Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 20
20 M GR GU N B T.A Ð1Ð Laugardagur 23. apríl 1960 Julien skrifaði erkibiskupnum kurteislegt en jafnframt skorin- ort bréf, og prestinum var hót- að brottvikningu frá starfi, ef hann héldi uppteknum hætti. — Hann þagði eftir það. Þau Gilberte og Julien mættu honum oft á ferðum sínum, en þau viku jafnan úr leið, til þess að þurfa ekki að hitta hann. — Vorið var komið, og ást þeirra hafði jafnframt vaknað til nýs lífs. Þar sem trén voru ekki að fullu laufguð og jörðin rök, voru þau vön að hittast í hreyfanleg- um smalakofa, sem ekki hafði verið í notkun síðan um haust- ið. Dag einn, er þau komu út úr honum, sáu þau föður Tolbiac, sem hafði falið sig í brekkunni fyrir neðan. „Við verðum að skilja hestana okkar eftir hjá hengifluginu“, sagði Julien, þar sem þeir kunna að öðrum kosti að sjást úr nokkurri fjarlægð og koma upp um okkur“. Dag nokkum sat Jeanne fyr- ir framan arininn og las í bók. Stormur geisaði úti. Allt í einu sá hún Fourville greifa koma fótgangandi með slíkum feikna hraða, að hún óttaðist, að eitt- hvað hræðilegt hefði komið fyrir. Hún flýtti sér niður til þess að taka á móti hgnum, en þegar hún sá hann, hvarflaði helzt að henni, að hann væri búinn að missa vitið. Hann var í veiðibún ingi sínum, og á höfðinu bar hann þykka, fóðraða derhúfu, sem hann notaði venjulega ein- göngu heima fyrir. /uidlit hans var svo fölt, að rautt skeggið, sem venjulega var samlitt and- litinu, var sem logandi eldur við hvítt hörundið. Augun voru tryllingsleg og starandi, eins og hann væri ekki með réttu ráði. Hann stamaði: „Konan mín er hér — er ekki svo?“ Jeanne svaraði í fáti: „Nei, ég hef ekki séð hana í dag“. Hann settist niður, eins og fæt urnir hefðu brugðizt honum. — Hann tók síðan af sér húfuna og strauk vasaklútnum hvað eftir annað yfir ennið, eins og í leiðslu. Síðan stóð hann snöggt upp og nálgaðist Jeanne með framréttar hendur og opnaði munninn, eins og hann ætlaði að fara að segja eitthvað, trúa henni fyrir sorgum sínum. En hann þagnaði allt í einu, hvessti á hana augun og sagði eins og úti á þekju: „En þetta er eigin- maður þinn — þú ert líka —“. Hann lagði á flótta og stefndi til sjávar. Jeanne hljóp á eftir honum, kallaði og sárbændi hann að nema staðar. Hún var með hjartslátt af skelfingu. „Hann veit allt! Hvað getur hann gert? Bara að hann finni þau ekki!“ Hugsunum af þessu tagi laust niður í huga hennar, hverri á fætur annari. Hún hafði ekki við honum, og hann lét sem hann heyrði ekki bænir hennar. Hann hélt áfram rakleitt og óhikað að ákvörðun- arstað sínum. Hann fór yfir skurðinn, stefndi síðan beint á klettinn. Jéanne stóð á skógi vaxinni hæð og horfði á eftir honum, unz hann hvarf sjónum hennar. Síðan hélt hún inn í húsið aft- ur, lömuð af skelfingu. Hann hafði sveigt til hægri og var farinn að hlaupa. Sjór var úfinn, og stór svört ský fóru geist yfir himininn. Vindurinn ýlfraði og hvein, lagði niður grasið og nýjan gróðurinn og bar með sér stóran hvíta fugla inn yfir landið. Haglélið, sem óveðrinu fylgdi, lamdi greifann í andlitið og fyllti eyru hans hávaða og hjart að ó'lgu. Skammt fýrir framan hann var hið djúpa hengiflug Val de Vau- cotte. Eétt fyrir ofan brún þess var eyðilegur smalakofi á bletti lands, þar sem kindum var stund um beitt. Tveir hestar voru bundnir við kofann, sem var fær anlegur, á hjólum. Er greifinn kom nær, lagðist hann niður og skreið síðasta spölinn, til þess að ekki sæist til hans út um rifur á kofanum. — Hestarnir óróuðust, er þeir sáu hann, en hann skar á beizlin með opnum hníf, sem hann hélt á í hendinni. Rétt í því skall enn ein hryðjan á, og hestarnir fæld ust hávaðann, þegar haglið buldi á kofaþakinu, og þutu brott. Greifinn skreið að kofadyrun- um og gægðist undir hurðina. Hann lá lengi þannig kyrr, eins og hann biði átekta. Góð stund leið, síðan stóð hann snöggt upp, ataður for frá hvirfli til ilja. Hann setti lok- una fyrir hurðina að utan, þreif síðan kjálkana, sem kofinn var dreginn á og skók hann óþyrmi- lega til, eins og hann ætlaði að hrista hann í sundur. Síðan tók hann sér allt í einu stöðu .nilli kjálkanna, beygði risavaxinn lík amann fram á við eins og drátt- ardýr og dró kofann af stað, með geysilegu átaki, móður af áreynzlu. Hann dró kofann og þá sem í honum voru, í áttina að snarbröttum hömrunum. Þau sem í kofanum voru lömdu með hnefanum á hurðina, skelfingu lostin, og skildu hvorki upp né niður í því, sem var að gerast. Þegar hann kom á brúnina, sleppti hann hrörlegu kofa skriflinu, og það rann niður brattann með síauknum hraða og flaug síðast fram af hengi- fluginu og brotnaði í spón. Gamall betlari, sem húkti í skurði, sá eitthvert hrófatildur, sem flaug fyrir ofan hann, og skerandi vein bárust honum til eyrna frá því. Hann áræddi ekki að fara niður að brotnum kof- anum, heldur hélt til næsta bæj- ar og skýrði frá þessum atburði. Menn flýttu sér á staðinn og leituðu í brakinu. Þeir fundu tvö lík kramin, limlest og alblóðug. Enni karlmannsins var klofið og andlitið óþekkjanlegt, flakandi í sárum; neðri kjálki konunnar lafði niður, þar sem hann var genginn úr liði, og limir þeirra beggja voru tættir og kramdir. „Hvað voru þau að gera í kof anum þeim arna?“ sagði ein kon an. Gamli betlarinn sagði að þau hefðu sennilega leitað skjóls í honum vegna óveðursins, og sennilega hefði ein hryðjan feykt honum fram af. Hann sagði að sér hefði dottið í hug að leita þar hælis, en hann hafði ráðið það af hestunum, sem bundnir voru við kofann, að aðrir væru þar fyrir og þess vegna hætt við það. „Annars hefði ég ef til vill oltið niður með honum", bætti hann við, ánægðum rómi. Ein- hverjum varð á að segja: „Hefði það ekki verið þér fyrir beztu?“ Gamli maðurinn svaraði reiði- lega: „Hvers vegna? Vegna þess, að ég er fátækur en þau rík! Lítið á þau núna“. Hann stóð þarna í rennblautum tötrum sín- um, titrandi af bræði, og benti með krókstaf sínum á líkin tvö, og hrópaði: „Við erum öll eins, þegar svona er komið“. Greifinn hafði tekið til fót- anna og hraðað sér brott, um leið og kofjnn fór að velta nið- ur brattann. Hann æddi áfram á móti storminum, stytti sér leið, stökk yfir skurði og ruddist gegn um limgerði og girðingar. Hann var kominn heim um rökkur, en vissi tæpast sjálfur á hvern hátt. Þjónustufólkið beið heimkomu hans, skelfingu lostið, og skýrði honum frá því, að hestarnir tveir hefðu skilað sér án reiðmann- anna skömmu áður. Hestur Juli- ens hafði fylgt hinum eftir. Hr. de Fourville reikaði í spori og sagði hálfkæfðri röddu: „Það hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir þau í þessu hræðilega veðri. Það verður að gera leit að þeim“. Hann lagði sjálfur af stað, en þegar hann var kominn í hvarf, faldi hann sig í skógarþykkni og mændi þaðan án afláts á veginn og þar beið hann heimkomu þeirrar konu, sem hann bar enn brennandi ástarhug til, lifandi eða dauðrar. Innan skamms var vagni ekið fram hjá með torkennilegan farm. Hann nam staðar hjá kast- alanum, og síðan var honum ek- ið inn um hliðið. Þetta hlaut að vera hún. Hræðileg sálarkvöl hélt honum kyrrum í sömu spor- um, óttinn við þá vitneskju, sem beið hans, hræðsla við sannleik- ann. Hann bærði ekki á sér, kúrði þama eins og hræddur héri og tók viðbragð við minnsta hljóð. Þannig beið hann eina eða tvær klukkustundir. Vagninn kom ekki út um hliðið aftur. — Hánn dró af því þá ályktun, að kona sín væri ef til vill í andar slitrunum, og tilhugsunin um að hitta hana, mæta augnatilliti hennar, fylíti hann slíkri skelf- ingu, að hann flúði sem fætur toguðu enn lengra inn í skóginn, til þess að vera öruggur um að enginn fyndi hann og neyddi til að koma að beði eiginkonunnar. En þá datt honum allt í einu í hug, að hún kynni ef til vill að þarfnast hjálpar hans, enginn annar væri fær um að annast hana. Hann sneri því aftur heim og hljóp, eins og hann ætti lífið að leysa. SBlItvarpiö Laugardagur 23. apríl 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir) . 14.30 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eirlkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson. 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Sjórinn hennar ömmu" eftir Súsönnu Georgievskaju; III. (Pétur Sum- arliðason kennari). 18.55 Frægir söngvarar: Gérard Souz- ay syngur lög eftir Fauré og Ravel. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Syndir annarra'* eftir Einar H. Kvaran. — Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. Leikendur: Lárus Pálsson, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Þorsteinn O. Step- hensen, Inga Þórðardóttir, Arn- dís Björnsdóttir, Herdís Þorvalds dóttir, Jón Aðils, Baldvin Hall- dórsson, Anna Guðmundsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Valur Haraldsson. (Aður útv. 5. des. 1959). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — Dagskrárlok. Olö English SELF POLISHING DftHNHn UUOliU* Þér fáið hinn fullkomna gljáa á gólfin með notkun hins gamla enska sjálfgljáandi DRI-BRITE. Ekkert nudd — engin fyrirhöfn. Svo auðvelt í notkun! Gljái, sem endist. . . og ekki sér á. Jafnasti fagurgljái, sem hægt er að hugsa sér. — Reynið sjálf- gljáandi DRI-BRITE fljótandi bón, — þegar í dag. Karlmenn óskast til starfa í heildsöluafgreiðslu vorri. Upplýsingar í skrifstofunni. 5 LÁT URFÉ LA G SUÐURLANDS Skúlagötu 20. Reykjavík a r k ú ó Það er ekkert vafamál að [ ástæðuna. Brodkin beitir þingmanninn Seinna. lengi í burtu. Mér hefur tekizt| Þakka þér fyrir Tómas, það er ágætlega að taka aigdýrabaul einmitt það sem mig vantaði! þvingunum. Ef ég aðeins vissi1 Sæll Markús. Þú varst ekki upp á segulband.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.