Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. apríl 1960 IMORCVISBLÁÐIÐ 11 — / Skálholti Framli. af bls. 6. atriði leiksins og gerir Daða held ur fátækleg skil. En hvað sem þessu líður, þá hefur Kristbjörg Kjeld með leik sínum í þessu vandasama hlutverki fyllilega efnt það fyrirheit sem hún gaf með frábærum leik sínum í önnu Frank. Regína Þórðardóttir leikur Helgu matrónu Magnúsdóttur í Bræðratungu, þá persónu, er Brynjólfur biskup virðir og met- ur flestum fremur. Hefur höf- undurinn lagt mikla rækt við mótun þessara myndugu hefðar- konu, sem lætur í engu hlut sinn við biskupinn er.hún talar máli Ragnheiðar dóttur hans. Gerir frú Regína hlutverkinu ágæt skil. Er Helga í túlkun hennar einbeitt og viljasterk en jafnframt mild og hjartahlý ef því er að skipta. Biskupsfrúna, Margréti Hall- dórsdóttur leikur Guðbjörg Þor bjarnardóttir. Staða biskupsfrú- arinnar við hlið hins skapmikla eiginmanns mótast fyrst og fremst af undirgefni og hlé- drægni og því gætir hennar lítt eða ekki í hinum miklu átökum milli manrts hennar og dóttur. Guðbjörg túlkar vel þessa að- stöðu biskupsfrúarinnar, en að öðru leyti gefur hlutverkið ekki tilefni til mikils leiks. Erlingur Gíslason leikur Daða Halldórsson. Er leikur Erlings óferðargóður en tilþrifaminni en efni standa til, jafnvel þó að þess sé gætt að höfundurinn hefur ekki gert persónunni þau skil sem við hefði mátt búast. Helgi Skúlason leikur Sigurð Torfason, dómkirkjuprest, — ó- happamanninn, er fyrir áeggjan Ingibjargar skólaþernu, sem er með barni af hans völdum, verð- ur fyrstur til, ásámt Oddi skóla- meistara Eyjólfssyni að segja biskupnum frá samdrætti þeirra Ragnheiðar og Daða, og varð þannig upphafsmaður þeirra ör- lagariku atburða er síðar gerð- ust. Gerfi Helga er í ágætu sam- ræmi við hlutverkið og leikur hans einkar góður. — Ingibjörgu skólaþernu leikur Helga Valtýs- dóttir. Hlutverkið er ekki mikið áð vöxtum, en verður minnis- stætt fyrir ágæta túlkun Helgu. Ævar Kvaran leikur Odd Eyjólfs son. Túlkar Ævar þennan heiðar- lega og velviljaða mann af næm- um skilningi. Torfa prófast Jónsson, þann virðulega klerk, sem tekur eiðinn af Ragnheiði í Dómkirkjunni í Skálholti, leikur Róbert Arnfinns son. Sómir hann sér með mikilli prýði í hlutverki klerksins. önnur hlutverk eru lítil og gefa ekki tilefni til sérstakrar um- sagnar. Jón Þórarinsson hefur samið tónlist við leikinn, sem fellur mjög vel við efni hans og hljóð- færaleikargr úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands léku undir stjórn tónskáldsins. Var það flutt af Segulbandi. Vilhjálmur Þ. Gíslason hefur þýtt leikritið og yfirleitt leyst það verk vel af hendi, þó að lítiishátt ar ágreiningur yrði með okkur á sínum tíma út af nokkrum atr- iðum í þýðingunni. Áður en sýningin hófst, ávörp j uðu Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra, Vilhjálmpr Þ. Gislason, formaður þjóðleikhúss- ráðs og Guðlaugur Rósinkranz, Þjóðleikhússstjóri, leikhúsgesti. Forseti vor og frú harxs voru viðstödd sýninguna. Að leikslokum voru leikarar og leikstjóri og aðrir starfsmenn, er að sýningunni hafa unnið, ákaft hylltir af leikhúsgestum og bár- ust þeim upp á sviðið margir fagrir blómvendir og blómakörf- ur. Ég færi Þjóðleikhúsinu mínar beztu arnaðaróskir í tilefni af- mælisins og þakka því það mikla < menningarstarf sem það hefur ynnt af höndum á þessum fyrsta áratug sem það hefur starfað. Sigurður Grímsson. Hafnarfjarðarbíó er nú að hefja 18. sýningarvikuna á dönsku myndinni Karlsen stýrimanni, og hefir engin mynd Verið sýnd eins lengi hér á landi. Hún verður í bíóinu núna um helgina, en úr því fer sýningum að fækka. — Lónsfé til Hvalfjarðarvegar KGMIÐ er fram á Alþingi til- iaga til þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að at- huga möguleika á lántöku til þess að ljúka vegarlagningu fyrir Hvalfjörð og gera veginn hæfa undirstöðu undir varanlegt slit- lag“. Það eru þeir Benedikt Gröndal og Pétur Pétursson sem tillöguna flytja. Benda þeir í greinargerð sinni m.a. á sívaxandi mikilvægi vegarins, sem ekki sé eins vel úr I. O. G. T. Barnastúkan Dianna nr. 54 Fundur sunnudag kl. 10 f.h. — Skemmtiatriði. — Gæzlumaður. Barnastúkan Svava nr. 23 Fundur á morgun, sunnudag. Félagar fjölmennið. — Gæzlumenn. garði gerður og æskilegt sé, enda takmarkað fé til hans runnið á síðustu árum. Telja þeir eðlilegt, að tekið sé fé að láni, til þess sem nú eru nánast ruðningar, og m.a. að leggja um 20 km kafla, endurbæta veginn að öðru leyti með það fyrir augum að umferð um hann geti gengið greiðar og öruggar. SKIPAUTGCRB RIKISINS Hekla austur um land í hringferð 29. þ.m. — Tekið á móti flutningi á mánudag og árdegis á þriðjudag til áætlunarhafna milli Djúpa- vogs og Húsavíkur. — Farseðlar seldir á miðvikudag. Spilakvöld Spiluð verður félagsvist í Félagsheimili Kópavogs laugardagskvöldið 23. apríl kl. 9 e.h. Góð verðlaun — Skemmtiatriði — Dansað til kl. 2 em. Kópavogsbúar f jölmennið. NEFNDIN Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn MUbUZUÍ, Háteigsvegi 2 Ungur maður Vanur verzlunarstörfum óskar eftir atvinnu frá 1. maí. Helzt sölumennsku eða verzlunarstjórn. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Góð meðmæli — 3489“. Betri tímar í vændum Júlíus Guðmundsson skólastj. talar um ofangreint efni í Aðventkirkjunni sunnudag. 24. apríl kl. 5 s.d. Er það ellefta, erindið um boðskap opinberunarbókar- innar. — Kórsöngur og einsöngur. Einsöngvarar: Anna Johansen og Jón H. Jónsson. Aliir velkomnir. KALLT BORÐ hlaðið lystugum og bragðgóðum mat íW í HÁDEGINU og í KVÖLD Björn R. og hljómsveit skemmta Dansað frá kl. 8 til 1 Síðasti fundur starfsársins am TEskilegast að sem flestir mæti með hljóðfærin. Z^ession KLÚBBUR REYKJAVÍKUR Adalfundur Þjóðdansafélags Reykjavíkur verður miðvikudag. 27. þ.m. kl. 8,30 í Breiðfirðinga- búð, uppi, Venjuleg aðalfundarstörf — Félagar fjölme.nnið. Þjóðdansafélag Reykjavíkur og nagrenm Hver er trúarjátnin mín? Hvers vegna er skynsamlegra að trúa en efast? Um' ofanritað efni talar Sveinn B. Johansen í Tjarnarlundi sunnudaginn 24. apríl kl. 20,30 Anna Johansen og Jón H. Jónsson syngja einsöng og tvísöng. Frjáls samskot tekin upp — Allir velkomnir Jörð til sölu Gljúfurárholt í Ölfusi er til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Vélar og verkfæri geta fylgt ásamt 60 til 70 nautgripum. — Uppl. á, staðnum og í síma 18141 Keflavík 'fr \o w Cúmmíhanzkar Nýkomnir Malldór Jónsson h.f. Hafnarstræti 18 — Símar: 1-25-86 og 2-39-95 Pottablóm Grænar PLÖNTUR, PÁLMAR og afskorin BLÓM Veitum upplýsingar um meðferð plantnanna. Gefið stofunum nýtt líf með fallegum biómum. Gróðrastöðin GARÐUR Hveragerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.