Morgunblaðið - 30.04.1960, Side 11

Morgunblaðið - 30.04.1960, Side 11
Laugardagur 30. apríl 1960 MORGVNBLAÐIÐ 11 Schipol-flugvöllurinn í Amsterdam. I Amsterdam Amsterdam, í apríl 1960. KUNNINGI minn, sem sýndi mér Rijksmuseum í Amsterdam, benti mér þar á málverk eftir hol- lenzka málarann Vroom. Sýnir það sjóorustu í Haarlemhafinu árið 1573. Frelsisstríð Hollands gegn Spánverjum stóð þá yfir Spánverjar höfðu umkringt bæ- inn Haarlem. Vilhjálmur af Öraníu reyndi að veita bænum hjálp. Hann safnaði því saman rúmlega 100 hollenzkum skipum á Haarlemhafinu, en þau voru lítil og illa vopnum búin. Spánski skipaflotinn vann því sigur. Á árunum 1840—53 var Haarl- emhafið þurrkað upp. Seinna var reist dálítið virki á norðaustur- hluta þessa uppþurrkaða svæðis, einmitt á þeim stað, þar sem sjóorrustan við Spánverja var háð. Virkið var skírt Schiphol. Árið 1917 var hernaðarflugvöllur gerður nálægt virkinu. í>egar hol lenzka flugfélagið KLM (Konin- klijke Luchtvaart Maatschapp) var stofnað h. 7. október 1919, fékk það aðsetur á þessum flug- velli. í Sohiphoi eins og víða annars staðar hefur verið nauðsynlegt að gera flugvöllinn nothæfan fyrir stóru þoturnar. Hefur hann því verið stækkaður og endurbættur. Vegna stækkunarinnar varð að rífa niður 60 hús í nálægu þorpi. Búið er að lengja lengstu flug- brautina, sem nú er 3,3 km. á lengd. Lengingu hinna brautanna er ekki með öllu lokið. Ný flug- stöðvarbygging, búin öllum ný- tizku tækjum, á að verða ftill- gerð í síðasta lagi að þremur árum liðum. Um miðjan þennan mánuð hóf KLM reglubundnar ferðir með þotu af gerðinn DC-8. KLM er fyrsta flugfélagið í Evrópu, sem hefur tekið þessar risaþotur í notkun og er að þessu leyti hálf- um mánuði á undan SAS, sem byrjar ekki áætlunarferðir með DC8 fyrr en 1. maí. ir rúmlega tveimur mánuðum tók það Lockheed Electra-vélar í notkun’ á leiðunum milli borga í Evrópu og nálægum Asíulönd- um. Félagið hefur keypt 12 flug- vélar af þessari gerð. Hafa þær allar hlotið stjörnunöfn.' KLM er einn af mörgum vott- um um dugnað Hollendinga. Það þarf framtakssemi og áræði til að skapa 11 milljóna þjóð sæmi- leg lífskjör í einu af minnstu löndum álfunnar. Holland er þéttbýlasta landið í Evrópu. 1 Hollandi er stutt milli stórborganna, ekki nema 50 mín- útna ferð með járnbraut frá Amsterdam með nálega 900 000 íbúa til Haag með 600.000 jb., og 25 mín. ferð frá Haag til Rotter- dam með 750.000 íb. Við þetta bætist, að íbúatala 8 annara borg í landinu er frá 100.000—- 250.000. I Hollandi eru 2% sinn- um fleiri íbúar en í Danmörku, þótt Danmörk sé þriðjungi stærri, vel ræktuð og iðnaður þar all- rntkill. Fæðingar umfram dauðföll eru í Hollandi fleiri en í flestum öðrum löndum álfunnar. Fólks- ina síðari. Tilfinnanlegt var líka, að ríkisstjórn hins nýstofna indó- nesiska ríkis gerði eignir Hol- lendinga upptækar. Verðmæti þeirra nam nálega 5.000 milljón- um gyllina. Það bætti ekki úr skák, að margir Hollendingar og fólk af hollenzkum ættum flúði frá Indónesíu til Hollands. Sam- tals var flóttafólkið um 14 millj- ón að tölu. Hefur verið vanda- samt að útvega þessum sæg hús- næði og atvinnu í hollenzka þétt- býlinu. Þegar uppþurrkun Suðursjáv- arins verður lokið, þá vex land- svæði Hollendinga um 7% Ann- að álitlegt svæði verður þurrkað upp við Norðursjóinn. Eftir flóð in miklu árið 1953 var ákveðið að gera mikla og trausta flóð- garða milli eyjanna, sem eru á þessu svæði, nánara sagt milli ósa Maasfljótsins og Schelde. Eru menn þegar byrjaðir á þessu mikla mannvirki. Áætlað er, að það muni kosta 2.400 milljónir gyllina. Þessir flóðgarðar eiga að vera fullgerðir árið 1978. Verður þá þurrkað upp 15.000 hektara svæði milli þeirra og meginlands in3 Þótt landið sé stækkað með uppþurrkunum, þar sem þvi verð ur við komið, þá er það þó fyrst og fremst aukin iðnvæðing, sem á að framfleyta hinum sívaxandi fólksfjölda. Ar frá ári vex iðnað arframleiðslan í Hollandi. Þar að auki er Holland orðið fjölsótt ferðamannaland. Tekjurnar af ferðfólki eru komnar upp í h.u.b. 600 milljónir gyllina á ári. Páll Jónsson. Óleyfilegt gæsadráp Sjóorustan í Haarlemhafinu 1573. Þar sem hún var háð er nú Sehipol-flugvöllurinn. Meira um minkinn 1 GREIN minni í Morgunblað- inu 11. marz var óvenjulega mik- ið af prentvillum. Aðeins ein var þó meinleg og gat valdið misskilningi. 1 blaðinu stóð, að á grávöru uppboði í Svíþjóð hefðu verið boðin fram 330 búsund mjnnkaskinn og af þeim hefðu stlst 9% — en það átti að vera 92% — leiðréttist það hér með. Nýjustu tölur um grávöru framleiðslu hér í Noregi 1959 telja að hún hafi numið fast að 100 millj. norskra króna. Lang- mest eru það minkaskinn. A síð- asta skinnauppboði í Osló voru boðin fram 135 þús minkaskinn og um 50 þús blárefaskinn. Var góð sala á hvorttveggja, en aft- ur á móti var selt á n. kr. 650 og þykir slíkt með fádæmum. Seld voru minkaskinn fyrir um 16 milij. kr. en blárefaskinn fyrir um 4 millj. Þeir kaupendur, sem mest munaði um voru Ameríku- menn, þeir keyptu % af öllu sem seldist á uppboðinu Á.G.E. KLM fékk fyrstu þotuna af þessari gerð fyrir rúmlega hálf- um öðrum mánuði. Hún flaug á 6 klst. og 21 mínútu frá New York til Amsterdam. Hún var skírð „Albert Plesman“. Heitir þotan þannig eftir þeim manni, sem átti mikinn þátt í því, að til- tölulega lítilli þjóð tókst að skapa flugfélag, sem er eitt af hinum stóru flugfélögumí í heiminum. Plesman var forstjóri KLM frá stofnun þess og þangað tii hann andaðist á gamlársdag 1953. Flugvélin „Albert Plesman" var fram að páskum notuð til að þjálfa flugmennina. I reynslu- flugi flaug hún á 1 klst og 51 mín. frá Madrid til Amsterdam og á 21 mín frá París til Amster- dam. Þessi mikla þota, sem vegur fullfermd 140.600 kg., flýgur h. u. b. 950 km á klst. í 10—12 km hæð og getur tekið 94 far- þega á sparifarrými og 36 á fyrsta farrými, er vitanlega dýr í rekstri. Rekstrarkostnaðurinn nemur 8,500 gyllinum á klst., segir Aler, forstjóri KLM. En DC- þotan, bætir hann við, getur flog ið frá Amsterdam til New York og heim aftur á sólarhring. Sé hún fullfemd báðar leiðir, þá ætti hún að geta unnið inn nálega 14 milljón gyllina á sólarhring. (1 gyllini jafnt 10 ísl. kr.). KLM fær fyrst um sinn 8 þotur af þessari gerð. Verða þær allar notaðar til lengstu ferðanna. Einmitt nú, þegar félagið tekur pessar miklu þotur í notkun, eru 40 ár liðin frá því að það hóf flugferðir. Það var h 17 maí 1920, rúmlega missiri eftir stofn- un þess. DC8-þoturnar eru fyrstu skrúfu lausu flugvélarnar, sem hol- lenzka flugfélagið eignast. En fyr fjöldinn vex stórlega, um nálega 130.000 á ári. Þessi mikla fólks- fjölgun er eitt mesta vandamái hollenzku þjóðarinnar. Hollendingar töpuðu miklu, þegar þeir misstu nýlendurnar í A.-Indíum eftir heimsstyrjöld AKUREYRI, 25. apríl. — Sá at- burður gerðist laust fyrir helg- ina, að maður nokkur elti gæs heim á hlað á Þórustöðum í Kaup angssveit í Eyjafirði og skaut nana þar við bæjarvegg. Atburður þessi bar að með þeim hætti, að grárri Skoda- bifreið var ekið að heimreiðinni á Þórustöðum. Út úr henni snar- aðist maður með alvæpni og skaut á samri stundu á gæs, sem var á vappi þar skammt frá. Ekki lá gæsiri að heldur, en mun hafa hvekkst nokkuð er hún tók til fótanna heim að bænum, en gerði enga tilraun til flugs. Skyttan brá einnig fyrir sig fót- unum og þandi sig allt hvað af tók á eftir gæsinni. Er leiðin var hálfnuð heim að bænum, skaut hann enn á ný, en mæði mun hafa förlað honum mið, því að enn hélt gæsin áfram hlaupun- um. Hafði hún sig allt heim á hlað, en þar mátti hún ekki leng- ur við hinum ákafa veiðimanni, er var kominn allnærri henni og skaut enn á ný, og lét gæsin þar líf sitt undir húsveggnum. Eiginkona annars bóndans á Þórustöðum, Stefáns Ámasonar, snaraðist út á hlað og skipaði skotmanni að láta kyrra gæsina, en hann lét sér ekki segjast held- ur þreif hræið og hljóp sem hvat- ast niður að bifreiðinni, sem snúið hafði verið við á meðan aðförin var gerð. Héldu hinir fengsælu veiðimenn síðan i reykskýi til Akureyrar. Stefán bóndi var ekki heima þegar atburður þessi gerðist, en þegar er hann kom, brá hann sér skjótt til Akureyrar og varð sú för til þess að upp á veiðimönn- unum hafðist. Munu þeir verða að gjalda bæði glannaskapar síns og aligæsardrápsins, því hér var um tamda gæs að ræða. Nýtt kór\erk fmniflutt Á PÁSKADAGSKVÖLD var frumflutt í ríkisútvarpinu ný mótetta eftir Hallgrím Helgason, „f Jesú nafni“. Þjóðleikhúskór- inn söng undir stjórn höfundar. Er mótettan samin um íslenzkt sálmalag úr „Hólabókinni" 1589, sálmabók Guðbrands biskups Þorlákssonar en í henni birtast í fyrsta sinni prentaðar nótur í íslenzkri bók. Textinn er eftir Ólaf biskup Hjaltason á Hólum (1552—1569). Þjóðleikhúskórinn söng mótettuna til minningar um hinn mikilhæfa og merka tónlist armann Dr. Victor Urbamic, sem lézt í Reykjavík fyrir réttum tveim árum eftir óþrotlegt, ríku legt starf í þágu íslenzks tón- listarlífs. Hlý sending Svissneskir P i KJULÖk Rniini uorun Rauoarastig 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.