Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 2
MORCUNnr. Afílt)
ardáguV 23; april 1960
Óeining ríkjandi miili
18 ríkjanna
Bollaleggingar um tækniaðsloð
Genf, 21. apríl. —
Einkaskeyti til Mbl. frá
Þorsteini Thorarensen.
ENN RÍKIR sama þögnin á yfir-
borðinu á ráðstefnunni og áður.
Þegar Wan prins setti fund síð-
degis fékkst enginn maður til að
tala. Prinsinn upplýsti, að full-
trúi Mexikó hefði beðið hann um
að skýra frá því, að tillaga 18
ríkjanna væri ekki tilbúin, en
myndi koma fram á morgun.
Rjúfa samstarfið
Það hefur nú komið í ljós, að
Iniklar deilur eru innan 18 ríkj-
anna um tillöguna, éins og ég
sagði frá í gær. Það er Mexikó,
sem beitir sér fyrir henni og mun
Gáreia Rodles frá Mexikó hafa
sagt upp á von. og óvon að hún
iriundi koma fram í dag. Á fundi
18 ríkjanna í gær var meðal ánn-
árs deilt um orðalag henhar, én
o'rðrómur á ráðstefnunni hermir
að nokkur hluti 18 ríkjanna sé að
rjúfa samstarfið og vjlji. styðja
bandarisk-kanadisku tillöguna.
Tækniaðstoð
Það er ákveðið að á morgun
leggi nokkur minni ríki, sem
Qfbeldisverk enn
unnin í S-Afríku
Reeves erkibiskup kominn til Lundúna
Höföáborg, Suöur-Afríku,
22. apríl. —
LÖGREGLUSVEITIR hand-
tóku í dag 340 Afríkumenn
og lögðu hald á allmiklar
vopnabirgðir, þegar þær réð-
ust inn í Langa í dag. Þá
hafa verið handteknir í Suð-
ur-Afríku í átökunum und-
anfarnar vikur yfir 2000
manns, eða síðan ríkisstjórn-
in setti á herlög í landinu 30.
marz sl. — Reeves erkibiskup
kom til Lundúna í dag frá
Suður-Rhodesíu.
í opna skjöldiu
f sveitunum, sem réðust inn í
Langa í dag, voru 1000 lögreglu-
menn og hermenn. Komu þeir eld
snemma í morgun og slógu hring
um borgina, réðust síðan til inn-
göngu og komu borgarbúum í
opna skjöldu. Enginn féll í á-
tökum þessum.
Reeves í Lundúnum
Erkibiskup anglíkönsku kirkj-
unnar í Jóhannesarborg, dr. Am-
brose Reeves, sem flúinn er til
Lundúna, sagði í dag að ástæðan
til þess að hann hefði flúið væri
sú, að hann hefði óttazt að hin
hvíta lögregla stjórnarinnar, eins
og hann komst að orði, mundi
varpa honum í fangelsi. Erkibisk
upinn skýrði frá þessu á fundi
með fréttamönnum í Lundúnum
í dag.
Reeves biskup, sem er 60 ára
gamall, sagði að fjölmargir menn,
sem hefðu heimsótt sig heima í
Jóhannesarborg, hefðu verið
handteknir. Hann skýrði frá því,
að hann hefði fengið leynilega
aðvörun um að innan tíðar yrði
hann einnig handtekinn og því
hafi hann flúið landið. Biskupinn
kvaðst vera þeirrar skoðunar, að
hann þjónaði söfnuði sínum
bezt með því að dveljast þar sem
hann hefði málfrelsi. Málfrelsi
væri aftur á móti ekki í Suður-
Afríku, eins og ástandið væri þar
nú. —
Fisher gagnrýnir Verwoerd
Þess má að lokum geta, að dr.
Geoffrey Fisher, erkibiskup af
Kantaraborg, gagnrýnir mjög á-
standið í S-Afríku í mánaðarleg-
um boðskap sínum, sem birtur
var í dag.
fylgja bandarísk-kanadisku tillög
unni, fram ályktunartillögu ,om
að vísa því tíl.Sþ., að nauðsyn-
legt sé að koma á mikilli tækni-
aðstoð til vanþroska ríkja til að
auka sjávarútveginn. f tillögunni
er einnig skoráð á FAO (Matvæla
og landbúnaðarstofnun Sþ.) 6g
United Nations Speciaí Fund að
veita þessu máli sérstaka athygli.
Tillagan ákveður ekkert endan-
lega um tækniaðstoð, enda ekki
á verksviði ráðstefnunnar. Aðal-
flytjandi tillögunnar verður
Ástralía, en sennilega 11 önnur
ríki sem meðflytjendur.
Orðrómur um aðstoð
Tillögu þessari mun m.a. ætl-
að að, réyna að vinna einhver 18
ríkjannalil fylgis við bandarísk-
kanadisku tillöguna og gengur þá
um leið sá orðrómur að á bak
yið tillöguna liggi einhver ákveðn
ari loforð Bandaríkjanm um efna
hags- og tæknistuðning. En eins
og allt á ráðstefnunni er þetta
orðrómur.
Bjarni Benediktsson og Guð-
mundur f. Guðmundsson fóru í
morgun til London til að gefa
Ólafi Thors skýrslu um það, sem
ér að gerast á ráðstefnunni, og
eýu þeir væntanlegir hingað aft-
ur í kvöld.
í kvöld heldur Wan prins öll-
um fulltrúum á ráðstefnunni veg
legt kvöldhóf í forsal Þjóða-
bandalagshallarinnar. — Þ.Th.
Þríburar á Akureyri
Kvikmyndasýn-
ing í Gerraanln
f DAG verður kvikmyndasýning
í Nýja bíói á vegum félagsins
Germaníu, hin síðasta á þessum
vetri, og verða þar sýndar að
venju frétta- og fræðslumyndir.
Fréttamyndirnar, sem nú verða
sýndar, eru af nýjustu atburð-
um, er áttu sér stað í sl. mánuði,
m. a. frá heimsókn dr'. Adenau-
ert til Rómar, og eru þar á meðal
myndir af heimsókn hans til páf
ans í Vatikaninu. Enn fremur
verður sönd sérstök fréttamynd
fré Berlín.
Að lokum verður sýnd land-
lagsmynd í litum.
Sýningin hefst kl. 2 e. h. -og
er öllum heimill ókeypis að-
gangur, börnum þó einungis í
fylgd með fullorðnum.
Til hjálpar
flóttakonunni
ÞJÓNUSTUREGLA Guðspekifé-
lagsins hefur ákveðið að gang-
ast fyrir kvöldvöku í húsi félags-
ins, á laugardagskvöld en ágóðinn
á að renna til styrktar Júgóslav-
nesku flóttakonunni og börnum
hennar, en hún á nú við mikla
örðugleika að etja eftir fráfall
manns síns, eins og skýrt hefur
verið frá hér í blaðinu.
Ýmislegt verður þarna til
skemmtunar, skuggamyndasýn-
ing, upplestur, píanóleikur og
söngur, og síðan verður sam-
eiginleg kaffidrykkja. Aðgöngu-
miðar verða seldir við inngang-
inn, en kvöldvakan hefst kl. 8,30.
H Æ Ð IN vestur af Bret-
landsyjum stóð í stað í gær,
og nálgaðist þrýstingurinn
1040 millibara í hæðarmiðju.
Beinir hún hlýju þokulofti
norður undilr Grænland og
ísland, og var dimm þoka og
7 stiga hiti á veðurskipinu
Alfa kl. 12 í gær, en um morg-
uninn hafði rignt þar og sést
það regnsvæði á kortinu.
Norðan lands var hins veg-
ar svalt og tært loft, komið
norðan úr íshafi. — í nærri
viku hefir geisað hríðarveð-
ur og gaddfrost á Norður-
austur-Grænlandi, en í gær
var að rofa til.
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi
SV-land Faxaflói, SV-mið
og Faxaflóamið: Hægviðri og
þokuloft og rigning.
Breiðafjörður til Norðurl.,
skýjað í kvöld, síðan SV kaldi,
Breiðafj.-mið til Norðurmiða:
Hægviðri, skýjað.
NA-land, Austfirðir, Norð;
austurmið og Austfj.-mið: —
Hægviðri, léttskýjað.
SA-land og SA-mið: Hæg-
viðri, þykknar upp, dálítil
rigning í nótt.
AKUREYRI, 22. apríl: — A
föstudaginn langa, eða fyrir
réttri viku fæddust hér í fjórð
ungssjúkrahúsinu fyrstu þrí-
búrarnir, sem í héiminn hafa
komið á sjúkrahúsi hér í þess-
um bæ og er þá meðtalín ára-
tugagömul starfsemi sjúkra-
hússins „Gudmannsminde",
sem starfrækt var áður en
sjúkrahúsið tók til starfa.
Þríburarnir eru tveir dreng
ir og ein stúlka. Þeir fæddúst
klukkan 1 síðd. og eins og fyrr
ségir á föstudaginn langa. For
éldrár eru Kristín Hjálmars-
dóttir og Sigurbjörn Sveins-
son járnsmiður til heimilis
hér í bæ.
Erfið fæðing
Fæðingin gekk talsvert erf-
iðlega, því það barnahna er
fyrst fæddist lá þversum í móð
urlífi. Þurfti að svæfa móður-
ina og draga börnin fram.
Hver þríþuranna var tæpar 6
merkur að þyngd. Tvö barn-
NA /5 hnutor / SV 50 hnútor X Snjókoma y 06 i V Skúrír K Þrumur ‘WS& KuUaskH ZS HitaskH H H*» L Lctqi
— Syngman Rhee
Framh. af bls. 1
dag, þegar um 1000 stúdentar
fóru í hópgöngur í andmæla-
skyni við stefnu ríkisstjórnar-
innar í borginni Inchon, 20 míl-
ur fyrir vestan höfuðborgina.
Ný stjórn
Fréttamenn segja, að Syng-
man Rhee, sem nú er 85 ára
gamall, hafi unnið sleitulaust
að því í allan dag að mynda
nýtt ráðuneýti. Fyrra ráðu-
neyti hans sagði af sér í gær
og játaði að það bæri að
nokkru Ieyti ábyrgð á óeirð-
unum. Ennfremur sagði mið-
stjórn flokks Syngmans Rhees
af sér í gær af sömu ástæð-
um. Loks hefur Iögreglustjór-
inn í Seoul, Yoo Chung Yul,
sagt af sér embætti.
Víggirt forsetahöll
Ekki hafði i dag verið gefin
út nein opinber tilkynning um
tilraun forsetans til að mynda
nýtt ráðuneyti í Suður-Kóreu.
í gær ræddi hann lengi við 6
gamla stjómmálamenn og fóru
viðræðurnar fram á heimili
Rhees í forsetanöllinni, en um-
hverfis hana hefur verið komið
upp vélbyssuhreiðrum og gadda-
vírsgirðingum til að koma í veg
fyrir árás af hendi stúdenta og
stjórnarandstæðinga, og einnig
eru margir skriðdrekar fyrir ut-
an höllina.
Hershöfðingi sá, sem sér um
framkvæmd á herlögunum,
Shong Yo Shan, skýrði frá því
í dag, að enn væru 62 fangar í
fangelsum í Seoul, Pusan og
Kwangju og voru þeir allir
teknir í óeirðunum á þriðjudag.
Hann sagði, að á þá hefðu verið
bornar þungar sakir. Fæstir
þessara fanga eru stúdentar,
sagði Shong.
Yfirlýsing forsetans
Syngman Rhee gaf út yfirlýs-
anna eru nú í hitakassa með
súrefnisútbúnaði, en eitt
þeirra bjargar sér án þessara
tækja. Ástæðan til þess að
börnin eru svona lítil er, að
þaú eru fædd fyrir tímánn. ;
Við góða heilsu
I dag er Mbl. átti tal við
fæðingardeild fjórðungssjúkra
hússins voru þríburarnir við
ágæta heilsu og standa vonir
til að þeir ætli að sigrast á örð
ugasta hjallanum, sem érú
fyrstu 6—8 sólarhringarnir, eh
að þeim tíma loknum er gert
ráð fyrir að börnin séu úr
hættu. Síðastliðinn þriðjudag
var annar drehgjánna með
mjög litlu lífsfarki, en náði
sér aftur á strik þegar næsta
dag Móðurinni heilsast vel og
mun hún fá heimfaraleyfi um
helgina. Hins vegar verða
börnin að véra í sjúkrahúsinu
undir handleiðslu lækna
a. m. k. í mánuð eða sex vik-
ur, þar til þau hafa náð nokkr
um þroska.
ingu í dag og skoraði á fólk að
vinna að friðsamlegri lausn
deilumálanna, svo unnt væri áð
afnema herlögin. Sagði forset-
inn, að nauðsynlegt væri að
menn hlýddu herlögunum, á
meðan þau væru í gildi. Það
mundi flýta fyrir því að betra
ástand yrði í landinu. Það er
von mín, sagði forsetinn, að all-
ir hjálpist að við að koma á
lögum og reglu.
Herter harðorður
í .tilkynningu frá bandaríska
utanríkisráðuneytinu segir, að
Herter, utanríkisráðherra, hafi
kvatt sendiherra Kóreu á sinn
fund til að brýna fyrir honum
vaxandi áhyggjur Bandaríkja-
stjórnar vegna óeirðanna og of-
beldisverkanna í Kóreu. Afhenti
hann sendiherranum orðsend-
ingu Bandaríkjastjórnar og í
henni segir, að hér sé að visu
um að ræða innanríkismál Suð-
ur-Kóreu, en samt sjái stjórnin
sig tilneydda til að fýlgjast með
óeirðunum.
Þá var You Chan Yang, sendi-
herra, tilkynnt, að bandaríska
ríkisstjórnin áliti, að atburðirnir
í Kóreu sýni almenna óánægju
yfir framkvæmd nýafstaðinna
forsetakosninga og þeim þving-
unaraðgerðum, sem ekki eiga
heima í lýðfrjólsu landi, eins og
komizt er að orði.
Loks segir í fréttatilkynningu
frá bandaríska utanríkisráðu-
neytinu: — Lagði ráðherrann til
að ríkisstjórn Suður-Kóreu
gerði, sjálf sín vegna og til að
endurheimta traust almennings,
nauðsynlegar ráðstafanir til að
vernda lýðræðislegan rétt manna
til málfrelsis, fundafrelsis og rit-
frelsis og jafnframt að viðhalda
leynilegum atkvæðagreiðslum
og koma í veg fyrir ódrengilega
breytni gagnvart stjórnmála-
legum andstæðingum þess
flokks, sem fer með stjórn í
landinu.
Þá birtu Moskvublöðin yfir-
lýsingu í dag, þar sem þess var
krafizt að bundinn yrði endir
á hina blóðugu glæpi, sem Syng-
man Rhee, forseti Suður-Kóreu,
hefir undirbúið eins og komizt
er að orði. Talað er um hina
spilltu stjórn Syngmans Rhees
og sagt að hún lifi í skjóli er-
lendra byssustingja.
Herinn hefur eftirlit með
lögreglunni
Þess má loks geta, að Shong
skýrði nefnd stúdenta frá Seoul
frá því í dag, að liðsforingjar
úr her Suður-Kóreu hefðu verið
fluttir í allar lögreglustöðvar í
borginni til að koma í veg fyrir
að lögreglan misþyrmdi stúdent-
um. —