Morgunblaðið - 21.04.1960, Síða 8

Morgunblaðið - 21.04.1960, Síða 8
8 MORGVWM AfílÐ Fimmtudagur 21. april 1960 Jónas Kristjánsson læknir Minningarorð ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem blaðamönnum gefst tækifæri til að skreppa upp* í háloftin og virða fyrir sér óendanleika him- inhvolfsins eða hrikalega nátt- úru landsins. f dymbilvikunni bauð Flugfélag íslancts blaða- mönnum, nokkrum starfsmönn- um Bílasmiðjunnar og öðrum gestum í flugferð með Hrímfaxa 1 tilefni þess, að nýlokið er skoðun á báð- um Viscount-flugvélum félagsins Og voru farþegarými þeirra þá jafnframt klædd innan að nýju og er það í fyrsta skipti sem ís- lenzkir aðilar taka að sér slíkt verk í millilandaflugvél. Það var Bílasmiðjan í Reykjavík sem sá um verkið, en Sveinn^ Kjarval arkitekt sá um litaval. Á hlaðinu fyrir utan afgreiðslu Flugfélags- ins beið farkosturinn og í dyrum flugvélarinnar stóð María Krist- insdóttir flugfreyja og tók á móti gestunum með bros á vör og vís- aði þeim til sætis. Frammi í flug- stjórnarklefanum sátu þeir Jó- hannes Snorrason yfirflugstjóri og Jón Jónsson flugstjóri og settu hina fjóra hverfihreyfla Hrím- faxa af stað, hvern af öðrum og síðan var ekið beinustu leið út á flugbrautina. Eftir að menn faöfðu spennt öryggisbeltin og sumir lesið bænirnar í nalfum faljóðum geystist Hrímfaxi af stað og flaug norður yfir bæinn. Rödd Jóhannesar Snorrasonar hljóm- aði brátt í hátalarakerfinu og skýrði hann blaðamönnum frá öllum kostum Viscount-skrúfu- þotunnar og tilkynnti jafnóðum faaeð vélarinnar, sem þaut upp úr skýj adrunganum yfir Esjunni — 2000 fet á mínútu af allri orku — 6800 hestöflum. Skýjaslæður lágu inni til jökla en í austri mátti greina Eyjafjöllin og Vestmanna eyjar en yfir norðurströnd lands- ins lá skýjabakki. — Áfram var haldið ofar og ofar — upp í 30 þús. fet. Þeir úr Bílasmiðjunni, sem flugu sumir nú í íyrsta sinn ræddu um það sín í. milli, að þeir hlytu bara að vera komnk lang- leiðina til himnaríkis, en ljós— myndararnir munduðu vélar sín- ar og leituðu að sérkennilegum skýjamyndunum. Hátt í heiði brosti sólin sínu blíðasta brosi, menn lygndu aftur auguni>-i og tóku sólbað, en úti fyrir var 50 gráða frost. Inni í flugvélinni var loftþrýstingurinn sá sami og í 8 þús. fetum og enginn virtist verða fyrir minnstu óþægindum — enginn tuggði jórturleður. Viscount-skrúfuþoturnar geta hæglega flogið á 2 hreyflum fullhlaðnar og létthlaðnar á ein- um og þessu til sönnunar slökktu flugmennirnir á þremur hreyfl- um — og þá fór kuldahrollur um marga. En vélin hélt sinu striki í sömu hæð og óttinn hvarf af mönnum, en flugmennirnir ýttu á hnappa í mælaborðinu og samstundis voru skrúfurnar komnar á fulla ferð. Þannig var flogið um loftin blá í nær klukku stund, þá var vélinni stefnt mót jörðú. Vísirinn á hæðarmælinum snerist eins og hjól á spunarokki — — innan stundar var komið niður úr skýjunum yfir Kap- ellu hrauni, stefnt norður yfir Hafnarfjörð og Kópavog og lent heilu og höldnu. Á flugvellinum var þegar tekið til við að búa Hrímfaxa til annarrar ferðar með íslendinga í sólbað — ekki norð- ur yfir Esju heldur suður til Mallorca. •—möa. HANN andaðist á heimili sínu í Heilsuhæli Náttúrulækningafé- lags íslands í Hveragerði sunnu- daginn 3. þ. m., nær því níræður að aldri, — fæddur 20. sept. 1870. — En útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 24. þ. m. kl. 2 síðd. Örstutt ágrip af helztu æviatrið- um hans er birt í 8. tbl. Morg- unblaðsins er kom út 5. þ. m. og spara ég mér að endurtaka þau. En með því að ég átti því láni að fagna að kynnast þess- um afbragðsmanni um nokkurt skeið ævi okkar langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Jónas læknir var skipaður héraðslæknir í Sauðárkrókshér- aði frá 1. júní 1911 að telja og gegndi hann því embætti til árs- loka 1938. Kynning okkar hófst þegar ég fluttist til Sauðárkróks 1. des. 1924. Fyrr en þá hafði ég aldrei komið til Skagafjarðar, og var ég þá nær því öllum ókunn- ugur þar. En móttökur læknis- hjónanna, Jónasar og frú Hans- ínu Benediktsdóttur, konu hans, voru með þeim hætti að okkur konu minni gleymdist aldrei sú vinsamlega alúð, sem við áttum þá undir eins að mæta á heimili þeirra. Og um það bil einu ári síðar gerðist það, m. a. fyrir at- beina Jónasar læknis, að við urð- um nánustu nágrannar í kauptún inu og vorum það öll þau ár sem við áttum þar báðir heima. Og það hef ég vitað æ siðan að eng- inn maður hefur átt betri ná- granna en við hjónin og börn okkar áttum þá. ★ Þegar ég kom í Skagafjörð varð ég þess brátt vís hve mikla hylli og álit Jónas Kristjánsson hafði öðlazt þar sem læknir. Almenningur taldi honum fátt ókleyft sem lækni. Hafði mikið orð farið af honum sem góðum lækni meðan hann gegndi emb- ætti á Austurlandi. Og í Skaga- firði urðu afrek hans sem skurð- læknis brátt kunn, bæði þar heima í héraði hans og annars staðar um land. Minnist ég þess nú að ungur og efnilegur lækn- ir, sem um stundarsakir þjónaði Hofsóshéraði, en var Jónasi til aðstoðar við vandasaman upp- skurð, hafði það á orði við mig hve ánægjulegt og uppbyggileg sér hefði þótt að sjá hann að verki. Talaði hann um þetta af mikilli aðdáun. Varð ég þess síðar einnig áskynja að ýmsir hinir færustu læknar hér á landi á þessu tímabili höfðu miklar mætur á Jónasi sem ágætum skurðlækni. Sjálfur komst ég brátt að því að hugur hans var allar stundir opinn og vökull við læknisstörfin. — Satt er það, að honum, sem sjálf- ur var harðger og hugrakkur hreystimaður, var það stundum erfitt að umbera hugleysi og kveifarskap í stórum stíl. En sjúklingar hans báru honum það vitni, að væri um alvarlegan sjúkdóm að ræða, þá hafi hann jafnan verið þeim „Ijúfur og nærgætinn eins og bezta móðir“, —- svo ég fari rétt með orð þeirra. Jónas fór oft utan, í þeim er- indum að kynna sér nýjungar í læknavísindum. í einni utanför sinni fór hann alla leið til Vest- urheims í þessum erindum. Sparaði hann til þessa hvorki fé né erfiði. Man ég ekki betur en í Vesturheimi hafi hann fyrst kynnzt þeim læknum er upphaf- lega hófu svonefndar náttúru- lækningaaðferðir. Minnist ég þess að um það leyti hafði hann einu sinni orð á því við mig, að haldkvæmasta leiðin í barátt- unni gegn sjúkdómunum væri að efla hreystina og viðnámið gegn sjúkdómunum, en það yrði að- eins gert með réttu mataræði og öðrum náttúrlegum hollustuhátt- um. „Því reyndin er oftast sú, að of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í“. Svo komst hann þá að orði. Kynnti hann sér þessa lækninga- stefnu rækilega og átti mikinn bókakost þar sem um hana er fjallað. Var hann öll sín efri ár vakinn og sofinn við að halda fram kenningu þessari í orði og verki. Og af þeim toga spunninn er forganga hans um stofnun heilsuhælisins í Hveragerði. Og hvað sem er og kann að verða sagt um þessa lækningastefnu, bera heilhuga aðvaranir hans, þrotlaus barátta og þetta síðast- nefnda afrek hans honum fagurt vitni. ★ Jónas Kristjánsson var ekki aðeins mikill merkismaður inn- an stéttar sinnar. Hann var einn- ig ágætur þjóðfélagsborgari í hvívetna. Meðan hann var lækn- ir í Hróarstunguhéraði rak hann bú á Brekku í Fljótsdal. Og eftir að hann flutti búferlum til Sauðárkróks var öðru nær en að hann legði búskapinn á hilluna. Hann átit þar gott kúabú, af- bragðsduglega hesta og nokkurn stofn sauðfjár. Kom búið læknis- hjónunum að góðum notum. Var málnytjunnar og annarra búsafurða' mikillar þörf á heim- ili þeirra, því að hjá þeim var jafnan opið hús fyrir gesti hvað- anæfa að og nær því daglega gestir úr héraðinu. Þegar Jónas læknir kom fyrst til Skagafjarð- ar gat naumast heitið að þar væru til nokkrir akvegir, og eng- ar bifreiðir því komnar til sög- unnar. Var lækni því ærin þörf góðra hesta. Þegar ég fyrst kynntist Jónasi lækni átti hann léttan og lipran, útlendan bjöllu- sleða og beitti hann fyrir hann brúnum eflingshesti, þá er sleða- færi var að vetrarlagi, og hann vildi vera fljótur í förum. Og þegar vötnin og eylendið var allt ísi lagt, sögðu þeir, sem sáu til ferða læknisins fram í héraðið oð líkast væri á að líta eins og fugl flygi yfir ísana — svo hratt var þá ekið. ★ Jónas læknir var áhugamaður um allt sem laut að heill og heiðri þjóðar vorrar. Hann var landskjörinn þingmaður og átti sæti á Alþingi á árunum 1927— 1930. Hann var forseti Fram- farafélags Skagfirðinga á árunr um 1914—1938. Var hann lífið og sálin í félaginu meðan hann átti heima í Skagafirði. Félag þetta hafði forgöngu um árlega um- ræðufundi um þjóðmál og stóð að ýmsum tillögum, er vörðuðu gagn og menningu í Skagafirði. Engum manni hefi ég kynnzt, sem stóð Jónasi lækni framar um greiðvikni og hjálpfýsi. Hann vildi jafnan allra nauðsyn leysa, þeirra sem leituðu á hans náðir, — og þeir voru margir. — Heim- ili þeirra læknishjónanna var glæsilegt menningarheimili, orð- lagt fyrir gestrisni og góðvild. Og eitt af einkennum Jónasar læknis voru barngæði hans. Hann mátti varla sjá nokkurt barn án þess að víkja að því einhverju góðu, — hvar sem hann var staddur. Söfnuðu læknishjónin árlega að sér börnum og héldu þeim veizlu um jólaleitið. Var þá sem oftar glatt á hjalla í læknishúsinu. Biðu börnin þessa boðs jafnan með eftirVæntingu og munu mörg þeirra minnast læknishjónanna og heimilis þeirra alla ævi a. m. k. er því svo farið um börnin mín. Ég vil að lokum votta öllum eftirlifandi ástvinum Jónasar læknis hluttekningu mína og barna minna í sorg þeirra etfir hann látinn. Hann átti jafnan sæti „sólar- megin í lífsins skóla“. — Það er bjart yfir minningu hans. Sigurður Sigurðsson frá Vigur. — ★ — Jónas Kristjánsson er horfinn af sjónarsviði þessa heims. Hans ævistarf var starf hins óeigin- gjarna og eldheita hugsjóna- manns, sem aldrei hlífði sjálfum sér né unni sér hvíldar. Hann starfaði sem héraðslækn ir í tveimur erfiðum héruðum, fyrst á Fljótsdalshéraði og síðar í Skagafirði, þar sem hann á báð- um stöðum var talinn skara fram úr um hugkvæmni, handlægni og áræðni í störfum, sem oft voru unnin við frumstæð skilyrði. Til Reykjavíkur fluttist hann hálfsjötugur að aldri. Þar hófst hann þegar handa með lækning- ar eftir leiðum, sem þá voru óþekktar hér á landi, og jafnframt fór hann þá, af óþreyt- andi áhuga að vinna að sínu hjart fólgnsta hugsjónamáli, því að kenn þjóð sinni að forðast sjúk- dómana með hollari lifnaðarhátt- um. Mörgum árum áður hafði nátt- úrulækningastefnan tekið hug hans. f mörgum utanlandsferð- um, víða um- heim, hafði hann kynnt sér störf stefnubræðra sinna, þegar heim kom fræddi hann þjóð sína um þessi mál, í ræðu og riti með þeim eldlega á- huga sem honum var laginn. Forusta hans um stofnun Nátt- úrulækningafélags íslands, út- gáfa tímaritsins „Heilsuvernd“, margra ágætra bóka um bætt mataræði og náttúrlega lifnaðar- hætti, fyrirlestraferðir víða um land og í sambandi við það stofnun félagsdeilda N.L.F.f. Allt bar þetta vitni um hinn óþreyt- andi hugsjónamann sem aldrei lét bugast, en lagði fram alla sína starfsorku, og síðar þegar bygg- ing heilsuhælisins kom til lagði hann fram allar eigur sínar þessu mikla máli til framdráttar. Jónas læknir fann það glöggt og skildi að heilbrigð sál þurfti hraustan líkama, annars gat and- leg heilbrigði ekki varað lengi, þess vegna var hann óþreytandi í því að áminna samferðafólkið um að varðveita meðfædda lík- amshréysti og lífshamingju með náttúrlegum lifnaðarháttum. Að- alvettvang þessa mannbótastarfs hugsaði Jónas sér heilsuhæli N.L. F.í. þar sem í senn væri unnið að því að draga úr þjáningum þeirra sjúku, með náttúrlegum lækningaaðferðum og náttúrlegu fæði, jafnframt því sem' dvalar- gestir hælisins yrðu aðnjótandi fræðslu um heilbrigða lifnaðar- hætti. Jónas sá þann draum sinn rætast að heilsuhælið risi af grunni og honum entust starfs- kraftarnir til að móta starfið þar fyrstu árin. Jónas læknir var mikill unn- andi íslenzku öræfanna. Á unga aldri ferðaðist hann á sínum góðu hestum um hálendi lands- ins, bæði þegar hann var á leið í skóla og úr, og einnig sem fylgd armaður útlendinga. Á gamalsaldri þreytti hann göngur um reginfjöll sem ungur væri. Hann var íslendingur í þess orðs beztu merkingu. Við- mótið stundum hrjúft hið ytra, en innifyrir brann eldur heitra tilfinninga sem allt vildu láta gott af sér leiða. Svo var hann Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.