Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. apríl 1960 MORGUNBLAÐIÐ 3 Heimsú ÞAÐ var einkennileg til- finning, blandin eftir- væntingu og forvitni, að bíða þess, að Polaris-flug- skeytinu yrði skotið á loft. Við vorum margir saman §H| í litlu steinsteyptu byrgi og fylgdust með því í há- talara er stundin nálgað- ist. Það var byrjað að „telja niður“ tveimur stundum áður en skeytinu skyldi skotið, fyrst á mín- utu fresti, en síðustu mín- uturnar var talið í sekund- um. Við urðum allir hálf- æstir af spenningi þó eng- inn léti á því bera. Efíir- væntingin lá í Ioftinu. Fyrsti íslendingurinn Þetta sagði Gunnar Sigurðs- son, flugvallarstjóri, en í síð- ustu ferð hans til Bandaríkj- anna gafst honum kostur á að skoða tilraunastöðina á Cara- veral-höfða og vildi þá svo vei til, að þann daginn var gerð þar tilraun með Po'aris- flugskeyti. Fylgdist Gunnar með lokaundirbúningi tilraun- arinnar og sá flugskeytið, þeg ar það þaut til himms. Mbl. hitti Gunnar að máli a dögun- um og bað hann segja lesend- um frá þessari skemmtilegu iieimsókn, því hann mun vera fyrstur Islendinga, sem skoðar flugskeytastöðina á Ganaver- al-höfða. Canaveral ber hæst — Mjög hefur verið drepið á Canaveral-höfða í heims- fréttunum á síðustu árum, segir Gunnar, og margir hafa sennilega gert sér í hugarlund, að þetta væri hár höfði, sem gnæfði við himinn úr fjarsk- anum — En Canaveral er mar flatur skagi á Atlantshafs- strönd Florida og tilrauna- svæðið þar nær yfir geysimik- ið landsvæði, um 15 þús. hekt. Um 10 ár eru liðin síðan fyrsta flugskeytinu var skotið frá Canaveral og þetta er enn helzta tilraunastöð Bandaríkja manna á sviði flugskeyta- framleiðslunnar. í æfingastöð inni á Vandenberg flugvell- inum í Kaliforníu, sem oft er nefnd í fréttum, fer eink- um fram þjálfun í meðferð- flugskeyta — og í Huntswille í Alabama er flugskeytastöð hersins, jem oft er nefnd í sambandi við von Braun. — Canaveral ber samt hæst. Þar starfa yfir 18 þusund manns, bæði á vegum her- stjórnarinnar og um 30 verk- takar, sem annast ýmis störf þarna. Tilraunastöðin er rek- in af Pan American flugfél- aginu, flugskeytin eru smíðuð af hinum ýmsu verksmiðjum — og í rauninni má segja, að einstök fyrirtæki og stofnanir annist alla höfuðþætti tilraun- Mikil ásókn ferðamanna —- Ég fór í bíl til Canaveral. Skaginn er afgirtur og þangað fer enginn inn nema að hann hafi fullnægjandi skilríki og leyfi. Þarna er mikil ásókn ferðamanna, fjöldinn ekur út að skaganum í von um að sjá eitthvað markvert fyrir inn- an girðinguna, en eftir að við ókum í gegn um hliðið varð ég þess fljótt áskynja, að þar þyrfti maður að vera í marga daga, ef skoða ætti Canaver- al að ráði Úr fjarlægð er í rauninni ekkert að sjá, því skotstæðin og byggingar eru á víð og dreif um allan skag- ann. Þar er enginn einstök húsaþyrping eða byggingar, sem vekja sérstaka athygli manns. Þetta lætur ósköp lít- ið yfir sér á yfirborðinu. — Eins og ég sagði áðan eru það hinir ýmsu verktakar, sem annast að mestu tilrauna starfið þarna. Flugskeytin eru smiðuð í stærstu flugvélaverk- smiðjunum, sem flestar eru í vestanverðum Bandaríkjunum vestur á Kyrrahafsströnd. Til Canaveral eru skeytin flutt ýmist flugleiðis eða landveg- inn. Þarna er flugvöllur — og líka höfn. Veggirnir eru 2—3 m þykkir — Bandaríkjamenn hafa framleitt fjölmargar tegundir af flugskeytum, stórum og smáum, sem flest eru reynd þarna. Sérstök skotstæði eru Gunnar Sigurðsson, flugvallarstjóri, segir hér í stuttu viðtali frá heimsókn til flugskeyta- stöðvarinnar á Canaver- al-höfða í Florida. Þetta er sem kunnugt er helzta tilraunastöð Bandaríkja- manna á sviði flugskeyta framleiðslunnar og mun Gunnar vera fyrsti ís- lendingurinn, sem þar fær að skyggnast á bak við tjöldin. fyrir hverja tegund flugskeyta — og mörg stæði fyrir sumar tegundir. Þarna er verið að byggja skotstæði, sem eiga að hæfa flugskeytum, sem hafa allt að 10 milljón punda þrýsti kraft — Flestir hafa séð myndir í blöðunúm frá Canaveral, myndir af tilraunum með hin ýmsu flugskeyti. Skotturninn sjálfur vekur einkum athygli manns. Flugskeytið er reist upp við hann og stiilt af — og síðan er annar turn ekki jafngildur. Það er leiðsluturn- inn með öllum raf- og eld- sneytisleiðslunum, sem tengd- ar eru við skeytið — og eru leystar frá því með sjálfvirk- um tækjum um leið og flug- skeytinu er skotið á loft. — Öll stjórntæki og fjar- stýritæki eru í litlu stein- byrgi ekki langt frá skotstæð- inu.. Byrgið er hálfkúlulagað, mjög rammgert, veggirnir 2 til 3 metra þykkir, því aldrei er að vita nema tilraurlin mis- heppnist þannig, að flugskeyt- ið taki ranga stefnu og stofni mönnum á næstu grösum í hættu. Þess vegna eru menn aldrei úti við í nágrenni skot- stæðis, sem er í notkun. Fylgdist með í sjónvarpi — Þegar gengið hefur verið frá flugskeytinu á stæðinu hypja menn sig í brott — og þeir, sem stjórna tilrauninni, loka sig inni í steinsteypta stjórnbyrginu hálfri annari klukkustund áður en- skeytinu er skotið. Undirbúningurinn tekur þetta langan tíma Upp úr miðri hálfkúlunni stendur útsýnispípa, eins og á kafbát- um, og með" hennar aðstoð fylgist sá, sem verkinu stjórn ar, með því að allt sé eins og það á að vera áður en tilraun- in hefst. —Stjórnendurnir fylgjast líka með flugskeytinu í sjón- varpi. Alllangt frá skotstæð- unum eru sjónvarpsupptöku- stöðvar, sem fylgjast með flug skeytinu mjög langt út í gufu- hvolfið. Eru það hálfgerðir stjörnu-sjónaukar, sem á þess um sjónvarpsvélum eru — og geta starfsmenn því fylgst ,með skeytinu lengi vel, því sjónvarpstækjum er víða kom ið fyrir. — Þegar ég fylgd'ist með skoti Polaris-skeytisins var það einmitt á sjónvarpi. Við vorum það nálægt skotstöðv- unum, að við gátum ekki ver- ið úti undir berum himni ör- yggisins vegna. Við hefðum heldur ekki getað fylgzt jafn- lengi með skeytinu með ber- Framh. á bls. 14 SMmiNAR Loftmynd af stöðvarinnar höfða. hluta tilrauna- á Canaveral- # 90*0 0 .+-M + 0000 1. maí í útvarpinu Undanfarin ár hefur rikisút- varpið sjálft annast hátíðadar- skrá í tilefni af 1. maí. Jafn- framt hefur forystumönnum aðallaunþegasamtakanna í land- inu verið boðið að koma þar fram. Hefur þetta yfirleitt þótt gefast vel. En kommúnistar hafa alltaf verið sáróánægðir með þetta og haldið uppi hörðum árásum á útvarpsráð fyrir þá ráðabreytni, að vilja ekki selja kommúnistum einum sjálfdæmi um dagskrána. Sami háttur nú Að þessu sinni hafði útvarps- ráð sama hátt á og undanfarin ár. Það samþykkti drög að fjöl- þættri hátíðardagskrá 1. maí og lýsti því jafnframt yfir að það tæki fegins hendi öllum ábend- ingum frá Alþýðusambandi ts- lands um dagskrána. En út- varpið var þess alráðið að ann- ast dagskrána sjálft. Kommúnistar halda nú upp- teknum hætti og skamma út- varpsráð fyrir það, að Alþýðu- sambandið ræður ekki eitt dag- skránni. En þær ádeilur eiga ckki við minnstu rök að styðj- ast. Útvarpsráð hefur sýnt verka Ivðssamtökunum fullan sóma í sambandi við undirbúning há- tíðarhaldanna 1. maí og verið reiðubúið til þess að taka skyn- samlegum ábendingum frá þeim um útvarpsdagskrána á hátíðis- degi verkalýðsins. Breytingartillaga íslands varð að miklu gagni Morgunblaðið átti í fyrrakvöld stutt samtal við Bjarna Bene- diktsson dómsmálaráðherra um Genfarráðstefnuna, þegar hann kom hingað heim til Reykjavík- ur. Komst ráðherrann þar m. a. að orði á þessa leið: „Óhætt er að fullyrða að breytingartillagan varð Islandi að miklu gagni. Hún fékk líka fleiri atkvæði en við höfðum búizt við. Flutningur hennar varð og til þess að fram komu yfirlýsingar, bæði af hálfu for- ráðamanna meirihlutans, sem studdu kanadisk-bandarísku til- löguna, og margra annarra full- trúa um sérstöðu íslands. Hvað sem segja má auk þess um tímabundinn sögulegan rétt almennt, þá er það rökrétt að þjóð, sem á allt undir fiskveið- um komið hljóti að vera undan- þegin slíku ákvæði. Það er mín skoðun, að ef við hefðum ekki freistað þess að fá ckkur undanþegna hinum sögu- lega rétti, þá hefðum við veikt aðstöðu okkar mjög.“ Þetta sagði Bjarni Benedikts- son um þá tillögu Islands að undanþiggja það hinum sögulega rétti. Umdeildur dansleikur Sú ákvörðun Þjóðleikhússráðs að verða við tilmælum ríkis- stjórnarinnar um að hætta við íyrirhugaðan dansleik á sviði leikhússins hinn 17. júní n. k. hefur áreiðanlega mælzt vel fyr- ir. Almenningi fannst þessi ráðagerð öll bera nokkurn vott yfirborðsháttar og oþarfa eyðslu. En því miður er viða pottur brotinn í þeim efnum í okkar þjóðfélagi. Færi vel á því, ekki sízt nú, þegar þjóðin leggur mikið að sér í baráttunni fyrir efnahagslegri viðreisn að eyðsla á opinberu fé ýmsan óþarfa væri tekinn til gagngerðrar endurskoðunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.