Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 30. april 1960 Skátasveit fatlaðra NÝLEGA hefur verið stofnuð hér í Heykjavík, skátasveit fyrir fötluð börn. Eru það 3 félög, sem að því standa, en það eru skáta- félögin í Reykjavík og Styrktar- félag Lamaðra og Fatlaðra. Þetta er fyrsta tilraun, sem gerð er til slíks starfs hér á landi. Erlendis er það mjög algengt, og hefur gefið góða raun. Það er aetíð hætta á því, að börn, sem að einhverju leiti eru frábrugðin öðrum börnum, fái vanmáttarkennd, vilji draga sig út úr félagsskap annarra og verði einræn. Við það eykst auðvitað vanlíðan þeirra, og þá um leið þeirra, sem næst þeim standa. Skátastarf gefur marga mögu- leika, því það bygginst fyrst og fremst á vináttu og góðum fé- lagsanda. 1 skátastarfi er reynt að finna þá leið, sem hæfir bezt hverjum einstakling, því það er persónuþroski einstaklingsins, sem mestu máli skiftir. Það geta allir orðið skátar, þó líkamshreystin sé mismunandi. Og þótt skátar leggi mikla stund á ferðalög og útilegur, þá er ekki þar með sagt, að þeir, sem ekki geta stundað það, geti ekki fund ið aðrar leiðir. Allir geta lært skátalögin — allir geta lært að brosa og sýna gott og glaðlegt viðmót, og mað- ur þarf ekki að hafa gengið á fjall til þess að venja sig á að segja satt eða halda loforð sitt. Það eru til ótal söngvar, leikir, föndur og annað smávegis, sem getur gert mann léttan í skapi og glaðan í geði, þó að maður sitji í sínum stól. Og siðast en ekki sízt, eru góð- ir vinir og féiagar ómetanlegir. Slíkur félagsskapur er því mjög ákjósanlegur einmitt fyrir þá, sem lífið hefur leikið grátt. Það gefur að skilja, að til þess að geta verið góður og fær foringi fyrir svona hóp, verður að þjálfa sig sérstaklega vel. Við, sem að þessum málum stöndum, höfum því í hyggju að senda skátaforingja á námskeið til Dan- merkur í sumar. Námskeið þetta verður haldið á vegum dönsku skátana, og sérstaklega ætlað þeim, skátaforingjum, sem eru, eða ætla að verða foringjar fyrir fatlaða skáta. Samtímis verður mót fatlaðra skáta í Danmörku, og kynnast þá þessi foringjaefni starfinu af eigin raun. Til þess að standa straum af þeim kostn- að, sem námsför þessi hefur í för með sér, höfum við í hyggju að hafa kaffisölu í Skátaheimilinu n.k. sunnudag. Skátar munu ann- ast alla vinnu í þessu sambandi og gefa kökur, en langi einhvern til að ljá þessu máli lið, eru kökur þegnar með þakklæti, og eins verður það mjög vel séð að kaffisalan verði vel sótt. Skátar verða í Skátaheimilinu frá kl. 5—7 á laugard. og kl. 10— 12 á sunnud. til þess að taka á móti kaffibrauði. Kaffisalan hefst svo kl. 2 a h. á sunnudag og stendur svo lengi, sem nokkuð er til að selja. Það er ósk okkar og von, að þessi liður skátastarfsins rr.egi verða til blessunar, bæði þeim, sem aðstoðina þiggja, engu síður en þeim, sem aðstoð sína veita. Öll byrði verður léttari, ef f ieiri taka þátt í því að bera hana, og sérstaklega á þann hátt, að byrðin verði ekki byrði heldur starf á öðru sviði — og takmark- ið er, að allir geti tekið þátt í staríinu. F. h Skátafélags Reykjavíkur Guðmundur Ástráðsson, F. h. Kvenskátafél. R-víkur Hrefna Tynes, F. h. Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra Sveinbjörn Finnsson. ÁV ♦ * BRIDCE ♦+ Olympíumótiö HEILDARURSLIT í öllum riðlum í 6. umferð á Olympíumótinu urðu þessi: 1. riðill: Italía — Astralía .......... 95:29 4-0 Venezuela — Spánn........... 51:49 3-1 Irland — S.-Afríka ......... 88:56 4-0 USA (Jacoby) — Svíþjóð ..... 72:40 4-0 2. riðill: Danmörk — Belgía ........... 55:52 3-1 Holland — Libanon........... 65:37 4-0 Chile — USA (Goren) ........ 58:50 4:0 Svíþjóð — Frakkland ........ 69:45 4-0 Indland — USA (Fishbein) .... 60:40 4-0 3. riðill: Austurríki — Egyptaland .... 64:64 2-2 England — Sviss ............ 66:24 4-0 Filippseyjar — Island....... 49:27 4-0 Kanada — Finnland .......... 71:39 4-0 USA — Brazilía ............. 63:34 4-0 Að 6 umferðum loknum er staðan þessi: 1. riðill: Italía .............. 24 stig Svíþjóð .............# 20 — USA (Jacoby) ........ 16 — Spánn ................ 8 — Venezuela ............ 7 —• Þýzkaland ............ 6 — Astralía ............. 5 — Suður-Afríka ......... 5 — Irland ............... 5 — 2. riðill: Frakkland ........... 20 stig Indland ............. 16 — Danmörk ............. 15 — Svíþjóð ............. 14 — Holland............... 12 USA (Goren) ......... 12 — Libanon .............. 9 — Belgía ............... 8 — Chile ................ 6 — USA (Fishbein) ....... 4 — K vennaf lokkur: Egyptaland .......... 20 stig England ........... 20 . — Danmörk ............. 20 — Frakkland ........... 20 — Italía .............. 19 — Austurríki .......... 13 — Irland ............ 11 — Holland ............. 10 — Sviss ................ 8 — Suður-Afríka ......... 8 — Belgía ............... 6 — Þýzkaland ............ 4 — Astralía ............. 2 — I 7. umferð fóru leikar þannig að Is- land sigraði Bandaríkin 62:46. Eigi hafa borizt önnur úrslit úr þessari umferð né heldur úrslit úr 8. umferð, en frétzt hefur að staðan að 8 umferðum loknum sé þessi: England ............. 32 stig Bandaríkin .......... 20 — Brazilía ............ 19 — Kanada .............. 17 — Isiand .............. 16 — Sviss ............... 15 — Finnland .......... 12 — Filippseyjar ........ 12 — Egyptaland ........... 9 — Austurríki ........... 8 — Ef röð þessi er rétt, þá hefur ís- lenzka sveitin tapað í 8. umferð fyrir Egyptalandi. Ein umferð er eftir og spilar íslenzka sveitin þá við Kanada. skrifar úr# dqgiega iifinu 3 Próflestur á söfnunum Velvakandi laugardagsblað 4 Velvakandi hefur áður vik- ið að. vorprófum skólafólksins í þessum dálkum sínum. Og nú hefur „Nemandi“ sent frá sér línu um vandamál, sem nokkur hluti próflestrarfólks á við að etja. Bréfið hljóðar svo, þegar ávarpinu „ágæti Velvakandi“ sleppir: „Eins og öllum er kunnugt, standa nú yfir próf eða eru framundan hjá flestum fram- haldsskólum í Reykjavík. Margir nemendur nota sér það næði, sem á söfnunum er til lestrar. En á þessu er einn mik ill galli. Ekkert safn í Reykja- vík opnar lesstofur sínar, fyrr en kl. 10 fyrir hádegi og lokar síðan um hádegi milli kl. 12 og 1. Þannig gefst aðeins tóm til tveggja tíma lesturs fyrir hádegi.“ • „Morgunstund gefur gull í mund“ „Væri nú ekki leið,“ segir „Nemandi" síðan, „að söfnin opnuðu lesstofur sínar fyrr á morgnanna meðan aðalpróf- tíminn stendur yfir. Mikill greiði væri hinum mikla fjölda námsmanna gerður með slíkri ráðstöfun." Velvakandi verður fyrir sitt leyti að taka undir þessa mála leitan „Nemanda", enda fór hann sjálfur ekki alveg var- hluta af þessu vandamáli á sínum „sokkabandsárum“, þó að ekki yrði neyðin svo brýn, að hann gripi til þess heilla- ráðs að skrifa fyrirrennara sínum hér á Mbl. • Lesstofur í skólana Úr því að þeir, sem á bóka- söfnin leita til að glugga þar í bækur og skjöl vegna fræði- starfa, sem trauðla verða unn- in annars staðar, eru ekki fleiri en svo, að þar er einnig rúm fyrir skólafólk í próf- lestri, er æskilegt, að nokkurt tillit sé til þessa hóps tekið og honum gert eins auðvelt og kostur er að sinna námi sínu. Þetta á að minnsta kosti við, meðan ekki eru í skólunum sjálfum nægar lesstoíur fyrir nemendur. • Góður dagskrárliður Þá hefur Velvakandi fengið bréf frá „Nóa“ um morgun- andakt útvarpsins og segir þar svo: „Eg kann því vel, að morg- unútvarpið byrjar á Guðsorði og góðum fyrirbænum. Okkur mun ekki veita af því að hlusta á eitthvað fallegt og mannbætandi áður en við hefjum störf. Aftur á móti kann ég afar illa við hávaðann, sem er út- varpað fyrir og eftir bænina. Ef maður stillir útvarpstækið hæfilega hátt fyrir hið talaða • orð, ætlar tónhávaðinn bók- staflega að æra mann. ~/THe£ké HleutAsiHJ*: Stundvísi É G E R stundvís, mjög stundvís, ef til vill of stund- vís. Ef ég hefi ákveðið að hitta einhvern, er ég kom- inn á staðinn nákvæmlega á slaginu. Afleiðingin verður sú, að ég bíð alltaf eftir öllum. En ég get ekki að þessu gert. Jafnvel þó að ég fari að heiman of seint, kemst ég samt í tíma á áfangastað. Þannig er ég að eðlisfari. Konan mín er algjör andstæða. Hún veit blátt áfram ekki, hvað tími er. Hún á það til að koma heim klukkan hálfníu, þegar okkur hefir verið boðið til kvöldverðar klukkan átta. Og hún er hin róleg- asta. „Ég var hræðilega áhyggjufullur,“ segi ég við hana. „Ég var í þann veginn að hringja á lögregluna.“ „Hvers vegna?“ segir hún blíðlega. „Hvað hefði svo sem getað komið fyrir?“ „Hvað sem væri. Bílslys. Og hvað kom í raun og. veru fyrir?“ „Ekkert. Ég gleymdi þessu bara.“ „Getur þú ekki komið auga á, að stundvísi gerir okkur lífið léttara? Það mundi veita mér svo mikla ánægju og öryggiskennd að vita, að allt yrði gert á stundinni og ég mundi aldrei þurfa að bíða eftir kon- unni minni. Lífið er svo stutt. Hvers vegna ætti ég að eyða svo miklum hluta þess í að bíða og kvelja sjálfan mig?“ „Það er einmitt það, sem mér finnst,“ segir hún. „Þú kvelur sjálfan þig, ekki ég. Hvers vegna ætt'ir þú alltaf að hafa gát á klukkunni í stað þess að njóta lífsins? Þar að auki kem ég aldrei of seint af ásettu ráði. Það, sem gerist, er, að ég er niðursokkin í skemmtileg viðfangsefni eða vinkona mín hringir til að segja mér spennandi fréttir, einmitt þegar ég ætti að vera farin úr skrifstofunni. Þá gleymi ég öllu, m. a. s. minni eigin tilveru — og tímanum.“ „Ég hefi alveg eins mikinn áhuga á mínu starfi og þú og samt.... “ „Lífið er svo miklu auðveldara fyrir ykkur karl- mennina. Þú getur rakað þig og klætt þig á fáeinum mínútum. Ef þú*þarft að ná í lest klukkan átta, ferð þú á fætur klukkan sjö. Ég verð að pakka betur niður. Ég verð að gera ráð fyrir ófyrirsjáanlegum atvikum, t. d. að þurfa að skipta um sokka á elleftu stundu eða losa rennilás, sem festist. Okkar vandamál eru alls ekki hin sömu.“ „Þú reynir ekki einu sinni að vera stundvís.“ „Hvers vegna ætti ég að gera það? Enginn ætlast til þess, að kona sé stundvís. Ef hún er það, verður hún að bíða. Það eru ekki allir karlmenn eins stund- vísir og þú“. Það er bezt að vera sanngjarn. Ýmislegt má tína til óstundvísum konum til varnar. Auðvitað væri það vinsamlegt af þeim að láta ekki vesalings karlmenn- ina bíða. Samt er ekki hægt að neita því, að á þenn- an hátt öðlast þær aukið álit. Maður, sem bíður eftir konu, finnur, hversu mjög hann saknar hennar. Franskur heimspekingur sagði: „Það, sem veitir kon- unum mest áhrifavald, er að vera fjarstaddar eða of seinar.“ Þessi setning lýsir ekki mikilli góðvild í garð kvenna, en hún er að nokkru leyti sönn. • Breyting æskileg Það má vel vera að þetta sé gert til ess að vekja menn, eigi að vera nokkurs konar andlegt steypibað. En nú er það svo að ekki er víst, að allir í næstu íbúðum kæri sig um að vakna á þessum tíma og vel geta verið sjúkl- ingar í sama húsi og er sjálf- sagt að taka tillit til þeirra. Ég er viss um, að menn yrðu almennt fegnir því, ef útvarp- að væri fallegum tónum, sem stillt væri í hóf, hvað tónhæð snertir. Það er hætt við að hin góðu áhrif morgunbæn- anna minnki, ef menn hlaupa blótandi að viðtækinu til þess að lækka í því að lokinni bæn.“ ☆ FERDIIMAIMD ☆ Copyrigh* P I 0 Bo* 6 Cop«nhag«n Öw-L".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.