Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 12
12 M ORGVNBL AÐIÐ Laugardagur 23. apríl 1960 Utg.: H.f Arvakur Reykjavík framkvæmdastjóri: Sigíús Jónsson. Ritstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar tCristinssor, Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. DÓMUR REYNSLUNNAR AÐ sætir vissulega engri furðu þótt skoðanir manna séu nokkuð skiptar um þær leiðir, sem núverandi ríkis- stjórn hefur farið til viðreisn- ar í efnahagsmálum þjóðar- innar. Hitt munu flestir hafa verið sammála um, að nauð- syn hafi borið til róttækra ráðstafana. Þjóðin gerði sér það yfirleitt ljóst, þegar vinstri stjórnin lét af völd- um, að algert öngþveiti hafði skapazt í efnahagsmálum hennar. Óhjákvæmilegt var að gera víðtækar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir hrun x>g fullkomna upplausn í efnahags- og atvinnumáium landsmanna. Glapræði En þótt menn greini nokk- uð á um þær leiðir, sem nú hafa verið farnar, verður sú skoðun stöðugt almennari meðal þjóðarinnar að núver- andi ríkisstjórn verði að fá tækifæri til þess að fram- kvæma þessar ráðstafanir, og láta dóm reynslunnar ganga um gagnsemi þeirra. Þessi afstaða þjóðarinnar er í senn skynsamleg og eðli- leg. Það væri hið mesta glapræði að ætla sér nú að brjóta þessa viðreisnarvið- leitni niður, áður en tæki- færi hefur gefizt til þess að sjá, hvernig hún reynist í framkvæmd. Slíkt framferði getur enginn ábyrgur ein- staklingur leyft sér. Komm- únistar hafa að vísu gert allt sem þeir geta til þess að brjóta viðreisnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar niður nú þegar. En sjónarmið þeirra, og margra leiðtoga Fram- sóknarflokksins, er fyrst og fremst það að sú tilraun til viðreisnar, sem gerð hefur verið, verði að mistakast. Þeir geta ekki hugsað sér að nú- verandi ríkisstjórn hafi heið- urinn af því að ráða fram úr því öngþveiti, sem vinstri stjórnin leiddi yfir efnahags- líf landsmanna. Ekki þjóðholl afstaða Það verður vissulega ekki með sanni sagt að þessi af- staða kommúnista og Fram- sóknarmanna mótist af trún- aði við þjóðarhag. Hún mót- ast þvert á móti af nakinni eigingirni og ábyrgðarleysi. Vinstri stjórnin hafði aldrei manndóm til þess að koma fram fyrir þjóðina og segja henni sannleikann um eðli vandamála hennar. Þess vegna mörkuðust allar að- gerðir hennar í efnahagsmál- um af káki og yfirborðshætti. Núverandi ríkisstjórn hef- ur haft allt annan hátt á. Hún hefur krufið vandamálin til mergjar, látið þá „úttekt“ fara fram á þjóðarbúskapn- um, sem vinstri stjórnin lof- aði, en hafði ekki kjark eða manndóm til þess að fram- kvæma. Dómur reynslunnar mun svo ganga um það, hvort aðgerðir núverandi ríkis- stjórnar reynast þess megn ugar að skapa jafnvægi í íslenzkum efnahags- og atvinnumálum. Allir hugs- andi og ábyrgir menn verða að stuðla að því að það takist. — Ella er mikill og margþættur voði fyrir stafni. Á FLÓTTA AÐ hefur vakið athygli um heim allan, að á undan- förnum mánuðum hefur stöðugur og vaxandi straum- ur þýzkra bænda legið frá Austur-Þýzkalandi til Vest- ur-Þýzkalands. Ástæða þessa mikla flóttamannastraums úr sveitum Austur-Þýzkalands er fyrst og fremst sú, að kommúnistastjórnin, sem er leppstjórn Rússa, hefur beitt bændurna margs konar harð- ræðum. Reynt hefur verið að kúga upp á þá hinu komm- úniska skipulagi, þvert gegn vilja bændanna sjálfra. Þús- undir austur-þýzkra bænda hafa tekið þann kost að flýja jarðir sínar og land og leita til þess hluta Þýzkalands, sem er frjáls og lýtur lýð- ræðislegri stjórn. Þessi herferð kommúnista gegn austur-þýzkum bænd- um hefur sætt mótmælum meðal stéttarbræðra þeirra víða um heim. Meðal annars hafa sænskir bændur nýlega mótmælt harðlega þeim of- beldisaðgerðum, sem stéttar- bræður þeirra í Austur- Þýzkalandi hafa verið beittir. UTAN ÚR HEIMI \ Á þessari mynd sést dr. Kershner með nákvæma eftirlíkingu af Transit I-B gervitunglinu, bæði í heilu lagi og eins öðrum helmingi þess. Leiðsögn frá háloftum Merkileg tilraun Bandaríkja- manna með nýjan gervihnötl DANDARÍKJAMENN hafa ” enn unnið eitt „stig“ í kapphlaupinu við Rússa um geiminn — „geimkapphlaup- inu“, sem svo oft heyrist nú nefnt. Þeir hafa unnið ofur- | Hinn 13. þ.m. \ \ skutu Banda- \ I ríkjamenn á \ loft gervi- | hnetti, sem er \ | talinn boða tímamót í leið-i |sögutækni fyr- \ ;ir skip og flug-| ! vélar. — Þeir I ' - • *■ ■ \ spjara sig nú j 1 mjög í „geim- j kapphlaupinu66! lítið af því forskoti, sem Rússar hafa náð á þessu sviði. - Hinn 13. þ. m. var skotið á loft í Bandaríkjunum enn einum gervihnettinum. Er hann eins konar fljúgandi miðunarstöð — og ætla menn, að þarna hilli undir tímamót að því er varðar leiðarstjórn skipa og flugvéla um gervalla j ar ðarkringluna. Þrisvar „í mark“ Þetta var þriðja „geimskotið", sem heppnazt hefir hjá Banda- ríkjamönnum á rúmum mánuði. — Hinn 11. marz var Frumherja V, sem nú er orðinn fylgihnöttur sólar, skotið á loft, en útbúnaður hans allur, senditæki og annað, er með svo fullkomnum hætti, að menn vonast eftir að fá mjög mikla vísindalega vitnéskju frá honum á næstu árum. — Næst kom svo „veðurhnötturinn“ Tir- os hinn 1. þ. m. Búast margir við, að með honum séu mörkuð tíma- mót í veðurfræðinni, og þá eink- um að því er varðar veðurspár nokkuð fram í tímann, er treysta megi. — Og nú er hin nýja „leið- arstjarna", sem nefnist Transit I-B, komin á braut um jörðu. Fyrirrennari 4 slíkra Þetta nýja gervitungl, sem er kúla að lögun, er 119 kg að þyngd og búið margs konar vísinda- og mælitækjum. Það sendir út hljóð merki sin á fjórum bylgjulengd- um — 54, 324, 162 og 216 mega- riðum — og fylgjast fjórar stöðv- ar í Bandaríkjunum með ferðum þess. svo og stöðvar á Nýfundna- landi og Bretlandi. — Umferðar- braut Transit TB er nær hring- laga, í ca. 720—800 km fjarlægð frá jörðu. — Varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna lýsti því yfir, þegar gervihnötturinn var kominn á braut sína, að hér væri um að ræða tilraun í sambandi við áætlun um að koma á loft fjórum gervihnöttum á næstu ár- um — sennilega yrðu þeir komn- ir á braut árið 1962, ef allt gengi að óskum — sem myndað gætu leiðsögukerfi fyrir siglingar og flug um heim allan, miklum mun nákvæmara en nokkurt annað kerfi, sem nú þekktist. Öllum þjóðum yrðu veitt afnot af hin- um nýju „leiðarstjörnum“ Hernaðarlega mikilvægt Transit I-B var smíðaður af vísindamönnum við John Hop- kins-háskólann, undir yfirum. sjón dr. Richards B. Kershners, sem m. a. hefir unnið mikið við Polaris-eldflaugarnar, en þaer eru sem kunnugt er einkum ætlaðar fyrir kafbáta og eru meðallang- drægar, sem kallað er. — Verkið var að nokkru unnið í samvinnu við bandaríska flotann. Hafa flotayfirvöldin sýnt þessu máli mikinn áhuga, enda er það ekk- Framh. á bls. 14 Á teikningunni sjást þrjú skip, sem á sama tíma taka við merkjum frá gervitunglinu. Merkin, sem berast til skipsins til vinstri, gerast æ veikari, en hins vegar berast þau með vaxandi styrkleika til skipsins til hægri. Það, sem er í miðjunni, tekur við merkjunum einmitt á því andartaki, þegar öldutíðnibreyt- ingin nær hámarki. — Öll geta skipin þó, með hjálp móttöku- tækja sinna og annars nauðsynlegs útbúnaðar, gert nákvæma staðarákvörðun eftir merkjunum frá gervitunglinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.