Morgunblaðið - 11.05.1960, Síða 12

Morgunblaðið - 11.05.1960, Síða 12
12 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 11. maí 1960 wgmtMðMfr TTtg.: H.f Arvakur Reykjavik Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði mnanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. EINS OG KÖLKUÐ GRÖF UTAN IIR HEIMI Jóhannesarborg r»RAMSÓKNARFLOKK- URINN er nú að innan eins og kölkuð gröf. Meðal forystuliðs hans örlar hvergi á jákvæðri stefnu eða við- leitni til þess að benda á úr- ræði til lausnar þeim vanda, sem vinstri stjórn hans leiddi yfir þjóðina. Það eina, sem Framsóknarmenn telja sig nú géta aðhafzt, er að beita sér fyrir alls konar mótmæla- samþykktum frá ’ fundum kaupfélaga og Framsóknar- félaga víðs vegar um land. Slík mótmæli birtir Tíminn nú daglega undir stórum fyr- irsögnum á fréttasíðum sín- um. Má vissulega segja, að ekki sé um auðugan garð að gresja hjá Tímamönnum um þessar mundir. Þeir grípa mótmælasamþykktir kaupfé- laganna eins og sökkvandi maður hálmstrá. Forysta, sem brást En mörg rök hníga að því, að innan Framsóknarflokks- ins ríki nú hinn mesti glund- roði og svartsýni. Margir heiðarlegir bændur, sem treyst höfðu flokknum og tal- ið hann ábyrgan stjórnmála- flokk, sjá nú ennþá betur en áður, hvílíkt feigðarflan vihstri stj órnarmyndun Her- manns Jónassonar sumarið 1956 var. Framsóknarflokk- urinn reyndist þess gersam- lega vanmegnugur að hafa forystu um nauðsynlegar að- gerðir í efnahagsmálum þjóðarinnar á valdatímabili þessarar ríkisstjórnar hans. Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, hafði ekki sparað stóru orðin, þeg- ar hann myndaði vinstri stjórn sína. Veslaðist upp En aðeins hálft kjörtíma- bilið var liðið, þegar Her- mann Jónasson varð að játa á aumkvunarverðan hátt frammi fyrir alþjóð, að for- ysta hans hafði brostið. Stjórn hans var sprungin, ný verðbólgualda hafði steypzt yfir þjóðina og fram undan var hrun og stórfelld vand- ræði. Fjöldi fólks innan Fram- sóknarflokksins man þessa hrikalegu uppgjöf flokksins. Þess vegna duga ekki mótmælasamþykktir kaup félagsfunda og félags- funda innan Framsóknar- flokksins til þess að blása kjarki í liðið. Flokkurinn er eins og kölkuð gröf að SKIPASMÍÐAR INNANLANDS A UÐSÆTT er, að verðlag á skipum fyrir íslenzkan sjávarútveg mun hækka verulega vegna gengisbreyt- ingarinnar. Ekkert er þvi eðlilegra en menn vakni til aukinnar umhugsunar um nauðsyn þess að efla innlend- ar skipasmíðar. Samkeppnisfær Rík ástæða er vissulega til þess að hagnýta þá sérþekk- ingu, sem fyrir hendi er á þessu sviði. Það er ástæðu- laust að vera að kaupa er- lend fiskiskip, sem við hæg- lega getum smíðað sjálfir og skapað með því atvinnu í landinu. Hins vegar er ekki nema eðlilegt að útgerðar- menn og sjómenn vilji fá skipin á sem hagstæðustu verði. Þess vegna þarf is- lenzkur skipasmíðaiðnaður að vera samkeppnisfær við skipasmíðaiðnað nágranna- landa okkar. En ýmislegt bendir til þess að hann geti verið það. Við íslendingar verðum að gæta þess að vanrækja ekki hagnýtingu neinna mögu- leika til þess að auka fjöl- breytni atvinnuvega okkar, byggja upp nýjar atvinnu- greinar og gera afkomu- grundvöllinn breiðari og traustari. Bygging stálskipa En við eigum ekki að láta við það eitt sitja að byggja tréskip. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til bygg- ingar stálskipa hér á landi, hafa gefizt vel. Það er áreið- anlega ekki óhófleg bjartsýni að gera sér vonir um, að inn- an tiltölulega skamms tíma sé hægt að byggja hér tog- ara og önnur fiskiskip úr stáli. ÍBÚAR Jóhannesarborgar dansa og- skemmta sér. En ekki mikið. Skemmtanalega séð er þetta ein af leiðinlegustu milljónaborgum veraldar. Útlendingar drekka og skemmta sér eins og annarsstað- ar. Venjulegt fólk hefur enn ekki tekið eftir því að nokkuð sér- stakt sé hér á seyði. Fjöldi fegurðarsamkeppna stendur nú yfir, og mikilli al- Þjóða vörusýningu er nýlokið, en þangað komu 250 þús. færri en reiknað hafði verið með. Fólkið til sveitanna óskar þrátt fyrir Sænskur blaða- maður, sem stadd- ur er í Jóhannesar- borg, sendi blaði sínu þessa lýsingu á lííinu þar um síðustu mánaðarmót allt, heldur að vera heima. Og komi það í heimsókn til borgar- innar, ber það skammbyssu í vas anum, og starfsmaður hótelsins, sem sér um bílastæðið, spyr eins og það sé alveg sjálfsagt: Nú haf ið þér vonandi ekki skilið skot- vopn eftir í bifreiðinni, þar sem hægt er að stela þeim ( og á þá við að blökkumenn geti stolið þeim). Á eftir tímanum Verzlanirnar eru yfirfullar af vörum. Flest er hér dýrara en í Evrópu, og hvað tízkunni við- kemur, eru menn hér þrem til fjórum árum á eftir tímanum. ítalskur tízkufrömuður, sem hér var í sambandi við vörusýning- una, varð mjög hneykslaður. Að hans dómi var það nauðsynleg- asta, sem gera þurfti í Suður- Afríku einmitt núna, að fá kon- urnar til að klæða sig ofurlítið betur. Miðhluti Jóhannesarborgar ein kennist af hábyggingum. Það er tiltölulega líti ðum bíó, og eini tíminn á kvöldin ,sem eitthvað er af fólki á götunum, er þegar bíó- in loka. Það er nefnilega það slæma við Jóhannesarborg sem slíka, að á daginn er þetta stór- borg með yfir eina milljón íbúa, en á kvöldin, þegar vinnu er lok ið, er þar ekki hálf milljón. Langur vinnudagur Blökkumennirnir fá ekki að hreyfa sig á götunum án sér- staks leyfis. Hið fjölmenna starfs lið hótelsins, sem eru blökku- menn á tvitugs og þrítugsaldri, fær til dæmis ekki að yfirgefa hótelið eftir vinnu á kvöldin án sérstaks leyfis vinnuveitendans. Vinnudagur þeirra virðist enda- laus. Snemma á morgnana og seint á kvöldin sér maður sömu i piltana við vinnu. Þeir þrífa hót- elið, hugsa um lyfturnar, vinna eldhússtörf og sendast um bæ- inn. Þegar kyrrð kemst á um miðnættið, fara blökkumennirn- ir til svefnskála sinna, sem eru I uppi undir risi. Ég spurði hvítan afgreiðslumann hótelsins hvort sama gilti fyrir Indverja, sem þarna eru margir, en hann svar- aði: Ó, nei, þeir eru frjálsir. Um daginn var ég vitni að slagsmál- f .m milli Indrverja og hvíts ' manns. Indverjinn var lítill og vesæll en sá hvíti stór og sterkur. Mannfjöldi safnaðist saman og lögreglan kom. Þá lá Indverjinn á gangstéttinni, en hvíti maður- inn sat ofan á honum og lamdi hann í andlitið. í fyrstu skipti lögreglan sér ekkert af þessu, en loks gekk einn þeirra fram, lagði höndina á öxl hvíta mannsins og sagði, er nú ekki komið nóg? Síð- an tók hann í Indverjann og dró hann blæðandi eftir gangstétt- inni eins og hann væri kartöflu- poki, fleygði honum inn í lög- reglubílinn og ók á brott. Blökkumannahverfin Greina má blökkumannahverf- in í nágrenni Jóhannesarborgar í þrennt: Blökkumannaborgirn- ar, þar sem hálf milljón blökku- manna býr, skuggahverfin og blökkumannabúðirnar. f borgunum búa verkamennirn ir, sem hafa mjög lág laun, og hjá þeim er ekki litið á þjófnað sem neitt alvarlegt siðferðisbrot. Ef manni verður ráfað inn í eina þessara borga að kvöldi til, er vissara að fara varlega. f dimm- um skotum og myrkum sundum liggja blökkumenn í leyni, sem ekki telja það eftir sér að reka hníf í bakið á einmana ferða- lang og ræna hann öllu — einn- ig fötunum. Föt eru mikið vandamál fyrir blökkumennina. Þeir vilja gjarna vera jafnvel til fara og hvítu f nágrenni borgarinnar eru líka heil fjöll úr sendinni möl, sem verður eftir þegar búið er að þvo gullið í burtu. Blökkumenn vinna gullið. Fáir þeirra eru frá Suður- Afríku. Flestir koma norðan að, skrifa undir samninga til sex mánaða, með því að setja kross eða merki á blað, fara í nákvæma læknisrannsókn og verða næsta hálfa árið fangar við námuna. Það góða við búðir námuverka mannanna er það að þeir ganga í gegn um þessa læknisrannsokn og vera næsta hálfa árið fangar við námuna. Það góða við búðir námuverka mannanna er það, að þeir ganga í gegn um þessa læknisrannsókn áður en þeir byrja að vinna og eru þarna undir lækniseftirliti, og þeir fá heilsusamlegan, nær- andi mat. Það ómannúðlega er að þeir fá yfirleitt ekki að yfir- gefa búðirnar, nema í einhverj- um sérstökum tilfellum, þeir búa í mjög slæmu húsnæði við mikil þrengsli ^em orsaka slagsmál, og að þeir fá aðeins greiddar um 600 krónur (ísl.) á mánuði auk fæðis og lélegs húsnæðis. Þessir menn eru í rauninni þrælar af sjálfsdáðun. En vanda- mál þeirra er ekki unnt að leysa einungis í Suður Afríku. Því með an blökkumenn þar fyrir norðan, í Suður og Norður Rhodesiu og Njassalandi, eiga við slíkt harð- rétti að búa, að þeir leiti til Suð- Blökkumenn brenna vegabréf mennirnir, en hafa ekki ráð á því. Þessvegna stela þeir því sem þeir geta náð í. No Pictures Skuggahverfin eru enn til, jafn vel þótt yfirvöldin vilji helzt gera lítið úr þeim. Þau eru eins og annarsstaðar, skýli úr báru- járni, striga og kassafjölum. Sum gkýlanna eru svo lítil að maður skilur ekki hvernig mögulegt er að liggja þar endilagur. Þegar maður gengur um þessi hverfi, fylgja manni óvingjarnleg augnaráð. Geri maður minnstu tilraun til að taka ljósmyndir, mætir maður hótunum. Stærðar blökkumaður gekk að mér — no pictures. Engar mynd- ir. Ég rétti honum tvo shillinga og hélt að þar með væri málið úr sögunni. Hann stakk peningn um í vasann, brosti og sagði: no pictures. Hann bætti við: Þú ert frá blöðunum. Þú kemur hingað og tekur myndir. Þú snýrð aftur og þeir taka þig. Þeir sjá mynd- irnar þínar og koma hingað með þær og segja: Hvar eru vegabréf- in ykkar, hvað sögðuð þið við hvíta manninn. — No pictures. Fangar. Blökkumannabuðirnar eru kafli út af fyrir sig. Sagt er að Jó- hannesarborg sé byggð á gulli. ur Afríku til að fá starfa við nám urnar, verður vandamálið ekki leyst. Margir bíða þess nú með eft- irvæntingu, að heyra hvað Dag Hammarskjöld hefur að segja um blökkumannabúðirnar, þegar hann kemur hingað á vegum Sam einuðu Þjóðanna í sumar. Skattírelsi síma- happdrættis SKATTFRELSI vinninga I síma- happdrætti Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra 1960 er þessa dagana til afgreiðslu í Efri deild Alþingis. Var lagt fram í deild- inni frumvarp frá ríkisstjórn- inni um að vinningar í happ- drættinu á þessu ári verði und- anþegnir hvers konar opinberum gjöldum nema eignaskatti. — í stuttri greinargerð er á það bent, að fordæmi séu fyrir þvl, að vinningar í happdrættum, sem fram fara til styrktar líkn- arstarfsemi í alþjóðarþágu, njóti slíkra fríðinda, t. d. vinningar SÍBS. Þar eð líkt sé ástatt um þá starfsemi, sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur með höndum, þyki ríkisstjórninni rétt að félagið verði sömu hlunn- inda aðnjótandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.