Morgunblaðið - 21.04.1960, Side 1
24 síður
47. árgangur
tbl. — Fimmtudagur 21. apríl 1960
PrentsmiSja Morgunblaðsins
Ný tillaga í Genf
12 mllna fiskveiðilogsaga
\ ákveðin nu en landhelgis-
1
ákvorðun vísað til S.Þ.
GenJ, 20. april. — Eirikaskeyti til Mbl. Jrá Þorsteini Thorarensen,
UNDARLEGT andrúmsloft ríkir á ráðstefnunni hér í Genf
Varla nokkur fæst til að flytja ræðu, en Wan forseti kallar
menn saman til funda, sem eru hálfgerðar fýluferðir. Þó
ríkir undir niðri einhver spenningur. Allir standa, hver
framan í öðrum, og spyrja hvað sé að gerast, en enginn
veit neitt. Séu helztu fulltrúarnir spurðir um hvað muni
gerast, svara þeir eins og véfréttin í Delfi: „Eitthvað
mun gerast.“ —
Eina ræðan, sem flutt var á
árdegisfundi var áköf baráttu-
ræða Drew fulltrúa Kanada fyrir
bandarísk-kanadísku tillögunni,
en hann hafði annars lítið nýtt
til málanna að leggja. Skoraði
hann á aila að fylgja einu til-
lögunni sem til mála gæti komið
að fengi tvo þriðju hluta at-
kvæða. Fór hann þess á leit að
ákveðið yrði hvenær loka-
atkvæðagreiðslan fari fram.
ATKVÆÐAGREIÐSLU
FRESTAÐ
Tunkin, fulltrúi Rússa svar-
aði því til að slíkt væri óþarft.
Atkvæðagreiðslan hafi verið
ákveðin hinn 22. apríl og til vara
hinn 23. Kom nú í ljós að það
sem Drew vildi var að fresta ráð-
stefnunni um nokkra daga. Var
ákveðið í framkvæmdaráði að
íresta lókaatkvæðagreiðslu til
þriðjudagsins 26. apríl.
Fylgjendur bandarísku tillög-'
unnar virtust fyrst eftir at-
kvæðagreisðlu í heildarnefnd
gripnir vonleysi, en eru nú að
þreifa fyrir sér hvort ekki megi
með einhverju móti ná tveim
þriðju atkvæða, jafnvel með því
að einhver breyting verði gerð á
tillögunni. A sama hátt rannsaka
nú ríkin átján og Rússar hvernig
þeir geti haldið nægri mótstöðu
gegn tillögunni til að tryggja það
að hún nái ekki fram að ganga.
Feykimiklar og stöðugar viðræð-
ur fara fram milli sendinefnd-
anna og meðan verið er að þreifa
fyrir sér
mikið.
vill enginn segja
BOBAR NYJA TILLOGU
Á síðdegisfundi í dag spurði
Wan prins hvort nokkur vildi
tala á árdegisfundi eða síðdegis-
fundi á morgun, en enginn gaf
sig fram í fyrstu. Virtist svo sem
Wan prins yrði að aflýsa fundi,
en loks stóð upp Garcia Robles,
fulltrúi Mexikó og lýst því yfir
að mjög góðar líkur væru fyrir
því að átján ríkin mundu bera
fram nýja tillögu á morgun, sem
fæli í sér mikilvæga sáttaum-
leitun. Þetta vakti mikla athygli
og þyrptust allir að Robles eftir
fundinn og spurðu hann hvaða
sáttatillögu hann hefði í huga.
Hann varð alveg eins og vé-
fréttin og sagði: „Þið sjáið það
á morgun“. Þegar sumir fulltrúar
hinna átján ríkjanna voru spurð-
ir hvað væri á seyði, svöruðu
Framh. á bls. 2
Enn róstur í S-Kóreu
Þingið hvatt saman til aukafundar
Seoul, Suöur-Kóreu, 20. apríl.
— (NTB — Reuter). —
ÞÚSUNDIR stúdenta héldu í
dag áfram mótmælagöngum
Handtökur í S-Afríku!
JÓHANNESARBORG, 20. apríl
(NTB, Reuter); — Lögreglan í
Suður Afríku réðist enn í dag
í blökkumannahverfin og hand-
tók þar um 550 manns, og hefur
hún þá handtekið um 1200 manns
síðan á mánudag.
Höfðu samtök blökkumanna
skorað á meðlimi sína að mæta
ekki til vinnu, en fæstir hlýddu
þeirri áskorun og mun ástæðan
aðallega vera sú að þó vantar til
hnífs og skeiðar. Beið lögreglan
þar til blökkumennirnir voru
farnir til vinnu sinnar, en réðist
síðan inn í þorp þeirra og hand-
tók alla þá, sem ekki höfðu vega
bréf eða voru að öðru leyti álitnir
hafa brotið af sér.
Allt útlit er fyrir því að ríkis-
stjórninmi muni nú takast að
koma á ró í landinu og álitið
er að stjórnin sé að athuga mögu
leika á því að bæta ástand blökku
mannanna. Ekki mun þetta ein-
göngu að þakka átökum blökku-
manna, heldur einnig hsæðslu
varðandi utanríkisviðskipti lands
ins, vegna mótmæla um allan
heim og hótana um viðskipta-
bann.
Louw utanríkisráðherra til-
kynnti þinginu í Suður Afríku
í dag að Verwoerd forsætisráð-
herra mundi sennilega geta tek-
ið aftur til starfa eftir um það
bil viku tíma, en yrði ef til vill
fyrst um sinn að vinna störf sín
í svefnherberginu. Louw sagði
að Verwoerd væri á góðum bata-
vegi eftir morðtilraunina.
gegn ríkisstjórn Suður-Kóreu
í öllum stærri borgum lands-
ins. Lenti á stöku stað í bar-
daga milli þeirra og hersins,
sem alls staðar er á verði.
Á einum stað hóf lögreglan
skothríð á hóp stúdenta í
norðurhluta horgarinnar.
Ekki kom þó til átaka svip-
aðra þeim er urðu á þriðju-
dag, þegar a. m. k. 92 féllu
og 1000 særðust.
Kr. 2.850,— per Iík
Syngman Rhee forseti hét því
í dag að aðstandendum hinna
drepnu yrðu greiddar skaðabæt-
ur sem næmu 50.000 Hwan til
hverrar fjölskyldu (um kr.
2.850,—). Skyldu skaðabæturnar
greiddar við framvísun líkanna.
Þá lofaði forsetinn því að ítar-
leg rannsókn yrði látin fara
fram á kröfum stúdentanna ag
stuðningsmanna þeirra strax og
friður væri kominn á.
Falsaðar kosningatölur
Forsetinn hefur verið undir
stanzlausri gagnrýni frá því
hann var endurkjörinn forseti
í fjórða sinn 15. marz sl.
hefur því verið haldið fram að
kosningaúrslitin hafi verið föls-
uð. Uppþotin í dag voru meðal
annars í borgunum Taego, Inch-
on, Chonju og Suwon, þar sem
hundruð manna fóru kröfugöng-
ur um göturnar.
Framhald á bls. 23.
f dag er sumardagurinn’J
Sfyrsti. Sá dagur er orðinn)
\dagur æskunnar. Þá munut
Lbörnin í Reykjavík hópast/
'prúðbúin um götur bæjarins/
7— ef veðrið verður gott ■
)og líta við hjá Tjörninni og)
)bjóða íbúum hennar gleðilegtv
Uumar. Börnin á þessari myndC
(verða áreiðanlega í þeim hópi,/
/því það er aldrei hægt að fá/
/nóg af íbúum TjarnarinnarJ
Jsem eru nær einu tengzl æsk-;
)unnar í Reykjavík við sveit-j
Nina og náttúrulífið.
Uppreisn í Venezuela
CARACAS, Venezuela, 20. apríl,
(NTB-Reuter). — Flokkur upp-
reisnarmanna undir forystu Jesus
Maria Castro Leon fyrrverandi
Flugslys
)BOGOTA, Kolombiu, 20. apríl(
\(Reuter). — Farþegaflugvél (
/af gerðinni C-46 Superstar frá/
/Lloyd Aero Colomboano flug-,
)félaginu fórst í gærkvöldi ná-'
)lægt Bogota. Með vélinni fórst(
(31 en 19 særðust. Var vélin í(
/aðflugi til lendingar á leið frá /
/Miami í Bandaríkjunum. Féll)
)vélin í tjörn um 100 metrum
)frá flugbrautarenda og drukkn(
(uðu margir þeirra sem um(
/borð voru. Meðal þeirra sem /
/fórust var flugstjórinn.
hershöfðingja og varnarmálará3»
herra, réðist í dag inn í borgina
Saji Cristobal. Aðalbækistöðvar
hersins þar í borg eru nú i hönd-
um uppreisnarmanna. Ein af út-
varpsstöðvum San Cristobal send
ir nú áskoranir til íbúanna um
að reisa götuvirki i borginni, og
skorar sérstaklega á fyrrverandi
herménn að ganga í lið með upp-
reisnarmönnunum.
Ríkisstjórnin hefur sent mikið
herlið til San Cristobal og her-
flugvélar. Hefur stjórnin fyrir-
skipað íbúunum að yfirgefa borg
ina. Búizt er við að íbúunum
verði gefinn einhver frestur til
að hafa sig á brott áður en loft-
árásir verða gerðar. Freigátan
General Jose Moran er einnig á
leið til heimahafnar sinnar frá
Curacao, eftir að hafa fengið
Framh. á bls. 2.