Morgunblaðið - 11.05.1960, Page 8

Morgunblaðið - 11.05.1960, Page 8
8 MORGVNBLifílÐ Miðvikudagur 11. maí 1960 Langur starfstími — fáar frístundir Ur ræðu Ragnhildar Helgadóttur á Alþingi um orlof húsmæðra FRUMVARP tim orlof hús- mæðra var á dögunum af- greitt frá Efri deild og í gær fór svo fram fyrsta umræða um það í Neðri deild. Flytjendur frumvarpsins voru þau Auður Auðuns, Katrín Smári, Karl Kristjánsson og Björn Jónsson, en við umræðuna í Neðri deild í gær fylgdi Ragn- hildur Helgadóttir því úr hlaði og kynnti frumvarpið með nokkr um orðum. Nokkur hvíld er nauðsyn Hún sagði m. a., að flestir mundu vera sammála um nauð- syn þess, að fólk gæti fengið nokkurra daga hvíld frá starfi sínu á ári hverju.. Það væri líka löngu viðurkennt í framkvæmd í flestum starfs- greinum þjóðfé- lagsins. — I f jölmennasta starfs- hópnum, sagði Ragnhildur Helgadóttir, — hefur þó reynzt erfiðast að koma við orlofi almennt. Stór hluti þess hóps, húsmæðranna, er sá hluti þjóðfélagsins, sem lengst an hefur starfstíma og fæstar frístundir. Það er því ekki að ófyrirsynju, að það hefur um mörg undanfarin ár verið mjög á dagskrá fjölmennustu kvennasamtaka þessa lands, Kvenfélagasambands fslands hvernig leysa megi þann vanda, að skapa þeim hús- mæðrum, sem örðugast eiga og búa við kröppust kjörin, skilyrði til að njóta nokkur? ar kvíldar og hressingar ár- lega, en sá er einmitt tilgang- nr þessa frumvarps. Orlofssjóður kosti dvölina Þá lýsti R.H. nokkuð undirbún- Alþingi: Aðild að alþjóða- siglingamála- stofrnm LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um heimild fyr ir rikisstjórnina til þess að stað- festa fyrir íslands hönd sam- þykkt um alþjóðasiglingamála- stofnun (IMCO). Er hér um að ræða samþykkt, sem gerð var af 32 þjóðum fyrir forgöngu Sameinuðu þjóðanna í Genf þann 6. marz 1948 og fjall- ar um stofnun alþjóða ráðgef- andi siglingamálastofnunar. Er frumvarpið miðað við það, að samþykktin verði staðfest með þeim fyrirvara þó, að staðfesting in verði tekin til endurskoðunar á ný, ef síðar yrði ákveðið að sigl ingamálastofnunin skyldi einnig taka til meðferðar mál, sem al- gerlega eru fjármálalegs eða við- skiptalegs eðlis. Þegar samþykkt in, sem er 36 greinar í 17 köflum, hefur verið staðfest, skulu á- fcvæði hennar hafa lagagildi hér á landi. Á fundi Neðri deildar í gær, fylgdi Emil Jónsson ráðherra, frumvarpinu úr hlaði en því var að ræðu hans lokinni vísað til 2. umr. og athugunar í nefnd. ingi frumvarpsins sem stefndi að stofnun orlofssjóðs til að rísa undir kostnaði af orlofsferðum og dvöl barnmargra og efnalítilla kvenna. Upphaflega hefði verið gert ráð fyrir, að sérhver hús- móðir á aldrinum 18—65 ára greiddi árlega um leið og ríkis- skatta 10 kr. í sjóðinn gegn jafn- háu framlagi úr ríkissjóði. Þessu hefði verið breytt 1 Rfri deild, þannig að framlag húsmæðra hefði verið fellt niður og látið sitja við ríkisframlagið eitt, auk þess sem orlofssjóðurinn mundi svo væntanlega fá tekjur frá bæj ar- og sveitarfélögum og eftir ýmsum fjáröflunarleiðum, sem orlofsnefndum og kvenfélögum þætti henta. Þar sem húsmæður í öllu landinu væru taldar vera rúmlega 32 þúsund, mundi ríkis- sjóður þannig leggja fram um 320 þús. krónur á ári í sjóðinn. Það væri skiljanlegt nú, þegar svo margir nytu skattfrelsis, að Á FUNDI Neðri deildar Al- þingis í gær kom til 1. um- ræðu frumvarp sjávarútvegs- málanefndar deildarinnar um að leyfðar verði undir vís- Húsmæðraskól- anum á Hallorms- stað slitið HÚSMÆÐRASKÓLANUM á Hallormsstað var slitið 30. ápríl sl. að viðstöddum mörgum gest- um. Athöfnin hófst með predikun sr. Marinós Kristinssonar, en að því búnu sleit forstöðukonan, Ásdís Sveinsdóttir, skólanum með ræðu. Hæstu einkunn við burtfarar- próf hlaut Aðalbjörg Jónasdóttir frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, 9,15, ág. einkunn. Hæstu einkunn í verklegum fögum í skólanum hlaut Bergljót Stefánsdóttir frá Artúni í Hjaltastaðþinghá 9,49 og hæsu einkunn í verklegu og bók lega saman í yngri deild Ragn- hildur Haraldsdóttir frá Þorvalds stcðum á Langanesströnd 9,15. En skólinn er tveggja vetra skóli, sem kunnugt er. Dvalarkostnaður í skólanum í vetur varð 5.200 kr. í yngri deild og 6.800 í þeirri eldri, þar með talin handavinna keypt á staðn- um. Á síðasta aðalfundi Sambands Austfirzkra kvenna var stofnaður sjóður til styrktar eldri deildar r.emum við Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Sjóði þessum er ætlað að lána eða veita styrki þeim nemendum, sem ekki sjá sér fært fjárhagslega að ljúka síðara vetrar námi. Sjóðurinn mun nú þegar geta veitt eitthvert lán, en ætlunin er, að hann síðar meir geti einnig veitt beina styrki. Að skólaslitaathöfninni lokinni var gestum gefinn kostur á að skoða sýningu á handavinnu og 'matreiðslu nemenda. innheimta ríkisins á einum 10 krónum af hverri húsmóður á iandinu yrði illframkvæmanleg vegna tiltölulegra umsvifa og kostnaðar. Þetta myndi þó að vísu lækka nokkuð fastar tekjur sjóðs ins. Allar konur, sem veita heimili forstöðu R.H. gat þess einnig, að út- hlutun orlofsfjárins mundi verða í höndum ólaunaðra nefnda kosinna af hlutaðeigandi héraðs- samböndum kvenfélaga, sem einn ig mundi skipuleggja orlofið. Rétt til orlofsfjár munu eiga all- ar konur, sem veita heimili for- stöðu án launagreiðslu fyrir það starf, en einnig verður heimilt að veita nokkurt fé til barna 10 ára og yngri. Að lokum kvaðst Ragnhildur Helgadóttir telja líklegt, að þing menn létu ekki sitt eftir liggja til að stuðla að framgangi þessa áhugamáls svo margra íslenzkra kvenna, og hvatti til að afgreiðslu málsins yrði hnaðað, þar sem mjög væri liðið á þingtímann. Frumvarpinu var síðan vísað til 2. umræðu og heilbrigðis- og félagsmálanefndar með sam- hljóða atkvæðum. indalegu eftirliti takmarkað- ar dragnótaveiðar í fiskveiði- landhelgi. Framsöguræðu flutti Birgir Finnsson og rakti hann þróun þessara mála og efni frumvarps- ins. Hann rifjaði það upp, að við horf til dragnótaveiða i fiskveiði- landhelgi heffiu breyzt til og frá á liðnum áratugum, og nú um skeið hefðu slíkar veiðar verið bannaðar. Skoðanir manna um þetta hefðu jafnan verið skiptar og svo væri enn um ýmsa þætti málsins. Það væri hins vegar álit sérfræðinga, að sá vöxtur fisk- stofnsins við strendur landsins, sem leitt hefði af friðuninni síð- ustu árin .réttlætti það fyllilega, að dragnótaveðar undir vísinda- legu eftirliti yrðu nú hafnar. í frumvarpi því, sem sjávarútvegs- málanefnd hefði lagt fram um þetta efni, væru sameinuð mörg ólík sjónarmið, en um það væri ekki lengur ágreiningur í nefnd- inni, að málið ætti að afgreiða á þessu þingi. Að ræðu framsögumanns lok- inni var umræðunni frestað, enda var þá komið að lokum hins fasta fundartíma í deildinni. Viðskiptamálin í nefnd í E. d. EFRI deild hélt í gær áfram 1. umræðu um frumvarp ríkisstjórn arinnar um innflutnings- og gjaldeyrismál. Til máls tóku þeir Alfreð Gíslason læknir og Ólafur Jóhannesson, sem deildu á ýmis ákvæði frumvarpsins og stefnu ríkisstjórnarinnar í viðskiptamál um yfirleitt, en Gylfi Þ. Gíslason varð fyrir svörum og gaf upplýs- ingar, auk þess sem hann and- mælti ádeilum stjórnarandstæð- inga. í meginatriðum voru um- ræður þessar mjög á sömu lund og við meðferð málsins í Neðri deild, sem rækilega hefur verið getið hér í blaðinu. Frumvarpinu var að lokum vísað til 2. umr. og fj árhagsnef ndar. — Grimsby Framh. af bls. 1 um. Harker vildi ekki segja aukatekið orð nema hafa Mr. Dennis Welch sér við hlið. Hringdi hann í hann og bað hann að koma og vera viðstadd- an samtalið og kom Welch innan stundar. Fór nú svo í samtalinu, í að Mr. Welch hafði oftast orð fyrir Mr. Harker. Að vísu hafði ég áður átt samtal við Welch, en nú kom ýmislegt nýtt fram hjá honum, var nú sérstaklega áber- andi hve bitur og hatramur hann var í garð íslendinga. Islendingar sakaðir um ögranir Strax og Welch kom mælti hann á þessa leið: „Við njótum fulls stuðnings félagsmanna okkar. Við höfum fengið mikinn fjölda skeyta frá sjómönnun. á hafi úti, sem allir fagna ákvörðun okkar og við munum aldrei gefast upp. Hins- vegar eru brezka ríkisstjómin og togaraeigendur á móti okkur“. Dennis Welch var í samtalinu mjög sár út í íslendinga fyrir það hve þeir hefðu stefnt mörg- um togurum til Bretlands upp á síðkastið til að selja þar fisk. Sagði hann að með þessu væru íslendingar að ögra Bretum. Þeir teldu sig hafa unnið sigur í land- helgismálinu og vildu nú hnykkja á með þessu. I síðustu viku, sagði hann, seldu fimm ís- lenzkir togarar í Bretlandi fyrir rúmlega sextiu þúsund pund. Þeir hafa komið með miklu meiri afla en okkar togarar vegna þess, að þeir fiska innan tólf milna landhelginnar og þeir valda verðlækkunum vegna afla- magnsins, sem skerða kjör okk- ar. Welch sagði ennfremur: — Það er ekki nóg með það að íslendingarnir fiski innan tólf mílna landhelginnar, heldur fylla þeir í skörðin í heimahöfn- um, áður en þeir sigla til Bret- lands, með bátafiski, sem veidd- ur er uppi í landsteinum. — Fyrir nokkru, sagði Welch, — var íslenzkur togarasjómaður handtekinn í Grimsby og sekt- aður fyrir ósæmilega hegðun. Hann hafði 42 sterlingspund í vasanum. Það er meiri fjárhæð en brezkir sjómenn geta borið á sér í knæpum. Welch sagði og var þungur á brúnina: — Ástandið væri ekki svona slæmt ef allir þessir ís- lenzku togarar hefðu ekki komið og landað svona miklum afla. Þetta gerist einmitt á sama tíma og við erum reknir út fyrir tóif mílurnar og til að ögra okkur ætla Islendingar enn að senda þrjá togara í þessari viku. Við teljum það gert til að eitra and- rúmsloftið af ásettu ráði. Það er meira en við þolum, þó að hing- að til höfum við verið þolinmóð- ir. Við héldum, að þið íslending- ar hefðuð „common sense“ (al- menna skynsemi), sagði Welch. Ekkert gerist fyrst um sinn Hann kvaðst ekki búast við að neitt gerðist í málinu fyrr en á fimmtudag, þegar John Hare, sjávarútvegsmálaráðherra, held- ur annan fund með togaraeigend- um og fulltrúum sjómanna, og fiskiðnaðarmanna. Daginn áður, eða á miðvikudag, kvað hann þó að haldinn yrði fundur togara- eigenda í Hull, en allt myndi verða í óvissu nema það, að yfir- menn á togurum í Grimsby eru einbeittir og ákveðnir að fylgja fram verkfallshótun sinni. Dennis Welch neitaði að svara, hversu margir hefðu sótt fund- inn í félagi yfirmanna á togur- um í Grimsby sl. föstudag, en fregnir af honum hermdu, að hann hafi verið mjög fámennur. Meðan ég ræddi þannig við Dennis Welch, sat Mr. Harker hjá okkur. Hann lagði lítið til málanna en samþykkti allt sem Welch sagði. Flestir andvígir verkfalli Þennan tíma, sem ég hef dval- izt hér í Grimsby, símar Harald- ur Hamar, fréttaritari Mbl., hef ég reynt að kynna mér viðhorf almennings til málanna og talað við tugi manna af ýmsum stétt- um. Flestir, að togarasjómönnum undanskildum, eru andvígir verkfalli. Fólk bendir sérstak- lega á það, að slíkt verkfall loki samkomulagsleiðum við Islend- inga og auk þess óttast menn að fiskverð muni hækka verulega, ef íslendingar verði útilokaðir, því að verðið er háð framboði og eftirspurn. Yfirleitt allir Englendingar, sem maður talar við, eru þeirrar skoðunar, að Islendingar hljóti að hefja samningaviðræður við Breta, því að annars hljóti að koma að því fyrr eða seinna að markaðnum í Bretlandi verði lokað fyrir íslendingum og að brezku togararnir fari aftur inn að sex mílum. Rætt við reiða skipstjóra Skipstjóri einn, sem ég ræddi við og sem stundað hefur veiðar á íslandsmiðum um áratugi, sagði m. a.: — Sakaruppgjöfin gefur vonir um að andrúmsloftið sé eitthvað að breytast, því að áður var svar íslendinga við margítrekuðum tilboðum um viðræður aldrei annað en „Molotov, Molotov, Molotov". Við myndum sætta okkur við, sagði hann að lok- um, að fá að fara inn að sex mil- um ajgeins á ákveðnum svæðum og ákveðnum árstímum. ★ Annar skipstjóri, sem ég ræddi við, var að koma af Grænlands- miðum. Hann kvaðst hafa fiskað á íslandsmiðum frá því löngu fyrir stríð. Hann sagði m. a.: „Allir hljóta að sjá, að enginn getur hagað sér eins og Islend- ingar hafa gert. Við höfum fiskað við Island frá upphafi, kennt íslendingum togveiðar, selt þeim togara, opnað þeim markaði hér, jafnvel gefið þeim forréttindi og svo virða þeir okkur einskis, svara jafnvel ekki forustumönnum okkar. ★ Stýrimaður á brezkum togara, sem nýkominn var úr veiðiferð, sagði m. a.: „Við fórum síðasta túrinn til Bjarnareyjar, vegna þess að okkur var bannað að sigla á Islandsmið. Við lentum í vitlausu veðri og fiskileysu, fengum aðeins 800 kits eða um 50 lestir og var skipstjórinn síð- an rekinn fyrir það hve lítið hann hafði aflað. Vonandi komumst við bráð- lega aftur á Islandsmið, því Is- lendingar geta ekki haldið áfram að láta sem þeir séu einir í heim- inum. Þeir neyddu okkur til að grípa til óyndisúrræða, en vona að þeir geti skilið sjónarmið okkar. Ég skil það auðvitað, að þið Islendingar þurfið fisk, en við erum líka fiskimenn og það eina sem við höfum nú beðið um er leyfi í fimm til tíu ár, að veiða innan tólf mílna, meðan við er- um að leita að nýjum miðum. Nú þegar hefur tólf togurum verið Iagt hér í Grimsby vegna þess, að ekki er lengur hægt að gera þá út á veiðar, eftir að grunnsvæðunum við Island hef- ur verið lokað“. ★ Einn stærsti fiskkaupmaður- inn hér sagði við mig: „Við verðum að komast að samkomulagi, annars gerist eitt- hvað hræðilegt. Heimurinn fer minnkandi og menn geta ekki hegðað sér eins og þeir séu á öðrum hnetti, en það hafa íslend ingar gert, því þeir taka aðeins tillit til sjálfra sín og fá alla vini upp á móti sér“. Ég sendi hér þessi ummæli nokkurra manna í Grimsby, sem ég hef talað við, af því að þau gefa nokkra innsýn í það and- rúmsloft, sem ríkir hér í borg- inni og þá beizkju, sem hér er ríkjandi meðal sjómanna í garð íslendinga. Eins og oft vill verða sér þetta fólk eingöngu hin brezku sjónarmið og veit lítið um röksemdir Islendinga fyrir stækkun landhelginnar. Er þó óvíða í Bretlandi sem menn fylgjast jafn vel með sjávarút- vegi og hér, því að margir hér í bæ byggja afkomu sína á út- vegnum. Dragnótaveiðar í fiskveidilandhelgi Tímabœrt að nytja fiskistofnana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.