Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVNTtlAÐIÐ Laugardagur 30. apríl 1960 Loftbrú til Grænlands Flugfélagíð semur um 38 Grœnlandsferðir FLUGFÉLAG íslands færir nú út kvíarnar í Grænlands- fluginu. Það hefur gert tvo nýja samninga við danska að- ila um að fljúga 38 ferðir til Grænlands til viðbótar "við þær ferðir, sem áður hafði verið samið um. Seinnihluta maí-mánaðar mun því verða „Ioftbrú“ milli íslands og Grænlands, því þá verður flogið dag og nótt eftir því sem veður leyfir. Er Flugfé- iagið nú búið að ná heildar- samningum við þrjá stærstu aðilana í Grænlandsviðskipt- unum. 170 tonn af járni Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugfélagsins, tjáði Mbl. í gærkvöldi, að þarna væri um tvenns konar verkefni að ræða. í fyrsta lagi mun félagið flytja 170 tonn af járni til Kulusuk á austurströnd Grænlands og í öðru lagi verða farnar 12 ferðir milli Narssarssuak á vestur- strönd Grænlands og Kaupmanna hafnar með vörur og farþega. Járnflutningarnir eru á vegum danskra heimskautaverktaka. Verður járnið flutt sjóleiðina til Reykjavíkur, 125 tonn frá Banda ríkjunum og 45 tonn frá Kaup- mannahöfn. Stærri farmurinn er væntanlegur til Reykjavíkur 12. nie; r'riár ferSir á sólarhring Si. jaster-flugvélin Sólfaxi verður notaður til þessara flutn- inga sem annarra Grænlands- ferða. Til Kulusuk, sem er í vest- ur frá Reykjavík, er hálfrar þriðju stundar flug og er áætlað að hver ferð taki 8 stundir með hleðslu og affermingu. Verður því hægt að fara þrjár ferðir á sólarhring þegar skilyrði leyfa, því hinir dönsku aðilar leggja mikla áherzlu á að verkinu verði lokið sem fyrst. Sólfaxi tekur sex og hálft tonn í hverri ferð, en sennilega verður að styrkja gólf vélarinnar fyrir þessa erfiðu flutninga. Annar samningurinn við verk- takana Hér mun vera um að ræða jámbita til byggingafram- kvæmda, því danskir heim- skautaverktakar annast nú smíði ratsjárstöðvar fyrir Bandaríkja- menn við Kulusuk — og eru öll mannvirki þar úr járngrindum. Flugfélag íslands hefur að undanförnu farið margar ferðir fyrir hina dönsku heimskauta- verktaka. Sólfaxi var í fyrra í vikulegum ferðum á þeirra veg- um til Kulusuk og Straumfjarð- ar. í vetur var þessi samningur endurnýjaður og hefur Sólfaxi þegar farið nokkrar ferðir í vor. Stærsti samningurinn Hinn samningurinn, sem er við Konunglegu Grænlandsverzlun- ina, er hinn stærsti, sem félagið hefur gert við þann aðila og hef- ur það þó lengi annazt flutninga fyrir Grænlandsverzl- unina. Verða famar 12 ferðir með farþega og varning til Narssarssuak frá Kaupmanna- höfn og aftur til baka, en frá Reykjavík til Narssarssuak er um fjögurra stunda flug. Var fyrsta ferðin farin í gær, en vegna óhagstæðs veðurs í Nars- sarssuak varð Sólfaxi að fara norður til Syðri-Straumfjarðar og bíða þar til morguns I*rír stærstu aðilarnir Fyrir skemmstu gerði Flug- félagið heildarsamninga við Nor- ræria Námufélagið um alla loftflutninga þess milli Kaup- mannahafnar og Meistara- víkur, sem er á vesturströnd Grænlands, tæplega þriggja stunda flugferð frá Reykjavík. Verða farnar 15 ferðir þangað á þessu ári. Flugfélag íslands hefur því náð heildarsamningum við þá þrjá aðila, sem einna umfangsmestan rekstur hafa á Grænlandi og mesta hafa flutningaþörfina. UM kl. 9 í gærmorgun varð harður árekstur á gatnamótum Álfheima og Suðurlandsbrautar. Sendi- ferðabifreiðin R-487 ók suður Álfheima og beygði inn á Suðurlandsbraut, sem er aðalbraut. i sama bili bar þar að vörubifreiðina R-7296, sem Ienti aftan til á hlið sendiferðabílsins, .< með þeim afleiðingum að hann valt út af veginum. Sendibifreiðin skemmdist allmikið, en vörubíllinn C lítilsháttar. Engin slys urðii 1 m á mönnum. 9 Þingmannaskipti HELGI BERGS, verkfræðingur, hefur á ný tekið sæti á Alþingi í fjarveru Ágústs Þorvaldssonar, 2. þingmanns Suðurlands. |. PM Stjórnarkreppu lokið á Ítalíu fMpm RÖM, 29. apríl: — Stjórnar- kreppan á ftalíu leystist í dag, er Tambroli hlaut traust þingsins fyrir sig og ráðuneyti sitt, minni hlutastjórn kristilegra demo- krata. » —— Lárus Jóhannesson hœstaréttardómari LÁRUS JÓHANNESSON, hæstaréttarlögmaður, var í gær skipaður í embætti hæstaréttardómara I stað Jóns Ásbjörnssonar, sem fyrir skömmu lét af því embætti fyrir aldurs sakir. Lárus Jóhannesson er fæddur 21. okt. 1898 á Seyðisfirði, sonur Jóhannesar Jóhannessonar, bæj- arfógeta og konu hans Jósefínu Lárusdóttur, Blöndal. Hann varð stúdent 1917 og lauk lögfræðiprófi tæpum þrem árum síðar, aðeins 21 árs að aldri, með hæsta prófi, sem þá hafði verið tekið eftir þágildandi reglu gerð. Að afloknu prófi sigldi hann til Kaupmannahafnar til fram- haldsnáms. Árið 1921 varð hann fulltrúi bæjarfógetans í Reykjavlk og jafnframt einkaritari Jóns Magn ússonar, forsætisráðherra. Hann opnaði málfærsluskrifstofu í Reykjavik í október 1924 og varð hæstaréttarlögmaður 19. desember 1924. Er hann því eftir brottför Jóns Asbjörnssonar, hæstaréttardómara, elzti starf- andi maður við réttinn að frá- skildum Lárusi Fjeldsted hrl. Hefur Lárus rekið málflutn- ingsskrifstofu síðan 1924, stund- um í félagi við aðra. Hann hefur flutt fjölda mála fyrir hæstarétti og nokkrum sinnum tekið þátt í □---------------------n VARÐARKAFFl í Valhöll í dag kl. 3—5 síðd. Síðasta Varðarkaffi á þessu vori. □------------------------□ dómsstörfum þar sem varadóm- ari. * Lárus sat á Alþingi sem þing- maður Seyðfirðinga frá því haust ið 1942 þar til í júní 1956. Hefur hann í sambandi við þingmennsk una setið fundi Evrópuráðsins og Norðurlandaráðsins. Hann er formaður Lögmanna- félags íslands og hefur verið það síðan 1947. Bollaleggingar Breta LONDON, 29. apríl: — Stjórn- málafréttaritarar líta margir á ákvörðun Islendinga um að gefa brezkum togurum, sem veitt hafa innan 12 mílna landhelginnar við ísland, upp sakir sem sé það gert í friðmælingarskyni. Er talið sennilegt, að það bæti sambúð landanna og ennfremur segja sömu aðilar, að e. t. v. sé hægt að taka þetta sem vísbendingu um að viðræður verði teknar upp að nýju Utanríkisráðuneytið vill hins vegar ekkert segja um mál- ið fyrr en nánari upplýsingar verða fyrir hendi frá Reykjavík. Meðal togaramanna í Grimsby var fréttinni tekið með gleði og einstöku menn telja nú að leiðin til tvíhliða samkomulags sé að opnast. Z' NA /5 hnútar 5“)/ 50 hnútar ¥: Snjókoma y Úði \7 Skúrir K Þrumur H Hcti L Laq% — Landhelgin Frh. af bls. 1. Því miður fékk þessi skoðun ekki nægan stuðning og er þó ör- ugg sannfæring mín, að hún hefði náð áskildum meirihluta, ef menn hefðu ekki með samtök- um verið knúðir til að greiða at- kvæði á annan veg, en efni stóðu til. Nýtt viðhorf skapað Auðvitað eru margar ástæður til þess, að ráðstefnan fór út um þúfur, og sá möguleiki er vissu- lega fyrir hendi, að ef menn hefðu fengið að greiða svo at- kvæði um tillögur íslands eins og hugur þeirra stóð til, þá hefðu aðrir, þótt fáir væru, skorist úr leik ,svo að nægur meirihluti hefði engu að síður ekki fengist með samkomulagstillögu Kan- ada og Bandaríkjanna svo breyttri. En ekki ætti að þurfa um það að deila, að hagsmuni fslands hefði ekki verið hægt að tryggja betur á annan veg en þann, en ef tekzt hefði að fá al- þj óðasamþykkt, þar sem 12 mílna fiskveiðilögsaga var skilyrðis- laust viðurkennd fyrir ísland, hvað sem var um aðra, svo sem Dani og Norðmenn, er eftir at- vikum vildu sjálfir sætta sig við 10 eða að nokkru 5 ára kvöð. Tillögur íslands voru sem sagt felldar. Þær gerðu okkur þó mik ið gagn, vegna þess að þær urðu til þess, — og þá ekki síður til- lagan um undanþágu íslands frá hinni sögulegu fiskveiðikvöð — að miklu fleiri og sterkari yfir- lýsingar um sérstöðu íslands voru gefnar en ella hefðu fengizt eða verið tilefni til. Samúð manna með okkar málstað var sem sagt miklu meiri og náði lengra en ætla mætti eftir at- kvæðatölum, jafnvel þegar þær gengu okkur mest í vil. Til endanlegrar viðurkenning- ar fyrir okkur dugði þetta hins- vegar ekki og því fór sem fór. Við tökum því. En við, jafnt sem aðrir, hljót- um að gera okkur grein fyrir því, að nú er nýtt viðhorf skapað. All- ir þurfa að vonum nokkurn tíma til að átta sig, enda skaðar ekki, að nokkur tími líði svo að beiskja hverfi úr hugum manna. Blóð- nætur eru bráðastar. Fyrir okkur fslendinga er um að gera að halda þeirri samúð, sem við höfum aflað og gera ekki neitt það, sem kann að verða til þess, að aðrir geri í fljótræði eitt- hvað, sem skapi óleysanleg vanda mál. Eitt af því, sem helzt hefur verið notað í áróðri á móti okk- ur, þótt ekki heyrðist þess getið á ráðstefnunni, er að við meinum erlendum fiskimönnum að leita skjóls við strendur íslands og sækja hingað læknishjálp. Við vitum, að þetta er rangtúlkun, sem styðst þó við það, að þeir er brotið hafa fiskveiðireglur okkar eftir 1. sept. 1958 óttast, að verða sóttir til sakar, ef þeir eru á siglingu án herskipaverndar inn- an fiskveiðilögsögu okkar. Við vitum ekki, hvað framtíð- in ber í skauti sínu. En hvað sem aðrir gera hirðum við ekki um að eltast við gamlar sakir úr þvi, sem komið er. Eltingaleikur til að koma fram refsingum vegna þess, sem framið var þegar atvik voru öll önnur, yrði nú engum til góðs Við viljum byggja lausn á máli okkar, í sátt og samlyndi við alla ,einungis ef lífshagsmun um okkar er ekki ógnað. Þess vegna hefur forseti ís- lands í dag ákveðið eftir tillögu minni, sem gerð var með einróma samþykki ríkisstjórnarinnar að gefa upp sakir fyrir öll brot gegn reglugerð um fiskveiðilandhelgi íslands, sbr. lög um bann gegn botnvörpuveiðum, sem framin hafa verið frá 1. sept. 1958 þang- að til í dag. Með þessu er auðvitað ekki felldur niður skaðabótaréttur gegn þeim, sem gert hafa tjón á veiðarfærum eða skipum á þess- um tíma. Hins er óþarft að geta, að hér eftir sem hingað til mun haldið uppi gæzlu innan alls 12 mílna svæðisins og allir þeir sótt ir til saka, er gerast brotlegir héðan í frá. Ég veit, að íslenzka þjóðin mun skilja og fagna þessari ákvörðun, sem er enn ein sönnun þess, að við viljum í hvívetna sýna hóf- semi og sáttfýsi og þótt við berj- umst af brýnni þörf einbeittir og óhvikulir fyrir lífshagsmunum þjóðarinnar, þá gerum við það ekki með hefnd í huga, heldur til að gera fslandi það gagn, sem við megnum. Hlýindi á Grænlandi E N N er lægðarsvæði suð- vestur í hafi, en hæð frá N- Grænlandi yfir íslandi til Bretlandseyja. Vindur er A- stæður hér á landi og hiti um frostmark norðan lands, en 6—8 stiga hiti suðvestan lands. — Eftirtektarvert er, hversu hlýtt er á Suðvestur- Grænlandi, 7 stig í Godthaab (Vestribyggð) og 10 stig voru í Brattahlíð (Eystri- byggð) um hádegi í dag. Þegar rætt er um hita hér á landi um þessar mundir, er rétt að hafa í huga, að meðal- hiti í Reykjavík í apríl 1931— 1950 reyndist aðeins 2—3 stig C. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: SV-mið: Allhvass A og síð- an NA, skýjað. SV-land til Breiðafjarðar, Faxaflóamið og Breiðafjarð- armið: A-kaldi í nótt, en all- hvass NA á morgun og kald- ara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.