölluð páska-
egg.
Á nokkrum myndanna
á þessari síðu, getið þið
séð, hvernig hægt er að
mála og skreyta hænuegg
til þess að setja hátíðasvip
á páskaborðið.
Páskaliljur: — Sá siður
er ekki mjög gamall að
skreyta híbýli sín með
blómum um páskana. Er
þá einkum notað eitt
blóm, páskaliljan, sem
flest ykkar munu þekkja.
Páskaliljan er blóm-
laukur, með eitt, gult, bik
arlaga blóm á hverjum
stilk, sem er venjulega 30
til 40 cm hár. Upphaflega
var hún mest ræktuð í
Hollandi, en hefur það-
an breiðst út til flestra
Evrópulanda. Á íslandi er
hún mikið ræktuð í gróð-
urhúsum.
Páskasólin: — Víða er
til sá ævaforni siður að
fara fyrir sólarupprás á
páskadagsmorgun upp á
hæð eða fjall skammt frá
bæ sínum, og „heilsa" þar
páskasólinni, þegar hún
kemur upp. Sumir segja
þó nægja, að heilsa mynd
hennar, þar sem hún
speglast í vatnsfleti. í
Danmörku hefur þessi
siður þó að nokkru leyti
færzt yfir á hvítasunnuna,
þegar sagt er að sjá megi
sólina „dansa“ á himnin-
um.
Ef til vill er þarna um
að ræða ævafornar leifar
að heiðinni sóldýrkun.
Trúarhátíð: — Framar
öllum siðum og venjum,
sem við páskana eru
bundnar, er þó hið trúar-
lega innihald þeirra, en í
dauða Jesú og upprisu eru
fólgin höfuðatriði kristinn
ar trúar.
Lesbók barnanna óskar
ykkur öllum
gleðilegra páska.