Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 12
12
MORGUNRL4Ð1Ð
Laugardagur 30. apríl 1960
Utg.: H.f Arvakur Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
UTAN UR HEIMI
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstrseti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Unglingar og áfengi
Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
LÍFSKJÖRIN
OG FRELSIÐ
AÐ er er söguleg stað-
reynd, sem allir íslend-
ingar þekkja, að meðan þjóð-
4n var ófrjáls og kúguð, var
hún einnig fátæk og bjó. við
aum lífskjör. En baráttan
fyrir frelsinu og árangur
hennar færðu íslenzku þjóð-
inni síbatnandi lífskjör.
Birgir Kjaran alþingismað-
ur vakti athygli á þessu í
ágætri ræðu, sem hann flutti
við 2. umr. frv. þess, er
ríkisstjórnin flytur á Alþingi
um verzlunar- og fram-
kvæmdafrelsi. Komst þing-
maðurinn þar m. a. að orði á
þessa leið:
Nokkrir áfangar
„í þá hálfa þriðju öld, sem
ísienzk utanríkisverzlun hef-
ur verið ófrjálsust, skipulögð-
ust, hafa lífskjörin verið
einna lökust í landinu, fá-
tæktin mest og framkvæmd-
ir minnstar. Hver áfangi til
frelsis þýddi auknar fram-
farir. Áfangastaðirnir voru
árið 1789, er verzlunin var
gefin frjáls öllum þegnum
Danakonungs, árið 1854 er
hún var gefin algerlega frjáls
hverjum þeim, er hér vildi
reka viðskipti Að fullum
notum kom þetta frelsi þó
ekki fyrr en landsmenn fengu
nokkurt fé milli handa, og þá
fvrst og fremst með tilkomu
islenzkrar myntar.“
Höftin dugðu ekki
Birgir Kjaran ræddi síðan
um verzlunarhöftin og kvað
það eitt hið athyglisverðasta
við sögu þeirra, að þau hefðu
aldrei dugað til þess að
vemda verðgildi íslenzku
krónunnar, eins og þeim
hefði verið ætlað af formæl-
endum þeirra. Þrátt fyrir
höftin 1931—1939 hefði orðið
að fella gengi íslenzku krón-
unnar árið 1939. Þrátt fyrir
höftin 1947—’50 varð að fella
gengi krónunnar árið 1950,
og þrátt fyrir höftin 1956—
1960 varð að fella gengi
krónunnar árið 1960.
Engin lækning
Birgir Kjaran hélt síðan
áfram:
„Höft í viðskiptum milli
landa eru nefnilega engin
lækning meinsemdar, því þau
beinast ekki að sjúkdómsor-
sökinni heldur glíma aðeins
við ytri einkenni sjúkdóms-
ins. — Þau eru hrossa-
lækning, sem getur skotið
vandanum á frest og geta
verið forsvaranleg neyðar-
úrræði um stundarsakir en
bau íeysa ekki vandann var-
anlega, til þess eru önnur úr-
ræði nauðsynleg“.
Verzlunar-
og framkvæmdafrelsið
Með þessar staðreyndir í
baksýn hljóta allir íslend-
ingar að fagna því að nú-
verandi ríkisstjórn beitir sér
fyrir viðskipta- og fram-
kvæmdafrelsi. Hún hyggst
fækka nefndum og ráðum,
gera innflutning að mestu
Jeyti frjálsan og afnema fjár-
festingareftirlit. Þessar ráð-
stafanir hafa fyrir löngu ver-
ið gerðar í flestum eða öll-
um nágrannalöndum okkar.
í kjölfar þeirra hefur siglt
aukið hagræði fýrir almenn-
ing, hagstæðari verzlun og
vaxandi framkvæmdir og
uppbygging í þjóðfélögun-
um.
Við íslendingar erum
orðnir höftunum svo van-
ir, að við borð liggur að
nokkur hluti þjóðarinnar
sé orðinn hræddur við
frelsið. En illa er komið
fyrir því þjóðfélagi, sem
beinlínis óttast frelsið, sem
öll reynsla sýnir þó að
hefur verið aflgjafi þróun-
ar og framfara í landinu.
Stefnubreytingar þörf
Það er því vissulega kom-
mn tími til stefnubreytingar
í þessum efnum hér á íslandi.
íslendingar þurfa ekki að ótt-
ast viðskipta- og fram-
Jívæmdafrelsi. Um það talar
reynslan skýrustu máli. Með-
al allra nágrannaþjóða okk-
ar hefur haftastefnan beðið
algeran ósigur. Þær hafa all-
ar horfið til frjálsra við-
skiptahátta og framkvæmda-
irelsis.
í skjóli þess hefur Grett-
istökum verið lyft síðan
heimsstyrjöldinni síðari
lauk. Atvinnu- og efna-
hagslíf þjóðanna hefur
verið reist úr rústum. Fjár
hagurinn hefur blómgazt
og lífskjörin batnað.
| L'itilsháttar um rannsóknir á áfengis- \
| neyzlu unglinga i Bandarikjunum \
SENILEGT er að margir foreldr-
ar hafi rekið sig á þá sorglegu
staðreynd um síðustu jól og ára-
mót, að börn þeirra „drekka“.
Eftir því hvaða augum foreldr-
arnir líta áfengið, hvernig upp-
götvunin var gerð, aldri ungling-
anna og afleiðingum drykkjunn-
ar fer svo hvernig foreldrarnir
taka fréttinni.
Áfengissýki
Þeir foreldrar, sem eru sann-
færðir um nauðsyn algjörs banns
við áfengisneyzlu undir öllum
kringumstæðum, eiga erfiðast
með að taka svona frétt. Hins-
vegar eru þau ekki í vafa um
hvaða afstöðu þau eigi að taka. 1
þeirra augum er ekki nema um
eitt að ræða, algjört bindindi.
Þeir foreldrar, sem hvorki eru
með eða móti áfengi, hvort sem
þau smakka það sjálf eða ekki,
eiga meiri vanda fyrir höndum.
Páir foreldrar unglinga, sem
smakka áfengi í fyrsta skipti,
láta sér á þessu stigi detta í
hug hættu áfengissýkinnar, nema
viðkomandi unglingur sé sér-
staklega veikgeðja og óstöðug-
lyndur. En nýjustu skýrslur
um þetta mál eru uggvekjandi.
Samkvæmt heilbrigðisskýrzlum í
Bandaríkjunum fer áfengissjúk-
lingum stöðugt fjölgandi Síðustu
áætlanir telja að þar séu nú
5.000.000 áfengissjúklingar og
eykst þessi tala um 200.000 á ári.
Áætlanir um líkur fyrir því að
illa fari eru ekki sam.hljóða, en
þær bjartsýnustu eru ekki glæsi-
legar. Af þeim fullorðnum er
nota áfengi, segja þeir sem skýrsl
urnar semja að 6—10% muni
drekka alvarlega úr hófi fram.
Ráðstafanir hafa nú verið gerð-
ar um allt land til að fækka
„vandræða drykkjumönnum",
hindra þróun áfengissýki og end-
urreisa þá, sem hafa orðið henni
að bráð. Fyrir áramót var skipuð
bandarísk—kanadísk nefnd til að
vinna að þessu máli næstu fimm
árin, og verður allur kostnaður
nefndarinnar borin af bandarísku
ríkisstjórninni.
Vandamál fjölskyldunnar
Sú staðreynd er sérstaklega
eftirtaktarverð, að áfengissýki er
ekki álitín bundinn við einstak-
linginn, heldur vandamál allrar
f j ölskyldunnar. Orsök hennar er
oft að leita til erfiðra fjölskyldu-
ástæðan Sýkina má milda eða
efla með breyttu heimilisástandi,
og áhrif hennar ná til allrar fjöl-
. skyldunnar.
Á ráðstefnu lækna, sálfræðinga
og þjóðfélagsfræðinga ber sífellt
i meira á því að rætt sé um áfeng-
issýkina að því leyti sem hún
snertir fjölskylduna. Metropolit
an líftryggingarfélagið, sem hef-
ur í rúmlega hálfa öld, gefið út
fjölda bæklinga, sem bera nöfn
er gefa gott yfirlit um heilbrigð-
isástandið á hverjum tíma, mun
bráðlega senda frá sér: „Afengis-
sýki: Leiðbeiningar fyrir fjöl-
skylduna.“
Víða látið viðgangast
Við höfum nú dvalið nógu lengi
við þessa hlið málsins. Ætlunin
var að ræða alvarlega þá venju
unglinga, sem — jafnvel þótt í
óhófi sé — er víða látin viðgang-
ast og jafnvel enginn gaumur
gefinn. (Við höfum heyrt um eitt
útborgarhverfi þar sem nokkrar
menntaskólastúlkur neituðu að
fara á bekkjarskemmtun vegna
þess að „flest af hinum krökk-
unum fara að drekka”). Hvað er
drykkjuskapur unglinga útbreidd
ur í dag? Hver eru áhrif hans —
núna og í framtíðinni? Hvað geta
skólar og foreldrar gert til að
upplýsa og fræða unglingana um
málið? Raymond G. McCarthy
prófessor, aðstoðarkennari í
heilsufræði við Yale háskóla,
ræddi þetta nýlega á fundi banda
rísku heilbrigðisnefndarinnan.
Hafa „smakkað það”
McCarthy skýrir svo frá að
stuttu eftir síðustu heimsstyrj-
öld hafi verið gerðar rannsóknir
á því hve útbreiddur drykkju-
skapur unglinga væri í höfuð-
borginni Washington og í Utah-
ríki. Þessar rannsóknir leiddu í
Ijóð að „talsverður hluti” mennta
skólanema hefðu einhverja þekk-
ingu á áfengum drykkjum. 35%
unglinga í Washington kváðust
hafa neytt áfengis í einhverju
formi, en aðeins færri, eða 31%,
játuðu í Utah. Nýlega hafa þrjár
svipaðar rannsóknir verið gerð-
ar til að fá fullkomnara yfirlit
yfir ástandið, ein í úthverfi New
York, ein í Wisconsinríki og ein
í Kansasríki.
Samanburður þessa þriggja
rannsókna sýnir að mestur er
drykkjuskapurinn í New York,
minnstur í Kansas. 1 New York
hafði 86% menntaskólanema
smakkað áfengi, í Winsconsin
63% og í Kansas 56%.
79% unglinga í New York hafði
smakkað áfengi að minnsta kosti
einu sinni 14 ára gamlir. Þessar
tölur eru ekki alveg eins alvar-
legar og þær virðast í fyrstu
2%—5%
Margir unglinganna hafa
smakkað létt vín eða létta áfenga
drykki á heimilum sírium í sam-
bandi við einhvern tyllidag eða
hátíðisdag í fjölskyldunni. Þeir
drukku ekki, í þess orðs venju-
iegu merkingu Jafnvel í New
Ycrk, þar sem drykkjan er mest,
er aðeins lítill hluti, 2—5% álit-
inn vera „hugsanlega drykkfelld-
ur”. Þessi hópur, og þau vand-
ræði er hann veldur, var álit-
inn ábyrgur fyrir þeim ótta sem
orsakast í sambandi við áfengis-
notkun menntaskólanema.
Náin tengsl
Yfirstandandi rannsóknir veita
þeim sem ekki neyta áfengis og
þeim sem neyta þess í hófi
nokkra huggun. Náin tengzli
reyndust vera milli áfengis notk-
unar foreldra og barna. Meiri-
hluti hinna ungu „neytenda“ kom
frá heimilum þar sem áfengis var
neytt ,en flestir bindindisungling
arnir frá áfengislausum heimil-
um. Það sýndi sig jafnframt að
unglingar frá heimilum þar sem
vín var oft haft um hönd, neyttu
áfengis oftar en hinir.
Lítið er enn vitað um varan-
leg áhrif af drykkju unglinga.
Vissulega drakk ofdrykkjumað-
urinn einhverntíma fyrsta glas-
ið, en hvort flestir þeirra gerðu
það mjög ungir eða seinna er
enn ekki vitað.
Fyrstu kynni
Nokkrar rannsóknir hafa þó
verið gerðar á þessu við Tufts-
háskólann. Sýna þær að nokkru
máli skipti það á hvern hátt ungl
ingarnir fyrst komust í kynni
við áfengi. Þeim, sem ofbýður
umhugsunin um að unglingum
sé leyft að bragða áfengi einstaka
sinnum við sérstök tækifæri,
koma niðurstöður rannsóknanna
illa.
Dr. Ullman sem stóð fyrir rann
sóknunum segir að unglingar, er
kynntust fyrst áfengi undir eftir
liti foreldra á heimilum sínum,
verði síður háðir áfenginu. Ungl-
ingar, sem alast upp á heimilun*
þar sem foreldrar eru áfengis-
sjúkir, eru hinsvegar líklegir til
að falla. Sérstaklega áberandi við
þessar rannsóknir er það að þær
sýna að flestir áfengissjúklingar
drukku fyrsta glasið utan heim-
ilis síns, og voru þá eldri en hóf-
drykkjumenn ,er þeir smökkuðu
áfengi fyrst.
Allt til að auka
viðskiptin !
Schwabach, V-Þýzkal.
28. apríl (Reuter). —
FRIEDRICH nokkur Mössl
er, 44 ára gamall kráareig-
andi í þorpinu Offenbau,
hefir hlotið dóm fyrir að
hafa látið konu sína, sem er
39 ára, dansa nektardansa
fyrir kráargestina.
Mössler var dæmdur í 500
marka sekt (rúml. 4.500 kr.)
og 9 mánaða fangelsi — skil
orðsbundið.