Morgunblaðið - 21.04.1960, Page 6
6
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. apríl 1960
Stefna ríkisstjórnarinnar:
Freísi í verzlun og við-
skiptum leysir höft og
og bönn af hólmi
\ Frumvarpið um innflutnings- og
| gjaldeyrismál til 1. umræðu á þingi
FRUMVARP ríkisstjórnar-
innar um frjálsa verzlun og
afnám á fjárfestingarhöml-
um var til fyrstu umræðu í
Neðri deild á fundi hennar
í gær, en frumvarpið var sem
kunnugt er lagt fram á þingi
skömmu fyrir páska.
Það var viðskiptamálaráð-
herra, Gylfi Þ. Gíslason, sem
fylgdi frumvarpinu úr hlaði.
Þróun síðustu 40 ára
Hann rakti nokkuð gang gjald
eyrismálanna á því um 40 ára
tímabili sem þau hafa verið í
höndum landsmanna sjálfra, og
kvað þróunina m. a. hafa mark-
azt af miklum utanaðkomandi
truflunum svo og mikilli lýðræð-
islegr byltingu í stéttabaráttunni
hér á landi. A þessu skeiði hefði
gengið verið fellt formlega 6 sinn
um, tvívegis reyndar í sambandi
við gengisfellngar í nágranna-
löndunum, þ. e. árin 1931 og ’49,
og nú síðast hefði verið um að
ræða formlega viðurkenningu á
síendurteknum gengisfellingum
allan síðasta áratug.
Frelsi í verzlun og viðskiptum
Um hið nýja frumvarp ríkis-
stjórnarinnar sagði Gylfi Þ. Gísla
son m.a. að grundvöllur þess væri
frjáls innflutningur og gjald-
eyrisviðskipti, enda væri það
trú manna, að efnahagsmála-
stefna ríkisstjórnarinnar, sem
hún hyggðist fylgja fram með
festu, myndi gera höft og
bönn óþörf.
Viðskiptin við jafnkeypislöndin
Þar sem nálega % innflutnings
ins ætti sér stað skv. jafnkeypis-
samningum væri ekki hægt að
gefa allan innflutninginn frjáls-
an Ef slíkt yrði gert, væri hætt
við að innflutningur frá þessum
löndum mundi dragast mikið sam
an, iökum þess að vc.ur þaðan
þættu margar hverjar ohentugri,
gæðin rýrari og gerð þeirra ís-
lenzkum kaupendum síður að
skapi Þetta mundi leiða af sér
minnkandi kaup sömu landa á
útflutningsvörum oka.ar, sem
ekki væru eins og sakir stæðu
finnanlegir aðrir markaðir fyrir
Af þessum ástæðum væri í
frumvarpinu gert ráð fyrir samr,
ingu sérstakrar reglugerðar um
það, hvaða vörur skyldu vera
leyfisbundnar áfram, og væri
undirbúningi að henni langt kom
ið. Hefði við það verk verið haft
samráð við ýmsa aðila, er þessi
mál snertu mest.
Aðeins 10% skammtað
með leyfum
Allmikill munur væri á því,
hve mikið af innflutningi frá ein-
stökum löndum yrði bundinn
leyfum, og færi það m. a. eftir
þeim vörutegundum, sem um
væri að ræða. Þar eð nauðsyn-
legt hefði þótt að gefa íslenzkum
iðnaði nokkurn tíma til að búa
sig undir aukna samkeppni er-
lendis frá, hefðu nokkrar vöru-
tegundir verið settar á sérstakan
írílista, sem ekki gengi í gildi
fyrr en eftir 6 mánuði.
Leyfi verða aðeins skömmt-
uð á um 10% heildarinnflutn-
ingsins, en þar verður um að
ræða viðbótarinnflutning á
vörum, sem annars eru keypt-
ar í jafnkeypislöndunum, en
vegna gæða eða annarra sér-
ástæðna þarf líka að íá ann-
ars staðar frá.
Einfaldari og ódýrari skipan
Leyfisveitingar þessar verða
framkvæmdar af innflutnings-
bönkunum skv. reglum er ríkis-
stjórnin setur.
Leyfisveitingar verða þvi
mun umfangsminni en áður
hefur tíðkazt og mun fram-
kvæmd þeirra öll verða stór-
um einfaldari og ódýrari.
Innflutningsbankarnir munu
einnig úthluta þeim leyfum, sem
þörf verður fyrir vegna gjald-
eyrisgreiðslna, en leitazt verður
við að gera þá starfsemi sem sjálf
vhkasta.
Meðal annarra atriða, sem við
skipfamá'.a.aðherra gerði að um-
taisefni, var stofnun gjaldeyri/-
varas.óðs, sem ríkissjórnin hefur
fengið 20 milljón dala lán tií að
setja á fót Mkilvægt væri að
þjóðin eignaðist slíkan sjóð sjálf
er fram liðu tímar.
Farsælli fjárfesting
1 sambandi við þau ákvæði
frumvarpsins, er kveða á um að
ríkisstjórnin fylgist með fjári'est-
ingu í landinu og fyrirætlunum
þess efnis, sagði Gylfi Þ. Gísla-
son m. a, að fjárfestingin hefði
á undanförnum árum beinzt inn
á alrangar brautir og ekki leiít
til eins mikillar framleiðsluaukn
ingar í landinu og gerzt hefði
með öðrum þjóðum.
Að lokum talaði ráðherrann
svo nokkuð almennt um afstoðu
jafnaðarmanna til slíkra ráðstaf-
ana sem hér væru á döfinni.
Minni innflutningur
Þórarinn Þórarinsson kvaddi sér
næstur hljóðs og deildi á Aþýðu-
flokkinn, fyrir að fylgja ekki
sömu stefnu og áður í efnahags-
málum. Hann var á móti því að
Innflutningsskrifstofan væri lögð
niður cg kvað slíkt hafa í för með
sér óheppilegan samdrátt valds.
Þá taldi hann hinar ýmsu ráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar mundu
leiða til þess, að verzlunarálagn-
ing hækkaði og innflutningur
drægist saman. Ræðumaður var
óánægður með ákvæðin um út-
flutningsverzlunina og kvað
ástæðu til að endurskoða allt
skipulag hennar. Réttara væri að
auka höftin á sviði fjárfestingar-
innar en draga úr þeim Frum-
varpið væri bæði verzluninni og
almenningi til tjóns.
Léleg áheym
Einar Olgeirsson kvað þetta
.harðvítugasta og Ijótasta frum-
varp ríkisstjórnarinnar’. Með
gengislækkuninni hefði stjórnin
komið fátæktinni á og með þessu
frumvarpi væri lagður grund-
völlur að því atvinnuleysi, sem
ætlað væri að halda fátæktinni
við. Þetta væri því hámarkið á
kúgm ,arstefnu ríkisstjórnarinnar
gegn almenningi. Þá gagnrýndi
E. Olg. m. a stofnun gjaldeyris-
varasjóðsins og kvað þjóðina
aldrei hafa verið í meiri hættu
að verða skuldaþrælar en ein-
mitt nú. Einnig taldi hann orka
tvímæls, hvort vð værum ekki
of skuldbundnir Sovétríkjunum,
vegna viðskiptanna við þau, til
þess að geta lagt út í slíkar ráð-
stafanir sem nú væri stefnt að.
Það vakti nokkra athygli, að
enginn af flokksbræðrum E. Olg.
sat í þingsal, meðan hann flutti
ræðu sína, nema hvað Asmundur
Sigurðsson varaþingmaður var
þar um stund. Þegar líða tók á
ræðuna og lengst af meðan flutn-
ingur hennar stóð yfir voru að-
eins deildarforseti, Jóhann Haf-
stein, og viðskiptamálaráðherra í
þingsalnum. Þegar þingfundi
lauk hafði ræðumaður ekki lokið
máli sínu.
íslenzk meimin«;
kyrnit í ísrael
HINN 29. marz s.l« hélt Félag Is
landsvina í Israel (Icelandic
Israel Friendship League) fund
í Ramat-Gan í Israel. I sambandi
við fund þennan var einnig
opnuð sýning á endurprentunum
íslenzkra málverka, sem Bóka-
forlagið Helgafell hefur gefið út,
sem kunnugt er.
Fundinn setti aðalræðismaður
Islands í ísrael, hr. Fritz Nasc-
hitz, en þar á eftir fluttu ræður
formaður Islandsvinafélagsins,
Dr. E. Lehman, aðalbankastjóri
Þjóðbanka Israels og Dr. Chaim
Yahil, fyrrverandi sendiherra
ísraels á Islandi, sem minnist Is-
lands og hinna ánægjulegu sam-
skifta íslands og Israels. Síðan
söng frú A. Lavanne, Prófessor
við „Rubin Academy of Music“
í Jerúsalem nokkur lög eftir Inga
T. Lárusson. Að því loknu var
sýnd litkvikmynd frá Islandi
Fund þennan sóttu um 400
manns, þ. á . m. ritari forseta
Israels, fulltrúar rikisstjórnar-
innar og erlendra ríkja, svo og
listamenn, blaðamenn og margir
fleiri auk meðlima íslandsvina-
félagsins.
Sýningin á íslenzku málverka-
endurprentununum var síðan
opin í 10 daga og var hennar
mjög lofsamlega getið í blöðum
og útvarpi í Israel.
2 bílar
eftir d
árekstur
Keflavíkurflugvelli, 20/4.
|)HARÐIJR árekstur varð í gær/
)dag á Hafna-vegi milli jeppa-/
kbifreiðarinnar G-1615 ogl
. þungrar flutningabifreiðar —
f VL-2509.
Jeppabifreiðin kom akandi/
Oeftir veginum frá Höfnum til/
OKeflavíkur. Skammt austani
Kvið Keflavíkurflugvöll kom(
/þung flutningabifreið af gerð-
/inni DW-10 akandi af hliðar- (
Obraut inn á þjóðveginn. Ók /
/jflutningabifreiðin á hlið jepp-
(ans, kastaði honum út af veg-
/inum og sneri honum í hálf-(
Ohring. Laskaðist jeppinn mjög/
Omikið, eins og myndin ber með)
(sér og bifreiðastjóri jeppans)
/slasaðist. Flugvallarlögreglan (
/kom von bráðar á vettvang og(
Oflutti hinn slasaða mann á/
Osjúkrahúsið í Keflavík.
Flutningabifreiðin VL-2509 )
(er í notkun hjá Aðalverktök-(
n við malarflutninga
OStapafelli. Bifreiðarstjórinn, /
Osem er islenzkur starfsmaður/
(verktakanna, slapp ómeiddur, í
/enda sá ekki á hin^í stóru(
/flutningatifreið að hana hafií
/munað um annað eins lítilræði/
)og mola einn jeppa undir sér.)
— BÞ.
Málverkasýning Þorláks Halldorsen í Bogasal Þjóðminja-
safnsins er opin daglega kl. 2—10 e. h. Ellefu myndir hafa
þegar selzt. Milli 600 og 700 manns hafa séð sýninguna. —
Málverkið hér að ofan er af Snæfellsjökli.
skrifar úr
siimur ui #
daglegq lifinu J
• Verzlun á Páskum
„Lesandi" hefur sent „Vel-
vakanda svohljóðandi bréf:
„Það er ekki hægt annað en
brosa, þegar maður les grein
í vissu blaði- eftir blaðamann,
sem skrifar undir dulnefni og
heldur sig stóran karl. Gerir
hann þar að umtalsefni pásk-
ana og vinnutap það, sem or-
sakast vegna þeirra. Einnig er
hann reiður að fá ekki að
skokka út í sjoppu á föstudag
inn langa til gosdrykkja-
kaupa.
1 sambandi við sjoppurnar
eru aðeins þrír dagar á árinu,
sem þær eru lokaðar, og er
það að margra áliti alltof lítið.
A jóladag, föstudaginn langa
og páskadag. Er sjálfsagt fyr-
ir það fólk, sem er aðfram-
komið úr þorsta þessa daga að
hafa þá framsýni að birgja sig
upp fyrir þá.
Fleira er og athugavert við
grein þessa, þó að lítið sé af
réttmætri gagnrýni í henni
svo sem seta forsíjóra á kaffi-
húsum. En af lestri greinar-
innar í heild, grunar mig ein-
hvern veginn , að höfundur
hennar ætti að eiga heima í
austurátt".
* Þrifnaður á lóðum
Vegfarandi skrifar:
Húsið Tjarnargata 8, á horni
Tjarnargötu og Vonarstrætis
var rifið að hluta sl. haust,
enda mjög lélegt orðið. Það
munu hafa verið einhverjir
lögregluþjónar, sem rifu af
því þakið og skilrúm á hæð-
inni, í aukavinnu. Timbri var
staflað í kjallarann en miklu
spýtnadrasli og öðru drasli
var fleygt í hrúgu vestanvert
við húsið. Lóðin þarna með
áðurnefndu hálfrifnu húsi og
öðru drasli er hörmuleg
ásýndum og hefur verið svo
í allan vetur. Svona sóðaskap
á ekki að þola, og verði lóðin
ekki hreinsuð að fullu næstu
vikur verður bærinn að láta
gera það á kostnað lóðareig-
enda fyrir 17. júní n.k. Væri
reyndar fróðlegt að fá upplýst,
hvað hefur dvalið þessar sjálf
sögðu framkvæmdir svo lengi.