Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. apríl 1960
MORCIJISLLAÐIÐ
5
Snmkomur
Z f O N, Hafnarfirði.
Almenn samkoma á morgun
kl. 16. — f Reykjavík fellur sam-
koman niður.
Heimatrúboð leikmanna.
KFUM
Fórnarsamkoma annað kvöld
kl. 8,30. — Gunnar Sigurjónsson
cand. thol. talar. — Allir vel-
komnir.
FÍLADELFÍA
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Á
sama tíma í Eskihlíðarskóla og
Herjólfsgötu 8, Hafnarfirði. —
Brotning brauðsins kl. 4. Al-
menn samkoma kl. 8,30. Arnulf
Kyvik og Ásmundur Eiriksson
tala. (Kyvik kveður). — Allir
velkomnir. Bænasamkoma laug-
ardagskvöld kl. 8,30.
j Kópavognr
Telpa 13—15 ára óskast i
vist í sumar. — Upplýs-
ingar í síma 23285.
| íbúð óskast
fyrir 14. maí. Tvennt full-
orðið í heimili. Örugg reglu
semi. Vinsamlega hringið
í síma ^5798.
1 RöUt
Colin Porter
og
Sigríður Geirs
skemmta í kvöld
Matur framreiddur
frá kl. 7-
DANSAÐ til kl. 1.
\ Borðpantanir í síma 153271
í<^öSu Í( !
Einkasamkvœmi
í kvöld
13980 er símanúmer
Sími 19636.
Leiktríóið og
Svanhildur Jakobsdóttir
skemmta til kl. 1.
Húsgagnabólstruninnar
Njálsgötu 3.
GUNNAR S. HÓLM
Þegar hótelstjórinn í fjalla-
hóteli nokkru í Bayern fór eitt
sinn niður af fjallinu til að at-
huga skilti, sem hann hafði sett
þar upp. Hann hafði hugmynd
um að skiltið hefði glatazt því
mjög hafði dregið úr gestakomu
þá viku.
Hann uppgötvaði þá sér til
skelfingar, að á skiltinu stóð: —
Já hótelið er hátt uppi, en verð-
lag þar er þó enn hærra, þér skul
uð því spara yður það ómak að
fara þangað.
•
Eftirfarandi saga hefur gengið
manna á meðal í Ungverjalandi:
Ungverjar hafa haldið því fram
í mörg hundruð ár að Attila Húna
konungur sé grafinn í landi
þeirra, en ekki hefur tekizt að
finna gröf hans fyrr en nú, að
menn hafa dottið ofan á beina-
grind, sem jafnvel hinir efagjörn-
ustu vísindamenn álíta að sé
grind Attila. Til frekari öryggis
var beinagrindin send til Moskvu
til frekari rannsóknar. Nokkru
síðar kom beinagrindin til baka
í smáhlutum. Með henni fylgdi
miði, sem á'stóð: — Jú, það er
Attila — hann hefur játað.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Guðrún Jónsdótt-
ir, híbýlafræðingur, Freyjugötu
34 og Ásgeir Karlsson, stud. mag.
Gamla Garði.
1 dag verða gefin saman í hjóna
band af séra Jóni Auðuns ungfrú
Birna Ingadóttir, verzlunarmær,
Hólmgarði 9 og Bragi G. Bjarna-
son, iðnnemi, Laugavegi 11.
Háfur.
Telkninguna hér að ofan
hefur gert ungur danskur
náttúrufræðingur Bendt
Hanskov ,cand. mag. Hann
hefur áður stundað kennslu
í sinni grein, en sneri frá
henni og teiknar nú fyrir
ýmis dagblöð og tímarit í
Evrópu. Mun Mbl. birta
Þótt maðurinn verði hundrað
ára, beri móður sína á annari öxl,
en föður sinn á hinni, hefur hann
enn ekki fullþakltað foreldrum
sínum né endurgoldið þeim
gæzku þeirra. — Búddha.
Eitt bros getur dimmu í dags-
ljós breytt, sem dropi breytir
veig heillar skálar.
— Einar Benediktsson.
teikningar eftir hann af og
til i sumar.
Nafnið hákarl hefur yfir-
leitt heldur óskemmtileg
áhrif á mann og allskyns
óhugnanlegar sögur rifjast
upp.
íslendingar hafa ekki haft
ýkja mikið af hákörlum að
segja, þó olli hámerin mikl-
um usla í netum sjómanna
fyrir nokkrum árum og var
þá farin öflug herferð gegn
henni.
En frændi þeirra háfur-
inn er einnig kunnur íslend
ingum. Sjómenn fá hann
oft í vörpur og hann á það
til að gera usla í línum
bátasjómanna. Háfurinn er
hér alls staðar við landið og
er einkum mikið af honum
síðari hluta sumars. Fyrir
rúmu ári kom hér á mark-
aðinn reyktur háfur, sem
þótti hið mesta lostæti en
sú framleiðsla hefur ekki
sézt aftur.
En víða um heim er háf-
urinn veiddur í stórum
stíl og seldur reyktur. Er
hann t. d. í Danmörku seld-
ur undir nafninu Kóngaáll
og þykir herramannsmatur.
Frá afhendingu Sonnings-
verðlaunanna í Kaupmanna
hafnar-háskóla.
Á myndinni eru (talið frá
vinstri): Prófessor Warburg,
rektor háskólans, prófessor
Cari Iversen og Bertrand
Russel.
Það er algengt að niðurfallið í
vaskinum, eða baðkerinu stífl-1
ist eftir hárþvott eða þvott á
ullarfatnaði. Ágætt ráð er að
setja smá stálullarhnoðra í nið- |
urfallið, hann síar alla ló og hár
frá og auðvelt að fjarlægja
hann þegar þvottinum er lokið.
Sterkar vélsturtur
og pallur af Mrecedes-Benz
7 tonna, til sölu. Uppl. hjá
Vélaverkstæði Sveinbjam
ar Pálssonar, Skipholti 35.
Vil kaupa
barnakerru með skermir.
Sími 34923. —
[ Til sölu
Peningaskápur, 22x22x30
tommur. Thomas Withers.
Toledo, Fischersundi. —
| Notað mótatimbur
til sölu ásamt spírum. Upp
lýsingar í síma 12363 og
15685. —
| Vil kaupa Grill
á Chevrolet vörubíl model
’46. Upplýsingar í Nýju
Blikksmiðjunni. Sími 14804
| Afgreiðslustarf
Stúlka óskast til afgreiðslu
starfa í blaðasölu annað
hvert kvöld. Upplýsingar í
síma 19832.
| Geymsluskúr
til sölu, stærð: 3x3 m. —
Selzt ódýrt. — Upplýsing-
ar í síma 1-58-07.
Hafskip h.f.: — Laxá fór 29. þ.m. frá |
Vopnafirði til Esbjerg, Lysekil, Gauta j
borgar, Aarhus og Riga.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.:
Katla er væntanleg til Gefle í dag. — |
Askja er í Reykjavík.
Eimskipafélag íslands h.f.: — Detti- j
foss fór frá Halden 28. þ.m. til Gauta-
borgar. — Fjallfoss er í Rvík. — Goða-
foss fer 1 kvöld frá Akranesi til Kefla-
víkur og Rvíkur. — Gullfoss fer í dag |
frá Kaupmh. til Leith og Rvíkur.
Lagarfoss er í Rvík. — Reykjafoss kom I
til Hull í gær, fer þaðan til Rvíkur. —
Selfoss kom til Hull í gær fer þaðan
til Rotterdam. — Tröllafoss er á leið
til New York. — Tungufoss fer frá |
Raufarhöfn í dag til Gautaborgar.
H.f. Jöklar: — Drangajökull fór frá I
Hafnarfirði 27. þ.m. áleiðis til Austur- |
Þýzkalands. — Langjökull er í Aarhus.
Vatnajökull er í Ventspils.
Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- I
flug: Hrímfaxi fer til Osló, Kaupmh.
og Kamborgar kl. 10:00 í dag. Vænt-
anlegur aftur til Rvíkur kl. 16:40 á
morgun. — Innanlandsflug í dag: Til |
Akureyrar, Blönduóss, Egilsstaða, Isa-
fjarðar, Sauðárkróks og Vestmanna-
eyja. — A morgun til Akureyrar og |
Vestmannaeyja.
Loftleiðir h.f.: — Leifur Eiríksson er I
væntanlegur kl. 6:45 frá New York.
Fer til Osló og Helsingfors kl. 8:15. — I
Leiguvélin er væntanleg kl. 19:00 frá
Hamborg, Kaupmh. og Gautaborg. Fer |
til New York kl. 20:30.
Pan American flugvél kom til Kefla- I
víkur 1 morgun frá New York og hélt
áleiðis til Norðurlandanna. Flugvélin
er væntanleg aftur annað kvöld og fer
þá til New York.
j Sveit
Drengur óskast í sveit, 14
—16 ára, helzt vanur sveita
störfum. Uppl. í sima 22600
eftir hádegi í dag.
| Bandsög óskast!
Tilboð um verð og stærð,
sendist á afgr. Mbl., fyrir
4. maí, merkt: „Bandsög
— 3234“.
Barnavagn
til sölu. Gerð. Pedigree. —
Upplýsingar 1 síma 22703.
Pedigree barnavagn
sem nýr, til sölu. Einnig 50
lítra þvottapottur. Upplýs-
ingar í síma 16103, Vífils-
götu 13. — kl. 4—6.
Tveir menn óska eftir
vinnu við léttan iðnað. Til-
boð merkt: „Reglusemi —
3239“, sendist afgr. blaðs-
ins. —