Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 20
20 MORCUNBT/AÐIÐ Laugardagur 30. apríl 1960 enda orðinn mjög gamall. Hann lá þarna í hálmfleti í umsjá elda- buskunnar Ludivine, sem gleymdi aldrei að færa honum. Jeanne tók hann í fangið, kyssti hann og bar hann síðan inn í hús ið. Hann var orðinn svo feitur og þungur, að stirðir fæturnir gátu ekki borið hann og gelt hans minnti á leikfangahunda, sem börnum eru gefnir. Brottfarardagurinn rann upp. Jeanne hafði sofið í herbergi Juliens síðustu nóttina, þar sem búið var að tæma herbergi henn ar. Hún reis úr rekkju, dauð- þreytt og móð, eins og hún væri nýkomin af hlaupum. Flutnings- vagninn með ferðatöskunum og síðustu húsgögnunum stóð fyrir utan, búinn til brottfarar. Þeim Hosalie og Jeanne var ætlað að aka í öðrum vagni, sem beið einn ig fyrir utan. Þau Símon gamli og Ludivine áttu að bíða komu hins nýja eiganda og síðan ætl- uðu þau til ættingja sinna. Je- anne hafði séð þeim fyrir nokkr- um lífeyri, og þau höfðu einnig lagt dálítið fyrir. Þau voru orðin of gömul og þreytt til þess að vinna fyrir sér. Maríus var löngu kvæntur og fluttur burt. Um átta leytið fór að rigna, örsmáum, köldum úða, samfara hægum kalda. Á eldhúsborðinu stóðu bollar með rjúkandi heitu mjólkurkaffi. Jeanne fékk sér sæti og dreypti á bollanum, unz hún stóð upp og sagði: „Við skul um koma okkur af stað“. Hún lét á sig hatt og herðasjal og meðan Rosalie var að klæða sig í skóhlífarnar, sagði hún með grátstafinn í kverkunum: — „Manstu, hvað það rigndi mik- ið, þegar við komum hingað frá Rouen?“ Um leið og hún sleppti orðinu, bar hún báðar hendurnar upp að brjóstinu og féll í ómegin. — Þannig lá hún í um það bil eina klukkustund, en að henni liðinni raknaði hún við og fékk ákaft grátkast. Þegar hún var orðin róleg aft- ur, var hún svo þrotin að kröft- um, að hún gat ekki staðið upp. Rosalie, sem óttaðist, að hún kynni að fá annað kast, ef brott- förin yrði dregin á langinn, sendi eftir syni sínum. Þau tóku hana upp og báru á milli sín út í vagn inn. Síðan lögðu þau hana á leð- urklæddan trébekk, og hin trygga þjónustustúlka hennar vafði um hana ábreiðu, settist við hlið hennar, spennti upp regn- hlífina og hrópaði: „Flýttu þér, Denis, við skulum koma okkur af stað“. Ungi maðurinn klifraði upp í ekilsætið við hlið móður sinnar og sló í hestinn, sem brokkaði af stað, hastur í spori. Vagninn skókst til og hossaði konunum tveim óþyrmilega í sæt inu. Þegar þau sveigðu fyrir horn- ið inn í þorpið, sáu þau einhvern á vakki hjá veginum. Það var faðir Tolbiac, sem virtist bíða þess, að þau færu fram hjá. Hann nam staðar, þegar vagninn fór fram hjá. Hann hélt kufli sínum uppi með annari hendi, til þess að hann drægist ekki í forinni, og beinaberir fætur hans blöstu við, klæddir svörtum sokkum og gríðarstórum forugum skóm. Jeanne leit niður fyrir sig, til þess að þurfa ekki að mæta augnaráði hans, en Rosalie, sem þekkti alla málavöxtu, fylltist heiftarlegri reiði. „Óþokki! — Óþokki", tautaði hún og tók síð- an um hendi sonar síns: „Lumbr aðu á honum með svipunni". En ungi maðurinn lét af ásettu ráði vagnhjólið fara ofan í djúp- an pytt rétt um leið og þau fóru fram hjá prestinum, á fullri ferð, og hann varð ataður for frá hvirfli til ilja. Rosalie var himinlifandi og sneri sér við í sætinu til þess að steyta hnefann framan í hann, en presturinn var önnum kafinn við að þurrka af sér forarleðj- una með stórum, hvítum vasa- klút. Allt í einu hrópaði Jeanne. „Við gleymdum Massacré!" Þau námu staðar og Denis hljóp af stað til þess að sækja hundinn, en Rosalie hélt um tauminn á meðan. Hann kom að vörmu spori aft ur með afmyndaðan og fatlaðan hundinn í fanginu og lagði hann við fætur kvennanna tveggja. 13. kafli. Jeanne í París. Tveim stundum síðar nam vagninn staðar fyrir framan lít- ið múrsteinshús, rétt við veginn. Það stóð í miðjum garði, umgirt perutrjám, og í garðinum voru einnig reitir með blómum og grænmeti. Hátt limgerði var umhverfis landareignina, og akurlendi að- skildi hana frá næsta bóndabýli. Um það bil hundrað fetum neðar við veginn var smiðja. Engin önn ur hús voru þar á mílu svæði. Úr gluggunum sá yfir slétt ak- urlendi, bændabýli og eplagarða hinnar þéttbýlu sveitar, Caux. Um leið og þau komu inn, vildi Jeanne hvíla sig, en Rosalie kom í veg fyrir það, þar sem hún óttaðist að hugsanir um fortíðina kynnu að sækja að henni. Þær höfðu trésmið frá Goder- ville sér til aðstoðar, og tóku nú þegar til óspilltra málanna að koma fyrir því, sem þegar hafði verið flutt, meðan þau biðu eft- ir síðasta flutningsvagninum. — Það krafðist talsverðrar umhugs unar og fyrirhyggju. Um það bil klukkustundu síð- ar nam vagninn staðar við hliðið, og það varð að flytja inn úr hon- um í rigningunni. Þegar dagur var að kvöldi kominn, var húsið enn í megnustu óreiðu, húsmun- ir og farangur í hrúgum hér og þar. Jeanne var dauðuppgefin og sofnaði um leið og hún lagðist upp í rúmið. Hún hafði engan tíma til að sökkva sér niður í sorgina, þar sem svo margt þurfti að gera. Hún hafði jafnvel talsverða ánægju af að fegra hin nýju hí- býli sín, þar sem vonin um end- urkomu sonarins vék aldrei frá henni. Hún lét hengja veggábreið urnar úr gamla herberginu sínu í borðstofuna, sem varð einnig að gegna hlutverki setustofu. Þó lagði hún mesta alúð við annað tveggja herbergja á annari hæð — herbergið, sem hún hugsaði jafnan um sem „herbergi Pou- let’s“. Hitt herbergið hafði hún sjálf. Rosalie svaf einni hæð ofar, í risinu. Litla húsið var bæði snot- urt og vistlegt, þegar búið var að koma öllu í lag, og Jeanne var ánægð þar, til að byrja með, þótt henni fyndist óljóst, að eitt- hvað vantaði. Hún gerði sér í fyrstu ekki grein fyrir, hvað það var. Dag nokkurn færði sendimað- ur frá lögfræðingnum í Fécamp, henni þrjú þúsund og sex hundr- uð franka, sem var hagnaður af sölu húsgagnanna, er hún hafði skilið eftir að Espilundi. Pening- ar þessir glöddu hana mjög, og um leið og maðurinn var farinn, flýtti hún sér að setja á sig hatt- inn, og hugðist hraða sér til Goderville til þess að senda Paul þessa óvæntu fjárupphæð. Þegar hún flýtti sér eftir þjóð- veginum, mætti hún Rosalie. — Þjónustustúlkan renndi sam- stundis grun í, að eitthvað væri á seyði, og þegar hún hafði feng- ið vitneskju um hvað það væri — Jeanne gat aldrei leynt hana neinu — lagði hún frá sér körf- una, til þess að gefa reiði sinni lausan tauminn. Hún studdi höndum á mjaðmir og ávítaði Jeanne harðlega. Síð- an tók hún undir handlegg hús- móður sinnar með hægri hendi en körfuna í þá vinstri og leiddi haná heim að húsinu, rausandi án afláts alla leiðina. Um leið og þær voru komnar inn, fór þjónustustúlkan fram á, að hún fengi sér peningana. Je- anne fékk henni þá alla, að imd- anteknum sex hundruð frönkum, sem hún hugðist halda eftir, en Rosalie sá samstundis við henni, og hún neyddist til að fá henni þá líka. Á hinn bóginn féllst Rosalie á, að hún sendi Paul þá upphæð. Nokkrum dögum síðar skrifaði hann: Þú gerðir mér mjög mik- inn greiða, kæra mamma, þar sem við vorum í miklum nauðum stödd“. Þegar til lengdar lét, átti Je- anne erfitt með að sætta sig við Batterville. Henni fannst hún eiga erfiðara með að draga and- ann en áður, og jafnframt fann hún sárar til einstæðingsskapar síns en nokkru sinni fyrr. Hún fór oft út að ganga og komst vanalega að Verneuil kastalar.- um, en sneri þar við. Um leið og hún kom heim, greip hana löng- un til að halda aftur af stað í sömu átt, eins og hún hefði aldrei komizt á leiðarenda. Þetta endurtók sig dag eftir dag, án þess að hún skynjaði, hvernig í því lægi. En svo var það kvöld eitt, að hugsun lædd- ist að henni, sem ljóstaði upp orsök eirðarleysis hennar. Hún sagði um leið og þær settust að miðdegisverði: „Ó, hvað ég þrái að sjá hafið!“ Það var hafið, sem hana hafði vantað. Hún hafði saknað hins volduga nágranna, sem hún hafði verið samvistum við síðastliðin tuttugu og fimm ár, saknað sjáv arloftsins, hafgolunnar, brim- gnýsis og ölduniðsins. Hún hafði tengzt hafinu nánum böndum, elskaði það, eins og það væri lifandi vera. Veturinn nálgaðist, og djúp vonleysiskennd heltók Jeanne. Það var ekki sú sára sorg, sem nístir menn að innstu hjartarót- um, heldur þungur tregabland- inn dapurleiki. Henni stóð á sama um allt, og enginn skipti sér af henni. Dagarnir liðu í al- geru tilbreytingarleysi og sára- lítil umferð var um þjóðveginn. Jeanne dreymdi á hverri nóttu, að hún væri enn í Espilundi. — Henni fannst hún vera þar hjá föður sínum og móður og stund- um líka Lison frænku. Hún lifði upp í svefninum löngu liðnar stundir, hún leiddi móður sína, madame Adelaide, á göngu henn. ar eftir stígnum. Hún vaknaði ávallt grátandi upp úr draumum þessum. Hún hugsaði sífellt um Paul, braut heilann um, hvað hann hefðist að, og hvernig honum liði og hvort honum yrði nokkurn tímann hugsað til hennar. Á göng unum beindist hugur hennar jafnan að þessu, þótt tilhugsunin um það kveldi hana, sérstaklega fann hún sárt til afbrýðisemi gagnvart konunni, sem hafði svipt hana syninum. Það var ein- göngu hatur hennar og heift í garð þessarar konu, sem aftraði henni frá því að reyna að hafa upp á syni sínum og fara á fund hans. Hún gat séð fyrir sér kon- una, er hún kæmi til dyra Dg segði: „Hvert er erindi yðar hing að, frú mín?“ Stolt móðureðli ■hennar gerði henni ókleift að hætta á slíkar viðtökur. Flekk= laust líferni hennar sjálfrar gerðí hana enn dómharðari gagnvart veiklyndi karlmanns, sem var þræll ástar sinnar á óverðugri kvenpersónu. Þegar haustaði að með langvar andi regni, gráum himni og dökk um skýjum, varð hún gagntekin af þeirri lífsþreytu, að hún ákvað að gera úrslitatilraun til að fá Poulet heim aftur. Hann hlyti að fara að sjá að sér úr þessu. Hún skrifaði honum eftirfar- andi bréf: „Kæri sonur minn: Ég sárbið þig að koma heim til mín aftur. Minnztu þess, að ég er gömul og heilsutæp og alltaf ein, að und- antekinni einni þjónustustúlku. Ég bý nú í litlu húsi, skammt frá þjóðveginum. Það er mjög einmanalegt þar, en ef þú værir hjá mér, myndi það gerbreyta öllu. Ég á engan að í heiminum nema þig, og ég hef ekki séð þig í sjö ár! Þú varst mér lífið sjálft, allar vonir mínar og draumar voru tengdir þér. Þú varst það eina, sem ég elskaði í þessum heimi, en þú brást mér, fórst burt frá mér! Ó, komdu aftur til mín, Poulet minn litli — komdu og vefðu mig örmum. Komdu heim til þinnar öldruðu móður, sem bíð- ur þín með útbreiddan faðminn. JEANNE“. Hann svaraði nokkrum dögum síðar. SHÍItvarpiö 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 17.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.30 Mannkynssaga barnanna: ,,Bræð- urnir“ eftir Karen Plovgárd; XII. — sögulok. (Sigurður Þorsteins- son bankamaður þýðir og flytur). 19.00 Frægir söngvarar: Irmgard See- fried syngur. — (19.25 Veðurfr.), 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Djúpt liggja rætur“ eft- ir Arnaud d’Usseau og James Gow. Þýðandi: Tómas Guðmunds son. —- Leikstjóri: Þorsteinn O. Stephensen. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok. Skrúðgarða- grasfræ — Ef þú elskaðir mig eitthvað, tækirðu ekki eftir rigningunni. — í li á Ég er feginn því að fá þetta tækifæri til að tala við þig eins- lega, þingmaður. Hálftíma seinna Þú getur kallað þetta fjárkúg- un og svik ef þér sýnist, Watson þingmaður. Ég kalla það vel- heppnuð viðskipti. Ég mun ekki hika við að skýra frá gjörðum þínum ef þú ekki sérð um að fá Háu Skóga frumvarpið sam- þykkt í þinginu, svo ég fái svæð- ið keypt. Stór elgur kemur t”3> i <U^tfæri við skytturnar. Trjáplöntur Gróðrastöðin við Miklatorg. Símar 19775 og 23598.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.