Morgunblaðið - 11.05.1960, Síða 14
14
MORCTJNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 11. maí 1960
Til sölu
Þriggja og fjögurra herbergja íbúðir í nýbyggingu
við Háaleiti. Seljast tilbúnar undir pússningu að
innan en íullgerðar að utan.
Nánari upplýsingar gefur:
MÁÍ.FL LTNINGSSKKIFSTOFA
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar
Guðmundar Péturssonar.
Aðalstræti 6 III. hæð (Morgunblaðshúsinu).
Sími 12002, 13202 og 13602.
í sólskini á Spáni
fyrir íslenzka peninga
Vegna íorfalla er til leigu um lengri eða skemmri tima
í sumar tveggja manna herbergi ásamt morgunmat og
baði. Eins og áður auglýst er verðið 73 krónur á dag pr.
mann. Tossa de Mar er einn af vinsælustu baðstöðum á
Costa Brava ströndinni. (90 km frá Barcelona). Hægt er
að komast flugleiðist frá Reykjavík til Barcelona á. einum
degi með því að skipta um flugvél í London.
Umsóknir sendist sem fyrst til H. Helgadóttir San
Telmo 20. Tossa de Mar, Costa Brava, Espana.
N auðungaruppboð
verður haldið í tollskýlinu á hafnarbakkanum hér í bæn-
um, fimmtudaginn 12. maí n.lc kl. 1,30 e. h., eftir kröfu
tollstjórans í Reykjavík o. fl. Seld verða alls konar hús-
gögn, útvarpstæki, radíógrammofónar, bækur, skrifstofu-
áhöld.'ísskápar, skósmíðavélar, trésmíðavélar, víxilkröfur
o. fl. Ennfremur verða seldar vörur o. fl. úr þrotabúum
Povl Hansen og Karls O. Bang, svo og ýmiskonar vörur
er gerðar hafa verið upptækar af tollgæzlunni í Reykja-
vík. Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetinn j Reykjavík.
Auglýsing
um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi
Keflavíkurflugvallar.
Samkvæmt umferðalögunum tilkynnist að aðalskoðun
bifreiða fer fram, sem hér segir:
Föstudaginn 13 maí J-1 — J-50
Þriðjudaginn 17. maí J-51 — J-100
Miðvikudaginn 18. maí J-101 — J-150
Bifreiðaskoðun fer fram við lögreglustöðina hér ofan-
greinda daga frá kl. 9—12 og 13—16,30.
Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur, sbr. lög nr.
3 frá 1956. Sýnd skulu skilríki fyrir því að lögboðin vá-
trygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og fullgild öku-
skírteini skulu Iögð fram.
Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunnar á áður
auglýstum tíma, verður hann Iátinn sæta ábyrgð sam-
kvæmt umferðalögum nr. 26 1958 og bifreiðin tekin úr
umferð hvar sem til hennar næst.
Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki
fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber hon-
um að tilkynna mér það bréflega.
Athygli er vakin á því, að umdæmismerki bifreiða
skulu vera læsileg og er þeim, er þurfa að endumýja
númeraspjöld bifreiða sinna ráðlagt að gera það nú þegar.
Skoðanadagur fyrir biíreiðar skrásettar J-0 og VL-E
verða auglýstir síðar.
Athuga ber, að þeir er hafa útvarpsviðtæki í bifreiðum
sínum, skulu hafa greitt afnotagjöld þeirra, áður en skoð-
un fer fram.
Þetta tilkynnist öllum, er hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 9 maí 1960.
Björn Ingvarsson.
Viðskiptafrelsið
Framh. af bls. 13
leiða til þess að hafin er fram
leiðsla, sem annars gæti ekki
þrifist. Þessi framleiðsla dreg
ur síðan vinnuafli og fjár-
magn frá annarri framleiðslu,
sem byggð er á heilbrigðari
grundvelli. Þar við bætist, að
höftin torvelda eðlilegan gang
framleiðslunnar, þar sem þau
geta orðið til þess, að efni-
vörur og aðrar rekstrarvörur
berist ekki að jafnt og eðli-
lega. Fyrirtækjum er gert erf-
iðara að afla sér framleiðslu-
tækja og tilviljanir og annar-
leg sjónarmið geta ráðið því,
hvaða atvinnurekendum eða
framleiðslugreinum er leyft
að þróast...
Þá er hitt ekki síður þýðing-
armikið, að höftin takmarka
eolilega samkeppni I inn-
flutningsverzluninni og stuðla
þannig heinlínis að hærra
vöruverði og minni þjónustú
við neytendur en ella myndi.
Það er ekki á færi neins verð-
lagseftirlits að hamla á móti
þessu, hversu gagnlegt sem
verðlagseftirlit annars kann
að vera. Á síðast liðnum 10 ár-
um hafa orðið geysimiklar
framfarir á vesturlöndum
vörudreifingu. Rutt hafa sér til
rúms nýir verzlunarhættir,
sem hafa í för með sér minni
verzlunarkostnað og stóraukin
þægindi fyrir neytendur. Það
á sér sjálfsagt margar orsakir,
hversu lítið þessara framfara
hefur enn gætt á ístandi, en
ein þýðingarmesta orsökin er
einmitt innflutningshöftin“.
Ég álít, að þessi skilningur á
höftunum og gagnsemi þeirra sé
útbreiddur langt út fyrir raðir
Sjálfstæðismanna og Alþýðu-
flokksmanna. Ég veit, að hann er
mjög ríkur innan raða margra
Framsóknarmanna, þó að þing-
menn flokksins hafi nú gerzt and-
mæiendur þessa frumvarps, sem
fyrir liggur hér á Alþingi, og
stefnir að því að losa viðjarnar af
viðskiptum landsmanna. Hitt er
svo annað mál, að .ég veit, að
þessi skoðun á sér fáa formæl-
endur innan Alþýðubandalags-
ins, þ. e. a. s. hjá kommúnistum.
Andstaða Framsóknar
Og þá kem ég að hinum mis-
munandi viðbrögðum stjórnar-
andstöðuflokkanna tveggja til
þessa máls. Mér er ekki alveg
ljóst, hvað vakir fyrir Framsókn-
armönnum. Hitt er mér ljóst,
hvað fyrir kommúnistunum vak-
ir. Framsóknarmenn unnu með
okkur Sjálfstæðismönnum 1950,
við gengisbreytinguna þá og í
sambandi við þá stjórnarstefnu,
sem þá var fylgt, að stuðla að
því að gera viðskiptin og verzl-
unina frjálsari. Frá þeim tíma
eru líka ýmsar ályktanir frá sam-
tökum samvinnumanna eða Sam-
bánds íslenzkra samvinnufélaga,
aðalfundi þessara samtaka, þar
sem Framsóknarmenn ráða mestu
um nauðsyn þess, að verzlunin í
landinu sé sem frjálsust. En það
er því miðúr nú eins og oft
endranær, að það er ekki alveg
sama um afstöðu Framsóknar-
manna, hvort þeir eru með í
framkvæmdinni, þ. e. a. s. í
ríkisstjórn eða ekki, þegar fram-
kvæma á tiltekið mál. Kann að
vera, að fleiri flokkar séu háð-
ir þessum breyzkleika, en hann
gerist nú mjög áberandi í sam-
bandi við afstöðu Framsóknar-
manna til þess máls, er hér ligg-
ur fyrir.
Andstaða kommúnista:
Öðru máli gegnir um andstöðu
kommúnista. Meginuppistaðan í
aridstöðu þeirra .við þetta mál
hér á þingi hefur verið sú, að
við værum að stefna utanríkis-
verzlun okkar og viðskiptum í
yoða, mundum girða fyrir áfram-
haldandi viðskipti við austur-
blokkina, ef svo má kalla, eða
jafnkeypislöndiri. Hæstvirtur
forsætisráðherra og viðskipta-
málaráðherra hafa lýst yfir, að
ekkert slíkt vakir fyrir núver-
andi ríkisstjórn, þvert á móti
beinist viðleitni hennar að því
að hafa möguleika til þess að við-
halda jafnt víðskiptum til aust-
urs og vesturs. Kommúnistar
tala um, að við glötum öryggi, ef
minnka mundu viðskiptin austur
á bóginn. En hvaða öryggi er í
því, að hafa viðskiptasamninga
við jafnkeypislöndin austan járn
tjalds, en vera að öðru leyti í
þeirri aðstöðu, vegna efnahags-
kerfis okkar sjálfs, að við erum
ekki samkeppnisfærir á hinum
frjálsa markaði í hinum vestræna
heimi. Viðskiptin við hinn aust-
ræna heim eru oft meira
og minna pólitísk. Þau kynnu
því af annarlegum ástæðum að
geta brostið fyrirvaralaust, og
mundum við þá algjörlega ráð-
þrota, ef við ekki að öðru leyti
hefðum aðstöðu til viðskipta
vestan járntjalds.
Þjóðin verðiar efnahagslega
og viðskiptalega að vera þann-
ig stæð, að hún sé samkeppnis
fær í hinum frjálsa viðskipta-
heimi, en geti hins vegar engu
að síður haldið uppi viðskipt-
Föroyingafélagið
heldur loka-skemtan fríggjakvöldið 13. mai kl. 9
í „Tjarnarcafé" (niðri).
Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason skemta.
Föroyingar möti væl og stundisliga, og takið við
tykkum gestir.
STJÓRNIN.
Byggingaréttindi
fyrir eina íbúð (á lóð undir tvíbýlishúsi) á ágætum
stað í bænum er til sölu. Þeir, sem áhuga kynnu að
hafa, geri svo vel og sendi tilboð tilMorgunblaðsins,
merkt: „AB-L — 3408".
Ódýrar kvenkápur
nýkomið fjölbreytt úrval af kvenkápum í ýmsum
litum á mjög hagstæðu verði. Ýmsir litir.
Verð frá kr. 880,00.
Verzlunin Sóla
Laugaveg 54 — Sími 19380.
um við austur-blokkina og
hafi vilja til þess að halda
uppi þessum viðskiptum, þ.e.a.
s. hafi vilja til þess að selja
útflutningsvöru okkar hverj-
um sem vill kaupa hana mcð
sem hagstæðustum kjörum og
beztu verði.
Úthlutunarkerfi valdhafanna
Þegar ég reyni að gera mér
grein fyrir inntakinu í málflutn-
ingi og afstöðu Framsóknar-
manna til þessari mála nú, þá
virðist það í stórum dráttum
vera á þessa leið: Við eigum að
haga þjóðarbúskap okkar þann-
ig, að það sé nógu mikið pen-
ingamagn í umferð. Kaupgeta sé
þess vegna fyrir hendi í ríkum
mæli. Hins vegar hlyti það að
vera fölsk kaupgeta, að svo
miklu Ieyti sem hún er ekki í
samræmi við framleiðslugetu
þjóðarinnar, eins og verið hefur
á undanförnum árum, þegar við
höfum búið við stöðugan
greiðsluhalla út á við. Þegar svo
búið er að ná þessu marki og
hin falska kaupgeta spyr eftír
erlendum gjaldeyri og erlendum
vörum, þá segja Framsóknar-
menn: nú skulum við setja á
nefndir til þess að úthluta leyf-
um og verðmætum. Þeir segja að
vísu í þessu sambandi — við út-
hlutum auðvitað þeim, sem hafa
mestar þarfirnar, látum þær
framkvæmdir, sem mest liggur
á, ganga fyrir o. s. frv. Svona á
þetta að vera. Þetta virðist í dag
vera það „ideala" þjóðskipulag,
sem Framsóknarmenn eru að
tala um. En forsenda þess er svo
auðvitað sú, að Framsóknar-
flokkurinn eða Framsóknarmenn
vilja vera með í þeim nefndum
og ráðum, sem eiga að úthluta
gæðunum, og hvort þeim er svo
úthlutað á þann hátt, sem sagt
er, þar sem þarfimar eru mestar
o. s. frv., það kann að vera ann-
að mál. Framkvæmdirnar í þjóð-
félaginu eða fjárfestingin eiga
ekki á hverjum tíma að byggj-
ast á efnahagskerfinu, ekki á
efnahag fyrirtækjanna, ekki á
efnahag þjóðarinnar í heild og
aðstöðunni út á.við, nei, þvert á
móti, hún á að byggjast á því,
sem Framsóknarmenn kalla
„hinni pólitísku fjárfestingu" þ.
e. a. s. á úthlutunarkerfi vaid-
hafanna.
Bíðum eftir dómi reynslunnar
Það er enginn vafi á því, að
það er mjög mikilsvert fyrir
almenning í þessu Iandi, að sú
tilraun til nýrrar stjórnar-
stefnu í efnahagsmálum og
peningamálum, sem nú er
verið að reyna að fram-
kvæma, mistakist ekki vegna
bráðabirgðaskammsýni í byrj-
un, heldur fái hún tækifæri
til þess að láta reynsluna
kveða upp sinn dóm um það,
hvernig hún hefur gefizt.
Eins og viðhorf almennings í
dag virðist vera í þessu landi,
virðist engin hætta á því, að
svo verði ekki. Hitt er svo
annað mál, að núverandi ríkis
stjórn verður eins og aðrar
ríkisstjórnir að sæta dómi
almennings á grundvelli þeirr
ar reynslu, sem fyrir liggur
eftir á. Mistakist henni, mun
almenningur kveða upp sinn
dóm, þegar þar að kemur,
eins og almenningur mun
virða það síðar, sem vel hefur
gjört verið.
Eggjaleit í Breiða-
fjarðareyjum
STYKKISHÓLMI, — 9. maí: —
Sáralítill afli er nú um allan
fjörð, þetta 2—4 tonn á bát und-
anfarið, og eru þeir nú almennt
að hætta veiðum.
Eggjaleitir í Eyjunum hafa
staðið yfir undanfarið og hefur
fuglinn sjaldan eða aldrei orpið
jafn snemma og nú. Eru eggin
tekin hálfum mánuði fyrr en
venja er. Þá er krían komin og
fyrr en hennar er vandi, — sáust
margar i hóp á laugardaginn.