Morgunblaðið - 21.04.1960, Side 23

Morgunblaðið - 21.04.1960, Side 23
Fimmtudagur 21. apríl 1960 MORGUNRT. AÐIÐ 23 New York - Reykjavík og síðan til Bankok Thailendingar í Reykjavík -?. VIB teljum okkur vera fyrstu Thailendingana, sem njóta gisti- vináttu íslendinga, og þó viðdvöl- in hafi orðið stutt, munum við fara héðan heim til Bankok með hinar ljúfustu endurminningar um óvenjulegt land og úrvals fólk. I>að var eitthvað á þessa leið sem ungur prófessor við há- skóla einn í Bankok, Nibondh Sasidhorn komst að orði við blaðamann frá Mbl. í gær, er 'hann hitti hinn unga mennta- mann litla stund, þar sem hann bjó á Hótel Borg, ásamt ferðafé- |aga sínum Fong Siddhidham, sem rekur einkaskóla í bænum jfcfbol þar eystra. A Þeir eru báðir á leið heim vest- |ln frá Bandaríkjunum, en þar yar hinn ungi prófessor að ljúka Öoktorsgráðu í stjórnmálafræð- um. « Þegar ég var við nám við laga- deild Fletscherháskólans við Boston árið 1957, kynntist ég Hall dóri Jónatanssyni, fulltrúa í við- skiptamálaráðuneytinu ykkar. íókst með okkur vinátta og því Vpr það að ég ákvað að ég skyldi heimsaekja Island þegar ég ætti þ'ess kost. Það kom út á eitt fyrir hiig, hvort ég færi frá Bandaríkj- ú’num um Japan, eða hvort ég færi þaðan um Island, því svo íiiitt á milli er Bankok. Þá 3 daga sþm ég hefi dvalið hér, hef ég séð margt, sem sannfært hefur mig um það að hér býr dugmikil þjóð. En talið barst að Thailandi. Við eigum við ýmsa erfiðleika að etja eins og aðrar framfarasinn- aðar þjóðir. Það er gnægð nátt- úruauðæfa í landinu sjálfú. Um 80 prósent þjóðarinnar fæst við landbúnað, og bændurnir eiga sjálfir jarðir sínar. Hjá okkur hafa orðið miklar tæknilegar framfarir á flestum sviðum þjóð- lífsins. En vélvæðing landbúnað- arins er ýmsum vandkvæðum Sá ekki Hvalfell /LOKIÐ er sjóprófum út af á-/ trekstri þeim er varð milli tog- ^ \aranna Hvalfells og Ólafs Jó- (hannessonar. Við prófin kom fram að rat- ) sjá Patreksf jarðartogarans var / )biluð þegar áreksturinn varð,/ \og ekki mögulegt að sjá til ’ (skipa á skemmri vegalengd- 'um. Hafi þeir á Patreksfjarð-( /artogaranum aldrei séð til/ iferða Hvalfells, fyrr en um/ 'k seinan. bundin m. a. að því leyti að jarð- vegurinn er svo laus, að hann þolir ekki þungar vélar. Það er eins og hjá ykkur, að straumur- inn liggur frá dreifbýlinu til borg anna, og eitt helzta vandamálið er nú að sjá æsku landsins fyrir þeirri menntun, sem hún vill eiga kost á að fá í heimalandi sínu. Er mikil ásókn til hinna æðri skóla, og við háskóla þann sem ég kenni við, Ohulalongkorn háskólann í Bankok ,eru nú 5000 stúdentar. Thailand er konungsríki? Já, þar er konungur Bhumip- hol á konungsstól, en það má líkja stjórnarfarinu við sam- band af brezku og frönsku, því við höfum okkar De Gaulle, sem nú heldur stjórnartaumunum, og er það hermaður eins og De Gaulle, Sarit að nafni. I þessu sambandi kom það fram, að ferðafélagi dr. Sasid- horn prófessors, Fong, hefur haft Til lijálpar flótta- konunni ÞJONUSTUREGLA Guðspekifé- lagsins hefur ákveðið að efna til kvöldvöku fyrir almenning á laugardagskvöldið kemur til styrktar júgóslavnesku flóttakon unni og börnum hennar. lCvöldvakan verðúr í Guðspekx félagshúsinu, Ingólfsstræti 22 og hefst kl. 8,30. Þar verða kaffi- veitingar og ýmis skemmtiatriði, m. a. skuggamyndir, einsöngur, píanóleikur o. fl. Það er ætlun Þjónustureglunn- ar með þessu að afla nokkurs fjár og heitir hún á fulltingi vel viljaðra manna. Einar Jónsson verkstjóri 75 ára f DAG, á sumardaginn fyrsta verður Einar Jónsson, verkstjóri, 75 árgu Hann var áður um alllangt skeið kennari og ráðsmaður á hinu stóra búi og búnaðarskóla á Hvanneyri í Borgarfirði, en síðan um aldarfjórðungsskeið vegaverkstjóri og umboðsmaður vegamálastjórnarinnar á Austur- landi. Einar er kvæntur Guðbjörgu Kristjánsdóttur og hafa þau hjón komið upp níu efnilegum dætr- um, sem allar eru giftar. Einar mun jafnan verða talinn með traustustu og ágætustu mönnum sinnar samtíðar. Þau hjón búa á Ljósvallagötu 18 hér í bæ. • Eisenhower, forseti Bandaríkjanna, er mikill aðdáandi iþrótta og hefir iðkað mikið íþróttir. — Myndin er tekin sl. mánu- dag er hann byrjaði baseball keppnistímabilið, með því að kasta fyrsta knettinum í byrjunarleiknum. Próf. Sasidhorn og Fong Siddhiham fyrrum aðstoðarráðherra. nokkur en skammvinn afskipti af stjórnmálum. Hann hefir setið á þingi og komizt til enn meiri mannvirðinga, því sæti átti hann í ríkisstjórn þeirri, er sat þar í landi fyrir, 3 árum og gegndi- þá embætti aðstoðarmennta- og landbúnaðarmálaráðherra. En Fong vildi ekki ræða um síná hagi öllu frekar, eða afskipti a| stjórnmálum, heldur lyfti upp a| rúmi sínu brúnni kuldaúlpti. Þetta verður án efa fyrsta ís- lenzka kuldaúlpan, sem seld hef ur verið til Thailands, og þar kemur hún sér vel um jólaleytið næsta ár, sagði Fong og brosti. i Þegar við fórum að tala um ártöl og þess háttar, kom í ljós', að á litlu ferðaútvarpstæki, sem þeir höfðu meðferðis, var AustV urlandatími. — Já heima í Ban- kok er klukkan að verða 10, -4- hún er átta tímum á undan ykk|- ar klukku. f Já, og hvaða ár er hjá ykkur? Já, eftir okkar tímatali, Buddhá trúarmanna, þá gekk árið 2503 — S-Kórea Frh. af bls. 1. Ritskoðun Óháð dagblöð í Suður-Kóreu verða að láta allar frásagnir sín- ar af uppþotunum í stranga rit- skoðun ríkisstjórnarinnar. Aðal- blöð höfuðborgarinnar Seoul skoruðu á ríkisstjórnina að láta nýjar kosningar fara fram, þvi það væri eina leiðin til að stöðva uppþotin. Eitt blaðanna sagði að ríkisstjórnin væri í vanda stödd. Ekki væri unnt að viðhalda hernaðarástandi til eilífðar, en enginn gæti spáð því hvað skeði þegar það yrði afnumið. Frjáls- lyndi flokkurinn, sem er stuðn- ingsflokkur stjórnarinnar og Demókrataflokkurinn, sem er í stjómarandstöðu, samþykktu sameiginlega að kalla þjóðþingið saman til aukafundar á föstudag til að ræða ástandið. Leiðtogar beggja flokka hafa skorað á meðlimi sína að forðast að valda óþarfa árekstrum meðan um- ræðurnar fara fram. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar hafa um 450 stúdent- ar verið handteknir, en flestum þeirra verður sleppt lausum eft- ir einn eða tvo daga. Skólum hefur verið lokað og útgöngubann er milli kl. 10 að kvöldi og kl. 5 að morgni. Mótmæli Tass fréttastofan í Moskvu skýrir frá því að í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafi 200.000 manns tekið þátt í kröfu- göngu til að mótmæla stjórn Syngmans Rhee. Einn af for- sprökkum kommúnista þar hélt ræðu við þetta tækifæri og sagði að orsök uppþotanna væri 12 ára fasistisk ógnarstjórn í Suður Kóreu. í Peking var búizt við að blöðin hæfu nú öflugan áróður gegn Syngman Rhee og gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. Blöð í Vestur-Evrópu hafa yfir- leitt látið í ljós að óeirðirnar í S- Kóreu muni veita kommúnism- anum í Asíu byr undir báða vængi. Þannig segir til dæmis í Manchester Guardian: „Það get- ur verið að Rhee forseti hafi i verið afkastameiri í að skapa kommúnisma en nokkur annar síðan nokkrir af fylgismönnum Chiang Kai-Sheks yfirgáfu meg- iniandið." í garð hinn 13. apríl síðastl. En áður en við slítum þessu stutta rabbi, sagði próf. Sasid- horn, þá myndi ég vilja biðja þig, blaðamaður, að koma þeim boðum til allra ísl. ferðalanga, ef þeir eiga leið um Bankok hvenær sem það kann að verða, að leita mig uppi, því íslendingar verða miklir auðfúsugestir á mínu heimili 1 Bankok. Mig er að finna í Chulalongkorn háskólan um þar í borg. Þið kveðjið þegar við fögnum sumri? Já, því miður, og héðan ligg- ur leiðin um Paris-Karachi með ótal viðkomustöðum, unz við r • naum heim, en það var vissulega þess virði, og við vonumst til þess báðir að eiga þess kost að koma hingað aftur. Tvö umferðarslys gærmorgim TVÖ umferðarslys urðu hér f bænum og nágrenni hans í gær- morgun Hið fyrra varð laust fyr- ir kl. 10 við Silfurtún. Þar varð Ing. Sveinsson á ferð á reiðhjóli. er bifreið ók á hann. Læknir kom á staðinn og gaf leyfi til að hann yrði fluttur heim til sín. I hinu tilvikinu var um að ræða árekst- ur tyeggja bifreiða og átti hann sér stað um 11-leytið við Sheli- stöðina hjá Suðurlandsbraut. Óku maður annarrar bifreiðarinnar, Ingólfur Björgvinsson, meiddist, er stýri bifreiðarinnar gekk f brjóst honum. Var Ingólfur flutt- ur í Slysavarðstofuna og þaðan aftur um hádegisbilið á sjúkra- hús Hvítabandsins. Líðan hans var eftir atvikum sæmileg í gær- kvöldi. Kirkjukvöld KIRKJUKVÖLD verður í kirkju óháða safnaðarins kl. 9 í kvöld. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Jóns ísleifssonar og Alþýðukór- inn undir stjóm dr. Hallgríms Helgásonar. Kirkjan var vígð þennan dag (sumardaginn fyrsta) í fyrra. Öllum er heimill aðgang- ur að þessu kirkjukvöldi. BRAGI JÓNSSON frá Vífilsmýrum, lézt af slysförum 19. þessa mánaðar. Vandamenn. Móðir mín SIGURBORG JÓNSDÓTTIR Miðtúni 50 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. þ.m. kl. 1,30 e.h. —- Fyrir hönd aðstandenda: Ólafur F. Ólafsson. Eiginmaður minn INGIBERGUR JÖNSSON Bústaðaveg 7 andaðist á Landakotsspítala 15. apríl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 22 apríl kl. 15. Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á Krabbameinsfélagið. Margrét Þorsteinsdóttir Þökkum innilega vináttu og samúð, er okkur var sýnd við andlát og útför móður okkar, MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR Ámundi Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar og tengdamóður KRISTJÖNU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Eyri Kristján Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Ragnar Jakobsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát eiginmanns míns EVJÓLFS EYJÓLFSSONAR Steinunn Pálsdóttir Alúðíir þakkir öllum þeim, sem vottuðu vináttu og samúð við andlát og jarðarför SIGURSTEINS MAGNUSSONAR Jórunn Valdemarsdóttir, börn og stjúpbörn. Alúðar þakkir öllum þeim sem vottuðu vináttu og samúð við andlát og jarðarför föður míns, afa og tengda- föðurs BJARNA GRlMSSONAR Sólvallagötu 74. Elín Bjarnadóttir, Anita Helen og Knud Larsen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.