Morgunblaðið - 11.05.1960, Qupperneq 1
24 síður ocf Barnalesbók
47. árgangur
tbl. — Miðvikudagur 11. maí 1960
Prentsmiðia Morgunblaðsins
Óánægjavax-
andi í Hull
Mikið um fundahóld vegna
íslenzkra landana
Grimsby, 10. maí.
Einkaskeyti til Mbl. frá
Haraldi J. Hamar.
WILLIAM Oliver, ritari fé-
lags yfirmanna á togurum í
Hull, sagði í morgun að það,
sem væri nú að gerast í
Grimsby og Hull, væri allt á
ábyrgð þeirra manna, sem
sendu íslenzku togarana þrjá
Olía til
Afríku
LONDON 10. maí (NTB) —
Fréttir frá Suður-Rhodesíu
herma að Ráðstjórnarríkin
hafi undirritað olíusainning
við Etiopíu, sem muni stór-
lega skaða Vesturveldin og
olíuviðskipti þeirra í Aust-
ur-Afríku og við Rauða-
hafið. Ef þessar fréttir hafa
við rök að styðjast, er samn
ingurinn á þá leið að Ráð-
stjórnarríkin skuli byggja
olíuhreinsunarstöð á strönd
Eritreu, sem var sameinuð
Etiopiu 1950. Þau munu
lána Etioplu sem svarar 100
milljónum dollara (3.800
milljónir kr.), en Haile Sel-
assie keisari sjái um að ein-
göngu verði á boðstólunum
rússnesk olía í landinu, og
bjóði hana á lágu verði til
annarra landa.
Segja fréttirnar að þetta
sé stærsti viðskiptasigur
Sovétríkjanna síðan þau
tóku að sér byggingu As-
wan stíflunnar í Egypta-
Iandi.
núna eftir helgina á Bret-
landsmarkað.
Oliver hefur áður lýst sig
ósamþykkan verkfallshótun
yfirmanna í Grimsby, en ó-
ánægja Hullara er sögð fara
vaxandi, enda var það að
heyra á Oliver, að kurrinn í
hans hópi væri orðinn hávær.
Sagði Oliver að í síðustu
viku hafi verið gefið til kynna
að engir fleiri íslenzkir togar-
ar kæmu fyrr en í haust, en
þessar togarakomur hafi spillt
því andrúmslofti sem góðvilj
uðum mönnum hafði tekizt að
skapa, þrátt fyrir háar sölur
íslendinga að undanförnu.
„Við vorum að vona að tíma-
bilið fram á haust yrði notað
ti lað lægja öldurnar, en sú
von hefur mikið spillzt nú“,
sagði hann.
Júní með góðan fisk
Yfirmaður lögreglunnar við
höfnina í Hull sagði að allt hafi
verið með kyrrum kjörum og
engin ástæða til að óttast átök
þegar Júní landaði þar í nótt,
en sagði að greinilegt sé að brezk
um togaramönnum væri farið að
hitna í hamsi.
Togarinn Júní frá Hafnarfirði
var með góðan fisk, samtals 2492
kitts (158,2 lestir), og seldi fyrir
9.833 sterlingspund. 10 kitt voru
ónýt. Fiskurinn var eins og sá
bezti á markaðinum þar í morg-
un.
Brezkir togarar eru nú farn
ir að koma heim af íslands-
miðum eftir að banninu var
aflétt í lok Genfarráðstefnunn
ar. Greinilegt er hvað þessir
togarar hafi meiri afla en tog-
arar af öðrum miðum.
Af allmörgum brezkum tog-
urum, sem lönduðu í Grimsby
Framh. á bls. 23
Krúsjeff sýnir myndir sem hann segir að teknar hafi verið úr bandarisku njósnaflugvélinni yfir
Rússlandi.
Var vélin skotin niöur?
Rússar afhenda formleg mótmæli
Moskvu, 10. maí.
(NTB, Reuter)
RÁÐSTJÓRNARRÍKIN mót-
mæltu í dag formlega flugi
bandarísku njósnaflugvélar-
innar yfir rússneskt land-
svæði hinn 1. maí sl., en
Bandaríkin óskuðu eftir að
fulltrúi þeirra fengi að tala
við flugmanninn.
Skiptust þeir Gromyko, ut-
anríkisráðherra, og Edward
Freers, sendifulltrúi Banda-
ríkjanna á orðsendingu þessa
efnis í dag.
Sendifulltrúinn var kvaddur á
fund Gromykos skömmu eftir að
sendiherra Bandaríkjanna helt^
til Parísar til að undirbúa þar
Flestir í Grimsby and-
vígir verkfalli
En togarasíómenn mjóg bitrir
*
í garð Islendinga svo enn
veit enginn hvað gerist.
ENN er allt í óvissu um það,
hvort togaramenn í Grimsby
hefja verkfall hinn 15. maí,
eins og hótað hefur verið. —
Eins og kunnugt er, þá er
það Dennis Welch, formaöur
yfirmannafélagsins í Grims-
by, sem beitir sér allra manna
mest fyrir verkfalli þessu, en
ráðagerðir hans hafa mætt
mótspyrnu víðsvegar, m. a.
meðal sjómanna í Hull og
meðal togaraeigenda, sem
hafa lýst yfir vanþóknun
sinni vegna verkfallshótana
þessara og telja að ekkert sé
i jafnhættulegt og líklegt til að
spilla fyrir viðræðum við Is-
lendinga.
Vegna þess hve margir að-
ilar hafa snúizt gegn Dennis
Welch í þessu er farið að tala
um það að verkfallið muni
renna út í sandinn. Ekki er þó
hægt að treysta því, fyrst og
fremst vegna þess hve Dennis
Welch og nánustu stuðnings-
menn hans eru einbeittir og
hatrammir í baráttu sinni
gegn íslendingum. Virðist og
sem Mr. Welch hafi óskorað-
an stuðning félagsmanna
sinna, félags vélstjóra og tog-
arasjómanna í Grimsby.
Ætlaði að tala við Harker —
en Welch talaði
Fréttaritari Mbl., Haraldur J.
þátttöku Bandaríkjanna í „topp“
fundinum, sem hefst hinn 16. þ.
m. Sendiherrann, Llewellyn
Thompson, mun í gær hafa farið
þess á leit við Krúsjeff, forsætis-
ráðherra, er þeir hittust í veizlu
hjá tékkneska sendiráðinu, að
fulltrúi sendiráðsins fengi að
hafa samband við Francis Garry
Powers, flugmann, og vitnaði í
því sambandi í 27 ára gamlan
samning rikjanna, sem heimilar
handteknum mönnum að hafa
samband við sendiráð landanna.
Denis Welch
Hamar, sem nú er staddur í
Grimsby, hefur áður átt samtal
við Dennis Welch, sem birtist í
blaðinu fyrir nokkru. En í fyrra-
dag ræddi hann aftur við þenn-
an andstæðing íslendinga og
spurði hann um ýmis ný viðhorf
í málinu. Skeyti Haraldar fer
hér á eftir:
Ég fór í morgun (mánudag)
til fundar við Mr. Harker,
framkvæmdastjóra félags vél-
stjóra á togurum og bað hann
segja mér álit sitt á deilumálun-
Framh. á b's 8
ALLT FYRIR PENINGA
Orðsendingaskiptin fórn
fram nokkrum klukkutímum
eftir að Rauða stjarnan, mál-
gagn hersins, birti þá lýsingu
á Powers, að hann væri
„heimskur, spilltur, fégráðug-
ur ævintýramaður“, og sagði
að hann hefði játað án nokk-
urs samvizkubits að hann
hafi verið í njósnaflugi þegar
flugvél hans var skotin niður.
I greininni er haft eftir
Powers að yfirmaður hans á
flugstöðinni í Tyrklandi hafi
sagt honum að flugið yfir
Ráðstjórnarríkin væri algjör-
lega hættulaust. Þeir sem
yfirheyrðu Powers kváðu
hann hafa sagt, að sig hafi
dreymt um það að geta keypt
Framh. á bls. 23.
í kafi
84 daga
Washington, 10, maí (Reuter).
BANDARÍSKI kjarnorkukafbát-
urinn Triton kom í dag til hafn-
ar eftir að hafa siglt neðansjávar
36.000 sjómílna leið umhverfis
jörðina. — Triton er 7.750 lestir
og búinn tveim kjarnakljúfum.
Er álitið að hann sé stærsti kaf-
bátur heims í dag.
Fylgdi Triton að mestu þeirri
siglingarleið er Ferdinand Mag-
ellan sigldi árin 1519—21, er hann
fyrstur allra sigldi umhverfis
jörðin;>
Triton hélt frá New London í
Connecticuríki 16. febrúar sl. og
hóf þá ferð sína neðansjávar.
Kom hann aftur upp á yfirborðið
í morgun eftir að hafa verið í
kafi í 84 sólarhringa. Á sigling-
unni kom báturinn aðeins tvisvar
upp á yfirborðið. í fyrra skiptið
til að koma sjúkum sjóliða um
borð í bandarískt herskip til
lækninga, í siðara skiptið fyrir
utan Cadiz hinn 2. maí til að
hylla Magellan, sem hóf hnatt-
siglingu sína þaðan. •