Morgunblaðið - 08.05.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 08.05.1960, Síða 20
23 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. mai 1960 *Shipbrotó menn 4 EFTIR W. W. JACOBS — Ég skyldi gefa honum fimm ár, ef ég gæti, sagði Knight ákaf ur, — en því miður bíður tím- inn ekki eftir okkur. — Klukkan er nú tuttugu mínútur yfir, en klukkan hálf kemur Hawker. — Hvaða herramaður er það? spurði Carstairs. — Fasteignasalinn, auðvitað. Ég vildi ekki láta ykkur vera að gera tvær ferðir fyrir svona smá muni, svo að ég sendi honum skeyti að koma hingað. — Jack hefur hugsun á öllu, sagði Peplow og sneri sér að Carstairs. — Hafði hann líka hugsun á trúlofuninni þinni? sagði Pope, um leið og hann reis upp snögg- lega og sneri sér að Peplow. — Ég á við, gat hann komið henni þannig fyrir, að hann hagnaðist eitthvað á henni sjálfur? — Ekki að tala um, sagði Pep- low og roðnaði. — Þar er aðeins um að ræða gagnkvæma virð- ingu. Auk þess erum við bara ekki trúlofuð, þó að við getum kannske orðið það seinna. í bili hef ég aðeins vonina. Það er.... — Vertu ekki að reka neina hnúta á þig, Fred, sagði Knight. — Hann er ekki pabbi þinn, og þú finnur víst nóga aðra, sem þú þarft að gefa skýringar. Gott að spara þær þangað til. Þetta er ekki annað en súr vínber í aug- um Popes. Einasta skiptið, sem ung stúlka hefur brosað til hans var einu sinni þegar hann steig á bananabörk. Jæja, erum við tilbúnir, Carstairs? — Þeir voru rúmar fimm mín- útur í bílnum að hliðinu að nýja húsinu, en þar beið þeirra mað- ur með bláa vinnusvuntu, sem bar hönd að húfunni, er þeir komu, og fylgdi þeim svo gang- andi upp eftir heimreiðinni. — Þetta var krókóttur stígur og þegar svo húsið allt í einu kom í ljós, gat Carstairs ekki á sér setið, og rak upp ofurlítið óp. — Já, það er töfrandi, sagði Knight ánægður. — Láttu hann ekki vera svona hrifinn á svip- inn, Pope, því að Hawker er ekki lambið að leika sér við. Hawker reyndist vera snaggara legur maður með harðan hatt og sinnepsgular öklahlífar, og kom nú í ljós, er bíllinn nam staðar. Vingjarnlegur maður en þó með eitthvað það í svip sínum, sem setti alla hæfileika Popes í varnarstellingu. — Það er svei mér ekki verra, að Carstairs hefur þig til að gæta sín, sagði Knight, um leið og þeir stigu út. Pope glotti og reyndi árangurs laust að losa sig við arminn, sem hafði krækt sig í arm hans. Hann gekk meira að segja svo langt að kalla eiganda armsins nöðru, en Knight, sem nú var að kynna herra Hawker, lét það sem vind um eyrun þjóta. Þetta var yndislegt hús, og ráðs manni sínum til mestu hrelling- ar, lét Carstairs ótilkvaddur þá skoðun í ljós. Þegar svo var kom ið, tók Pope það fangaráð að benda á veðraðar múrsteinana, einnig það, að blýþakið var göt- ugt á einum kvistinum. — Já, þetta er svo sem mjög snoturt, sagði hann. — Ég man eftir, hvað ég varð einu sinni hrif inn af kastalarústum norður í Skotlandi. — Ja, ef þér hafið verið að hugsa um að kaupa rústir, sagði Hawker, — get ég víst því mið- ur lítið fyrir yður gert. Húsið er í prýðilegasta standi. — Nokkrir draugar? spurði Pope. Hawker hikaði þar eð hann hafði enga hugmynd um afstöðu væntanlegs kaupanda til drauga — þar er smekkurinn svo mis- jafn. — Það er eiginlega helzt til vistlegt fyrir drauga. Hafið þér gaman af draugum? Trúið þér á þá? — Því fer fjarri, svaraði Pope með fyrirlitningu. — Nei, hér er enginn draug- ur, sagði Hawker og flýtti sér. — Eigum við ekki að skoða það að innan, meðan birtan er góð? Hann gekk nú inn á undan hin um og lét fallega eikarþiljaða forsalinn tala fyrir sér sjálfan. Þarna var og stór arinn með snarkandi eldi í. — Ég býst við, að hér gæti orðið vistlegt, sagði Hawker. Pope sneri baki við arineldin- um og brosti vingjarnlega, en þá kom hann auga á ofurlítið glott, sem fór millí þeirra Knights og Peplows. — Fannst Þér það ekki líka? sagði hann við Knight. — Já, og finnst enn, leiðrétti ungi maðurinn í undrunartón. — En hugsaðu þér bara þennan for- sal fullan af húsgögnum, minn góði Pope. Gamlar kistur, gamlir stólar — þó ekki of gamlir ál þess að vera þægilegir. Persnesk ar ábreiður, vín, vindlar! — Og dragsúgur, skaut Pope inn í. — Hreint loft, sagði Knight. — Komdu, hér er nóg að sjá. Og svo auk hússins sjálfs eru hér útihús og svo tjörnin/ Þeir gengu nú um allt húsið og Knight fyllti hvert herbergi jafn harðan af úrvals húsgögnum, um leið og á það var litið. Þriggja herbergja röð með stórkostlegu útsýni átti að vera handa Pope. Hann lagði áherzlu á það, að í stærstu stofunni væri arinn, þar sem hægt væri að steikja heilt naut. —■ Já, þetta er gott hús, sagði Carstairs við hann, er þeir fylgd- ust að út úr húsinu. Ég hef dáðzt að því í huga mínum, og ef þú vilt gefa mér æruorð þitt upp á að heimsækja mig aldrei, þegar ég er fluttur í það, eða hrella mig með hjúskaparmálum þínum, gæti mér vel dottið í hug að kaupa það. — Ég skal lofa að koma aldrei óbððinn, sagði ungi maðurinn með virðuleik. — Ég ér hræddur um, að það dugi ekki til, sagði Carstairs. — Þú verður að lofa að koma held- ur ekki, þó þú sért boðinn. Andlit unga mannsins slappað- is.t — Þú ert góður náungi, Carstairs, sagði hann með við- kvæmni. — En hefur of gaman af að bulla, og vitanlega getum við ekki allir verið fullkomnir. Og Pope virðist heldur ekki alveg frí af mannlegum tilfinningum gagnvart mér. Hann sagði um daginn, að hann vildi að hann hefði verið faðir minn. Það var orðið kalt í lofti og farið að bregða birtu, þegar þeir komu út úr húsinu aftur. Jörðin var rök og tjörnin marglofaða var kuldaleg og óaðlaðandi. Þó að þeir Hawker og Knight bentu þeim félögum á fegurð vatnsflat- arins, hafði það ekki önnur áhrif en að fá Pope til að skjálfa. — Æ, þetta er allt saman heldur kuldalegt, sagði hann. — Við skulum flýta okkur til baka og fá okkur te. Við frjósum áreið anlega á bakaleiðinni til borgar- innar. Hann sneri við og gekk á und an hinum að bílnum, en dyra- vörðurinn, sem hafði verið á stjákli kring um hópinn, bar höndina upp að húfunni til Carstairs og bað um leyfi til þess að segja honum nokkur æviatriði bezta hússvarðarins, sem hann þekkti. Þetta var vitanlega skemmtilegt efni, en dróst svo á langinn, að hinir, hjá bílnum tóku að missa þolinmæðina og láta það. í Ijós. Carstairs kvaddi því dyravörðinn og gekk til hinna. — Vill hann fá stöðuna? spurði Knight, þegar Carstairs settist hjá honum. Carstairs kinkaði kolli. — Og hvað sagðirðu honum? — Ég sagði auðviað já. Mann- greyið hefur verið með lífið í lúk unum í níu mánuði. Er búinn að vera hér í sautján ár. Að hverju ertu að hlæja? — Engu, þetta var ekki hlát- ur, heldur aðeins velþóknunar- bros yfir því, að þú skulir hafa ákvarðað að kaupa húsið. — Já, því aðeins að samkomu- lag verði, sagði Carstairs. — En það er verk Popes. Pope versus Hawker. Þetta var alveg satt hjá þér, Knight, húsið er prýði- legt, og ég er feginn að hafa skoð að það. — Það hefðu ekki margir gert í þínum sporum að viðurkenna sína eigin villu, sagði Knight al- varlega. Fred! — Halló, svaraði Peplow. — Hann er búinn að bíta á! Peplow hrökk við en sneri sér síðan að Carstairs, eins og til að afsaka þennan ruddaskap félaga síns. — Það er allt í lagi, sagði Knight. — Þú þarft ekki að setja upp neinn heilagsandasvip. — Mundu, hvað þú sagðir um hann í gærkveldi. — E-é-eg .. stamaði Peplow. — Ég fullvissa yður, herra Carsta irs.... — Svona er hann alltaf, sagði Knight rólega — lætur mig heyja orrusturnar fyrir sig og reynir svo að gerast liðhlaupi. Til allr ar guðslukku hef ég siðferðis- styrk, sem nægir okkur báðum. Jæja, nú er að fá teið til að lífga Pope við. Heitt og sterkt með tveim sykurmolum. Pope hlassaðist niður í hæg- indastólinn með ánægju-and- varpi og teygði hendurnar að ar- ineldinum. Teið kom á borðið, Skáldið ocf mamma litla 1) Já, þau eru oft dálítið eirðarlaus 2) ... .en ég get sagt það um hann 3) ... .hann er alltaf stilltur, eins á þessum aldri, blessuð börnin.... Alla minn, að.... og engill — nema þá í sjálfsvörn! I Þessi segulbandsspóla hreinsar | bandi við þitt brask, I Láttu mig fá spóluna Þré Plitz, ■ þingmanninn af allri sök í sam- iFinnur. I & bér er saor'*! I en hann harðneitaði að hreyfa sig, heldur drakk hann hvem bollann af öðrum, þar sem hann sat, og varð brátt mjúkur á mann inn og vingjarnlegur. Hann gekk svo langt að taka þátt í lofgerð- arkórnum um húsið, og bar það saman við önnur, 2x3 þumlunga stór, sem hann hafði séð í auglýs ingum. Og þegar Knight fór að mana hann, lýsti hann því yfir, að hann væri reiðubúinn til hólm göngunnar við Hawker, hvaða dag, sem þeir vildu til nefna. — Ef þú bara ræður því til lykta, er mér fjandans sama, hvor vinnur, sagði Knight. — Carstairs á skít-nóga peninga, — Ertu búinn, Fred? bætti hann við og sendi Peplow íbyggið augna- ÍPlItvarpiö Sunnudagur 8. maí. 8,30 Fjörleg músík í morgunsárið. 9.00 Fréttir. — 9.10 Vikan framundan. 9.25 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfr.). a) Messa Marcellusar páfa II. eft- ir Palestrina (Pro Musica kór- inn í Vín syngur; Grossmann stjórnar). v b) Concerto grosso 1 a-moll eftir Hándel #(Hljómsveit Boyds Neel leikur).’ c) Forleikur og Dans lærisvein- anna úr „Meistarasöngvurunum eftir Wagner (Fílharmoníusv. Vínarborgar leikur; Wilhelm Furtwángler stjórnar). d) Sinfónía nr. 3 í D-dúr eftir Schubert (Mozart-hljómsveitin í Lundúnum leikur; Harry Blech stjórnar). 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur: Séra Sigurjón Þ. Arnason. Organ- leikari: Páll Halldórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi: Islenzka glíman og Is- landsglíman (Helgi Hjörvar rith.) 14.00 Miðdegistónleikar: Operan ,,Or- feus og Eurdike" eftir Gluck — (Rise Stevens, Lisa Della Casa og Roberta Peters syngja með kór og hljómsveit Rómaróperunnar; Pierre Monteux stjórnar). 15.15 Sunnudagslögin. (16.30 Veðurfr.) 17.00 Utvarp frá íþróttahúsinu að Há- logalandi: Lárus Salómonsson lýsir 50. Islandsglímunni; Geir Hallgrímsson borgarstjóri €btur mótið; Guðjón Einarsson vara- forseti I.S.I. afhendir verðlaun* Glímustj.: Gunnlaugur J. Briem. 18.30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson kennari): a) Framhaldssaga yngri barnanna: „Sagan af Pella rófulausa"; II. (Einar M. Jónsson þýðir og les). b) Sólveig Guðmundsdóttir les sögu: „Litli bróðir og litla systir". c) Börn úr Melaskólanum syngja, þ. á. m. „Lóukvæði“, nýtt lag eftir Sigfús Halldórsson. — Stjórnandi: Guðrún Pálsdóttir. d) Oskar Halldórsson cand. mag. les sögu: „Hnífakaupin'* eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Einsöngur: Paul Robensen syngur 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Einleikur á píanó: Guðrún Krist- insdóttir leikur. a) Sex búlgarskir dansar eftir Bartók. b) Sex prelúdíur eftir Debussy, 20.55 Spurt og spjallað í útvarpssal. — Pátttakendur: Baldur Guðmunds son, útgerðarmaður, Jón Axel Pétursson, framkvæmdastj., Othar Hansson, fiskvinnslpfræðingur og dr. Þórður Þorbjarnarson. — Sig- urður Magnússon fulltrúi stjórn- ar umræðum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 9. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 13.10 Búnaðarþáttur: Gísli Vagnsson bóndi á Mýrum í Dýrafirði og Gísli Kristjánsson ritstjóri ræðast við um æðarvarp. 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur. Stjórnandi Hans Antolitsch. a) Ungverskir dansar nr. 17, 19, 20 og 21 eftir Brahms. b) Adagio fyrir strengjasveit eft- ir Barber. c) Valsa-fantasía eftir Glinka. d) Copak eftir Mússorgskí. 21.00 „Hófadynur", — smásaga eftir Hannes J. Magnússon skólastjóra (Höfundur les). 21.25 Kórsöngur: Fleet-Street kórinn syngur lög eftir Gustav Holst, Charles Stanford og Benjamín Britten. 21.40 Um daginn og veginn (Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson rithöfundur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Islenzkt mál (Asgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22.25 Kammertónleikar: Strengjakvart ett nr. 5 eftir Béla Ðartók (Végh- kvartettinn leikur). 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.