Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 23
Laugardagur 30. apríl 1960 M ORGVNBL AÐ1Ð 23 Hjá afa og Ömmu Frúin í Litlagarði íímí Tveir nýir togarar Á ANNAN í páskum var að fullu lokið smíði á skrokk tveggja nýrra togara, Freys og Sigurðar, og hefur þess verið getið í fréttum blaðs- ins. Þessi mynd er af Frey og Sigurði, tekin skömmu eftir að þeir runnu út úr skipakvínni, þar sem þeir voru smíðaðir, hlið við hlið. Þessir togarar verða syst- urskip og eru hvor 1000 tonna togarar. Þeir eru 64 metrar á lengd á milli lóð- lina, rúmir 10 metrar á breidd og dýptin yfir 5 m. Togararnir verða með svo- nefndri skiptiskrúfu og verða það fyrstu stóru skip- in hér búin slíkri skrúfu, að Maí meðtöldum. Á skifti- skrúfu er hægt að breyta skurðskrúfunni eftir því, sem við á, hvort heldur skipið er á siglingu eða að toga. Skírn skipanna fór að sjálfsögðu fram með við- höfn, og að loknum ávörp- um Hölander forstjóra Seebeck-stöðvarinnar og eigenda skipanna, voru þau ■skírð upp úr kampavíni, en þjóðsöngvar Þýzkalands og íslands leiknir. Á eftir var voru meðal þeirra Gísli Jónsson alþm. og skipaskoð unarstjóri, Hjálmar R. Bárð arson, er flutti kveðjur og árnaðaróskir sjávarútvegs- málaráðherra. Meðal gesta voru ýmsir frammámenn þýzkir, t.d. bankastjórar hinna þýzku banka er ann- ast bankaviðskiptin vegna togarakaupanna. — ísbjörn inn hf. á Frey og skírði hann kona Ingvars Vil- hjálmssonar, útgerðar- manns, en fsver hf. á Sig- urð og skírði hann 10 ára dóttir Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns. Bílakaup komu piltunum út á þjófnaðarb rautina Bílstjórarnir þrír hafa á 6 mánuBum stolið 160,000 krónum RANNSÓKNARLÖGREGL- AN skýrði blöðunum frá því í gær, að lokið værí að mestu lögreglurannsókn í máli bíl- stjóranna þriggja, sem hand- teknir voru á dögunum og fjöldi innbrota hefur sannazt á eða þeir játað á þeim sex mánuðum, sem þeir hafa í vaxandi mæli stundað inn- brot og rán. Þeir hafa alls rænt í reiðu fé um 160 þús- und krónum. Hér var ekki um að ræða neitt ölvunar- æði, sem greip mennina. — Það, sem steypti þeim í þessa miklu ógæfu, var, að einn þeirra réðst í það að kaupa Bjúikk-bíl, er var dýrari en það að hann fengi við ráðið með atvinnutekjum sínum, og þá var gripið til þess að fremja innbrot, gagngert í þeim tilgangi að stela pen- ingum. Ingólfur Þorsteinsson, yfirvarð stjóri, skýrði frá rannsókn máls- ims, en auk hans voru viðstaddir Jón E. Halldórsson og Njörður Snæhólm. Þessir rannsóknarlög- reglumenn hafa unnið mest að því að koma upp um þremenn- ingana, þó það verk hafi verið unnið af fleiri rannsóknarlög- reglumönnum. Tveir piltanna, sem eru tví- tugir að aldri og einn 19 ára, hafa brotizt inn á 46 stöðum alls hjá yfir 50 fyrirtækjum. Þeir hafa ekki aðeins verið að verki hér í Reykjavík held- ur og í Hafnarfirði, þar sem þeir frömdu 4 innbrot, tvö í Kópavogi og eitt vestur á Sel- tjarnarnesi. Og Ingólfur Þor- steinsson hélt áfram að lesa tölur um innbrotin. Þeir byrjuðu fyrst tveir saman, og annar þeirra, sem mest hefur komið við sögu, hefur tekið þátt í 42 innbrotum, annar í 27 og sá þriðji í 22. Við þrjú innbrot, ekk- ert meiriháttar peningaþjófnaðar innbrot voru þeir allir þrír. • Hægt af stað Þeir fóru sér hægt fyrstu þrjá mánuðina, frömdu fjögur inn- brot í október, fimm í næsta mán uði og fjögur í desember. Það var í janúar, sem þeir juku af- köstin og frömdu þá innbrot á 11 stöðum, fjórum í febrúar, 16 í marz og tvö í apríl Það var ein- mitt aðfaranótt páskadags, sem þeir voru handteknir vestur við skipasmíðastöð Daníels Þorsteins sonar. Fé það, sem þremenningarn- ir hafa stolið er um 160.000 krónur. En verðmæti þess varnings, tækja og áhalda, sem þeir hafa stolið. svo og skemmdarverk þau og spjöll er líklega kringum 160 þús. kr. # Fryst fé. Þá hefur þjófnaður mann- anna á bankabókum valdið því, að fyrirtækin hafa orðið að frysta hundruð þúsunda króna, allt upp í sex mánaða tíma. Ávísanir og verðbréf, sem þeir stálu, skiptu tugum þúsunda. T. d. í kössum þeim sem sagðir eru liggja í leðju- botni Tjarnarinnar eru banka bækur að sögn þjófanna, sem Mjólkursamsalan átti, en í þeim eru um 200.000 krónur, sem enn eru frystar. Og spurningunna um það í hvað peningarnir hafi farið, þ. e. a. s. allt það reiðu fé, sem þeir stálu, er það um að segja, að því eyddu þeir í skemmtanir og bíla- útgerð. Tveir bílar voru í út- gerð þremenninganna en hverf- andi lítið fór í áfengiskaup. því mennirnir eru reglusamir í þeim efnum. Nokkuð af þýfinu fannst aftui í vörzlu þeirra. Misskilningur er að þeir hafi notað logskurðartæki til að opna þá peningaskápa, sem þeir námu á brott. Einn hafði yfirráð yfir bílskúr vestur í bæ og þar voru skáparnir skornir upp og til þess notaður meitill. Blöðin hafa þegar getið allra hinna helztu innibrota sem þre- menningarnir hafa á sig játað, en að auki má geta þess að það voru þeir, sem brutust inn í Laug ardalsleikvanginn, í allmörg fyr- irtæki í Hamarshúsinu, og í sund- höll Hafnarfjarðar. og hjá ís- birninum á Seltjarnarnesi. Þremenningarnir sitja enn í varðhaldi. Mál þeirra hefur orð- ið eitt hið allra umfangsmesta þjófnaðarmál, sem rannsóknar- iógreglan hefur upplýst síðan hún tók til starfa fyrir rúmlega 20 arum. — Ankara Framh. af bls. 1. að einn særðist til ólífis, en nokkr ir minna. Útgöngubann var sett í Ankara í nótt. Algert samkomu- bann hefur og verið sett á, en það nær þó ekki til erlendra sendimanna. Útkoma nokkurra blaða hefur verið stöðvuð. Síðari fregnir frá Ankara herma, að mikill fjöldi stúdenta hyggist láta berast fyrir i há- skólanum í nótt. Var þeim gefinn 15 mínútna frestur til að yfirgefa bygginguna, áður en útgöngu- bannið gekk í gildi, en þeir hreyfðu sig ekki. Yfir 10 stúdentar slösuðust í dag og einnig margir lög- regluþjónar. í Istanbul kom til átaka sama eðlis og í An- kara, og neyðarástandi hefur verið lýst í borginni. Lögregl- ' an hefur stöðvað umferð um margar götur í miðborginni. ÚT ERU komnar hjá Almenna bókafélaginu bækur mánaðarins fyrir apríl og maí. Eru þær Hjá afa og ömmu, eftir Þórleif Bjarna son, og Frúin í Litlagarði eftir hollenzka skáldkonu, Maria Der- mout. Hefur Andrés Björnsson þýtt þá bók. Hjá afa og ömmu er sjötta bók Þórleifs Bjarnasonar, en allar fyrri bækur hans hafa vakið mikla athygli, eins og kunnugt er. Þessi nýja bók er bernsku- minningar höfundar frá Hælavík í Sléttuhreppi á Hornströndum, en þar ólst hann upp hjá afa sínum og ömrnu, Guðna Kjartans syni og Hjálmfríði ísleifsdóttur. Er þetta sérlega skýr frásögn af sálarlifi sveitadrengs og samlífi hans við fólk, dýr og hina dauðu náttúru, sem hann lifir sig svo inn í, að fjöll og steinar fá mál í vitund hans. Inn í þetta flétt- ast glöggar lýsingar á fólkinu umhverfis hann, heimilisfólkinu í Hælavík, einkum afa hans og ömmu, og einnig þeim, sem þang að koma eða hann hittir, svo sem Betúel í Höfn, Jóni lækni Þor valdssyni, séra Magnúsi Jóns- syni að ógleymdum Árna Sig- urðssyni í Skáladal, sem lesand inn fær af glögga mynd í stuttu samtali. Sléttuhreppurinn er nú í eyði, og meiri hluti þess fólks, sem lesandinn kynnist hér, kominn undir græna torfu. En Þórleifur Bjarnason hefur reist því fagra bautasteina í minningabók sinni. Maria Dermout (frb. Dermát), höfundur Frúarinnar í Litla- garði, er roskin kona, sem ól aldur sinn fram yfir sextugt austur á Indlandseyjum. Hún hóf ritstörf 63 ára að aldri. Frú- in í Litlagarði kom fyrst út 1955, og var höfundur hennar þá 67 ára. Hefur sagan síðan komið út fjórum sinnum í Hollandi og auk þess verið þýdd á fjölmörg önnur mál. Nú nýlega hefur sag- an verið kvikmynduð. Frúin í Litlagarði gerist á Moluccaeyjum í IndóneSíu og og segir frá evrópskri konu, allt frá bernsku hennar og fram á elliár, og því margvíslega fólki, sem hún umgengst. Er sagan 1 senn einkennileg og spennandi og fær á sig sérkennilegan, dul- rænan blæ, sem stafar sumpart af stöðugri nálægð liðins tíma, sumpart af hinu óvenjulega um- hverfi, sem höfundurinn leiðir lesandann í. Bækurnar verða sendar um- boðsmönnum Almenna bókafé- lagsins út um land um þessa helgi, en fyrir félagsmenn í Reykjavík eru þær til afgreiðslu í skrifstofu útgáfunnar að Tjarn argötu 16. — Grimsby Framh. af bls. 1 Norðlendingur með um 170 tonn. Allur er þessi afli veiddur á heimamiðum og er aðallega þorskur og ýsa. Þess má að lokum geta, að á- stæðan til þess hve margir Is- lenzkir togarar sigla nú með afla sinn á Bretlandsmarkað er sú, að undanfarið hefur fengist ó- venjugott verð fyrir íslenzkan fisk þar ytra eins og kunnugt er. — Knattspyrnan Framh. af bls. 22. velli við Chelsea, Burnley leikúr heima við Fulham og Tottenham leikur gegn Þar sem Burnley á eftir 2 leiki, leik- ur n.k. mánudag við Manchester City, þá þarf liðið þrjú stig til að vera öruggt um sigur í keppninni. Er al- mennt reiknað með að öll þessi þrjú lið sigri í dag og mun þá leikurinn nk. mánudag milli Burnley og Manchepter City skera úr um væntanlega sigur- vegara. Burnley hefur ekki sigrað í deildar- keppninni síðan 1921, en Wolverhamp- ton er núverandi meistari. Með sigrinum yfir Söúthend hefur Norwich tryggt sér sæti í II. deild næsta keppnistímabil ásamt Sout- hampton. Félagslíl Tennnis og Badmingtonfél, Rvik. Samæfing verður laugard. 30. apríl fyrir meistarafl. í KR-hús- inu kl. 2—5_ fyrir 1. fl. í Valshús- inu kl. 3.3CÍ—7. Frestur til þátt- tökutilkynninga í íslandsmótið útrunninn 1. maí. Skíða- og gönguferð á Skarðs- heiði sunnud. kl. 8 frá BSR. — Guðmundur Jónasson. Ferð í Raufarhólshelli kl. 10 sunnud. frá BSR. Guðmundur Jónasson. Ferð á Reykjanesvita og Grindavík kl. 10 sunnud. frá BSR. — Guðmundur Jónasson. KR knattspyrnudeild 3. og 4. fl. — Áríðandi fundur verður í kvöld kl. 7,45 í félags- heimilinu. — Rætt verður um væntanlega Skotlandsferð o. fl. — Þjálfararnir. KAFFISALA Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík efnir til sinnar árlegu vinsælu kaffisölu sunnudaginn 1. maí í Kristniboðshúsinu Bet- anuí, Laufásveg 13, kl. 3 e. h. Þar verður á boðstólum kaffi með heimabökuðum kökum, tertum og smurðu brauði og flat- kökum. — Góðir Reykvíkingar! — Styrkið gott málefni. Drekkið síðdegis og kvöldkaffi hjá okk- ur. — Allur ágóði rennur til ísl. kristniboðsstöðvarinnar í Konso. — „Drottinn gleður glaðan gjaf- ara“. — Verið hjartanlega vel- komin. — Stjórnin. I. O. G. T. Barnastúkan UNNUR nr. 38. Fundur í fyrrmálið kl. 10,15. Gæzlumaður. VILHELMÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR sem lézt á Elliheimilinu Grund 25. apríl verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. maí kl. 3. Vandamenn. Beztu þakkir öllum þeim sem vottuðu vináttu og samúð við andlát og jarðarför ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR Skaftahlíð 38. Vandamenn. Jarðarför fósturmóður okkar JÓHÖNNU VILBORGAR JÓNSDÓTTUR Efra-Langholti, sem andaðist 25. apríl, fer fram að Hruna mánudaginn 2. maí kl. 2 eftir hádegi. — Ferð frá B.S.Í. kl. 11,30. Sveinn Kristjánsson, Jóhann Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.