Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐI9 T,augardagur 23. april 1960 Víðavangshlaup ÍR Kristleifur slítur snúruna. Til hægri sézt er liafsteinn Sveinsson kemur í mark og að baki hans Jón Guðlaugs- son féiagi hans úr Skarp- héðni. — Ljósm. Sv. Þorm. hloup Hnfn- urfjurðar VÍÐAVANGSHLAUP Hafnar- fjarðar fór fram Sumardaginn fyrsta. Kallt var í veðri og storm- ur við Lækjargötuna, þar sem hlaupið hófst og endaði, og háði það mjög keppendum. Þátttaka var góð í yngri flokkunum, en þar voru alls 32 keppendur. I eldri flokknum var aðeins einn keppandi og var hann látinn hlaupa með mið-aldurflokknum Margir áhorfendur vorú og fylgd ust með hlaupinu, Páll Eiríksson, sem var eini keppandinn í flokki eldri en 16 ára, hljóp vegalendina á 5 mín. 41.2 sek., Páll vann einnig í fyrra og hlaut því í annað sinn bikar, sem Stefán Jónsson, forstj. gaf. * 2. fl. 14—16 ára drengir Fyrstur varð Þórarinn Kagnars son, en hann vann einnig hlaupið í fyrra. Tími hans varð 5 mín. 44.1 sek. Þórarinn vann því í ann- að sinn bikar, sem Hafsteinn Sveinsson gaf. 2. Gunnar Magnússon 6 mín. 06.1 sek. 3. Haraldur Leifsson 6 mín 08.1 sek. 4. Haraldur Bjarnason 6 mín 14.0 sek. 3. fl. Drengir 13 ára og yngri Keppni yngztu drengjanna var mjög skemmtileg, enda bezt þátt taka og mun betri tímar náðust Framhald á bls. 23. Drengjohluup Ármanns 0RENGJAHLAUP Ármanns verð ur háð sunnudaginn 24. apríl og hefst kl. 10.30 árd. Keppendur eru frá þessum aðiljum: Armanni 6, ÍR. 3, U.M.F.K. 3, l.B. Kefla- víkur 6, K.R. 1 og U.M.F. Bisk. 1. Hlaupið hefst í Vonarstræti fyr ir framan Gagnfræðaskólann, þaðan er hlaupið út Vonarstræti, suður Tjarnargötu suður á móts við syðra horn Háskólans þaðan yíir mýrina inn í Hljómskálagarð inn og lýkur hlaupinu við Hljóm- skalanrv Keppendur og starfsmenn eru beðnir að mæta í Miðbæjarskól- anum kl. 10 árd. Hlaupaleiðin verður farin með keppendum kl. 6 á laugardag e.h. og eru þeir beðnir að mæta við Miðbæ j arskólann. Víðnvongs- Bœirnir skyidu jafnir Kiistleifur fyrstur, en HSK og Samvinnu- skólinn unnu sveitakeppnir VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fór að venju fram sumardaginn fyrsta. Er þetta i 45. sinn sem hlaupið fór fram. Var fyrst hlaupið árið 1916 og hefur hlaupið aldrei fall- ið niður og er því elzta og rót- grónasta keppnisgrein frjáls- íþrótta hér á landi. Hlaupið hófst í Hljómskálagarð inum kl. 2 og voru keppendur 13 talsins. Var hlaupið um garðinn siðan suður fyrir Háskóla, þvert yfir mýrina að Tivoli, með Njarð argötu í Hljómskálagarðinn aft- ur og endað við Hljómskálann. Hlaupaleiðin var um það bil 3,4 km og luku keppendur upp einum rómi um að hún hefði ver- ið skemmtileg og góð. Guðmund- ur Þórarinsson þjálfari lagði hana. Kristleifur Guðbjörnsson KR tók forystuna stpax í upphafi og jók forskotið jafnt og þétt og sigraði með gífurlegum yfirburð- um 2—300 metra á undan næsta manni, Hafsteini Sveinssyni, Sel- fossi. Þau urðu úrslit sveitakeppn- innar að sveit Héraðssambandsins Skarphéðins sigraði í keppni 3 manna sveita, hlaut 11 stig, sveit KR hlaut 13 stig A-sveit Sam- vinnuskólans á Bifröst hlaut 21 stig en B-sveit 42 stig. Skólinn á Bifröst var eini að- ilinn sem sendi fimm manna sveit og hlaut því bikar, þann er starfsmenn íþróttavallarins gáfu. f 3 manna sveit var keppt um bikar er H. Benediktsson og Co gaf fyrir 10 árum. Úrslit hlaupsins urðu þessi: 1. Kristleifur Guðbjörnsson, KR 10:28,9 2. Hafsteinn Sveinsson, HSK 11:15,4 3. Jón Guðlaugsson, HSK 11:17,6 4. ' Már Hallgrimsson, Samv.sk. 11:25,0 5. Reynir Þorsteinsson, KR 11:28,0 6. Guðjón Gestsson, HSK 11:32,0 7. Agnar J. Leví, KR 11:32,2 8. Halldór Jóhannsson, Samvinnusk. 9. Birgir Marinósson, Samvinnusk. 10. Guðm. Hallgrímsson, IBK 11. Jón Alfreðsson, Samvinnuskólanum 12. Baldur Oskarsson, Samvinnusk. 13. Geir Magnússon, Samvinnusk. Unnu brjá leiki hvor og markc talan var jöfn í lok fyrri hálfleiksins var kom inn mikill hiti í leikmenn og var því von áhorfenda að leikmenn stiltust við hvild leikhlésins, og varð þeim að nokkru að ósk sinni hvað Hafnfirðingana snerti. Auð-éð var á leik Hafnarfjarð- Hér sézt Ragnar Jónsson, F.H. í erfiðri aðstöðu við að skora, enda dæmdi dómarinn víti. arliðsins í byrjun síðari hálfleiks að Hallsteinn hafði stillt menn sína inná að leika af festu og hraða, en þó að hafa vald á gjörð- um sínum og láta ekki æsa sig upp. Fyrstu mínúturnar náðu Hafnfirðingarnir mjög góðum leikkafla og stóðu leikar fljótlega 17:10 þeim í vil. Þessir yfirburðir Hafnfirðmganna nægðu þó ekki til að brjóta leik Reykvíkinganna algerlega niður, en ekki tókst Reykvíkingunum að minnka bil- ið og lauk leiknum með sigri Hafnarfjarðar 24:16. — Ljótur leikur Þessi leikur er einn harðasti og ljótasti, sem sézt hefir að Hálogalandi. Flestir leikmanna gerðu sig seka um mjög grófleg brot á leikreglum og almennu velsæmi og með hegðun sinni settu þeir ekki aðeins smánar- blett á sig persónulega heldur einnig íþróttina í heild. Það er von manna sem hand- knattleik unna, að meistaraflokks mennirnir láti aldrei slíkan leik sjázt, svo framarlega sem hand- knattleikurinn á að njóta þeirra vinsælda, sem hann gerir í dag. Á. Á. Blikur á lofti Strax í byrjun leiksins var séð að blikur voru í lofti, er boðuðu allt annað en vel leikinn hand- knattleik. Menn þóttust stríða hver öðrum með allskyns til- tektum. Kom fljótlega í ljós að farið var út á hálan ís í þessum látbragðsleik og ekki leið á löngu að glettnisbrosið varð að reiði- öskri og handapati og ýtingar að hreinum slagsmálum. JAFNTEFLI varð í bæjarkeppn- inni Reykjavík — Hafnarfjörður í handknattleik, en keppninni lauk að Hálogalandi á miðviku- daginn. Reykjavík vann þrjá flokka (mfl. kvenna, 1. fl. karla og 3. fl. karla) og Hafnarfjörð- ur einnig þrjár flokka (mfl karla, 2. fl. karla og 2. fl. kvenna). Hvor bær hlaut því 6 stig. Samkvæmt reglum á markatala að ráða úr- slitum í slíkum tilfellum, en hið óvenjulega kom í ljós, er mörk- in voru talin saman, að bæirnir voru einnig jafnir að markatölu, höfðu skorað 74 mörk hvor. Unga fólkið til eftirbreytni Fyrstu tveir leikir miðviku- dagskvöldsins voru skemmtilegir og tvísýnir. Það kom fram í leik unga fólksins, sem áður hefir verið haldið fram hér á síðunni, að handknattleikur yngri flokk- anna er mjög eftirtektarverður jafnt hvað leikni sem útfærslu leiksins snertir. En mest áberandi eiginleiki yngri flokkanna er sá, hvað leikur þeirra er laus við óþarfa hörku og vísvitandi brot á leikreglum, sem aftur á móti eldri flokkarnir eru farnir að gera sig áberandi seka um. Segja má að þetta sé öfugstreymi, því auðvitað ættu hinir yngri að geta tekið þá eldri til eftirbreytni, en eftir úrslitaleikinn í bæjarkeppn- inni, virðist slíkt langt frá því að vera rétta leiðin. 2. fl. kvenna FH stúlkurnar léku fyrir Hafn- arfjörð gegn Reykjavíkurúrval- inu í 2. fl. kvenna. Leikurinn var mjög jafn og mátti vart á milli sjá hvort liðið færi með sigur af hólmi þó FH stúlkurnar ættu heldur frumkvæðið í leiknum. — Markatalan var 2:1 við leikhlé, en lokatalan var 4:3 Hafnarfirði í vil. — 3. fl. karla Hafnarfjörður tefldi fram 3 fl. A frá Haukum gegn ReykjaVík- urúrvalinu. Hafnfirðingarnir áttu frumkvæðið í leiknum til að byrja með, enda féll Reykjavík- urliðið ekki vel saman fyrri hálf- leikinn. Staðan í hálfleik var 6:4 fyrir Hafnarfjörð. Síðari hálf- leikurinn var afar jafh og stóðu brátt leikar 7:7. Staðan var þann ig jöfn fram til síðustu mínút- urnar að Reykjavík náði 14:12 og leiknum lauk með sigri Rvík- ur 15:13. — Meistaraflokkur karia f þessum flokki keppti FH-liðið fslandsmeistararnir gegn Reykja víkurúrvalinu. Áður en leikurinn hófst færði fyrirliði Reykvíking- anna Hörður Felixsson, Hafnfirð- ingunum blómvönd, sem fyrirliði Hafnfirðinganna, Birgir Björns- son, tók á móti. Þessari vinar- kveðju var vel fagnað af áhorf- endum, sem tóku þetta sem merki um að í vændum væri skemmti- legur og vel leikinn leikur. Knattspyrnan hafin; 5:0 í fyrsta leik FYRSTI knattspyrnuleikur sum- arsins var háður á sumardaginn fyrsta. Með þeim leik hófst Reykjavíkurmótið. Valur og Vík- ingur mættust á þungum velli, sem rótaðist mjög upp er á leið. Leikar fóru svo að Valur sigraði með 5 mörkum gegn engu. Ekki var leikurinn rishár — öðru nær og virðast þessi lið ekki hafa vandað mikið til undirbún- ings sumarstarfsins. Valur hafði undirtökin í þessum leik frá upp- hafi til loka en Valsmönnum tókst ekki að nýta yfirburði sína sem ætla mætti af 1. deildar liði. í hálfleik stóð 1:0, en við leiks- lok 5:0. Næsta fátt glæsilegt sást í þess- um leik, en mikið var um hnoð og þóf, og tilviljanakenndan leik. Myndina tók Sveinn Þormóðs- son og sýnir sókn að Víkings- markinu. Markvörðurinn Jóhann Gislason fær stöðvað í þetta sinn, en varnarleikmenn hans voru hvergi nærri. Einn af öftustu mönnum Víkings er miðherjinn Bergsteinn Pálsson — táknræn mynd um gang þessa leiks Erfitt dómarastarf Dómarinn, Magnús Pétursson, reyndi af fremsta megni að halda leikmönnum í skefjum og gaf þeim óspart áminningar og vísaði þeim úr leik er frekast brutu af sér. Þannig var Gunnlaugi Hjálm arssyni, ÍR þrisvar vísað af leik- velli. Það er mjög leiðinlegt til þess að vita að jafn góður hand- knattleiksmaður og Gunnlaugur getur verið, þurfi að láta frum- stæðar kendir koma svo áber- andi fram, sem hann gerði í þessum leik. Rvík byrjaði að skora Reykjavíkurliðið náði 4:1 á fyrstu mín. leiksins, en úr því fór leikurinn að jafnast að marka- tölu og náði Hafnarfjörður ekki undirtökunum fyrr en leikar stóðu 10:9 og við leikhlé stóðu leikar 12:10 fyrir Hafnarfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.