Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 6
6
MORCUIVBLAÐIÐ
Laugardagur 23. aprH 1960
Þjóðleikhúsið :
Skálhoiti
eftir Guðmund Kamban
Leikstjóri: Baldvin Halldórsson
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi sl.
miðvikudagskvöld leikritið „í
Skálholti" eftir Guðmund Kamb
an. Er sýning leikhússins á þess-
um mikla harmleik einn liður í
margþættum hátíðarsýningum,
sem fara eiga fram í leikhúsinu
á næstunni í tilefni þess, að nú
er liðinn réttur áratugur frá því
er leikhúsið hóf starfsemi sína
fyrir opnum tjöldum, en það var
20 .apríl árið 1950. Var þá fyrst
sýnt hið vinsæla leikrit „Nýárs-
nóttin“ eftir Indriða Einarsson
og vildi leikhúsið með því votta
höfundinum verðskuldaða virð-
ingu sína og þakklæti fyrir langt
og ómetanlegt starf hans í þágu
íslenzkrar leikmenningar. Á eft-
ir fylgdu svo sýningar á „Fjalla-
Eyvindi" eftir Jóhann Sigurjóns
son og ,íslandsklukkunni“, eftir
Halldór K. Laxness. Fögnuður
leikhúsgesta var geysimikill á
þessum sýningum, enda langþráð
sú stund, er Þjóðleikhúsið gæti
tekið til starfa og miklar og fagr-
ar vonir við það bundnar. En
margir voru þó þeir, sem þótti
miður, að ekkert af leikritum
Kambans hafði verið valið til sýn
ingar við þetta hátíðlega og minn
isverða tækifæri. Var sú óánægja
vissulega réttmæt, því að Guð-
mundur Kamban er sá leikrita-
höfundur íslenzkur, annar en Jó-
hann Sigurjónsson, sem hæst hef
ur borið fyrr og síðar og hlotn-
ast hefur mesta viðurkenningu,
ekki sízt erlendis, enda var Kamb
an stórhuga og stórbrotið skáld
og mikill persónuleiki og auk
þess mikilhæfur leikhúsmaður,
sem marka má af því að honum
var falið að setja á . svið og
stjórna leiksýningum í helztu
leikhúsum Dana, svo sem Kon-
unglega leikhúsinu, Dagmarleik-
húsinu o .fl.
Mörg af leikritum Guðmundar
Kambans hafa verið sýnd áður
hér á leiksviðum borgarinnar,
þeirra á meðal ,Skálholt“ sem
Leikfélag- Reykjavíkur sýndi við
mikla hrifni áhorfenda árið 1945.
Öll þessi verk skáldsins einkenn
ast af fágaðri stílkend, sterkri
persónusköpun og djarfmannleg-
um og öruggum tökum á þeim
vandamálum, sem þau fjalla um.
Og hinum mikla kunnáttumanni
bregzt yfrileitt ekki að leiða at-
burðina til dramatískra úrslita.
Því eru leikrit Kambans öll svip-
mikil og áhrifarík, ekki síst „í
Skálholti“ þar sem höfundurinn,
á mjög athyglisverðan hátt, sýkn
ar Ragnheiði Brynjólfsdóttur af
ákærunum um meinsæri. Það var
því vissulega vel til fállið að
Þjóðleikhúsið valdi til hátíðar-
sýningar nú þetta stórbrotna
skáldverk Kambans. Harmsaga
Brynjólfs biskups Sveinssonar og
dóttur hans var höfundinum hug
stæð mjög, enda- mun hann hafa
kynnt sér þá sögu betur en flest-
ir aðrir, en sem augljóst er af
hinni miklu skáldsögu hans „Skál
holti". í leikritinu „í Skálholti"
er meginuppistaðan átökin milli
biskupsins og dóttur hans, sem
verða að hádramatískum harn
íeik, rökréttum og óumflýjanleg
um vegna þess að hann á rætur
sínar í eðli beggja þessara sterku
persónuleika. - Efni leikSins verð
ur hér ekki rakið, ®«da varla
þörf á því, svo hugstæð sem
Ragnheiður Brynjólfsdóttir og ör
lög hennar hafa verið íslending-
um um langan aldur. Þó vil ég
benda á ágæta grein í leikskránni
eftir dr. Jakob Benediktsson, þar
sem hann ræðir um leikritið með
tilliti til skáldsögunnar og þeirra
sögulegra staðreynda, sem skáld-
ið hefur stuðzt við er hann samdi
verkið.
Baldvin Halldórsson hefur sett
leikinn á svið og haft á hendi
leikstjórnina. Hefur honum tek-
ist hvorttveggja með ágætum.
Hefur hann skipað þannig í hlut-
verkin að vart verður á betra
kosið, en það er eitt af frumskil-
yrðum góðrar leiksýningar. Þá er
og athyglisvert hversu vel leik-
stjórinn hefur gætt þess, meðal
Gíslason. Er gerfi hans mjög
gott, svo að fyllilega sæmir hin-
um hámenntaða og irðulega
kirkjuhöfðingja og túlkun hans
á biskupnum fer eftir því.
Valur dregur að vísu á eng-
an hátt úr skapofsa biskups-
ins, óbilgirni hans og harðstjórn,
en sýnir þó þá hlið á skapferli
hans af næmum skilningi svo að
jafnan skín í það hversu heitt
biskupinn ánn dóttur sinni, jafn-
vel þegar hann löðrungar hana.
Þá túlkar Valur og af mikilli
nærfæmi hugarástand þessa von-
svikna og bugaða manns, er hann
undir leikslok situr við dánarbeð
dóttur sinnar.
Annað veigamesta hlutverk
leiksins, Ragnheiði Brynjólfsdótt
ur, leikur Kristbjörg Kjeld. Er
hlutverk þetta mjög erfitt og ger-
ir hinar ítrustu kröfur til leikand
ans. Kristbjörg færðist því mikið
í fang er hún tók að sér hlutverk
þetta og skal ég játa að ég beið
Rangheiður (Kristbjörg Kjeld) og Brynjólfur (Valur Gíslason).
annars með staðsetningum, að
meginatriði hverrar sýningar
njóti sín til fulls og honum hefur
tekist að skapa leiknum festu og
öruggan heildarsvip. Er auðsætt
að hann hefur haldið öllum þráð
um leiksins í traustri hendi sinni.
Þá hefur Magnús Pálsson lagt
hér mikið til málanna með sín-
um fábreyttu og ,stiliseruðu“ leik
tjöldum og sviðsbúnaði sem
dýpka þann örlagaskugga, sem
grúfir yfir biskupsstofunni og
gefur öllum persónunum sterkari
svip. Einnig á ljósameistárinn
Hallgrímur Bachmann hér góðan
hlut að.
Veigamesta hlutverk leiksins,
Brynjólf biskup, leikur Valur
þess með mikilli eftirvæntingu
hversu henni mundi takast að
leysa hlutverkið af hendi. Því á-
nægðari var ég er ég sá hana á
frumsýningunni með heiðríkju í
svip en stolt og reisn í fasi og
framkomu, sem hæfði dóttur
Brynjólfs biskups. Sterkastur og
áhrifamestur var leikur Krist-
bjargar í átökunum milli þeirra
feðgininna, enda veit Ragnheið-
ur að hún er jafnoki föður síns
í þeim viðskiptum. Hinsvegar
fannst mér nokkur tregða í leik
hennar á samfundum þeirra
Daða. Má vera að höfundur leiks-
ins eigi hér nokkra sök því að
hann leggur litla áherzlu á þau
Frh. á bls. 11.
/fapctfté HlcuiAs&iS*:
Full-
komnun
MAÐUR, sem hefur fullkomleikann að markmiði,
giftist ekki, af því að hann getur ekki fundið full-
komna konu. Fullkomin eiginkona er ekki til né held-
ur fullkominn eiginmaður. Samt getur hjónaband
verið ánægjulegt og jafnvel indælt. Maður fullkom-
leikans hefur ekki áhuga á stjórnmálum, af því að
þar verða á vegi hans leti, metorðagirni og sviksemi.
Hann vill gjarna stjórna fullkominni þjóð, en það er
ekki til nein fullkomin þjóð.
Þessi manntegund minnir mig á ungan Drest, sem
kvartaði undan sóknarbörnum sínum við biskupinn:
„Öll brjóta þau a. m. k. eitt af boðorðunum tíu; og sum
brjóta þau öll. Þau iðrast, þau lofa að bæta líferni sitt
og því næst falla þau aftur í freistni. Stundum ör-
vænti ég um þau“.
„Enginn, ekki einu sinni dýrlingur, gæti breytt
sóknarbörnum sínum í söfnuð réttlátra karla og
kvenna.... Lítið á kirkjuna yðar; daglega látið þér
hreinsa hana vandlega.... Næsta morgun er ryk á
stólunum og köngullóarvefir á steinunum.... Það er
hægt að berjast gegn óhreinindunum og fjarlægja
þau, en það er ekki hægt að útrýma þeim fyrir fullt
og allt. Sókn er óhjákvæmilega óhrein’, svaraði
biskup.
Meðal þjóða og þjóðasamtaka er allt fullt af
köngullóarvefum og myglu, reiði og hatri. Gamlan
hnött eins og jörðina er ekki hægt að hreinsa í eitt
skipti fyrir öll. Vitur, stjórnmálamaður veit eins og
góð hreingerningakona, að það verður að gera hreint
á hverjum morgni.
Hvað gerir hann, ef ágreiningur rís? Hann vinnur
að því að eyða ágreiningnum, þó að honum sé það
jafnframt ljóst, að önnur heimskuleg deila muni
stinga upp kollinum, undir eins og sú fyrri hefur ver-
ið jöfnuð. Og hann gerir samning, þó að sá samhingur
sé ófullkominn og til skamms tíma, þar sem hann veit,
að allt í skiptum manna er ófullkomið og lítt varan-
legt. Friður í sex mánuði er þess virði, að beztu menn
leggi sig í framkróka til að ná þeim árangri. Þegar
sex mánuðir eru liðnir, mun hann reyna að gera aftur
samning til næstu sex mánaða. Tíu, tuttugu ár, og
hann mun hafa unnið verk sitt. Það verður hlutverk
næstu kynslóðar að halda áfram.
Sambandið milli austurs og vesturs er ekki
snurðulaust. Á hverri ráðstefnu er ryk á stólunum;
það eru köngullóarvefir í homunum; lygar og ógnanir
liggja í loftinu. En vitur stjórnmálamaður þurrkar
þolinmóður af öll óhreinindi. Sjálfsagt myndi honum
líða betur, ef hann gæfi innibyrgðri gremju sinni
lausan tauminn. En hvaða afleiðingar gæti það haft?
Styrjöld og alheimseyðileggingu. Hann veit, að það
er sáluhjálparatriði fyrir mannkynið, að fáeinir menn
séu skynsamir, og hann er einn þeirra. Þess vegna
sættir hann sig við ófullkomna samninga með algjörri
rósemi hugans.
Bonaparte var vanur að segja: „Við verðum að
leysa hvert dagsverk um sig af hendi“. Við skulum
láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Við leysum
vandamálin, sem næsti dagur ber í skauti sínu, þegar
þar að kemur. Við erum ekki og viljum ekki vera
menn fullkomleikans. „Þegar þeir koma niður úr
skýjunum, hættir þeim við að fara rakleiðis í götu-
ræsið“.
skrifar ur
dqqieqa lifínu
• Misjafn smekkur
EINS og lesendur „Velvak-
anda“ vita, eru sjaldnast allir
sammála um dagskrá útvarps-
ins, þótt jafnan þyki einhverj
um hún hafa nokkuð til síns
ágætis. Svo er líka hamingj-
unni fyrir að þakka, að
smekkur fólks er misjafn, því
að hvernig væri hag vorrar
þjóðar komið, ef t.d. dagskrá-
in væri alltaf svo afburðagóð
að allra dómi að enginn gæti
nokkurn tíma slitið sig frá
henni harmkvælalaust?!
Það er hins vegar gamla
sagan, að þeir sem óánægðir
eru, seilast fyrr til pennans
en hinir, sem gera sér dag-
skrárefnið að góðu. Og fyrir
nokkrum dögum barst „Vel-
vakanda” svohljóðandi bréf
frá „Hneyxluðum útvarps-
hlustanda”:
• Skáld eða ekki skáld?
„Ó þið svörtu kynbombur,
ó, þú íslenzka klám”
Þessi orð voru meðal
„smekklegheitanna”!! sem eitt
af „skáldunum”!! svokölluðu,
fór með í 10 minútna lestri á
fyrri hluta 10. tímans sl.
fimmtudagskvöld 31. mara
Nú er mér spurn, eins og
fjölda mörgum öðrum: Er
sama hvaða he........óþverra
og smekkleysur menn flytja í
útvarpinu, án þess að fyrir þá
sé skrúfað, eða þeim haldið
þaðan, ef þeir aðeins eru kall-
aðir skáld eða taldir í þeirra
hópi? Er ekki þegar nóg að
siðspilltum og -siðspillandi
öflum í þjóðfélaginu, þó sjálft
útvarpið gangi ekki erinda
þeirra, sem ættu að geymast
undir lás og slá, vegna óþverra
legs bulls þeirra.
Ef hér væri um ótuktar-
strák að ræða, en ekki sjálft
Ríkisútvarpið, mundu menn
segja honum að skammast sín.
• Sletta í andlitið
Ég, kona mín og börn okk-
ar tvö, tólf og sjö ára, sátum
og hlustuðum á útvarpið í
mesta sakleysi, en vorum of
sein að skrúfa fyrir, eins og
stundum fyrr. Gusan úr koppn
um var komin yfir okkur, og
var erfitt að segja, hvert okk-
ar var mest hneykslað.
Vilja ekki útvarpshlustend-
ur rísa gegn þess konar, og
öðrum óþverra, sem útvarpið
leyfir sumum mönnum að
sletta í andlit manna undir
yfirskini skáldskapar? Ná
engin lög yfir svona úrhrak?