Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 17
liáugardagUr 23. apríl 1960 Mo n n iiis n t aðið 17 Jóriaug Guðrún Guðnadótfir ♦* BBIDCE ♦ * Minning í DAG verður jarðsett frá Lauf- áskirkju, Höfðahverfi, Jórlaug Guðlaug Guðnadóttir, húsfreyja á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi. Jórlaug var fædd í Reykja- vík 9. maí 1910 dóttir Sigríðar Guðmundsdóttur og fyrri manns íhennar Guðna Eyjólfssonar, en Ihann lézt er Jórlaug var á fyrsta ári. Tvö eldri systkini Jórlaugar létust bæði í barnæsku. Jórlaug heitin ólst að mestu upp hér í Reykjavík en var um eins árs skeið í Kanada en þar lézt faðir hennar. Síðan fluttisf Jórlaug með Sigríði móður sinni aftur heim til íslands þótt ekki væri eins greitt um samgöngur þá og nú er, og er Sigríður giftist aftur bjó Ihún á Norðfirði í 6 ár, en flutt- ist svo enn til Reykjavíkur árið 1922 og hér ólst Jórlaug upp og vann ætíð við verzlunarstörf, fyrst í Braunsverzlun, er síðar varð verzlun Ragnars H. Blön- dals hf, en síðar stofnaði hún og rak, ásamt öðrum verzlunina Gimli hf., þar til hún giftist árið 1947 eftirlifandi manni sínum Sverri Guðmundssyni, bónda á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi. Þar bjó hún sér og manni sín- um gott heimili á föðurleifð hans og var þar ætíð gott og vinsam- legt að koma, eins og allir þeir mörgu gestir, sem þar bar að garði, geta bezt vitnað um. Þau hjónin eignuðust 3 mann- vænlegar dætur, sem enn eru allar á unga aldri, sú yngsta 7 ára, en sú elzta tæplega 12 ára. Á heimili þeirra hjónanna hef- ur einnig verið frá upphafi móðir Sverris sem nú er orðin 84 ára, en fyrstu árin eftir að Jórlaug fluttist að Lómatjörn var þar einnig á heimilinu faðir Sverris, eða þar til hann lézt árið 1949. Okkur vinum og vandamönn- um Jórlaugar heitinnar er ljóst, að Lómatjarnarheimilið hefur orðið fyrir svo miklu áfalli, að aldrei verður það bætt að fullu, iþví að söknuð og tapaða móður- umhyggju litlu telpnanna er erfitt að bæta upp, og eiginmanni og öðru heimilisfólki er einnig þungur harmur kveðinn við missi góðrar og myndarlegrar húsmóður á bezta aldursskeiði. Þá er og ekki að gleyma þeim harmi, sem aldurhnigin móðir Jórlaugar hefur nú orðið fyrir við íráfall sinnar ástkæru dótt- ur, er hún dvaldist ætíð hjá á hverju sumri eftir, að hún flutt- ist að Lómatjörn. Og nú hafði hún í huga að fara til hennar mun fyrr en venjulega til að samfagna henni og fjölskyld- urrni, með fimmtugsafmælið þann 9 maí n.k. En mörg förin fer öðruvísi en ætlað er þó farin sé og verður það enn sannmæli hér. Jórlaug andaðist í Landakots- spítala á föstudaginn langa þann 15. þ.m. eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Ég vil að lokum færa mína hinztu kveðju til Jórlaugar, miAn ar ágætu mágkonu og harma að vísu, að mér skuli ekki vera kleift að fylgja þér til hinstu hvílu nú í dag, en kveðjan við dánarbeð þinn verður að nægja, enda sýndi hún mér enn einu sinni þitt mikla þrek og viljastyrk við hinn óumf'ýjanlega endi okkar allra. Þá færi ég og allir okkar vinir og vandamenn, okkar dýpstu samúðarkveðjur til eiginmanns- ins og litlu dætranna, en öll geym um við í huga okkar minningu um hina góðu látnu konu og biðjum henni góðrar heimferðar í fyrirheitna landið. Guðjón Hólm — ★ — JÓRLAUG á Lómatjörn er dáin. Hún andaðist á föstudaginn langa, eftir stutta legu.Hér verða ekki sögð æviatriði hennar. Það gerir annar. Þó skal þess getið, að hún missti föður sinn ársgömul, og ólst upp hjá móður sinni, og var með henni, unz hún giftist. Þegar eftir fermingu fór hún í búð, og stofnaði loks eigin verzlun með stallsystrum sínum. En 1947 urðu þáttaskipti í lífi Jórlaugar. Hún giftist þá Sverri Guðmundssyni, bónda á Lóma- tjörn í Grýtubakkahreppi, og flutti norður þangað. Rak Sverr- ir þar umfangsmikinn búskap, með móður sinni, sem tekin var að eldast. Lómatjarnarheimilið var róm- að fyrir dugnað, snyrtimensku og rausn. Það var því ekki vanda- laust hlutverk, er beið hinnar verðandi húsfreyju, sem aldrei hafði kynnzt sveitarbúskap að setjast í sæti tengdamóður sinn- ar, sem átti sinn ‘stóra hluta af því, að gera garðinn svo rómað- an. En hún var ákveðin í því að viðhaldk þeim orðrómi. Og þeg- ar á fyrsta búskaparári hennar fór að berast orð af dugn- aði hennar, en alúð hennar og ljúft viðmót, við hvern sem í hlut átti, laðaði menn að henni og heimili hennar, og eftir 13 ára búskap var heimili hennar þekkt sem eitt hið glæsilegasta í sinni sveit, bæði að ytra bún- aði og innri heimilisbrag, og þótti öllum gott þangað að koma, og þar að dveljast. En skilningur hennar á aðstöðu hinnar öldruðu tengdamóður, sem lét nú af hús- móðursstörfum, var svo næmur og aðferð hennar svo mild, að þegar í upphafi myndaðist vin- átta milli þeirra, sem varð brátt að innilegum kærleika. Frú Jórlaug var ein þeirra kvenna, sem hvarvetna vekja eftirtekt, án þess að vera sér þess meðvitandi. Hinn broshýri, góð- legi svipur, hið bjarta yfiabragð hennar fór ekki framhjá neinum, þó var hún tilfinningarík, alvöru kona, sem fann til með öllum sem bgát áttu. Man ég oft eftir tár- votum augum hennar í litlu kirkjunni heima af innilegri samhryggð með syrgjendum, þótt hún þekkti þá lítið eða ekkert. Hún var trúhneigð og kirkju- rækin, og var ljúft að tala um andleg mál einkum eilífðarmálin, þar var hún sannfærð. Hún kveið því ekki að deyja, en hún fann til með börnunum, sem ung misstu móður sína og móðurinni að yfirgefa þau. Mun hún þá ekki hafa hugsað til þriggja litlu dætranna sinna, og mannsins síns, í þeim sporum? Og þetta varð þeirra hlutskipti. Það er mikil breyting að koma úr höfuðborginni, úr margmenn- inu, frá gjörólíkum störfum, á fámennt sveitarheimili, frá kunnu umhverfi í ókunnugt, frá vinum til fárra kunnugra, og enn færri vina, engra ættingja. Það er raunar fórn, og fyrsta fórnin, sem færð er ástvininum. En frú Jórlaug iðraðist aldrei eftir henni. Hún gerðist fljótt heima- elsk á nýja heimilinu. Hin greinda kona var fljót að sam- rýmast sveitarfólkinu og hugsun- argangi þess, fljót að setja sig inn í sveitarstörfin, og flutti jafn framt með sér góð áhrif á mörg- um sviðum. Sem móðir var hún frábær, og skildi þar hlutverk sitt til hlýtar, og rækti það, svo að hún auðgaði líf dætra sinna og manns, að fegurð og hamingju. Hún vissi og fann, að það var gjöf Guðs til hennar, og allt ann- að var fánýt umgjörð um þetta eina, sem var henni allt. Nú samhryggist ég ykkur inni lega við hið sviplega fráfall þess- arar elskulegu, mikilhæfu eigin- konu, móður, dóttur og tengda- dóttur. Ég bið Guð að styrkja ykkur í þessari þungu sorg. Það er sagt að munaðarleysingjum falli alltaf eitthvað til. Mun ekki móðurelskan vera þar að verki, þótt augu okkar ekki skynji það hér? Ég trúi því og veit, að svo verður það hér. Við hjónin þökkum þér Jórlaug fyrir einlæga vináttu í 13 ár. Hún var okkur mikils virði. í dag hverfur hugur okkar norður í Laufás. Við sjáum hóp- inn fylga henni í og úr kirkjunni kæru. Við þekkjum hvert andlit. Hópurinn staðnæmist við gröf- ina. Það grúfir djúp sorg yfir öllum, loining gagntekur hverja sál, þögnin hvílir yfir, er bæn stígur upp til himneska föður- ins um blessun henni til handa og blessun og styrk, ykkur öll- um ástvinunum. Sú bæn er sterk og verður heyrð. Þorv. G. Þormar. f dag hefst á ítalíu Olympíumót í bridge. — Myndin. hér að ofan er af íslenzku þátttakendunum en þeir eru, stand- andi frá vinstri: Ásmundur Pálsson, Kristinn Bergþórsson, Hjalti Elíasson. — Sitjandi frá vinstri: Lárus Karisson, Eirík- ur Baldvinsson (fararstjóri), Einar Þorfinnsson og Gunnar Guðmundsson. Ólympíumótið á Ítalíu hefst í dag í DAG hefst í Torina á Ítalíu stærsta og umfangsmesta bridge- keppni, sem fram hefur farið til þess, hin svonefnda Olympíu- keppni. Keppninni, sem mun ljúka 5. maí er að venju skipt í 2 flokka þ. e. opni flokkurinn og kvennaflokkurinn. í opna flokknum munu keppa 32 sveitir frá 28 löndum og eru löndin þessi: Argentína, Belgía, Brazilía, Kanada, Chile, Dan- Niels Adolf Guðmundsson Minning F. 21. maí 1937 — D. 25. marz 1960 ★ ENGINN veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Þessi orð flugu í huga minn, er mér var færð hin sorglega fregn, að Níels A. Guðmundsson, einn minna allra beztu vina, hefði svona skyndilega verið burtu k^llaður frá jarðnesku lífi. Níels var fæddur 23. maí 1937 að Instu-Tungu í Tálknafirði, því aðeins 23. ára gamall. For- eldrar hans Kristín Magnúsdótt- ir og Guðmundur Guðmundsson, ásamt stórum systkinahóp, unn- usta hans Hallbera Ágústsdótt- ir og tengdaforeldrar, Bræðra- borg í Grindavík — svo og aðrir ættingjar og vinir um land allt, syrgja nú mjög hinn unga, trausta gjörfulega dreng, sem nú hefur með svo svipulegum hætti lokið sínum lífsdögum við skyldustarf á hafinu. Við Níels vorum óvenju vel samrýmdir í leik og í raun. — Nokkrum sinnum, er við vorum strákar að leik heima í Tálkna- firði — kastaði þó tólfunum eins og gerist hjá strákum á þeim aldri. Við höfðum nú oft síðan minnst á þau atvik, sem hjálp uðu til að samrýma okkur meir og meir. Tveir vinir gátu vart orðið nálægari hvor öðrum en við Nilli vorum. Með sárum trega og djúpri hluttekningu vótta ég samúð mína hinni elskulegu unnustu hans og litlu dóttur þeirra, sem enn hefur ekki lokið sínu fyrsta æviári. Mig óraði ekki fyrir því, vinur minn, að það væri í hinzta sinn er ég sæi þig, er þið lögðuð afla ykkar á land hér í Sandgerði fyrir skömmu, því að sjávarguð- inn hafði lokað dyrum hafnar ykkar um stundarsakir. Ég kveð þig nú, vinur minn hinztu kveðju og veit að við fylgjumst enn, þótt þú lifir öðru lífi en áður: Þín ljúfa minning, látni vinur kæri, er leiðir skilja, björt sál í mér skín. Sem bróðir, þér ég beztu þakkir færi, frá bernsku okkar man ég gæði þín. Við áttum saman yndi lífs og gleði, á æskudögum létt var þá um spor. Þú ungur hvílir hér á hinzta beði, en himinn Guðs þér færir eilíft vor. Þú sóttir djarfur hafs á víða vegu, með vor í hug og dáð í hreinni sál. Er hverfur sjónum, kynnin elsku- legu, í klökkvu hjarta vekur bænar' mál. Þig lífsins Guð á landi dýrðar- björtu, nú leiði vinur nýjan þroskastig. Hans elska styrki ástvinanna hjörtu, sem eftir lifa hér og syrgja þig. Við vitum öll, þú lifir ljúfi vinur. Að lokum hér, þá æfistundin dvín og lífsins mikla huliðs tjaldið hrynur, í himin Guðs við svífum frjáls til þín. E. Þ. mörk, England, Finnland, Egypta land, Frakkland, Holland, Ind- land, Indonesía, írland, ísland, Ítalía, Líbanon, Marokko, Filipps eyjar, Pólland, Sviss, Spánn, Sví- þjóð 2 sveitir), S-Afríka, Þýzka- land, Bandaríkin (4 sveitir), Venuzúela og Austurríki. Ákveðið er, að opna flokknum verði skipt í 8 riðla og munu þátttakendur í hverjum riðli spila saman 40 spila leiki. Tvær efstu sveitirnar úr hverj- um riðli munu síðan keppa til úrslita og verða þá 60 spilaleikir. Erfitt er að geta sér til um væntanlega sigurvegara, en af Evrópu-þjóðunum verður að ætla, að ítalska sveitin, sem sigr- að hefur í heimsmeistarakeppn- inni þrisvar í röð, xiái langt. Einn ig má reikna með að England og Frakkland komist langt. Allar bandarísku sveitirnar eru sterk- ar og má einnig reikna með að einhver þeirra komist í úrslit. . 15 lönd senda sveitir til keppni í kvennaflokki og eru þau þessi: Argentína, Ástralía, Belgía, Eng- land, Egyptaland, Frakkland, Holland, írland, Ítalía, Sviss, S-Afríka, Þýzkaland, Bandarík- in, Austurríki og Danmörk. í kvennaflokki verður ekki skipt í riðla og munu því sveit- irnar allar keppa innbyrðis. Bikarkeppni Bridgesambands íslands er nýlokið og bar sveit Einars Þorfinnssonar sigur úr býtum. Til úrslita spiluðu sveitir Einars og Halls Símonarsonar og sigraði sveit Einars með miklum mun eða 146 stigum á móti 54 stigum. Auk Einars eru í sveit- inni Gunnar Guðmundsson, Lár- us Karlsson, Kristinn Bergþórs- son og Örn Guðmundsson. íslandsmótið mun að þessu sinni fara fram á Siglufirði og hefjast 20. maí nk. Að venju mun fara fram auk sveitakeppninnar tvímenningskeppni og verða spil- aðar þrjár umferðir. Þátttökutil- kynningar skulu sendar til Júli- usar Guðmundssonar og verða að hafa borizt fyrir 5. maí nk. Sveit Stefáns J. Guðjohnsen er núver- andi fslandsmeistari. <J$ilreióaateó ZJalanda við Kalkofnsveg * Simi 18911 Miðstöð alira fúlksflutninfia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.