Morgunblaðið - 11.05.1960, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.05.1960, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 11. maí 1960 Skýrsla Emlls Jónssonar' á Alþingi: Utflutningsskatturinn verður aðeins greiddur á lengri tíma Heildarupphæðin verður óbreytt eftir sem áður Frá umrœðum utan dagskrár í Neðri deild UMRÆÐUR á Alþingi um útflutningsskattinn og sam komulag það um fiskverð, sem fyrir síðustu helgi var gert milli LÍÚ og sölusam- taka fiskframleiðenda, héldu áfram utan dagskrár á fundi Neðri deildar í gær. Upplýsingar Emils Emil Jónsson gaf þar skýrslu um málið til svars fyrirspurn þeirri, sem Skúli Guðmundsson bar fram í fyrralag. Sagði Em. J. að þegar útflutningsskatturinn hefði verið ákveðinn, hefði hon- um verið ætlað að greiða nokk- urn hluta af þeim halla, sem vitað var að verða mundi á útf lutningssj óði. Þennan halla hefði þó fyrst og fremst átt að greiða með geng ishagnaði .af sölu birgða, sem afl- að hefði verið fyrir gengis- breytinguna, en ráðstafað eftir hana. Nokkrar' umræður hefðu í upphafi átt sér stað um það, hversu hár útflutn- ingsskatturinn skyldi vera og niðurstaðan orðið 5%, sem geng- ið hefði verið út frá að í gildi yrðu, þangað til umræddur hluti hallans yrði að fullu greiddur. Útvegsmönnum hefði jafnframt Fjórir í einum órekstri UM hádegisbilið í gær rák- ust fjórir bílar saman á Suðurlandsbraut, skammt frá Tungu, og skemmdust allir meira eða minna. Þrír bílanna, allt fólks- bíiar, höfðu stanzað vegna umferðarinnar, en sá fjórði, stór sendiferðabíll, kom ak- andi aftan að þeim. Ætlaði bílstjórinn að stöðva bílinn, en rann með fótinn út af hemlunum, svo bifreiðin Ienti aftan á næsta bíl, kastaði honum fram og skullu bílarnir allir þannig hver á annan. Skemmdust þeir allir eitthvað, og mið- bílarnir illa, bæði að aftan og framan. Engin slys urðu á mönnum. Happdrætti f gær var dregið í 5. flokki Happ drættis Háskóla íslands. Dregnir voru 1.004 vinningar, að upphæð 1.295.000 krónur. 100 þús. kr. komu á heilmiða númer 38578, sem seldur var á ísafirði. 50 þús. kr. komu á fjórðungsmiða númer 13582, 10.000 kr. komu á þessi númer: 7540 8495 9218 28273 43549 43878 48637. 5 þúsund krónur komu á nr.: 1670 4841 5391 8695 13803 17424 19160 22049 23281 27270 31331 34826 38577 38579 38818 40933 41914 45861 48414 53467. (Birt án ábyrgðar) verið gefið vilyrði um, að þegar þessari upphæð væri náð, yrðu gerðar ráðstafanir til að afnema skattinn. Heildarupphæðin sú sama Nú hefði það skeð, að Lands- samband ísl. útvegsmanna og vinnslustöðvarnar hefðu óskað eftír því, að skatturinn yrði lækkaður, en jafnframt lýst yfir að þau mundu una því, að heild- arupphæðin yrði sú sama, aðeins innheimt á lengri tíma. Inn á þetta hefði ríkisstjórnín gengið og heitið að beita sér fyrir því, að skatturinn yrði lækkaður en franalengdur sem því svaraði. Mundi lágafrumvarp um þetta væntanlega verða borið fram einhvern næstu daga. — 1 þessu felst engin aukin styrkveiting til útvegsins, sagði Emil Jónsson, — því að það lá fyrir, að styrk- urinn yrði afnuminn, þegar tek- izt hefði að jafna halla útflutn- ingssjóðs. Hér er því á engan hátt um að ræða neitt fráhvarf frá fyrri stefnu ríkisstjórnarinn- ar. Skúli Guðmundsson þakkaði fyrir upplýsingar ráðherrans um að frumvarp um lækkun skatts- ins yrði borið fram næstu daga. Um það hefði hann spurt, af því að blaðafrásagnir hefðu verið á þann veg, að búið væri að lækka skattinn. Bætur í nýrrí mynd Einar Olgeirsson talli handa- hófs hafa gætt við álagningu út- flutningsskattsins og varpaði fram þeirri spurningu, hvort svo væri einnig um aðra skatta, sem ríkisstjórnin hefð lagt á um áramótin. Enn- fremur, hvort það mundi líka verða tiltölulega auðsótt, ef aðrar stéttir færu fram a álika tilslakanir og útvegsmönn um hefðu nú verið veittar. Ekki væri hér um annað að ræða en útflutningsuppbætur í nýrri mynd, sem ríkisstjórnin hefði gripið til, þegar allt hefði verið að fara í strand. Eysteinn Jónsson kvað það nú komið í ljós, áð loforð ríkisstjórn- arinnar um að útgerðinni yrði gert kleift að standa á eigin fót- um við eigi verri aðstöðu en áður, hefði ekki verið efnt. í>ví hefði ríkisstjórnin nú orðið að taka um 60 milljónir króna til þess að styrkja hana. Ekki stæði steinn yfir steini í stefnu og að- gerðum stjórnarinnar. Röng niðurstaða takmarkið Emil Jónsson tók því næst til máls aftur og kvað tal þeirra E. Olg. og Eyst. J. álíka skringi- legt og ummæli blaða þeirra um málið — enda væri þar leitazt við að fá allt aðra niðurstöðu en þá réttu. Einföldustu útreikning- ar sýndu það, að 2%% skattur í 1 ár gæfi sömu útkomu og 5% í 6 mánuði. f>að væri aðeins heild arupphæðin, sem miðað hefði ver ið út frá í upphafi. Henni hefði mátt ná með báðum innheimtu- aðferðunum og því væri handa- hófstal E. Olg. marklaust. E. J. vakti athygli á, að ákveð- ið hefði verið að útvegsmenn greiddu hallann og það mundu þeir gera eftir sem áður, hvort sem það yrði á 6 mánuðum eða Z' NAIShnúlar Snjókoma \7 Skvrir Y/MReyn. KukJaski! H HatS »/ S V 50 hnúiar > ÚSi ÍC Þrumur 'yyy/tva'Si ^ Hitoshi L LaqS tólt. Það væri því ekki til almenn ings leitað eftir þessu fé. Hinn umræddi halli á útflutningssjóði, sagði Em. J. að væri af völdum aðgerða vinstri stjórnarinnar. f>á sagði hann, að ástæða væri fyrir Eyst. J. að minnast þess nú, þeg- ar ríkisstjórnin lofaði því í hans ráðhenatíð 1950, að 0,93 kr. yrðu greiddar fyrir fiskkílóið — en ekki hefðu fengizt nema 0,75 kr. Nú hefði ríkisstjórnin ekki lofað öðru en því, að hagur útvegsins skyldi ekki versna — heldur hald ast jafngóður, og við það væri staðið. Ekki gömul synd? Eysteinn Jónsson kvað gagns- lauSt að halda því fram, að hall- inn á útflutningssjóði væri göm- ul synd. Hann hefði orðið til eft ir að vinstri stjórnin lét af völdum. Ríkis- stjórnin hefði tal ið útflutningsat- vinnuvegunum fært að standa undir 5% skatti — en nú reyndust þeir illa geta borið 21-2,%. Einar Olgeirsson sagði að geng- islækkanir hefðu alltaf orðið út- vegnum til tjóns — og svo kæmu kröíurnar frá honum á eftir. Það að losa menn undan byrði væri nákvæmlega það sama og að veita þeim bætur. Úr því að ástandið væri svona, þegar afli væri upp á það bezta, hvað yrði pá þegar minna aflaðist. Einungis veittur gjaldfrestur Að síðustu sagði Emil Jónsson enn nokkur orð og vísaði því gjör samlega á bug, að hallinn á út- flutningssjóði ætti rætur að rekja til annarra ráðstafana en gerðar voru í tíð vinstri stjórnarinnar. Það sem núveranli ríkisstjórn hefði gert nú væri einungis að veita gjaldfrest á útflutnings- skattinum um nokkra mánuði. Hér væri því, eins og áður hefði verið sagt, ekki um neinar bætur að ræða. Ef aflbrestur yrði, sagði ráð- herrann, að ríkisstjórnin mundi að sjálfsögðu taka til athugunar húgsanlegar ráðstafanir í því sambandi. Frú Karen Jónsson, ekkja Péturs Jónssonar söngvara, keypti sér miða í DAS-happdrættinu á dögunum — og vann á hann 4ra herbergja íbúð. Myndin er af henni er hún veitti þessum 460 þús. kr. vinningi viðtöku. Dregur úr aflabrögðum <o HAFNARFIRÐI: — Nú hefir mjög dregið úr aflabrögðum hjá netabátunum og margir þeirra um það bil að hætta veiðum. Upp á síðkastið hafa bátarnir einkum verið að veiðum vestur undir Jökli og ísað um borð. Hafa aflabrögð þar verið nokkuð mis- jöfn. Um síðustu mánaðamót voru þessir bátar með mestan afla: Haförn 1005 tonn í 88 róðrum, Fákur 856 í 88; Fagriklettur 703 í 81; Guðbjörg 566 tonn í 65 fóðr- um; Hafbjörg 557 í 79; Fiskaklett ur 546 í 62; Örn Arnarson 540 í 63; Álftanes 523 í 79 og Stefnir 514 tonn í 43 róðrum. Togarinn Ágúst kom af veiðum i gær (þriðjudag), og mun hann vera með 220—230 tonn. Hann fékk aflann út af Vestfjörðum. —G. E. Drykkjuskopur í bænum SÍÐAN um helgi hefur verið mikið um drykkjuskap í bænum, eins og oft vill verða í vertíðar- lok. Hafa lögreglunni mikið bor- izt kvartanir vegna drykkjuláta, og kjallari lögreglustöðvarinnar margfyllzt á hverri nóttu. Kl. 10 í gærkvöldi var kjallarinn þeg- ar orðinn fullsetinn drukknum mönnum. Sjóboka kringum landið í GÆR var mikið mistur íTofti hér um sunnan og austanvert landið. Er það frá iðnaðarhér- uðum Vestur-Evrópu, líklega mest frá Bretlandseyjum. Þar var víða hlýtt í gær, t.d. 21 stig í London og 23 í París. Þegar þetta hlýja loft kemur hingað norður á miðin kring- um ísland kólnar það, og vatnsgufan í því þéttist og myndar þoku, sem getur oft þannig sjóþoka alls staðar hér við ströndina, nema við Faxa- flóa og Breiðafjörð, því þar stóð vindur af landi. Dýpra hefur þó einnig verið þoka þar. Veðurhorfur kl. 22 í gærkv.: SA-mið: Austan-stinnings- kaldi, þoka, en úrkomulítið. SV-land til Breiðafj., Faxa- fl.mið og Breiðafj. mið: Aust- an gola eða kaldi, skýjað en víðast úrkomulaust, sums stað ar þoka í nótt. Vestf. til SA-lands, Vestfj. mið tíl SA-miða: Hæg austlæg náð yfir stór svæði. í gær var átt, úrkomulaust en víða þoka. Sandgerðisbátar SANDGERÐI, 10. maí: — 12 bát- ar voru á sjó frá Sandgerði í gær og fengu 56 lestir samanlagt. Helga var hæst með 7,0 lestir og næst Steinunn gamla með 6,1. Línubáturinn Jón Gunnlaugs fékk 8.7. Flestir Sandgerðisbátar eru nú hættir veiðum. Þó eru prír bátar á sjó í dag. — Axel. Stofnim verzltm- arbanka rædd FRUMVARP um stofnun Verzlunarbanka íslands, sem fram var lagt á Alþingi fyrir helgina, var til 1. umræðu á fundi Neðri deildar í gær. Viðskipta- og bankamálaráð- herra, Gylfi Þ. Gíslason, fylgdi frumvarpinu úr hlaði og gat þess m. a., að Verzlunarsparisjoður- inn, sem stofnaður hefði verið árið 1956, hefði eflzt svo mjög og ræki nú orðið svo umfangsmikla starfsemi, að sparisjóðsformið hentaði honum ekki lengur. Því hefði ríkisstjórnin orðið við beiðni sparisjóðsins um að flytja frumvarp um stofnun Verzlunar- banka, sem tæki beint við af honum og rekinn yrði af sömu aðilum. Einar Olgeirsson tók einnig til máls við þetta tækifæri og ræddi um ýmis almenn atriði í sam- bandi við slíkar bankastofnanir sem þessa. — Lýsti Gylfi Þ. Gíslason einnig viðhorfum sínum til þeirra í síðari ræðu. Frumvarpinu var að þeim ræð um loknum vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar með sam- hljóða atkvæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.