Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ JLiaugardagúr 23. apríl 1960 Lærdómsrík ævisaga Sir Stanley Unwin: The Truth About a Publisher. London 1960. George Allen & Unwin Ltd. Verð 25s. „ÆFISÖGUR manna ritaðar af sjálfum þeim eru oft hin lær- dómsríkustu og merkustu rit“. Svo komst Árni Pálsson að orði. En eim> og Nathanael spurði hvort nokkuð gott gæti komið frá Nazaret, svo er það ofur eðli- legt, eftir allt það, er við höfum óaflátanlega séð frá Englending- um (og ekki bara frá Englend- ingum heldur Bretum álmennt) sagt í blöðum okkar nú um þriggja missera skeið, að við spyrjum hvort nokkuð gott geti komið frá Englandi — ævisaga eða annað, jafnvel ævisaga manns sem í aldarfjórður.g hefur lagt sig fram um að efla heill og heið- ur íslands. Nú, Filippus ráðlagði Natanael að hann skyldi koma og sjá. Mundi ekki sama svarleysi henta okkar spurningu? Bókin er þarna sjálf, ef við viljum fá svar. Engum mundi koma til hugar að neita þvi, að Sir Stanley Unwin er miklu víðkunnastur þeirra forleggjara, sem nú eru uppi, og hann er miklu víðkunn- ari en nokkur annar forleggjari hefur nokkru sinni orðið í lif- anda lífi. Hann er eini forleggj- arinn sem nú er alkunnur um allan heim. í>ó er hans firma áreiðanlega ekki stærst, og önn- ur eru' miklu eldri. Svo hvað er það þá, sem aflað hefur honum þessarar miklu frægðar? Því er auðsvarað og fljótsvarað: Það er hans mikli og sérstæði persónu- leiki. Hann mundi án alls efa vera víðfrægur þó að hann hefði orðið t. d. prestui eða læknir, verkfræðingur eða lögfræðingur. í hvaða stöðu, sem hann hefði lent, mundi hann ávallt hafa krafist stærra verksviðs en þess, er embætti hans veitti honum, en samt líka í því embætti borið af stéttarbræðrum sínum. Und- arlegt væri það, ef slíkur mað- ur gæti sagt svo ævisögu sína að hún yrði ekki næsta lærdómsrík. Þegar það varð hljóðbært að Sir Stanley hefði í rauninni rit- að ævisögu sína, hefur sjálfsagt engum, sem til hans þekkti, kom- ið til hugar að sú saga yrði miðl- ungsbók eða hversdagsleg. Það er svo fátt hversdagslegt við manninn sjálfan, og mælska hans var löngu kunn, jafnt í ræðu sem riti. Líklega mun hún seint úr minni líða þeim, er á hlýddu, ræðan sem hann flutti í samsæti því er honum var haldið í London á sjötugsafmæli hans. Hún mun meira að segja verða minnisstæð öllum þeim, er lásu hana er hún kom á prent. En hún er í fárra höndum og það var illa að hún skyldi ekki vera endurprentuð hér í bókarauka.Því þá gátu les- endur séð að staðið hefir hann við loforð það, eða hótun þá, ef menn vilja heldur orða það þannig, er hann gaf við það tæki færi. Hann slíðraði ekki sverðið þó að hann stigi yfir þröskuld tuga-iótanna. Það er merkilegt og lærdómsríkt fyrir okkur þessa smærri og dugminni að virða fyrir okkur menn eins og Bjöm- stjerne Björnson og Stanley Unwin, þessa garpa sem elska og dá friðinn, en eru samt sí og æ albrynjaðir og með vopnin á lofti, alltaf einhvers staðar 1 eld- inum, sökum þess að ennþá meir dá þ og elsk^ s: ínleikann og réttlætið og geta ekki þolað prangarana í musterinu, heldur hnýta sér svipu og reka þá út, hvao sem sá útrekstur á að kosta. Nei, friðurinn er sannarlega ekki það bezta; það skiljum við raun- ar allir, þó að flesta skorti okk- ur manndóm til þess að lifa í ljósi þess skilnings. Margir munu heillast af höf- undi þessarar bókar við lestur hennar, þó að áður væri hann þeim ókunnur, en hinir ætla ég að mun finnast, sem þá lofa og prísa forsjónina fyrir það, að hún lagði leiðir hans nægilega fjarri þeirra eigin. Þannig mun okkar íslenzka póststjóm efalítið gera svo þegar hún les um aðfarir hans gegn hliðstæðum stofnun- um erlendis, ekki aðeins í hans eigin landi heldur einnig víðar um lönd. Því langt er frá því að Sir Stanley Unwin hafi látið haf- ið umhverfis strendur Bretlands marka sér bás, enda mun hann ævilangt hafa litið á mannkyn allt sem eina heild, og ekki efa ég að með þeim Lothian lávarði Lionel Curtis (að ég nú ekki fari að minna á Tennyson og Locks- ley Hall) hefur hann látið sig dreyma um þá fjarlægu tíma er allar þjóðir lúti einni stjórn, hvort sem hann hefur, með Þor- steini Erlingssyni, líka látið sig dreyma um hósanna-sönginn. En ef svo, þó verð ég að telja að hann hafi „exhausted time and encroached on eternity" — eins og Cockburn lávarður sagði um málflutningsmanninn langorða. Hjá öllum stórskáldum verður konan karlmanninum meiri, jafn vel þeim stærstu. Kordelía í styrk leik sinnar ósegjanlegu blíðu og mildi verður meiri en Lear í mikilfenglegum ofsa hans. Hvernig sem Fást vex og þrosk- ast þá er það að lokum ekki hans eigin tilverknaðar heldur frels- andi fyrirgefningarmáttur kon- unnar, sem færir honum hjálp- ræðið. Veslings afvegaleidda Gretchen hefnir sín á honum með þeím hætti sem óslökkvandi ást konunnar hefnir sín. Agnes í fórnandi kærleika sínum er meiri en Brandur í sínum ósveigj anlega strangleik; hún á það sem æðst er í tilverunni. Pétur Gaut- ur á að lokum hvergi athvarf nema í ást og trúfesti -olveigar. Thomas Hardy þekkir engan karl mann til þess að setja við hliðina á þeim Marty og Tess. Og svona er það líka í sjálfum veruleik- anum; enda er allur sannur skáld skapur veruleiki. í góðleik verð- um við karlmenn alla tíð kon- unum síðri. Og þær eru sterka kynið. Hitt er öfugmæli, þótt oft heyrist. Þegar við að lokum leggjum frá okkur þessa miklu og merki- legu ævisögu, eftir að hafa lesið hana frá fyrstu til síðustu síðu, þá gnæfir að vísu höfundurinn hátt; svo hlaut það að verða..En sjálfan ber hann ekki hæst. Það er hægláta, smávaxna, vilja- sterka og trúarsterka konan, móðir hans, Elísabet Spicer, sem yfirskyggir allt annað í bók sem þL er svo óvenjulega auðug að eftirminnilegu fólki. Frammi fyr ir þessari konu stendur lesarinn í orðlausri undrun og aðdáun. Það er ekki satt að íslenzk tunga eigi orð yfir allt sem er hugsað á jörðu. Það á engin tunga. Eng- in orð eru til yfir það, sem stærst er í hugsun og tilfinningu. Skyldi Sir Stanley hafa gert sér það ljóst hvílíkan bautastein hann reisti minningu móður sinn- ar með fjarskalega látlausri frá- sögn um atvik hversdagslífsins? Ég efa það. En þarna hefur hann lagt stórskáldi yrkisefni upp í hendurnar. Hugsum okkur hví- Framh. á bls. 16. Austurbæjarbíó valdi sem páskamynd dans- og söngvamynd- ina „Casino de París“. Hefur myndin hlotið miklar vinsældir og er enn sýnd. Aðalhlutverkið er í höndum hinnar heims- frægu söngkonu Caterina Valente, en margar myndir hennar hafa áður hlotið hér fádæma vinsældir. skrifar um: KVIKMYNDIR PÁSKAMYNDIR kvikmyndahús anna eru flestar athyglisverðar og sumar ágætar, — áhrifamikl- ar og vel gerðar, verður þeirra minnzt í þessum pistlum á næst- unni eftir því sem tími vinnst til. NÝJA BÍÓ: Og sólin rennur upp ÞETTA er bandarísk mynd tekin í litum og Cinema scope. Er myndin byggð á skáldsögu Hem- ingway’s „The Sun also rises“, sem margir hér munu kannast við, því að sagan hefur komið út í íslenzkri þýðingu. —- Sagan gerist í Evrópu eftir heimsstyrj- öldina.fyrri, — í París og á Spáni og fjallar um fáeinar vikur í lífi nokkurra persóna hinnar „glöt- uðu kynslóðar — fólksins, sem lifði eins og hver stund væri þess síðasta", eins ug segir i efn- isskránni. — Önnur aðalpersón- an í myndinni, Jake Barnes er blaðamaður í París. Hann hefur særzt hryllilega í stríðinu með þeim afleiðingum að hann verð- ur ekki fær um að geta börn. í spilahúsinu kynnist hann hjúkr unarkonunni lafði Brett Ashley, sem þá var nýorðin ekkja. Tak- ast með þeim ástir, en örkuml Jake’s, sem valda því að þau fá eigi að njótast, hvilir sem þung- ur örlagadómur á lífi þeirra. Jake reynir að forðast Brett, en leiðir þeirra liggja þó oft saman. Hún hefur í vonbrigðum sínum gefið sér lausan —-....inn endr heillar hún alla karlmenn, fögur og glæsileg sem hún er. Hún er nú trúlofuð skozkum aðalsmanni félitlum og drykkfeldum, Mike Campell að nafni, en hún lætur það ekki aftra sér frá að ganga ^jfrá einum næturklbbúnum í Tyrone Power og Ava Gardner París til annars og stefna bar til stuttra ástarsambanda við ýmsa menn. Jake fer til Spánar til þess að hvílast þar frá störfum sínum í París og með honum fer vinur hans Bill Gorton. — Þegar þangað kemur eru þar fyrir Brett og unnusti hennar og Robert Cohn, ríkur vinur Jake’s, sem er orðinn afar ástafnginn af Brett. Fólk þetta slær sér nú saman og nýtur lífsins á Spáni í rikum mæli. En Brett veldur mikilli afbrýðisemi Róberts, einkum er hún fer að daðra við ungan nautabana og leiðir það til þess að Róbert ræðst á nautabanann og ber hann til óbóta. Jake tekur sér mjög nærri líferni Brett, en hún ann honum innilega þrátt fyrir allt. — Og að lokum þegar allt er komið í óefni fyrir henni leitar hún til Jake og biður hann að fara með sig aftur til Parísar. Mynd þessi er í rauninni sár harmleikur tveggja persóna sem öriö0in hafa bannað -o njótast, og harmleikurinn verður ennþá dýpri fyrir það, að bakgrunnur hans -- hin lii---a og ól0_.*di lífsgleði Spánverjanna, sem allir taka þátt í, hinum miklu San Ferni hátíðahöldum, sem þarna fara fram með skrautlegri kirkjuokiT-öngu, karnival og nautaötum. — Myndin er af- bragðsvel gerð og ágætlega leik- in. Tyrone Power leikur Jake með mikilli prýði. Getur maður ekki annað en harmað að þessi heillandi leikari skyldi deyja í blóma lífsins. Ava Garner leikur lafði Brett Ashley. Hún er glæsi- leg kona og leikur hennar góður. Mike Campell leikur Errol Flynn vel og skemmtilega og Mel Ferr- er og Eddie Albert leika þá Ro- bert Cohn og Bill Gorton. Fara þeir báðir ákgætlega með hlut- verk sín. Mynd þessi verður áreiðanlega mikið sótt. TRÍPÓLÍBÍÓ: Eidur og ástríður. MYND þessi er amerísk, tekin í litum og Vistavision, og er byggð á skáldsögunni „The Gun“ eftir C. S. Forester. — Myndin fjallar um baráttu spænskra skæruliða við her Na- póleons. Það er árið 1810. Spánski herinn er tvístraður á undan- haldi. Spánskur hershöfðingi hefur látið varpa niður fjallS' hlíð geysimikilli fallbyssu til þess að auðvelda undanhaldið. — Spánskir skæruliðar finna fall zyssuna og fyrirliði þeirra, Migu el, ákvarðar að halda með hana til fæðingarborgar sinnar Arilaog frelsa borginaúrhöndum Frakka. En þá kemur til sögunnar ensk- ur höfuðsmaður með fyrirskipun um að fara annað með fallbyss- una. Hann hlustar undrandi á fyrirskipanir Miguels og fellst á þær, nauðugur þó, og tekur að sér að stjórna flutningnum. Það er verk, miklum erfiðleikum bundið, en tekst þó að lokum með aðstoð mikils fjölda manna og ýmis kænskubrögð, því óvin- irnir eru alltaf á næstu grösum. Með Miguel er ung spænsk stúlka Juana, sem hann ann og tekur hún virkan þátt í öllum erfiðleik- um og hættum skæruliðanna. En nú kemur það babb í bátinn, að hún verður hrifin af hinum glæsi lega enska höfuðsmanni og hann af henni. Við þetta vaknar óvild með þeim Miguel og höfuðsmann inum, sem er þó meiri undir niðri en á yfirborðinu. — Þegar búið er að koma fallbyssunni fyrir í Arila kemur til bardaga milli skæruliðanna og franskra her- manna, er lýkur með sigri skæru liðanna, en fórnir þeirra voru miklar og örlagaríkar íyrir sögu lokin. Cary Grant leikur höfuðsmann inn og Sophia Loren Juana. — Leikur þeirra er ekki sérstaklega umtalsverður, en hins vegar er leikur Frank Sinatra í hlutverki Miguels afbragð. TJARNARBÍÓ: Hjónaspil. ÞETTA er amerísk kvikmynd tekin í litum og vistavision. Er myndin gerð eftir leikriti Thon- ton Wilder’s, því sem sýnt er nú í Þjóðleikhúsinu við ágæta aðsókn. Er því óþarfi að rekja efni myndarinnar hér. Þess skal aðeins getið að hún er í ýmsu allfrábrugðin leikritinu, t. d. sleppt nokkrum persónum, reyndar ekki færri en fimm, — og finnst mér það ekki koma að sök. Og leikslokin eru með allt öðrum hætti. — Myndin er mjög skemmtileg, en þó finnst mér leikurinn skemmtilegri á sviði. Shirley Booth leikur hina óvið- jafnanlegu Dolly Sevi, Paul Tord leikur Horace Vandergelder, ungu mennina, Cornelius Hackl og Barnaby leika þeir Anthony Perkins og Robert Morse og Irene Molloy leikur Shirley Mc Laine. Öll fara þau ágætlega með hlutverk sín, en túlka þau nokk- uð á annan veg er gert er í Þjóð- leikhúsinu og er sá samanburður býsna athyglisverður. Er sumt betra í myndinni einkum tíþ- urnar og reyndar leikur ein- staka persónu, en annars stand- ast leikendur okkar samanburð- inn með fullum sóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.