Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 14
14 MORCTJNRLAftin L,auerardagur 30. apríl 1960 Gagnrýnin stangast gjörsamlega á Afstaba framsóknar og kommúnista til friverzlunarfrumvarpsins sem hægt væri, yrði að gera til að halda hinum hagstæou við- skiptum við þau áfram. Ekkert þýddi að stagast á frjálsri verzl- un. — Alþýðubandalagsmenn munu berjast gegn hrunstefnu ríkisstjórnarinnar, þar til yfir lýkur, sagði Gunnar að lokum. Frekari umræður um málið áttu sér ekki stað á þingi í gær. — Sagt er frá fyrri hluta um- ræðunnar á bls. 13 í blaðinu í dag. /. maí hátíðahöldin í Hafnarfirði Á FUNDI Neðri deildar Alþingis í gær var haldið áfram 2. um- ræðu um rumvarp ríkisstjórnar- innar um innflutnings og gjald- eyrismál. Gangrýni í molum Viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, tók þá fyrstur til máls og benti m. a. á það ósam- ræmi, sem einkenndi gagnrýni stjórnarandstæðinga á frumvarp- inu. Framsóknarmenn, þeir Þór- arinn Þórarinsson og Skúli Guð- mundsson, hefðu við umræður um málið haldið því fram, að frumvarpið fæli í rauninni ekki I sér neina breytingu, ófrelsi og hóít ættu að haldast, og þess vegna væru þeir á móti því. Af háifu Alþýðubandalagsmanna héldi Einar Olgeirsson því hins vegar fram, að frumvarpið gerði ráð fyrir svo róttækum breyting- um til afnáms á höftunum, að það mundi setja allt úr skorðum. Þegar svo mikið ber í milli, geta ekki báðir haft rétt fyrir sér, sagði ráðherrann. — Hins vegar er það fræðilega hugs- anlegrt, að báðir hafi á röngu að standa, og sú er einmitt reyndin í þetta skipti. Engar nýjar skuldbindingar Síðan ræddi Gylfi Þ Gíslason nokkrar af hinum ýmsu umbót- um, sem í frumvarpinu felast og rifjaði það einnig m. a. upp, að með aðild sinni að efnahagssam- vinnu ríkja Evrópu fyrir um 12 árum hefði ísland skuldbundið sig til þess að gefa frjáls 80—90% af viðskiptunum við þessi ríki. Þetta hefði ekki verið hægt að standa við fyrr en nú af ástæð- um, sem samstarfsaðilunum væru ljósar og þeir hefðu skilið og tekið gildar. Þessi gamla skuld- binding væri sú eina sem á Is- lendingum hvíldi í þessu efni. Það væri því m. a. a, sjálfsögðu á þeirra valdi að haga frílista sínum eins og þeim hentaði. Vörumar að austan Þá leiddi G.Þ.G. rök að því, áð viðskiptaþjóðir okkar í Austur-Evrópu gætu ekki með neinni sanngirni ætlazt til meiri vemdunar á innflutn- ingi frá þeim, en gert væri ráð fyrir. Sagði ráðherrann, að hann hefði ekki þá vantrú á fram- leiðsluvörum þessarra ríkja, að nauðsynlegt væri að útiloka alla samkeppni þeirra vegna. Hagstæð viðskipti? Gunnar Jóhannsson var næsti ræðumaður. Snerist ræða hans einkum um það tvennt, að vörur frá vestrænum ríkjum væru iðu- iega slæmar, og þar á ofan vildu þau nær ekkert af okkur kaupa. Sovétríkin og önnur Austur- Evrópuríki hefðu verið bjargvætt ur okkar í þessum efnum. Allt, Ók á ljósastaur SL. föstudagsnótt varð umferðar slys á mótum Reykjanesbrautar og Sléttuvegar. Fíatbifreið var ekið með miklum hraða á ljósa- staur, og slasaðist ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni. Var hann fluttur meðvitundarlaus á Slysavarðstofuna. en komst brátt til meðvitundar og mun ekki hafa slasazt mikið. Bifreiðin er mikið skemmd. — Ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis. HAFNARFIRÐI: — 1. maí verður hátiðlegur haldinn hér í bænum eins og að venju, og hefjast hátíða höldin kl. 2 með útifundi við Fiskiðjuver Bæjarútgerðarinnar. Þar taka til máls Hermann Guð- mundsson, formaður fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna, Hanni- bal Valdimarsson forseti Alþýðu- sambands fslands, Gils Guð- mundsson rithöfundur, sem les kvæði, frú Soffía Ingvarsdóttir og Sigurður Ingimundarson form. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. — Á fundinum leikur Iúðra sveit Hafnarfjarðar undir stjórn Alberts Klahns. — Kl. 5 verð- ur barnaskemmtun í Bæjarbiói og kl. 9 gömlu dansarnir í AI- þýðuhúsinu. — Merki dagsins verða seld allan daginn. — Ávarp 1. maí-nefndar launþeganna í Hafnarfirði er á þessa leið: Hafnfirzk alþýða! Frá upphafi hefur 1. maí sem hátíðisdagur verkalýðsins verið helgaður ákveðnum baráttumál- um og þá á hverjum tíma þeim sem mestu hafa þótt varða lífs- afkomu og frelsi alþýðunnar. Að þessu sinni hljóta þær kjara skerðingar sem orðið hafa og barátta þjóðarinnar fyrir 12 mílna fiskveiðilögsögu að móta kröfur dagsins. Islenzka þjóðin berst fyrir þeim frumrétti sínum að 12 mílna fiskveiðilögsagan umhverfis landið sé viðurkennd og hlýtur að halda þeirri baráttu áfram þar til fullur sigur er unninn. Nú er 1. maí haldinn hátíðlegur s Ast og stjórnmál í NÆSTU viku frumsýnir Þjóðleikhúsið brezka gaman- leikinn „Ást og stjórnmál“ (Love in idleness) eftir Ter- ence Rattigan í þýðingu Sig- urðar Grímssonar lögfræð- ings. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en aðalleikendur Inga Þórðardóttir, Rúrik Har- aldsson og Jóhann Pálsson. Rattigan er íslenzkum leikhús- gestum að góðu kunnur, því fjögur leikrita hans hafa verið sýnd hér á seinni árum. Þjóð- leikhúsið sýndi leikritið „Djúpið blátt“ (1956), Sumarleikhús Gísla Halldórssonar gamanleik- ina „Meðan sólin skín“ (1956) og „Frönskunám og freistingar" (1957) og Leikfélag Reykjavíkur leikritið „Browning-þýðingin“, en fyrir leik í þeirri sýningu veittu gagnrýnendur blaðanna Þorsteini Ö. SteDb“usen „Silfur- lampann". við þær aðstæður, að flest verka- lýðsfélög landsins hafa lausa samninga sína og bíða átekta eftir ráðstefnu Alþýðusambands íslands' sem fjalla á um aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar og væntanlega verður haldin á næst- unni. Þess vegna er nú ástæða til þess að undirstrika þá staðreynd, að eining er undirstaða árangurs í hagsmunabaráttunni, því for- dæmir alþýðan alla sérdrægni og sundurlyndi, hún krefst þess af sjálfri sér og þá eigi síður af forustumönnum sínum, að nú á örlagastundu verði allar innri deilur lagðar til hliðar og öllum mætti samtakanna beitt til þess að tryggja verkalýðnum þau laun fyrir vinnu sína, að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Hafnfirzk alþýða! Taktu virk- an þátt í hátíðahöldum dagsins, fram til baráttu. — Canaverahöfði Frh. af bls. 3- um augum og við gátum með því að horfa á sjónvarpið. ZERO — Ég var í einu þessu ör- yggisbyrgja með leiðsögu- mönnum mínum, þó ekki þar sem tilrauninni var stjórnað. Þangað er engum óviðkom- andi hleypt inn. Við sátum þarna fyrir framan sjónvarps tækið og horfðum á flugskeyt- ið, þar sem það stóð á skot- stæðinu — og biðum. Verið var að leggja síðustu hönd á undirbúninginn. Allir menn voru horfnir frá skeytinu og í hátalarakerfið var talið í sekúndum — og það styttist óðfluga. — Það ríkti dauðakyrrð í byrginu. Ég held, að menn hafi átt bágt með að sitja kyrrir, það átti ég a. m. k. — Mínus 5, mínus 4, mínus 3 voru sekundurnar taldar í hátalaranum — mínus 2, mín- us 1, ZERO .... og skyndilega kom mikill strókur niður úr Polarisskeytinu. Hvæsandi eld strókur stóð niður úr því, það huldist mekki andartak, en reis samstundis upp úr hon- um, fyrst hægt, en jók hrað- ann geysifljótt. Þetta var eins og blýantsstúfur, sem stóð upp á endann og fjarlægðist óð- fluga, en aftur úr honum stóð eldstrókur, eins og úr log- suðutæki. Við horfðum á það steinþegjandi, fullir eftirvænt ingar, sennilega í u.þ.b. 50 sekundur. Þá var það orðið mjög ógreinilegt á sjónvarps- skífunni — og þegar það var að hverfa í móðunni var eins og það breytti skyndilega um stefnu. Á því byggjast framfarirnar — Það var tilkynnt skömmu síðar, að annað þrep skeytis- ins hefði brugðizt og öllu skeytinu hefði verið eytt, þ.e. a.s. sprengt í loftinu. í stjórn- byrginu, sem ég hafði skoðað áður, fylgdist mikill fjöldi manna með hinum ýmsu tækj- um skeytisins Með þráðlausu sambandi geta þeir séð ef ein- hver hluti skeytisins bregzt — og þá er aðeins stutt á lítinn hnapp og skeytið springur og gereyðist í loftinu. — í rauninni er Canaveral- stöðinni skipt í tvennt. Annars vegar skotstöðvarnar með hinum fjölmörgu skotstæðum, stjórnbyrgjum og öllum þeim útbúnaði. Hins vegar stöðvarn ar, sem fylgjast með skeytinu. Ekki einungis með ferð þess, heldur og hverjum einstökum smáhluta þess. Með mælitækj- um á jörðu niðri er fylgzt með því hvernig smáir sem stórir hlutar flugskeytanna reynast. Og það eru sjálfritandi vélar, sem taka við þessum leiðar- skýrslum. Atriðin, sem könn- uð eru í þessu sambandi, skipta hundruðum. Þannig tek ur það margar vikur að fara í gegn um og rannsaka þessar leiðarskýrslur, sem aðeins ná yfir liðlega 50 sekúndna flug. En á þann hátt, með því að fylgjast með endingu og hæfni allra hluta skeytisins, finnast gallarnir — og einmitt á því byggjast framfarirnar á þessu sviði. Að hægt sé að finna gallana og lagfæra, stundum er það aðeins ein smáleiðsla af þúsundum,- sem bregzt. Keðja athugunarstöðva — í sambandi við þessar stöðvar, sem fylgjast með flug skeytinu eftir að það er kom- ið á loft, er keðja athugunar- stöðva, sem nær langt suður í Atlantshaf. Þessar stöðvar eru fyrst og fremst á 12 eyjum, sú syðsta er Ascension á sunnan- verðu Atlantshafi, um 4.800 sjómílur frá Canaveral. Allar eyjarnar eru tengdár með sæ- símastreng, sem Bandaríkja- menn lögðu sérstaklega í þessu augnamiði. Þannig getur Cana veral staðið í stöðugu talsam- bandi við þessar stöðvar, sem fylgjast með flugskeytunum — bæði með ratsjá og öðrum tækjum. Skeytunum er alltaf skotið þessa leið frá Canaver- al-höfða, bæði vegna snúnings jarðarinnar og til þess að ekki stafi hætta mannabyggðum af skeytunum, þegar þau falla til jarðar. — Þá er mikill fjöldi skipa staðsettur á hafinu í þessari stefnu, til að fylgjast með skeytunum — og oft er líka sægur flugvéla sendur suður yfir hafið í sama tilgangi. — Polaris-flugskeytið, sem ég sá þarna, er einkum ætlað fyrir kafbáta eins og kunnugt er. Að undanförnu hafa verið gerðar tilraunir til að skjóta Árekstur ÞESSI mynd var tekin á gatnamótum Lönguhlíðar , og Miklubrautar klukkan laust eftir 9 í gærmorgun. Þessir bílar 'ákust á af miklu afli. Kona, sem var farþegi í bílnum til hægri, kastaðist út úr honum við hinn harða árekstur og marðist og hruflaðist, en , alvarleg meiðsl hafði hún , ekki hlotið. Annar bíl- 1 anna, frá Reykjavík, ók inn á Miklubrautina og um 1 leið bar þar að bíl frá [ Keflavík, sá til vinstri. — Kranabílar urðu að drösla bílunum burt af árekstrar- staðnum. 't*-0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0i því af allmiklu hafdýpi — og tekizt vel. Skeytin framleidd af ýmsum aðilum — öll flugskeyti eru, eins og ég sagði áðan, framleidd af flugvélaverksmiðjum og ann- ast þær líka tilraunirnar með sín skeyti. Verksmiðjurnar framleiða skeytin oftast fyrir eigið fé og á eigin ábyrgð, en bjóða stjórnarvöldunum síðan að hefja fjöldaframleiðslu, ef tilraunir takast vel og skeytin reynast eins og ráð er fyrir gert. — Það er t.d. Lockheed- verksmiðjan, sem framieiðir Polaris, Douglas framleiðir Þór, Chrysler-verksmiðjurnar Júpiter, Boeing framleiðir Minuteman, Western Electric framleiðir Nike-Ajax og þann ig mætti lengi telja, því á síð ustu árum hafa verið fram- leiddar í Bandaríkjunum yfir 50 flugskeytategundir, bæði smá og stór skeyti, fyrir flug- vélar til varnar gegn öðrum flugvélum, fyrir flugvélar til að skjóta í mark á jörðu niðrit til varna á landi gegn flugvél- um og flugskeytum — og til þess að skjóta áf jörðu í skot- mark á jörðu. í snertingu við geimsiglingar — Langdrægasta banda- ríska flugskeytið mun vera Atlas, aem Convair-verksmiðj urnar framleiða. Atlas hefur verið skotið um 10 þúsund km, en nú er verið að full- gera nýja gerð þessa skeytis, sem nefnist Atlas E og á það að draga 15—16 þúsund km. Einna stærst þessara flug- skeyta er það, sem Titan nefn ist. Þegar það stendur upp á endann er það sem 10—12 hæða hús og vegur á annað hundrað tonn. — Ég hefði gjarnan viljað sjá því skotið, sagði Gunnar, enda þótt ég sé harla ánægður með það sem ég sá þó þarna. Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst í snertingu við geimsigl ingarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.